Tíminn - 18.02.1972, Page 2

Tíminn - 18.02.1972, Page 2
2 Föstudagur 18. febrúar 1972 „Oðinshanar álykta: „Nýtt land” gerir að um- talsefni i siðustu viku ályktun, sem gerð var á „fræðslu- fundi” Málfundafélagsins óðins 2. þ.m.,en óðinn er félag .Sjálfstæðisverkamanna”. Ályktunin var svohljóðandi: „b'ræöslufundur Málfunda- félagsins Óðins, haldinn 2.febrúar 1972, vckur athygli almennings á ummælum I málgagni forseta Alþýðusam bands islands, Nýju landi, þann 27.janúar sl„ er hljóða svo: „Það verður að losa um starfsmannafjiildan hjá rikinu meö verkfallsrétti þeirra. Það verður að vcra hægt að losna við óhæfa starfsmcnn.” Fundurinn telur allar laga- breytingar I þá átt að leiða menn út úr störfum með verk fallsrétti hreina óhæfu, sem og hugsjónir er hniga að þvl að leiöa menn án saka I fanga- búðir eða géðveikrahæli. Óhæfum starfsmönnum ber að upp störfum eftir gildandi lögum, enda séu sakir full- sannaðar. Nýjar lagasmiðar vinstri stjórnarinnar um þetta efni væru án cfa háskalegar.” Itlaðið getur ekki stillt sig uin að undirstrika viss atriði i „ályktuninni" til að vekja at- hygli á sálarástandi þessa fólks og Sjálfstæöisflokksins jafnframt, þvi að þaö er kannske ekki alveg tilviljun að frásögn Mbl. er sett á siðu, með frásögn um Bibliuna og uppi I horninu cr mynd af gömlum grammofón. Það er fallega gert af þessu „verkalýðsfélagi” Sjálf- stæðisflokksins að koma til liðs við BSKB i dcilu þess við rikisstjórnina. Kinhvern veginn lieföi manni fundist, aö verkamenn samþykktu ályktun um að bæta kjör lægstlaunuðu starfsmanna rikisins, eða þeirra er hafa verri kjör en liinn almenni kjarasamningur segir til um. I»að vill að visu svo til, að ekki stendur á ríkisstjórninni að gera slikt. I»að cru lieldur ekki verka- mennirnir eða iðnaðarmenn- irnir, láglauna skrifstofufólk, sem „verkamennirnir” bcra fyrir brjósti. Geðveikrahæli? Að embættismenn rikisins og aðrir starfsmenn hafi sama aðhald um afköst og vinnu- gæði og gerist á hinum al menna vinnumarkaði, nálgast veru i „fangabúðum, eða geö- veikrahæli” er dálitið at- hyglisvert!! Nýtt land vill ekki bcra það upp á nokkurn starfsmann rikis eða hæja, að hann yrði geðveikur, þótt hann þyrfti að fara i aðra vinnu en hjá þvi opinbera. i embættismannakerfi ríkis- ins er ekki raðað með slikt I huga, jafnvcl þótt húshændur og stjórnmálakennarar „óð- ins” hafi átt þar drjúgan hlut að verki. Allir vita að hið opinbera situr uppi með fjölda af óhæfu og óþörfu starfsfólki, sem er í hæsta máta eðlilegt af svo miklum starfsmannafjölda. Allir vita, og þá ekki sizt skattgreiðendur, að þörf er á að draga saman hiö risavaxna rikisbákn, en það er ekki hægt cf ekki má fækka starfsfólki, eins og hjá öðrum fyrir- tækjum.” —TK „Er nokkuð hinum megin" Sjónvarpsþátturinn „Er nokk- uð hinum megin” hefur vakið all- mikla athygli og virðast skoðanir skiptar um hann. i eftirfarandi bréfi er litillega um hann rætt, þótt bréfritari snúi sér fljótlega að veraldlegri efnum — Birni á Löngumýri og krónunni, sem áreiðanlega eru bæði hérna meg- in. „Landfari minn, nú er langt siðan ég sendi þér linur, vona þvi að þú gegnir kvabbi minu sem fyrr. Ég ætla þá að byrja á þvi, sem næst