Tíminn - 16.02.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.02.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miövikudagur 16. febrúar 1972 Eysteinn Jónsson. nú, aö Alþingi ákveði, að haldiö skuli áfram þvi samstarfi, sem hafið er við aðrar þjóðir, til þess að fyrirbyggja mengun hafsins. Ennfremur leggur nefndin til, að Alþingi heimili rikisstjórninni aö ákveða mengunarlögsögu á haf- inu umhverfis Island, án þess aö Alþingi bindi þá heimild viö til- tekin mörk að svo vöxnu máli. Æöi mikil vinna hefur verið i það lögð á Alþingi, i samráði við rikisstjórnina, aö samræma sjónarmiöin i landhelgismálinu og hefur það verk borið mikinn árangur. Það liggur fyrir aö samstaða er á Aiþingi um að færa fiskveiöi- landhelgina út eigi siðar en 1. september i haust. Hvarvetna á tslandi munu þetta þykja góð og mikilsver'ð tiö- indi, — þvi að menn vita allir hvaö viö liggur. Ræða Eysteins Jónssonar á Alþingi í gær um landhelgismólið: SAMSTAÐA A ALÞINGI UM LANDHELGISMALIÐ Frumvarp að búfjár- ræktarlögum komið fyrir búnaðarþing AK, Rvik. — Meðal mála, sem þegar hafa verið lögð fyrir búnaðarþing, er erindi Búnaðar- sambands S-Þingeyinga, þar sem mælzt er til þess, að búnaöarþing beini þeim tilmælum til Alþingis, að rikið styrki uppbyggingu Möörudals á Fjöllum til feröa- mannaþjónustu á þessari miklu og fjölförnu fjallaleið milli Mývatnssveitar og Jökuldals eða Vopnafjarðar. Er vá fyrir dyrum, ef byggð leggst niður i Möðrudal og raunar nauðsynlegt að gert sé meira en halda hanni við. AK, Rvik. — Fundur var örstuttur i búnaöarþingi i gær- morgun, og næsti fundur er kl. 9.30 i dag. Meðal mála, sem bók- fest voru á þinginu i gær voru frumvarp að nýjum bú- fjárræktarlögum, sem milli- þinganefnd búnaðarþings hefur samið. Er það mikill bálkur og felur I sér ýmis nýmæli og breyt- ingar. — Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri, mun flytja yfirlit um störf Búnaðarfélags Is- lands og mál, sem siðasta búnaðarþing afgreiddi, á morgun, fimmtudag. Hér fer á eftir ræða sú er Eysteinn Jónsson hélt i Sameinuðu alþingi i gær, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti utanrikismálanefndar um tillögu rikis- stjórnarinnar i landhelgismálinu: færzt i þessum áfanga að færa fiskveiðitakmörkin út i 50 sjó- milur frá grunnlinum. Þá er þess að gefa, aö við fjór- menningarnir tökum fram i nefndarálitinu, að við litum svo á, að rikisstjórnin hafi samkvæmt 2. tölulið breytingartillögu á þing- skjali 336 heimild til þess aö segja upp samningunum við Bretland og Sambandslýðveldiö Þýzkaland og aö fyrir liggi vitneskja um, að þaö veröi gert. Utanrikismálanefndinni þykir ástæða til aö Alþingi árétti enn einu sinni þá grundvallarstefnu tslendinga, að landgrunnið allt sé yfirráöasvæöi tslendinga og hið sama gildi um hafið yfir land- grunninu. Að þessu lýtur upphaf tillögu utanrikismálanefndar- innar á þingskjali 336, og er þá um leiö með þessu lögð áherzla á aö útfærsla fiskveiðilögsögunnar nú er áfangi en ekki lokamark. Utanrikismálanefnd telur mikils vert, að Alþingi lýsi yfir þeim vilja sinum, aö áfram veröi haldið samkomulagstilraunum við rikisstjórnir Bretlands og Sambandslýðveldisins Þýzka- lands um þau vandamál, sem skapast vegna útfærslunnar. Með þvi að samþykkja þess háttar ák- væði, telur nefndin, að Alþingi leggi áherzlu á mikilvægi þess, að slikt megi takast. Utanrikismálanefndin álitur, að einmitt nú, i sambandi við ák- vörðun um nýjan áfanga i út- færslu fiskveiðilögsögunnar sé mikilsvert að itreka meö nýrri samþykkt Alþingis þá stefnu að vernda fiskistofnana við landið og koma i veg fyrir ofveiði. Nefndinni virðist þvi rétt, að Alþingi leggi áherzlu á þennan veigamikla þátt landhelgis- málsins með svofelldu ákvæöi i sjálfri ályktuninni um útfærslu landhelginnar: Unnið verði áfram i samráöi viö fiskifræðinga aö ströngu eftirliti með fiskistofn- um við landiö, og settar eftir þvi, sem nauðsynlegt reynist, reglur um friöun þeirra og einstakra fiskimiða til þess að koma i veg fyrir ofveiöi. Varðandi mengun sjávarins finnst nefndinni bezt viöeigandi Utanrikismálanefnd hefur haft til meðferðar þingsályktunar- tillöguna