Tíminn - 16.02.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.02.1972, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 16. febrúar 1972 TÍMINN 7 KAUPFÉLAGSSTJÓRAR eru komin KAUPMENN PRIMETTA gleraugun 1972 { PRIMETTA ) TÍZKUSÓLGLERAUGU SNJÓBIR TUGLERA UGU BÍLSTJÓRAGLERAUGU Öll gleraugu frá þessu þekkta þýzka firma eru merkt PRIMETTA og með gleri S 77. Sérstaklega skal brýnt fyrir öllum þeim sem aka bíl að nota aðeins góð gleraugu. Hafið því til í verzlun yðar PRIMETTA S 77. PRIMETTA gleraugu. Vönduð, smekkleg, fara vel. Takmarkið er að hafa aðeins það bezta sem fáan- legt er. Símar H.A.TULINIUS, heildverzlun, Austurstræti 14 1 1451—14523 Sigurður Steindórsson: Varnarræða fyrir húsmæður Margir verða nú til að halda fram þeirri skoðun, að uppeldi barna sé ómerkilegt starf. Þessi skoðun er mjög heimskuleg, enda eru þeir fáir sem reisa sér varanlegri minnisvarða i veröld- inni en börnin sin. Ef uppskera þessa áróðurs verður sem til er sáð,kemur brátt að þvi, að „kerfið”, sér um upp- eldið allt frá vöggu til tvitugs (a.m.k ). Með þeirri skipan, sem þannig virðist reka að, verða komandi kynslóðir einvið múg- menni, sem aldrei hafa umgeng- izt eða talað við aðra en jafnaldra sina. Þórarinn Björnsson á Akureyri sagðist vorkenna nem endum sinum i heimavistinni það mest, að þeir umgengjust aldrei fullorðið fólk. Þó unnu margir þeirra ýmis störf á sumrin, þar sem fólki var ekki kastað saman eft:r þeim sérkennilega mæli- kvarða, hvort það fæddist á sama ári eða ekki. En nú mun sumarvinna við mannbætandi al- þýðustörf til sjávar og sveita vera orðin miklu torfengnari en áður var. Kynslóðabilið tittumrædda stafar af þvi alkunna lögmáli þró- unarfræða, að hópur einstaklinga af einhverri tegund.sem tekinn er og einangraður, þróast sjálfstætt i hinu nýja umhverfi sinu, og yfir- leitt ósamhliða meginhópnum. Eins og vænta má, er slik þróun mjög hröð á þeim upplausnartim- um, sem nú rikja. Menningin er kerfi, sem tengir saman hugi allra þeirra einstaklinga, sem menningarheildinni tilheyra, likt og rót, sem hrislast um jarðveg- inn og bindur hann.'Ef rótin visn- ar, blæs jarðveginum upp, og kronin þyrlast i ýmsar áttir. Þær menningarheildir, sem sögur fara af ti! þessa, hafa yfirleitt verið þjóðbundnar og byggzt á hefðbundinni blöndu tungumáls og trúarbragða, tónlistar og sögu, bókmennta, tækni, o.s.frv. ..Poppkúltúrinn” er sú menning er menningarheild sem skóla- kerfismúgur Vesturlanda tilheyr- ir. Þessi menning er óþjóðbundin i fyrsta sinn, og sömuleiðis i fyrsta sinn tengd vissum aldurs- flokki. Hér er þvi um gerbreyt- ingu að ræða, sem byggist fyrst og fremst á nýjum uppeldishátt- um og mætti fjölmiðla. Þessi menning á enga rót i islenzku þjóðlíf i. Hversu mjög sem við trúum á mátt tækni og visinda verður ekki kringum það komizt, að maður- inn hefur ekkert breytzt siðan hann uppgötvaði eldinn. Þá sem nú skiptist tegundin i konur og karla, sem á var ýmiss konar lik- amlegur munur, sem um má iesa i fræðibókum. Að visu ganga sumar ameriskar kvenréttinda- konur svo langt i jafnréttiskröf- um sinum, að þær viðurkenna ekki þetta atriði, en sem betur fer mun þar um að ræða sálfræðilegt rannsóknarefni eða almenna fá fræði, og skal ekki um dæmt. Til allrar hamingju er það ljóst, að skaparinn var ekki að gera kon- um skráveifu með þessari hlut- verkaskiptingu, heldur má sýna fram á liffræðilega yfirburði tvi- kynja tegunda yfir einkynja. Og náttúran gerði betur en að stuðla þannig að þvi að betri og fjöl- breyttari einstaklingar fæddust — hún fyllti foreldrana ást til af- kvæma sinna og löngun til að gera hag þeirra sem beztan og veg sem mestan. Allar þessar finu tilfinn- ingar eru auðvitað einungis efna- skipti i likamanum — en þau valda æskilegri hegðun hjá for- eldrunum við afkvæmin. Þeim, sem fylgzt hafa með þroska barna, hlýtur að vera það undrunar- og aðdáunarefni, hve einstaklingar þroskast ekki allir þannig. Nýlega var sagt frá sam- anburði á þroska tveggja hópa bandariskra ungbarna yngri en tveggja ára. Annars vegar voru börn, sem fengu að vera með mæðrum sinum i kvennafangelsi nokkurn part úr degi hverjum, hins vegar börn á sæmilegri vöggustofu. Fyrrnefndu börnin þroskuðust eðlilega þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður, hin ekki. Þá voru þau i tilarunaskini flutt i bjartara og sólrikara umhverfi, og (sérmenntuðu) gæzluliði fjölg- að. En allt kom fyrir ekki — ten- ingnum var kastað og þessi börn ná væntanlega aldrei fullum til finninga- og vitsmunaþroska. Þroski byggist á samspili ein- staklings og umhverfis. örvun frá umhverfinu vekur