Tíminn - 16.02.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.02.1972, Blaðsíða 11
Miövikudagur 16. febrúar 1972 TÍMINN n staðahverfi og Fossvogur salur, sem nægir ennþá og þar er lika sundlaug, sem einnig dugir Réttarholtsskóla. Við fengum að ltia inn i sundtima hjá niu ára stúlkum og þar var lif i tuskun- um, og talsverð ágjöf. Sundkenn- arinn, Hrefna Ingimarsdóttir, sagði að laugin væri i stöðugri notkun frá 8 á morgnana til 7 á kvöldin. Úr skólanum lá leiðin inn i Asgarð og hittum við þar Jón Inga Júliusson verzlunar- stjóra i Kjöthúsinu, þar sem hann var önnum kafinn við aö selja saltkjöt fyrir sprengidag- inn. — Ég er liklega búinn að selja 3—400 kiló i morgun, sagði hann, er hann mátti vera að þvi að ræða við okkur. — Verzlunin hér hefur aukizt mikið, siðan Fossvogshverfið kom til sög- unnar, þvi þar er engin verzlun. Við sendum mikið heim vörur þangað. Einhverntima mun hafa verið gert ráð fyrir að minnsta kosti þremur verzlunum i Fossvog- inum, en ekki bólar á þeim ennþá og sagði Jón Ingi, að Kjöthúsið væri eina kjötverzlunin á stóru svæði. Um aðrar verzlanir þarna i grennd er hað að segja, að hverfisbúar fá flest, sem þeir þarfnast, nema fötin utan á sig og kannski fisk, án þess að þurfa lengra. Þarna er lyfjabúð, pósl- hús, hárgreiðslustofa, mjólkur- búð. og banki er ekki alllangt frá. Að lokum ræddum við við þrjá ibúa Bústaðahverfis, Júliana Sigurðardóttir fullyrti, að þetta væri bezta hverfið i borg- inni. — Ég er búin að eiga hér heima i 19 ár, sagði hún, og þarf ekki i bæinn eftir neinu, nema fatnaði. Hitt er allt hér. Tilkoma Fossvogshverfisins? Nei, það truflaði mig ekkert. Jóhann lngvarsson kvaðst hafa átt heima i Bústaðahverfinu i ein 10 ár og áreiðanlega væri óviða betra að vera. — Konan min er uppalin i Skerjafirðinum, bætti hann við — og hún vill ekki fyrir nokkurn mun skipta. Við eigum 7 börn og þau hafa ekki þurft að fara langt i skólann og svo eru hérna lika barnaheimili og leik- vellir og ég hef ekkert út á um- ferðina að setja. Það eina, sem ég vildi kvarta yfir, er að okkur gengur illa að ná i fisk stundum þarna i Asgarðinum, sem ég bý. Gerður Friöriksdóttir, sem býr i Fossvoginum, var aö koma úr verzlunarferð. —- Mér finnst ágætt að hafa ekki búðirnar rétt hjá sér, sagði hún. — Fólk hefur gott af að fá sér gönguferð. Ég er búin að eiga hér heima i Fossvog- inum, siðan löngu áður en fariö var að byggja þessi nýju hús. Breytingin varð ekki til annars fyrir mig, en ég fékk nýja ibúð og það lengdist aðeins i búðirnar. Gerður kvaðst eiga 6 börn og Fossvogshverfiö væri gott fyrir börn, göturnar lokaðar og litil umferðarhætta. — Svo þurfa börnin hérna ekki að fara langt til að finna leikfélaga, en þess þurftu min börn, meðan þau voru að alast upp. SB Hrefna Ingimarsdóttir kennir 9 ára stúlkum sund. Bústaöahverfið er nú orðiö „miðaldra hverfi” i Reykjavik, ef svo má segja, þótt einu sinni væri það úti I sveit. En nú er þetta hverfi orðið