Tíminn - 16.02.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.02.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Miðvikudagur 16. febrúar 1972 Jesú Kristur Súperstar Svona litur Jesus Kristur Súperstar út á sviðinu i Danmörku, en þar er nú veriö aö sýna þennan söngleik, sem svo mikið hefur verið skrifað og rætt um meðal ungs fólks 1 svip Jesú má sjá mikinn ótta, en hann er, þegar þessi mynd er tekin, staddur aleinn i Getsemane-garðinum eftir kvöldmáltiðina með iærisvein- unum. Nina slær í gegn í BBC Hin danska Nina (og Friðrik) hefur hlotið mikla frægð i Bret- landi að undanförnu. Hún kom fram i BBC fyrir skömmu, og átti þá að fara með parodiu á söngleiknum Jesus Christ Superstar. Hún sló i gegn og rósir og heillaóskir hafa streymt til hennar siðan. Dönum þykir heldur slæmt, að þeir hafa ekki fengið að sjá neitt af þessari vinsælu stjörnu sinni og sjónvarpsdagskrám þeim, sem hún hefur verið i i Bretlandi. Eflaust hefðu Islendingar ekki siður gaman af að sjá Ninu úr þvi hún er sögð svona skemmtileg og miklúm hæfileikum búin. Þessi mynd var tekin af Ninu, þegar hún var að fara frá Heathrowflugvelli i London áleiðis til Frakklands, þar sem hennar biðu alls kyns tilboð um að koma fram og skemmta Frökkum. Betra aðgleyma ekki gleraugunum Alf Walker skrifstofumaður i Newcastle gleymdi gleraugun- um sinum heima einn daginn, þegar hann lagði af stað i vinn- una. Þess vegna gat hann ekki lesið það, sem stóð skrifað utan á poka, sem hann hélt að ekki væri annað i en rusl. Hann greip pokann og ætlaði að kasta honum niður i ruslabil, sem stóð og beið fyrir utan skrifstofu- bygginguna. Félagi Alfs gat komið i veg fyrir þetta á siðasta augnabliki, og sem betur fór, þar sem á pakkanum stóð, að fara ætti varlega með hann, i honum væri sprengja. Sprengjusérfræðingar voru fengnir til þess að taka pakkan og fara með hann á afvikinn stað, þar sem sprengjan var sprengd. Jón og Pétur voru að spjalla saman, aðallega um veiði. — Hvað myndir þú gera, ef þú værir i eyðimörk og mættir ljóni? spurði Jón. — Eg myndi skjóta. — En ef þú hittir ekki? — Þá gripi ég til veiðihnífsins. — En ef hann bilaði? — Þá færi ég upp i tré. — Það eru engin tré i eyði- mörk. — Segðu mér góði. Heldur þú með ljóninu eða mér? — Nú, þá skil ég, hvers vegna mér var svona heitt i nótt. Maður nokkur kom seint heim og kyssti konuna sina, sem lá sof- andi i rúminu, Allti einu sá hann rjúkandi vindil i öskubakka. — Hvaðan kemur þessi vindill? spurði eiginmaðurinn, en konan svaraði ekki. Hann endurtók spurninguna, sjóðandi af bræði og fleygði um koll stól um leið. Þá heyrðist eymdarleg rödd úr herrafataskápnum: — Frá Havana. Umferðalögregluþjónninn: — Þegar ég sá yður taka beygj- una, hugsaði ég með mér, 65 að minnsta kosti. Kvenbilstjórinn: — Já, en þvi miður er það ekki rétt hjá yður. Það er hatturinn, sem gerir mig svona aldurslega. Presturinn i stólnum: — Svo átti ég að skila frá englunum, að þið þurfið ekki lengur að setja hnappa i samskotabaukinn, þvi eiglarnir eru farnir að nota renni- lása. —Þú verður að muna i þetta sinn, að setja bréfið i póst. — Attu nokkra fátæka ætt- ingja? — Nei, enga sem ég þekki. — En rika þá? — Enga sem þekkja mig. Móðirin: —Veiztu hvernig fer fyrir fimm ára stúlkum, sem neita að borða hafragrautinn sinn? Dóttirin: —Já, þær vaxa og verða fyrirsætur. DENNI _ b , iraa a ■ « ■ ipi — Það er svo kyrrt herna. Er allt i DÆAAALAUSI lagi með Denna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.