Tíminn - 16.02.1972, Síða 1

Tíminn - 16.02.1972, Síða 1
 EINGÖNGU GÓÐIR BfLAR Frá atkvæðagreiðslu á Alþingi i gær. (Timamvimi (iunnar) 60 samhljóða atkvæði um 50 mílur 1. sept. Orofa samstaða þings og þjóðar innsigluð á Alþingi TK-Reykjavik. Sá merkisatburður gerðist á Alþingi tslendinga I gær, 15. febrúar 1972, að órofa samstaða varð með öllum þingfiokkum og öllum þingmönnum um ákvörðun um útfærslu fiskveiðilögsögunnar .við island i 50 sjómilur 1. septem- ber n.k. Þingsályktunin var sam- þykkt með 60 samhljóða at- kvæðuin að viðhöfðu nafnakaiii. t ræðu sinni á. Alþ. i gær sagði Óiafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra m.a., að sú eindrægni og sá ákveðni sameiginlegi vilji, sem birtist I þessari afgreiðslu málsins á Alþingi yrði okkur til styrktar I þeirri baráttu, sem fram undan væri i þessu máii, en sú barátta gæti orðið ströng og löng. Það væri ómetanlegur styrkur að geta sýnt umheim- inum það svart á hvitu, að öll þjóðin stæði einhuga að baki út- færslunni og engin þjóö ætti að > gæla við þá hugmynd, að við yrð- um með hótunum eða efnahags- legum þvingunaraðgerðum neyddir til að hverfa frá fyrir- ætlunum okkar um útfærslu. ,,Ég vil taka það skýrt fram við þetta tækifæri, aö það veröur ekki af rikisstjórnarinnar hálfu um aö ræða neinar tilslakanir frá þeirri stefnu, sem mörkuð er með þessari Alþingissamþykkt.” t ræðu sinni sagöi Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra m.a.: ,,Ég held, að sú afgreiðsla sé og verði Alþ. til sóma. Ég er ekki I nokkrum vafa um, að virðing manna fyrir Alþ. mun vaxa vegna sliks atburðar sem þessa. Ég vil þakka utanrikismálanefnd fyrir ágætt starf að þessu máli, bæði nefndinni i heild og einstökum nefndarmönnum. Og ég þakka stjórnarandstæðingum ekkert siöur en stjórnarsinnum fyrir þann samstarfsvilja, sem þessi Ólafur Jóhannesson flytur ræðu á Alþingi i gær. lengstu lög að vona, að aðrar þjóðir viðurkenni lifsnauðsyn - okkar og liti með skilningi á óhjá- kvæmilegar aðgerðir okkar. En hvort sem barátta okkar verður lengri eða skemmri, þá er það ómetanlegur styrkur að geta sýnt umheiminum það svart á hvitu, að öll þjóðin stendur einhuga að baki fyrirhuguðum aðgerðum i fiskveiðilögsögumálinu. Og hin eindregna afstaða Alþingis um þá ályktunartillögu, sem hér liggur fyrir, spáir góðu um siðari fram- vindu málsins. Eftir þessa samþykkt má öllum vera Ijóst, að ekki verður hvikað frá fyrirhugaðri útfærslu fisk- veiðimarkanna. Útfærslan verður látin taka gildi 1. sept. þetta ár og Bretum og Vestur-Þjóðverjum verður enn á ný gerð skýr grein fyrir þvi, að við teljum, að á- kvæðin um málskot til Alþjóða- dómstólsins eigi ekki lengur við og okkur þvi óskylt að hlita þeim að þvi er fyrirhugaða útfærslu varðar. Ég vil taka það skýrt fram við þetta tækifæri, að það verður ekki af rikisstjórnarinnar hálfu um að ræða neinar til- slakanir frá þeirri stefnu, sem mörkuð er með þessari Alþingis- samþykkt. Rikisstjórnin mun fylgja henni fast fram. Erh. á bls. 13 Strikið sýnir 50 milna fiskveiðilögsöguna, en blái grunnurinn sýnir landgrunnið. sú barátta geti oröið ströng og e.t.v. nokkuð löng, og við þurfum i þeirri baráttu sjálfsagt á öllu okkar að halda. Og við höfum ekki að minum dómi efni á þvi að skipta liði i þeirri baráttu. Það eru voldugar þjóðir, sem eru okkur andstæðar i þessu máli. Það væri blekking að gera ekki ráð fyrir harðsnúinni mótstöðu af þeirra hálfu, bótt sjálfsagt sé i verða tekið eftir þegsari afgreiðslu málsins ekki aðeins hér heima, heldur einnig erlendis. Ég er sannfærður um, að sú ein- dregni og sá ákveðni sameigin- legi vilji, sem birtist i þessari af- greiðslu og þeirri ályktunartill., sem hér liggur fyrir, verður okkur til styrktar i þeirri baráttu, sem fram undan er i þessu máli. Ég er þvi miður hræddur um, að sameiginlega tillaga ber vitni um. Og þegar við nú greiðum at- kvæði um j)á tillögu, sem hér liggur fyrir frá utanrikismála- nefnd á eftir og á þann veg að ég ætla að allir alþm. 60 að tölu greiða atkv. með henni, þá er um að ræða atburö, sem verður minnzt um ókomin ár, atburð, sem mun verða skráður skýrum stöfum i sögu Alþ. Og það mun i

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.