Fréttablaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 13. maí 2004 FRÉTTABLAÐIÐ 35 Eyjólfur um U-21 árs liðið: Efniviðurinn mjög góður fótbolti Eyjólfur Sverrisson tók við þjálfun landsliðs íslands skip- uðum leikmönnum 21 árs og yngri í október síðastliðnum og gerði þá tveggja ára samning. Hann segir þjálfarastarfið leggjast mjög vel í sig: „Þetta er í fyrsta skipti sem ég þjálfa á þessum vettvangi þó ég sé ekki algjör nýgræðingur í þjálfun. Ég kom aðeins að þjálfun yngri flokka úti í Þýskalandi og fann mig strax vel og þetta er vettvangur sem ég kann mjög vel við mig á; þetta er spennnandi, fjölbreytt og gefandi starf og ánægjulegt að geta miðlað eitt- hvað af reynslu sinni. Það er frá- bært að fá þetta tækifæri með ungmennalandsliðið sem er vissu- lega mjög spennandi kostur. Hér er um að ræða þá leikmenn sem eiga að taka við í A-landsliðinu og ég er á því^ að efniviðurinn sé mjög góður. Ég hef úr stórum hópi að velja og flestir strákanna eru að spila á fullu í deildinni með sín- um liðum og hafa verið að gera góða hluti. Svo á bara eftir að koma í ljós í sumar hver staðan á þeim er og hvernig þeim reiðir af, hverjir skara fram úr, og þá fáum við skýrari mynd af þeim sem lík- legastir eru til að komast upp á næsta stig. Ég er að vonast til að geta komið á nokkrum æfingum í sumar og kynnast strákunum að- eins betur en eins og ég sagði þá er þetta jú efniviðurinn sem á að taka að einhverju leyti við í A- landsliðinu og það verður einfald- lega að hlúa vel að honum.“ En lít- ur Eyjólfur á þjálfarastarfið sem framtíðarvettvang? „Ég er opinn maður að eðlisfari og er ekki vel við að útiloka eitt né neitt,“ segir Eyjólfur en segist fyrst þurfa að sanna sig sem þjálfara hjá ung- mennalandsliðinu áður en hann hugsar eitthvað lengra: „Maður verður að sanna sig til að fá fleiri tækifæri en ef vel gengur hjá mér gæti ég alveg hugsað mér að þjál- fa félagslið hvort sem væri hér heima eða erlendis. Það á bara eftir að koma í ljós og maður á aldrei að segja aldrei. Núna er það ungmennalandsliðið og komandi íslandsmót sem eiga hug minn allan og ég hlakka til sumarsins og sýnist á öllu að knattspyrnu- málin hér á landi séu í góðum far- vegi,“ sagði Eyjólfur Sverrisson að lokum. ■ Kobe Bryant með stórkostlegan leik og Lakers jafnaði metin gegn Spurs: Beint úr réttarsalnum KOBE BRYANT Með nauðgunarákæru á bakinu og réttarhöld í gangi. Leikur þó við hvurn sinn fingur inni á vellinum og skoraði 42 stig i fjórða leik LA Lakers og San Antonio Spurs. Sést hér skora framhjá Robert Horry. körfubolti LA Lakers jafnaði met- in gegn meisturum San Antonio Spurs í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-körfuboltans. Ótrúlegur leikur Kobe Bryant gerði útslagið í 98-90 sigri, og það sem virtist ætla að verða auðunnið einvígi hjá Spurs virðist vera að snúast í andhverfu sína. Frábær frammi- staða Bryants hefur átt mikinn þátt í þessum viðsnúningi en ekki síður það að leikmönnum Lakers hefur tekist að hægja á þeim Tim Duncan og Tony Parker sem fóru hreinlega hamförum í tveimur fyrstu leikjunum. Lakers var reyndar tíu stigum undir þegar fyrri hálfleikur var úti en liðið tók öll völd á vellinum í þriðja leikhluta og lagði grunninn að þessum