Tíminn - 18.02.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.02.1972, Blaðsíða 1
BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR s Magalenti á Reykjavíkur- flugvelli í gær ÞÓ-Reykjavík. Flugvélin TF-Vor, sem er af Beechcraft Bonanza gerð, maga lenti á Reykjavikurflugvelli kl. 16.11 i gærdag. Magalendingin gekk mjög vel og virðast skemmdir á vélinni ótrúlega litl- ar við fyrstu skoðun. í flugvélinni voru Björn Pálsson flugmaður og aðstoðarflugmaður hans Knútur Óskarsson. — „Við fórum i sjúkraflug að Fossi á Siðu kl. 13.46, en þar urð- um við að hætta við lendingu þar sem hægra hjólið fór ekki niður, mennirnir gátu bremsað með hjólunum, þar sem þau ganga að- eins niður úr búknum,og það mun einnig hafa bjargað vélinni frá frekari skemmdum. Eins og fyrr segir er vélin ótrú- lega litið skemmd, en það sem skemmdist voru skrúfublöðin, loftnetin undir vélinni og „flaps- inn” á vinstri væng. öllum, sem sáu lendinguna hjá Birni, bar saman um, að hún hefði ekki getað verið betur fram- kvæmd við þessar aðstæður. Þessi mynd var tekin, þegar vélin hafði runnið langa leið eftir flugbrautinni og stöðvaðist loksins. Björn Pálsson flugmaður er að stiga niður af vængnum hægra megin. (Tfmamyndir E.F.) og snerum við siðan aftur til Reykjavikur”, sagði Björn er við ræddum við hann. Björn sagði, að þeir hefðu sveimað á að gizka stundarfjórð- ung yfir Reykjavikurflugvelli, áður en þeir lentu. Þeir fóru nokkrum sinnum meðfram flug- turninum og reyndu þá starfs- menn þar að skoða stellingar hjólanna. Hægra hjólið kom aldrei niður og urðu flugmennirn- ir vel varir við það, þar sem vélin tók mikið i þegar vinstra hjólið var eitt niðri. Þegar búið var að kanna allar aðstæður sagðist Björn hafa valið að magalenda vélinni með hjólin uppi, þar sem hætta var á að hjól- in hefðu brotnað og vélin getað kollsteypzt ef þau hefðu verið niðri. Björn valdi að lenda á braut 2-0 til suðurs og meðfram braut- inni var slökkvi- og sjúkralið. Áð- ur en vélin var að fullu komin inn til lendingar,drápu flugmennirnir á hreyflunum til þess að minni hætta yrði á að króntapparnir yrðu fyrir skemmdum. Flug- Myndin var tekin á þvi augnabliki, er Vorið hoppaði á flugbrautinni eftir fyrstu snertingu á miklum hraða. Iðnaðarhúsnæði tekið undir veitingahúsrekstur: Iðnþróunarsjóðurinn Sambandið 70 ára á sunnudag iiiliiiiiiilliiiiiiiililiiiiiiiillllliliiiiiiiiiiniiiiiiimiif 1 Leikdómur 1 1 um Oþelló | | er á bls. 10 ( Illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllli segir upp 4 millj. láni ÞÓ-Reykjavik. Stjórn Norræna iðnþróunar- sjóðsins hefur sagt upp 4 millj. kr. láni á húsi i Reykjavik, vegna þess að á döfinni er að nota hluta þess undir veitingastað. Hér er um hús eitt i Skeifunni að ræða. Upphaflega var það byggingarefnissala f borginni, sem byggði húsiö, og mun hún hafa fengiö lán úr iðnþróunar- sjóönum til þess. Siöan seidi byggingarefnissalan kjallarann prjónastofu, sem siöan leigöi kjallarann út til veitingareksturs. Þorvarður Alfonsson, fram- kvæmdastjóri iðnþróunarsjóðsins staðfesti I gær, að sjóðurinn væri búinn að segja upp láninu, enda væri það hlutverk sjóðsins „að stuðla að bættum hag iðnaðarins i landinu en ekki veitingarekstri”. Með þetta fyrir augum gat stjórn sjóðsins ekki annað en sagt láninu upp. = KJ—Reykjavik. = jj A sunnudaginn verður = = Samband Isl. samvinnu- = S félaga 70 ára, en það var = = stofnað að Ystafelli i Köldu- = S kinn i S.-Þing. 20. febr. 1902, E = af þrem kaupfélögum, Kf. = |Þingeyinga, Kf.= = Norður—Þingeyinga og Kf. = ij Svalbarðseyrar. = Samtökin voru stofnuð á = §! 20 ára afmælisdegi Kf. = Þingeyinga, og hétu i fyrstu = jjj Sambandskaupfélag Þingey- = = inga, en 1906 var nafninu = jjj breytt i Sambandskaupfélag = = Islands og árið 1910 i Sam- i = band isl. samvinnufélaga. = = 70 ára afmælis Sam- E = bandsins veröur minnzt að §j = kvöldi afmælisdagsins, 20. = = febrúar, á árshátið starfs- s = manna, sem haldin verður = = að Hótel Sögu. — Aöal- = = hátiðahöldin verða þó I §j i tengslum við aðalfund = = Sambandsins, sem að þessu 1 = sinni verður haldinn i Reyk- = = javik, en ekki að Bifröst I s j§ Borgarfirði, eins og venja = = hefur verið. Hefst hann me jj E ð hátiðafundi i Háskólabiói = = hinn 21. júni, en verður siðan = = framhaldið 22. júni að Hótel = | Sögu. | Illlliillillllllllllllllilllllllllilllllllillllliillllilll 11111= Þetta er iðnaðarhúsnæðið, sem lánað var út á úr Norræna iðnþróunarsjóðnum, og þar sem veriö er að innrétta veitingahús I kjalIara' (Timam. G.E.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.