Tíminn - 16.02.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 16.02.1972, Blaðsíða 20
„Næsti heimsmeistari í skák krýndur á íslandi” Dr. Euwe i samtali við Timann: Urskurði minum verður ekki breytt Myndin var tekin cr samningurinn viö Sovctrikin var undirritaöur. Gaffalbitar og þorsklifur til Sovét fyrir 52 milljónir „Þetta er endanleg ákvöröun, sem vcröur ekki breytt, sagöi dr. Max Euwe er Timinn ræddi viö hann i gær. I)r. Euwe sagöi, aö liann byggist ekki viö neinum mótmælum vegna þessarar ein- hliöa ákvöröunar sinnar. Ekki er búizt viö neinum mótmæium frá Rússum,og Kischer hefur lýst yfir þvi, aö hann samþykki aö skipta einviginu, — en treglega þó. Þaö sama hafa islenzka skáksam- handiö og Belgradborg gert, og ákveöiö er, aö fyrri hiuti einvigis- ins fari fram i Helgrad, en sá siöari á Isiandi. Aftur á móti þurfa isienzka skáksamhandiö og Helgrad aö semja um ýmis atriði, og hafa þessir aöilar þegar hafiö samninga. Ekki sagðist dr. Euwe hafa neinu ööru við að bæta, en sagðist aðeins vona, að einvigið hæfist á réttum tima og allir samningar gætu gengiö snuðrulaust. Guðmundur G. Þórarinsson sagði,að ekki væri rétt að sam- ningaviðræður væru hafnar milli skáksambands tslands og Belgradborgar, en ef enginn hreyfði mótmælum, þá yrðu viðræður væntanlega teknar upp fljótlega. „Upphaflega vildu tslendingar frekar fá fyrri hlutann, þar sem honum fylgir minni óvissa. Seinni hlutinn er meira happ- drætti, en hefur lika sina kosti, t.d. veröur heimsmeistarinn krýndur á tslandi, og ef spenna verður i einviginu, þ.e. að hvorugur hafi náð yfirburðum út I Belgrad, þá er seinni hlutinn meira virði. Happdrættið eða hættan felst I þvi, að einvigið yrði nokkurn veginn útkljáð fyrir- fram og skákirnar fáar hér, en fororð okkar um samninga er, að verðlaunaupphæð verði skipt i hlutfalli eftir skákafjölda”, sagði Guðmundur. Alls eiga þeir Fischer og Spassky að tefla 24 skákir. Til þess að halda heimsmeistaratitl- inum þarf Spassky 12 vinninga, en Fischer þarf 12 1/2 vinning til að hljóta titilinn. Reykjavikurmótið: Georghiu efstur Friðrik gengur ekki of vel með landa sina ÞÓ—Reykjavik. A Reykjavikurmótinu i fyrra- kvöld átti Friðrik við mikiö tima- hrak að striða i skák sinni við Magnús. Þurfti Friörik að leika 11 leiki á þremur minútum og virtist vera með tapað tafl, en hann fann réttu leiðina og tókst að ná jafntefli. Það hefur vakið athygli á mótinu, hve Friðrik hefur átt i miklum erfiðleikum með Isiendingana, en aftur á móti staðið sig vel á móti útlend- ingunum. Annars var mikið um jafntefli i fyrrakvöld. Hort og Tukmakov gerðu jafntefli, sömuleiðis Jón Kristinsson og Guðmundur/ og Anderson og Gunnar. Stein vann Freystein, Georghiu vann Jón Torfason. Biðskákir urðu hjá Keene og Harvey, Timman og Braga. Georghiu er nú efstur með 6 vinninga. 1 2.—-3. sæti eru Hort, Friðrik.Anderson, og Stein með 5 1/2 vinning hver. 1 gærkvöldi átti að tefla bið- skákir, en 9 umferö verður tefld i Glæsibæ i kvöld. Mánudaginn 14. febrúar s.l. var undirritaöur samningur um sölu á 19.000 kössum af gaffalbitum og 5.000 kössum af niöursoðinni þorsklifur til Sovétrikjanna. Verðmæti samningsins er um 52 Fyrir skömmu var gengið endan- lega frá sölu á alls 12-1300 lestum af frystu dilkakjöti til Sviþjóðar og Noregs, þar af 500 lestir til Svi- þjóðar og 7-800 til Noregs, og nemur jafnaðarverð kr. 110,20 pr. kg. komið um borð i skip. Um millj. króna. Hér er um að ræða sölu, sem grundvallast á við- skiptasamningi, sem gerður var á milli landanna á s.l. hausti fyrir timabilið 1971-1975, en samkvæmt honum er gert ráð fyrir útflutn- helmingur þessa magns verður sendur nú á næstunni með ms. Skaftafelli, en það, sem eftir e$ verður afgreitt i marz. Með þessari sölu er búið að flytja út um 2.000 lestir af haustfram- leiðslu dilkakjöts 1971. ingi á niðursoðnu og niðurlögðu fiskmeti fyrir 100-150 millj. króna árlega. Fyrirhugað er að við- ræður hefjist um frekari sölur siðar á þessum vetri. Að gerð umrædds sölusamnings unnu af hálfu kaupenda, hr. V. Krutikov, viðskiptafulltrúi og O. Sibarov, aðstoðarviðskiptafull- trúi, en af hálfu seljenda, Stefán