góða sigri. Eins og áður sagði var Kobe Bryant í sérflokki á vellinum og setti niður 42 stig auk þess að taka 6 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Shaquille O'Neal kom næstur með 28 stig en 14 af þeim skoraði hann í þriðja leik- hluta, auk þess reif hann niður 14 fráköst og varði 4 skot. Kobe Bryant eyddi megninu af leikdeg- inum í réttarsal í Colorado en flaug svo til Los Angeles til móts við félaga sína og kom á leikstað rétt rúmum tveimur tímum fyrir leik. Bryant náði að leggja sig aðeins fyrir leikinn og sá lúr hefur greinilega gert honum gott: „Ég náði að einbeita mér vel að leiknum og leið vel strax frá byrjun. Ég fæ næga hvíld í kvöld og á morgun en núna er ég rosa- lega þreyttur, er allur dofinn og langar bara til að fara að sofa,“ sagði Kobe Bryant eftir þennan ótrúlega leik. Félagi hans, Shaquille O'Neal, var ekkert að spara stóru orðin um Bryant: „Ég skil ekki hvernig hann fer að þessu. Hann er stórbrotinn leik- maður og líklega sá besti sem nokkurn tímann hefur spilað þennan leik. Sérstaklega þegar haft er í huga hvað gengið hefur á hjá honum í einkalífinu." Stór orð hjá stórum manni. Hjá San Antonio var Manu Ginobili með 21 stig, 8 fráköst og 5 stoðsend- ingar. Tim Duncan kom næstur með 19 stig og 10 fráköst. ■ Heimslistinn í knattspyrnu: Uppum fjögur sæti fótbolti íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur unnið sig upp um fjögur sæti á heimslista w Alþjóðaknattspyrnusambands- ins sem gefinn var út í gær. Liðið er nú í 56. sæti en Brasilíu- menn eru enn sem fyrr efstir á listanum. Næstir koma Frakkar og í þriðja sæti eru Spánverjar, svo Hollendingar og í fimmta sætinu sitja Argentínumenn. Mexíkó er í sjötta sæti, síðan kemur Tyrkland, þá Bandaríkja- menn og Þjóðverjar og í tíunda sætinu eru Tékkar. ■ Er meö kaupendur aö .... 1* Einbýlishús í Vogum á Vatnsleysuströnd • íbúð sem má breyta í 2 íbúðir • 3ja herbergja á Höfuðborgarsvæðinu, frá 9-13.5 milljónir • 4ra herbergja á Höfuðborgarsvæðinu, frá 10-15 milljónir • Einbýlishús í Garðabæ, 20-30 milljónir. • Svæði 101:10-15 milljónir imm MJÓDD Hans Pétur Jónsson, lögg. fasteignasali Fífusel, 109 Reykjavík Endaíbúö í snyrtilegu fjölbýli. íbúðin er á 1. hæð. 3 svefnherbergi. Búr og þvottahús innaf eldhúsi. Rúmgóð stofa, útgengt út á svalir. Stærð: 97m* Falleg' Útsýni frá íbÚÖ' Brunabótamat: 11,5 m. kr. Byggingsrefni: Steinsteypt Byggingarár: 1976 Anton Karlsson, sölufulltrúi 8686452 / 5209552 anton@remax.is Er meö kaupendur aö .... Seljahverfi, stór kaupendalisti fyrir einbýli, raöhús, parhús og sérhæöir Svæöi 101-108, 3ja herbergja í góöu standi, lítið fjölbýli, eöa sérhæð Svæöi 104 - 3ja herbergja, bílskúr Hlíöar: sérhæö eða lítið fjölbýli, 4 svefnherbergi Vesturbær: sérhæö, amk 3 svefnherbergi Hafnarfjörður eöa Garöabær: amk 5 svefnherbergi Eldri borgarar - 2ja, 3ja og 4ra herbergja + bílskýli Ásdís Ósk Valsdóttir, sölufulltrúi Skógarhlíð, 221 Hafnarfjörður Stærð húss: 141,4 fm Bílskúr: 35,3 fm Brunabótamat: 23,8 m. kr. Byggingarár: 1995 Mjög fallegt einbýlishús á einni hæö með sérstæöum bílskúr. 3 svefnherbergi, rúmgott baöherbergi, stórar stofur meö mikilli lofthæö og opið eldhús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.