aðeins einn hluti af stóru og geysifjölmennu hverfi, siöan Fossvogurinn byggðist á skömmum tfma. Bústaðasókn tclur nú um 8000 sóknarbörn, siðan Breiöholtið varö sérstök sókn, um sl. áramót. t fyrra fæddust i Bústaðasókn 357 börn og af þeim voru 70% til heimilis i Breiðholti, en yfir 20% f Fossvogi. Við iögðum leiö okkar i Bústaða- hverfið á mánudaginn, i þeim til- gangi að kynna okkur að nokkru lifið þar. Bústaðakirkjan nýja, er það hús, sem mest ber á i hverfinu, i flestum skilningi. Þar er þegar miðstöö alls félagsstarfs i sókn- inniogfleirifélög ogsamtök munu fá þar inni i framtiðinni. 1 Bústaðakirkju hittum við að máli sóknarprestinn, sr. Ólaf Skúlason og fræddumst af honum um félagastarfsemina i sókninni, sem er mjög mikil. Ikvenfélagisafnaðarins eru 200 konur og eru þær afar duglegar. Kvenfélagið hefur með ýmsu móti safnað miklu fé til bygg- ingar kirkjunnar og halda ötul- lega áfram, þvi mikið er enn ógert. Þá reka kvenfélagskonur fótsnyrtingu fyrir aldraða hverfisbúa, gangast fyrir föndur- námskeiðum og ýmsu fleira. Bræðrafélag safnaöarins er fámennara, en heldur fundi mánaðarlega i kirkjunni. Félagið hefur starfað mikið að byggingu kirkjunnar, en hefst þó fleira að. Nú á sunnudagskvöld bjóða félagar til dæmis eiginkonum sinum i mat og ganga sjálfir um beina með svuntur þeirra. Þá hefur bræðrafélagið gefið út jólakort og selt jólatré og auk þess hafa félagarnir bilaþjónustu á sunnudögum fyrir aldrað fólk, sem á óhægt með að komast til kirkju. Kirkjusókn i Bústaða- hverfi hefur alltaf verið með ein- dæmum góð. Æskulyðsfélag starfar i Jón Ingi Júliusson, verziunarstjóri. Bústaðahverfi og er starfsemi þess blómleg, en félagið vantar tilfinnanlega grasvöll, sem vonandi kemur i Fossvoginum i framtiðinni. Einnig starfa skáíar i hverfinu. Við þökkum sr. Ólafi fyrir rabbið og lögðum siðan leiðina i Breiðagerðisskólann, sem er barnaskóli hverfisins. Skóla- stjórinn, Hjörtur Kristmundsson, var ekki viðlátinn og leituðum við þá til yfirkennarans, Gunnars Guðröðarsonar. Sagði hann, að nú væru um 1010 börn i skólanum og hefði þeim fækkað á sl. hausti vegna Fossvogsskólans, sem þá tók til starfa og losaði Breiða- gerðisskólann við 7—8 ára börn. Hins vega fjölgar alltaf i eldri árgöngunum og er nú tvisett i allan skólann og kennt i Vikings- heimiiinu lika. Næsta vetur er i bigerð að Fossvogsskólinn taki einnig við 9 ára börnum, en þá verður að fjölga deildum i Breiðagerðisskóla fyrir elztu börnin. I skólanum er leikfimis- tveimur deildum i sókninni, en i hverfinu vantar enn alla aðstöðu fyrir unglinga og sagði Ólafur, að hún fengist siðar meir i safnaðar- heimilinu. Þar á einnig að koma bókasafn fyrir hverfið. íþróttafélagið Vikingur hefur starfsemi sina i eigin húsnæði i Gunnar Guðröðarson, yfirkennari i Breiðagerðisskóla. Jóliann Ingvarsson. Júliana Sigurðardóttir. Gerður Kriðriksdóttir. Sr. Óiafur Skúlason f Bústaðakirkju.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.