á þingskjali 21 um land- helgismál, breytingartillögu við hana á þingskjali 72 og þings- ályktunartillögu á þingskjali 56 um landhelgi og verndun fiski- stofna. Utanrikismálanefnd gefur óskipt út nefndarálit um land- helgismálið á þingskjali 335 og leggur til að þingsályktunar- tillaga á þingskjaii 21 um land- helgismál verði samþykkt meö þeim hætti, sem greinir i breyt- ingartiilögu nefndarinnar á þing- skjali 336. Þrir nefndarmenn flytja þó sérstaka breytingartillögu á þingskjali 337 viö 1. tölulið breytingartillögu frá nefndinni. L’jallar breytingartillaga nefn- darmannanna þriggja um stærð fiskveiðilandhelginnar, og munu þeir aö sjálfsögöu gera grein fyrir henni. Þá hafa sömu nefndar- menn einnig fyrirvara um 2. tölu- lið breytingartillögunnar á þing- skjali 337. Við fjórir nefndarmenn, fuli- trúar stjórnarflokkanna I utan- rikismálanefnd, teljum ekki rétt að samþykkja breytingartillögu á þingskjali 337 um að miða út- færsluna viö 400 metra dýptarlinu i stað 50 sjómilna frá grunnlinum. Allar þjóðir, sem út hafa fært fiskveiöitakmörk sin undanfarið, hafa miöaö við fjarlægð frá grunnlinum en ekki dýptarlinu, og er, að okkar dómi, mikilsvert aö skera sig ekki úr i þessu. Mjög mikil vinna hefur veriö I það lögð aö kynna þá stefnu og vinna henni fylgi, að tslendingar færi út fiskveiðilandhelgi sina i 50 sjómilur ekki siöar en 1. sept. n.k., og er þaö of áhættusamt að okkar áliti aö breyta til og hverfa frá þeim málstaö, sem afar viöa er kunnur oröinn 'og hlotiö hefur nú þegar stuðning margra þjóða. Fleira kemur til, sem hér verður ekki rakið. Erum við enn sömu skoðunar og fyrr, aö þaö sé hæfiiega i fang FÁKUR 50 ÁRA ............IIHIIIIIlll...Illllllll...Illll..............Ulllll....Illlllllllll.Illlllll..... ( Hestar og menn ( llllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllUllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllÍ Um þessar mundir á elzta og fjölmennasta hestamanna félag landisins fimmtiu ára afmæli. Það er þvi vel tilhlýði- legt að minnast þessa áfanga að nokkru. Þeir menn, sem stofnuðu Fák á sinum tima, eru sannkallaðir brautryðj- endur á þessu sviði. Stofnun félags á þeim tima var oft erfiðleikum bundin og mikið undirbúningsstarf lá áð baki félagsstofnunar. Þetta voru framsýnir menn sem þekktu sinn vitjunartima. Brautina varð að ryðja, og hér i Reykja- vik var liklegasti staðurinn til að koma á slikri félags stofnun. Með Daniel Daniels- son og fleiri góða menn i far- arbroddi tókst þetta. Það eru ávallthugsuðir á bak við svona félög. Menn sem hugsa lengra en til morgundagsins. Menn sjá nokkurn veginn fyrir, hvernig þarf að koma málun- um fyrir i framtiðinni, svo það verði til framdráttar málefn- inu. Hér höfðu menn ekki safnazt saman með hesta sina til leikja eða keppni siðan i fornöld að hestaöt voru haldin, og sem kunnugt er þótti mikil skemmtun. Nú skyldi taka upp þar sem fyrr var frá horfið, sá var aðeins munurinn að i stað þess að etja saman graðhest- um, átti nú að etja saman geltum hestum á ýmsum hlaupalengdum. 1 fásinni á öldum fyrr var það kærkomið skemmtan að horfa á hesta keppa i hlaupum, það fylgir þvi alltaf einhver spenna, eins og öllu, sem að iþróttum lýtur. Menn koma og fara. Hestar koma og fara. Allt lýtur sama lögmáli. Þetta félag, sem einu sinni var fósturbarn fram- sinna og sumpart fátækra hugsjónamanna, er i dag orðið stórt fyrirtæki með starfsemi sem hleypur á milljónum. 1 staðinn fyrir stutta moldar- hlaupabraut er kominn hring- völlur fyrir allar hlaupalengd- ir. 1 staðinn fyrir, að menn þurftu áður að hafa hesta sina i skúrum eða kofum viðsvegar i bænum hefur Fákur hesthús fyrir hundruð hesta og sér um fóðrun og hirðingu. Sökum fjölmennis og stærðar hefur Fákur gengt nokkurskonar forustuhlutverki hesta mannafélaga. Og minnugir skulum við vera þess, að á þessu yfirráðasvæði Fáks er fjölmennasta og bezta hesta- val landsins, sem rekja má til allra sýslna landsins. Þá óska ég félaginu hins bezta á þessum timamótum, að sá sami andi megi svlfa yfir gerðum félagsins, og sá, sem það er upp úr stofnað. SMARI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.