Tíminn - 16.02.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.02.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Miðvikudagur 16. fcbrúar 1972 Kynslóðaskipting Í landbúnaði erfið llúnaðarþing hófst i fyrra- dag. i setningarræðu sinni sagði Asgeir Bjarnason, að eitt mesta vandamál landbún- aðarins væri, hve þeir, sem fjármagn ættu, sæktu fast að bjóða hátt I bújarðir. llór er við mikið vandamál að eiga, fyrst og fremst l'yrir bændur, jafnframt þvi sem þóttbýlið þarf að fá landsvæði til sum- arhústaöa og útivistar, en hvorugt þetta mun takast i framtiðinni, ef áfram heldur sein borfir, að jarðir lendi i eigu fárra manna, sem ekki nýta jarðirnar heldur aðeins lilunnindi þeirra, aðallega lax- og silungsveiði. Nú eru I endurskoðun lög um íorkaupsrétt á jörðum, ábúð- arlög, liig um ættaróðul og ættarjarðir og lög um jarð- cignasjóð rikisins. Kynslóðaskiptin eru vanda- mál i landbúnaði, sagði Asgeir Kjarnason, bæði þar sem mörg systkini eru og eitt vill kaupa, og þegar ung og efna- litil lijón vilja búa og þurfa þá að kaupa allt 1 einu, jiirð, bú- stoln og vélar á þvi verði sem nú er og hefur farið sihækk- andi ár frá ári. Ilér þurfa opinhcrir aðilar að bregða sk- jótt við, þvi að annars er hætt við, að margar jarðir fari I eyði. Kunnugir telja, að stofn- kostnaður meðalbúsins sé um x milljónir króna. Þá er miöaö við að vélar séu nýjar og liúsa- kynui öll samkvæmt nútiina- kriifum um þægindi og gæði. Stofnlán og framlög nema sem næst þriðjungi af kostn- aði. I>að er þvi erfitt að byrja búskap, nema þvi aðeins að öngla saman talsverðum hluta af stofukostuaði áður en bú- skapur hefst. Krumbýlingar þyrftu, ef vel ætti að vera, að fá ’ jarðakaupalán til langs tima, :t0-40 ára, og bústofns- og vélalán til X ára, og þessi lán þyrftu öll að vera það há, að þau kæmu að gagni og væru með viðráðanlegum kjörum að öðru leyti. Aðrar þjóðir veita frumbýl- ingum inikla fyrirgreiðslu. Danir lána allt að 90% út á jörð með tilheyrandi inann- 'irkjum, vélum og bústofni. kaupalánin eru til :í() ára og al'- borgunarlaus fyrstu 5 árin og vextir 5%. Þá koma bústofns- og vélalán, en til skemmti tima. Þetta gera Danir Kn Danir gera kröfu til að lilutaðeigandi eigi fyrir þeiin 10%, sem hann fær ekki að láni og liafi kunnáttu til húskapar og i meðferð Ijármagns. Krumbýiingar verða, sagði formaður Búnaðarfélagsins. að leggja nietnað sinn i að afla sér þckkingar á búskap og eignast eittlivað áður en þeir byrja, svö að þeim veitist létt- ari róðurinn, þegar af staðið er lialdið. En fjármagnið eitt nægir ekki, nema þvi fylgi þekking og rcynsla I starfi. Bóndinn þarf að þekkja land- ið, jarðveginn og grastegund- irnar og einnig að kunna skil á fóörun, meðferð og ræktun bú- ljár. - TK. Hér er bréf, sem Landfara hef- ur borizt frá háskólastúdentum i Dundee i Skotlandi. Þær vilja koma til tslands i sumar og ráða sig i vinnu og telja vinnu við landbúnaðarstörf i sveit koma vel til greina. Bréfið er svona: ,,Kæri ritstjóri, Við skrifum yður i þeirri von að þér getið hjálpaö okkur, og sett þetta bréf i þáttinn „Landfara” i blaði yðar. Vinkona min, Sue Galletly og ég, Heather Gibson, erum virðulegir lækna- og félagsfræðistúdentar i háskólanum i Dundee, Skotlandi. Við erum báðar nitján ára og langar mjög mikiið til að heim- sækja og vinna i landi yðar sumarið 1972. Við höfum báðar alþjóða-ökuskirteini og erum reiðubúnar að taka sanngjörnum tilboðum um vinnu, hvort sem það væri vinna úti i sveit,á bónda- bæ, i borg á hóteli eða spitala, barnagæzla, nærri þvi allt, sem gæti borgað fyrir veru okkar á Is- landi. Við værum mjög þakklátar, ef þér birtuð þetta bréf, svo við hefðum tækifæri til að fá tilboð um vinnu og gætum heimsótt ts- land. Ef einhver getur hjálpað okkur um vinnu eða góða upp- ástungu, þá er heimilisfang okk- ar: Heather Gibson, Belmont Hall, Mountpeasant, Dundee, Scotland. Með fyrirfram þökk, yðar einlæg, Heather Gibson.” Um rúðubrot d þjóðvegum Hér er stutt bréf frá birreiða- stjóra. „Landfari góður. Ég sé, að tryggingafélögin eru farin að bjóða upp á framrúðu- tryggingu samfara ábyrgðar- tryggingu bifreiðar. Fyrr hefði mátt vera, finnst mér. Rúðubrot- in eru einhver vestri bölvaldur þjóðveganna. Ég segi fyrir mig, að ég ek með öndina i hálsinum á þjóðvegum landsins á miklum umferðardögum á sumrin, og það er enginn barnaleikur að verða fyrir rúðubroti. Af þvi geta stafað hin verstu slys. Ég hef sjálfur lent i rúðubroti og náði ekki númeri bilsins, sem ég mætti. Varð þvi að bera skaðann og skellinn. Hins v’egar get ég ekki neitað þvi, að mér finnst vátryggingargjaldið, 450 kr., nokkuð hátt, einkum fyrir eigendur litilla bila, sem sjaldan valda rúðubroti og eru með fram- rúður,sem ekki kosta nema fimmtung eða fjórðung þess, sem rúður dýru og stóru fólksbilanna og rútubilanna kosta. Og svo eiga framrúður i bila litið sameigin- legt nema nafnið,- gerðir þeirra eru svo margar og misjafnar að gæðum og verði. Ég held, að þetta mál verði að skoða af meiri ger- hygli, ef leita á nokkurs réttlætis. Bifreiðarstjóri”. DANMÖRK- FÆREYJAR Ódýmr 11 daga hríngferðir með m.s. GULLFOSSI í marz- og aprílmánuði til Kaupmannahafnar með viðkomu í Tórshavn. Verð kr. 14.500.00 - gisting og morgunverður innifalið í verðinu, á meðan dvalizt er í Kaupmannahöfn. Brottfarardagar: 3. marz, 16. marz, 6. april og 20. apríl. Ferðizt ódýrt — Ferðizt með Gullfossi EIMSKIP Allar nánari upplýsingar veitir: FARÞEGADEILD EIMSKIPS Sími 21460

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.