Tíminn - 18.02.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.02.1972, Blaðsíða 5
Föstudagur 18. febrúar 1972 TÍMINN Samvinna ungra vinstri manna á ýmsum sviðum Sameiningarmálið: Fjölsóttir og einhuga fundir FUF, FUJ, SFV, og ÆnAb Um síðurstu helgi gengust Félög ungra framsóknar- manna, Félög ungra jafnaðar- manna, ungir menn úr Samtökum frjálslyndra og vinstri manna og Æsku- lýðsnefnd Alþýðu- bandalagsins fyrir fjöl- mennum og fjörugum fundum á Akureyri og Húsavik um sameiningarmálið. Fundirnir voru sóttir jafnt af eldra sem yngra fólki. Margir tóku til máls og voru i lok beggja fundanna samhljóða sam- þykktar ályktanir. Tillaga um ályktun Akureyrarfundarins var flutt af Kristjáni frá Djúpalæk og tók Húsavikurfundurinn undir þá ályktun litið breytta. Fundurinn á Akureyri var settur af Ingvari Baldurssyni. Fundarstjóri var Hákon Hákonarson og framsögu- ræðumenn Friögeir Björn- sson, Cecil Haraldsson, Halldór S. Magnússon og Sveinn Kristinsson. Auk þeirra tók til máls Kristján frá Djúpalæk, Pétur Gunnlaugs- son, Sigurður Karlsson, Benedikt Guðmundsson, Jón B. Rögnvaldsson, Þórður Ingimarsson, Tryggvi Helgason og Olafur Ragnar Grimsson. Fundurinn á Húsavík var settur af Guðmundi Bjarna- syni. Fundar-stjóri var Einar Njálsson. Framsöguræður fluttu Sveinn Kristinsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Cecil Haraldsson, Halldór S. Magnússon. Auk þeirra tóku til máls Hjörtur Tryggvason, Freyr Bjarnason, Friðgeir Björnsson, Haraldur Gislason, Þráinn Kristjánsson, Gunnar Páll Jónsson, Guðmundur Hákonarson, Sigurður jon- sson og Guðmundur Bjar- nason. YFIRLÝSINGAR Á Akureyri Fundur um sameiningu vinstri flokkanna á íslandi, haldinn að hótel Varðborg á Akureyri 12. febrúar 1972. lýsir þvi yfir að hann telji algjöra þjóðarnauðsyn, að af sameiningu megi verða á þessu kjörtimabili. Einnig skorar fundurinn á samstarfsnefndir flokkanna að vinna sem fyrst, með hliðsjón af stefnuskrám flokkanna, að mótun stefnuskrár, er orðið gæti sameiningargrundvöllur. Enn fremur að leggja sig fram um að kynna grund- vallarrök fyrir sameiningarþörfinni i ræðum og riti, m.a. með fundahöldum um land allt, og stefna að þvi að flokksþingin geti tekið afstöðu til samein- ingarmálsins við fyrstu möguleika. Sterk samtök, byggð á hugsjón jafnaðar og samvinnu, er krafu dagsins. FUNDARMANNA Á Húsavík Fundur um sameiningu vinstri flokkanna á íslandi, haldinn i Félagsheimilinu á Húsavik, 13. febrúar 1972, lýsir þvi yfir, að hann telji algjöra þjóðarnauðsyn, að vinstri sinnuð lýðræðisöfl sam- einist i einum öflugum stjórnmálaflokki. Einnig skorar fundurinn á samstarfsnefndir flokkanna að vinna sem fyrst, með hliðsjón af stefnuskrám flokk- anna, að mótun stefnuskrár, er orðið gæti samein- ingargrundvöllur. Enn fremur að leggja sig fram um að kynna grundvallarrök fyrir sameiningar- þörfinni i ræðum og riti, m.a. með fundahöldum um allt land, og stefna að þvi, að flokksþingin geti tekið afstöðu til sameiningarmálsins við fyrstu mögu- leika. Sterk samtök, byggð á hugsjón jafnaðar og samvinnu, er krafa dagsins. Félögin í Rvík ræða sameiningarmálið 1 slðustu viku var haldinn fyrsti fundur fulltrúa frá flokksfélögum vinstri Tlokkanna I Keykjavik til að ræða sameiningamálið. A fundinn komu þrir fulltrúar frá