á ákveðnum tima ákveðið svar með lifverunni, sem veldur nýju ferli (process), og þannig koll af kolli. Ef örvun umhverfisins er ekki fyrir hendi á réttum tima stöðvast þroskinn, og áður en varir verður ekki aftur snúið. Saga er sögð af hvolpi nokkrum, sem ofsnemma var tekinn frá móður sinni. Hann var órólegur og óhamingjusamur, og róaðist ekki fyrr en klukka var vafin inn i tusku og sett i kassann hjá honum, hljóðið liktist hjart- slætti móðurinnar. Á sama hátt kann að vera hægt að hanna upp- eldi á stofnunum með aðstoð véla og mannafla. En ef vel ætti aö vera, þyrfti þar mikið starfsiiö — eða allt að þvi eins marga „þroskaþjálfa” per barn eins og nú eru mæður ungbarna i bænum. Þannig stofnun ris varla hér eða annars staðar i bráð, en á hitt má benda. að sá ágæti Dr. Spock heldur þvi fram um barnaheimili að „sérmenntað starflið” komi ekki frekar i stað barngóðra kvenna fyrir börnin en steinar fyrir brauð. Andstæðingar heimilishalds halda þvi fram, að barnauppeldi og húsverk séu ekki samboðin vitibornum manneskjum. Þeir telja að stanzlaust samneyti við smábörn dragi móðurina von bráðar niður á stig andlegrar ör- birgðar. Þetta er vont sjónarmið og bendir til þess, að óbyrlega blási fyrir kennarastétt vorri, þvi að mæður ,,vaxa með börnum sinum”, frá bernsku til fullorð- insára, meðan fóstrur og kennar- ar lifa oftast i sömu aldurshópum alla sina ævi. Húsmæðrum hefur verið á það bent, að hefði hið rangláta og úr- elta blýhólkskerfi ekki brugðið fyrir þær fæti, væru þær nú lækn- ar og lögfræðingar, alþingismenn og prestar, ráðherrar, forsetar, visindamenn, bankastjórar og auöjöfrar. Vel má það vera (þótt enn finnist karlmenn utan þess- ara starfshópa). En mér vitan- lega hafa a.m.k. hérlendis ekki verið ort um bankastjóra, presta eða aðra lærða menn sambærileg kvæði og Matthias og örn Arnar- son orku um mæður sinar, nema ef vera skyldi einn sálmur um Stalin. Þá hafa alþingismenn vor- ir varla fengið um sig (hrein- skilningsleg) eftirmæli á borð við kafla þá, sem ýmsir mektarmenn skrifuðu i ,,Móður mina”. En i Stokkhólmsræðunni þakkaði nóbelsskáldið ömmu sinni mest. Einn mælikvarði á mikilvægi starfa er sá hver spor þau marka i lifi manna. Það er athyglisvert hve oft af- burðakonur hafa staðið að upp- eldi lárviðarmanna sögunnac þótt hitt sé kunnara að konur standa jafnan á bak við, þar sem stórvið- burðir gerast, eins og Frakkar hafa orðað manna bezt með orð- tækinu „cherchez la femme”. En brátt munu menn geta spurt,likt og Evtúsjenó. hinn rússneski gerði á dögum, bandariska blaða- menn, sem honum þótti allir spyrja sömu spurninganna: ,,I hvaða verksmiðju voruð þið framleiddir?”. En eru þá húsverk niðurdrep- andi og leiðinleg? Vitanlega eru þau eins og önnur störf bæði nið- urdrepandi og leiðinleg, ef þau eru unnin með áhugaleysi og án metnaðar. Þannig eru lika vélrit- unarstörf og önnur skirfstofu- vinna, kennsla, pakkhúsvinna, bilakstur, sorpheirnsun, af- greiðslustörf, bankastjórn og sjó- mennska. Það sem helzt gerir húsverkin frábrugðin öðrum störfum er hversu erilsöm og ein angruð þau eru. Einangrunin ætti þó fyrst að verða tilfinnanleg á barnlausu heimili, enda segir það sig sjálft að með nútima véla- kosti nægja húsverkin ein varla til aö fylla daginn starfi. En þá ætti hægurinn að vera hjá að koma sér upp tómstundaföndri (allir brezkir kvenmenn eru t.d. listafólk), vinna úti, eða auðga anda sinn með einhverju námi. Annars má likja heimili, þar sem börn eru, við urtagarð sem vel þarf að annast. En um garð- yrkju hafa hinir vitru Kinverjar ságt þetta: „Viljirðu verða ham- ingjusamur eina stund, þá drekktu þig fullan. Viljirðu verða hamingjusamur alla ævi, þá stundaðu garðyrkju”. Náttúrulega eru hvorki húsverk né garðyrkja við allra hæfi. En það fer ekki eftir andlegu stigi manna hvort svo er, enda eru hvorki kennsla né skrifstofuvinna neitt „andlegri störf” en húsverk. Þjóðsagan um karlinn og kerling- una, sem skiptu með sér verkum einn dag,er alkunn, en hún endaði með þvi að kýrin hékk hengd i öðrum enda spottans sem karlinn hékk i hinum með höfuðið niðri i grautarpotti. Nýrri saga gerðist fyrir vestan á þessari öld. Fólk var að heyja á engjum, og bóndi brá sér heim til að laga kaffi handa mannskapnum. Eftir stundarbil heyrði engjafólkið undir-gang mikinn og hraðaði sér heim. Þar bar að lita bæínn stromplausan og hálffallinn, en felmtursfullt andlit bóndans með sviðnu hári og skeggi. Hafði karli gengið eitthvað treglega elda- mennskan og gripið til þess ráðs að lifga upp á sakirnar með Frh á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.