er, n.l. sjónvarps- þættinum i gærkvöldi „Er nokkuð hinum megin” og kann ég sjónvarpinu beztu þakkir fyrir hann. Margar ágætar myndir hafa verið i sjónvarpinu nú un- danfarið, enda var þess full þörf, eins lélegt og þaö var oröiö. Björn og krónan. . Þá ætla ég að minnast á þings- ályktunartillögu Björns Páls- sonar, sem getið er í Timanum 4. febr. „verðgildi krónunnar tilaldað”. Ekki geri ég kröfu til að teljast „hagfróður”, en ólikt þykir mér þetta meiri hagfræði, sem Björn stingur þarna uppá, en sumt annað, sem manni er sagt að sé hagfræði að gera gjaldmiðil sinn sifellt verðminni, og stun- dum oft á hverju ári. Enda er nú svo komið, að gjaldmiðill okkar er orðinn hlægilegur i augum okkar sjálfra. I minu ungdæmi (það er nú raunar langt siðan) var sá maður talinn bjargálna, sem átti til fæðis og klæðis fyrir sig og sina. Slikir menn eru i dag milljónerar. Ef menn eiga hús- kofa yfir sig og fjölskyldu sina, eru þeir milljónerar. Ef bóndi, þótt hann búi á kotbýli, sé það nokkurn veginn hýst, á það skuld- litið —- er hann milljóneri. Og hálf milljón fyrir mann i embættis- stétt i kaup yfir árið, er vist ekki talin ofrausn. En þetta er bara ein hlið málsins, verri er sú sem snýr að hinu sálræna, einkum hvað ungu fólki viðkemur. Það venst á að meta gjaldmiðilinn álika hátt og mölina, sem það gengur á. Eg held að ef tillaga Björns verður samþykkt yrði það til mikilla bóta, sálfræðilega séð, menn færu að bera meiri virðingu fyrir þeim fjármunum, sem þeir afla, og það er nauðsynlegt hverri þjóð að virða gjaldmiðil sinn. Það skapar minnimáttarkennd með hverri þjóð að vita hann lítis- virtan. Og þetta er svo sem ekkert einsdæmi, þvi að bæði voru sögn og sannindi, að eftir fyrri heimsstyrjöldina var mark- ið, gjaldmiðill Þjóðverja, orðið svo lágt, að einn eldspýtustokkur kostaði milljón mörk. Enda stokkuðu Þjóðverjar þá gjald- miðilinn alveg upp, og siðan hefur hann verið i heiðri hafður. Og ekki eru mörg ár siðan Finnar strikuðu 2 tölustafi aftan af finn- ska markinu, og ég held að það hafi gefizt bara vel. Þegar ég var um tvitugt kostaði enskt pund (ef ég man rétt) kr. 18.16 og dollarinn kr. 3.75. Bæði þessi riki hafa þó lækkað gjald- miðil sinn mikið siðan, og þó kostar dollarinn 88 krónur isl. Nei, það er vafalaust kominn timi til að spyrna við fótum, ef við RITARASTAÐA Staða læknaritara við Landspitalann, geðdeild Barnaspitala Hringsins Dalbraut 12, er laus til umsóknar. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun æskileg, ásamt góðri vélritunarkunnáttu. Umsóknir, sem greina frá aldri, menntun og fyrri störfum, sendist Skrifstofu rikis- spitalanna, Eiriksgötu 5, fyrir 25. febrúar n.k. Reykjavik, 16.febrúar 1972. Skrifstofa rikisspitalanna Námskeið fyrir háskólastúdenta á vegum Sameinuðu þjóðanna eigum ekki að lenda i þvi sama og hið striðsþjáða Þýzkaland eftir fyrri heimsstyrjöldina. Og svo eru það ættarnöfnin, sem nokkuð hafa verið á dagskrá undanfarið. Það er broslegur skollaleikúr það, og þó grátlegur i raun og veru. Eg hef nærtækt dæmi úr nágrenni minu. Kona ein þýzk, sem gift er islenzkum manni, sækir um islenzkan rikis- borgararétt. Hún hét á sinu móðurmáli Anna Maria Archen... Jú, allt i lagi með það góða min, en þú skalt bara endurskirast og heita Anna Aradóttir. En svo eru Blöndalar, Schevingar, Thorlaciusar, og guð veit hvað þeir heita allir, ,,á annarri hverri þúfu’.’ Börn þeirra hafa hingað til máttbera ættarnafn og ekki er ég i vafa um að þeir muni berjast með kjafti og klóm fyrir að mega halda þvi. Nú er mér sagt að bókaútgef- andi i Hafnarfirði sé af miklum dugnaði að gefa út Islendinga- sögurnar á nútima islenzku. Það var lika mest þörfin á. Ætli það fari ekki svo að lokum að stofna þurfi sérstaka deild við Háskóla Islands til að læra að lesa islenzku, sem hvert einasta barn i minu ungdæmi kunni öli skil á, meira að segja lærðu að stafa á. Þá erum við lika fyrst komnir fvrir vindinn með það ásamt öllum ættarnöfnunum. Guðmundur á Sandi, sá mikli hugsuður og skáld. kvað eitt sinn um tizkudrósir: ,,og ef hún þá nefnir sig son eða sen mér svfður i hjarta og blæðir i auga”. Hvernig skyldi honum hafa litizt á það, að nú er talið þjóð- þrifaverk að þýða gullaldarbók- menntir okkar á okkar eigin tungu svo við skiljum þær. Þetta eina, sem við höfum haft til að státa af — þetta eina, sem hefir hjálpað okkur til að teljast sjálf- stæð þjóð. Bráðum þykir sjálfsagt einhverjum bera nauðsyn til að snúa faðirvorinu á nútima islenzku. Það sem ég hefi sagt hér að framan, þykir nú sennilega bera vott um heimsku mina og aftur- haldssemi, en ég skil ekki hvers- vegna við höfum gengið með lifið i lúkunum nú um árabil um hvort við fengjum handritin okkar heim aftur eða ekki. Ef við sama árið, sem sá draumur er að rætast, leggjum grundvöllinn að þvi, að enginn kunni að lesa þau, nema háskólagengið fólk. - GE. & <Q)> <G» 0)> «Q)> C>» <Q> C» <0» <Q))>1 I I © ! HÓTEL- OG ♦ SKIPSPOTTAR Eigum nú til örfá stykki af eftirfarandi stærðum. 18 litra Kr. 9.675,- 21 ’ ” 10.215,- 26 ” ” 12.050,- 30 ” ” 13.700,- 40 ” ” 16.560,- 50 ” ” 18.570,- Ennfremur eru til bátakönnur Kr. 54/- pr. stk. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA. Járn & Glervörudeild. , ^ Simi (96) 214 00 í © I I I t &KQMQ)><0))><QMO)><Q))><Q>«QMO)>m í sumar Sameinuðu þjóðirnar gangast á sumri komanda fyrir námskeiði i New York frá 31. júli til 25. ágúst og i Genf frá 19. júli til 4. ágúst um starfsemi Sameinuðu þjóðanna. islendingum gefst kostur á að sækja þessi námskeið. Námskeiðið i New York er ætlað háskólastúdentum, sem leggja stund á alþjóðasamskipti, stjórnmálafræði, lögfræði, hag- fræði, þjóðfélagsfræði eða skyid- ar greinar. Námskeiðið i Genf er hins vegar einungis ætlað kandi- dötum. Tekið skal fram, að Sam- einuðu þjóðirnar greiða ekki þátt- tökukostnað vegna námskeiða þessara. Umsóknareyrðublöð um nám- skeiðin liggja frammi i Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti 18, Reykjavik, en umsóknir þurfa að hafa borizt formanni stjórnar Félags Sam- einuðu þjóðanna, Jóhannesj Eliassyni, bankastjóra, Laugar- asvegi 62, Reykjavik, fyrir 25. þessa mánaðar. Stjórn Félags Sameinuðu þjóðanna. Qpicf tjj kl. | 10 I KVOLD Vörumarkaðurinn hí. ARMÚLA 1A — REYKJAVÍK — SIMI 86-111 Matvörudeild Húsgagna- og gjafavörudeild Vefnaðarvöru- og heimilistkjadeild Simi 86-111 Skrifstofa

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.