hverju flokksfélagi, Þessi fundur flokksfélaganna i Reykjavfk er upphafið að fleiri slfkum. Á fundinum voru eftirtaldir fulltrúar: Frá Framsóknarfélagi Reykja- vikur: Þórarinn Þórarinsson, Jón Abraham Olafsson og Kristinn Finnbogason. Frá Reykjavikurdeild Samtaka frjálslyndra og vinstri manna: Inga Birna Jónsdóttir, sem st- jórnaði fundarha 1 dinu, Guðmundur Bergssoh og Hallgrimur Guðmundsson. Frá Alþýðubandalaginu i Reyk- javik: Svava Jakobsdóttir, Svavar Gestsson og Jón Snorri Þorleifsson. Frá Alþýðuflokksfélagi Reyk- javikur: Björgvin Guðmundsson, Emilia Samuelsdóttir og Sigurð- ur Guðmundsson. Merk heimsókn ungra norskra Verkamannaflokksmanna hingað Um siðustu helgi komu hingað til lands þrir helztu forystumenn samtaka ungra verkamanna- flokksmanna i Noregi. Samtök þeirra, AUF, eru langfjölmennust pólitiskra ungsamtaka i Noregi, og er það alls ekki undarlegt, þegar tillit er tekið til þess, að norski verkamannaflokkurinn hefur 74 þingsæti af 150 i Stór- þinginu og rikisstjórnin er einlit verkamannaflokks. Á siðustu árum hefur AUF i Noregi gerzt andsnúið forystu Verkamannaflokksins i ýmsum mjög þýðingarmiklum málum. Þar ber auðvitað hæst inngöngu Norðmanna i Efnahagsbanda- lagið, en um það mál er afskap- lega mikið rifizt i landinu. Tals- menn inngöngunnar eru einkum teknókratarnir i forystu Verkamannaflokksins og Alþýðusambandsins, ásamt forystumönnum og fylgi thalds- flokksins. Þetta bandalag íhalds og staðnaðra krata i Noregi i þessu máli má verða fólki all- niikio umhugsunarefni hér á landi einnig. Ljóst virðist þó, að kjósendur norska Verkamanna- flokksins eru forystunni ekki sérlega fylgispakir í málinu, sem má vera okkur tslendingum nokkur huggun. Ungt fólk allra flokka i Noregi — nema íhaldsflokksins (Hægri flokks) — leggst gegn aðild að Efnahagsbandalaginu. Mest hlýtur þar að muna um unga verkamannaflokksmenn, þá sem hér voru á ferðinni. En þeir eru róttæ-ir á fleiri sviðum: Þeir vilja nefnilega að Noregur segi sig úr Nató og stuðli að nýrri skipan öryggismálanna i Evrópu. Þetta kemur kannski einhverjum Islendingum á óvart. Viðræöurnar við hina norsku gesti heppnuðust vel, og er nii stefnt að þvi að halda hér á landi ráðstefnu á sumri komanda um Efnahagsbandalags- og land- helgismál, svo og öryggismál Evrópu og sér ii lagi Norðurlanda með hliðsjón m.a. af tillögunni um friðiysingu Norður-Atlants- hafs., Þáttaka I þessari ráð- stefnu yröi að sjálfsögðu einkum bundin við pólitisk ungsamtök, sem ekki eru háð stórveldunum á neinn hátt, og æskja þess ab öðru leyti að fá að vera með. Það er sérlega athyglisvert og raunar hið mesta gleðiefni, að samtök ungs fólks i fjórum st- jórnmálaflokkum skyldu geta sameinast um móttöku þessara erienau, vinsiri sinnuðu gesta. Það sýnir, að klofningurinn á vinstri kanti islenzkra stjórnmála er ekkieins djúpstæður og ihalds- öflin auðvitað vona. Hvort hér er um að ræða fyrirboða meiri at- burða i sameiningarmálum skal þó með öllu látið ósagt, en ekki ætti þessi sameiginlega móttaka og fundirnir I sambandi við hana að spilla neinu á þeim vettvangi, siður en svo. Og stuðningur þýðingarmikilla stjórnmálaafla I Noregi við málstað Islands i landhelgis- málinu er að sjálfsögðu sérstakt gleðiefni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.