Gunnlaugsson, deildarstjóri i viðskiptaráðuneytinu Gunn laugur Briem, framkvæmdastjóri og dr. Orn Erlendsson. Miðvikudagur I______16. febrúar 1972 BÚR togarinn skírður Bjarni Benediktsson KJ Reykjavik { dag var fyrsta skuttogaranum af fjórum, sem smiðaðir verða á Spáni, hleypt af stokkunum i borginni San Sebastian, og var honum gefið nafnið Bjarni Benediktsson. Dóttir Bjarna heitins Bene- diktssonar gaf skipinu nafn, en meðal viðstaddra voru Sveinn Benediktsson formaður útgerðar- ráðs BUR„— en BUR á togarann, og Jón Axel Pétursson fyrr- verandi framkv.stjóri B.U.R. Egdar Snow látinn NTB-Genf. Ameriski rithöfundurinn og sérfræðingur i málefnum Kina, Edgar Snow lézt i gærmorgun á heimili sinu i Sviss, 66 ára að aldri. Snow hefur legið sjúkur siðan i desembermánuði s.l., en þá gekkst hann undir uppskurð. Undanfarnar vikur hafa tveir kinverskir læknar og hjúkrunar- kona stundað Snow, en þau sendi Chou En-lai, forssétisráðherra, til Sviss sérstaklega til að annast Snow. 1 september 1972 verður efnt til Evrópumeistarakeppni fyrir islenzka hesta i Sviss og i fram- haldi af henni hafa svissneskir eigendur islenzkra hesta ráðgert að efna til hópferðar á islenzkum hestum frá St. Moritz i Sviss til Rómaborgar. Er þetta um 600 km. leið, og verður farið eftir fornum reiðgötum germanskra þjóðflokka semleiðiniiggur. Aætl- að er, að i ferðinni taki þátt 200 reiðmenn frá tiu Evrópulöndum, og ef vel tekst til, má telja, að hér geti orðið um mjög mikla auglýs- ingu að ræða fyrir Islenzka hest- inn. Verkfallið i Bretlandi: Allt athafnalíf að lamast - verkfallsmenn gefa sig ekki NTB—London. Horfur eru á að allt athafnalif i Bretlandi lamist i lok mánaðarins vegna verkfalls kola- námumanna. Sifellt fleiri verksmiðjum er lok- að, eða dregið verulega úr afköstum þeirra, og þegar eru þrjú hundruð þúsund verkamanna atvinnulausir vegna verkfallsins og með hverjum deginum bætast fleiri i hóp atvinnu- lausra. Heath forsætisráðherra átti i gær tal við formann verkalýðssamtakanna, sem sagði að verkfallsmenn hefðu fullan stuðning allra annarra verkalýðsfélaga. Brezka stjórnin tilkynnti i gær, að eftir tvær vikur væri ekki unnt að sjá neinum verk- smiðjum né heimilum fyrir rafmagni. Formaður sam- bands námuverkamanna sagði, að ekki komi til mála að fjarlægja verkfallsverði frá kola- og oliukynntum raforku- verum. Sá orðrómur gekk i London i gær, að stjórnin mundi láta hermenn vinna að þvi að birgja raforkuverin upp áð kolum og oliu. Talsmaður hersins vildi ekki staðfesta þetta, en sagði að herinn hefði gert sinar áætlanir, ef til neyð- arástands kæmi. Verkfallið hefur nú staðið I 37 daga. Stjórnin hefur gert ráðstafanir til skömmtunar á rafmagni, og annað slagið er allt rafmagn tekið af stórum hlutum landsins. Stjórnskipuð þriggja manna nefnd, sem rannsaka á kröfur námaverkamanna og verkfall þeirra yfirleitt, á að skila áliti fyrir næstu helgi. Gromley hefur sagt að verkfallsverð- irnir verði ekki látnir víkja undir neinum kringumstæð- um, fyrr en nefndarálitið ligg- ur fyrir. Og hann bætti við- „Og ég þori ekki einu sinni að hugsa til þess hvað skeður hér i Bretlandi, ef álit nefndarinn- ar verður ekki jákvætt, séö af okkar sjónarhóli.*' Heath kallaöi formann verkalýðssamtakanna, Vic Feather, á sinn fund i gær. Reyndi hann að fá verkalýðs- leiðtogann til að beita áhrifum sinum til að fá námaverka- menn til að aflýsa verkfallinu, en Feather sagðist mundi hafa gert nákvæmlega hið sama og Gromley, stæði hann i hans sporum. Stjórn kolanámanna, sem eru rikisreknar, sagði, að tap- ið vegna yfirvinnubanns verkamanna i námunum og verkfallið hafi kostað rikið um 75 millj. punda og framleiðslu- tap sem nemur milljónum punda. Er álitið að i hverri viku, sem verkfallið stendur, tapist 10 millj. punda aðeins i kolanámunum, auk alls þessa sem fer I súginn vegna stöðv- unar athafnalifsins á öðrum sviðum. Þegar er ein milljón manna atvinnulausir i Bretlantii og haldi verkfallið áfram getur sú tala margfaldazt. Heath biður verkfallsmenn um gott veður en þeir harð- neita og athafnalif i Bretlandi cr að lamast.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.