Tíminn - 18.02.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.02.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN Föstudagur 18. febrúar 1972 Þihgsályktunartillaga þingmanna Vestfjarðakjördœmis: Framkvæmdaáædiin gerð um veiga mestu verkefni, sem bíða úriausnar í samgöngumálum Vestf jarða EB-Reykjavik. Allir þingmenn Vestfjaröakjör- dæmis hafa lagt fyrir Sameinaö þing tillögu til þingsályktunar um annan áfanga I samgönguþætti Vestfjaröaáætlunar. Leggja þing- mennirnir til, aö gerð veröi fram- kvæmdaáætlun um veigamestu verkefni, sem úrlausnar biöa, og sérstaks f jármagns aflað til sam- göngumála. Sérstakiega skal lögo áherzla á aö tengja þaö vega- kcrfi, sem byggt var I fyrsta áfanga Vestfjarðaáætlunar í samgöngumálum, viö vegakerfi landsins með varnlegri vegagerð. — Stefnt skal að þvi, aö þessi framkvæmdaáætlun verði tilbúin aðári liðnu. Fyrsti flutningsmað- ur þessarar tillögu er Steingrím- ur Hermannsson (F). I greinargerð með tillögunni eru taldar upp framkvæmdir, sem flutningsmenn telja brýna nauðsyn á til aö bæta vegakerfi kjördæmisins og I lok greinar- gerðarinnar segir: „Ljóst má vera af því, sem hér hefur verið talið, að víðs f jarri er, að lokið sé vegagerð á Vestf jörð- um. Einnig má vera ljóst, aö þvi, sem er ábótavant, veröur ekki lokiö á næstu fáum árum. Hins vegar er það skoðun flutnings- manna þessarar þingsályktunar- tillögu, að betur verði unnið, ef hinum stóru verkefnum er raðað, aö vel athuguðu máli, á fram- kvæmdaáæltun og kostnaður áætlaður. Aðeins þannig veröur markvisst unnið að þvi að koma samgöngumálum Vestfjaröa- kjördæmis i viðunnandi horf á sem skemmstum tima, m.a. með lánsfé. Ef til vili þykir sumum, að eitt ár til slikrar áætlunar sé of KULDAJAKKAR úr ull með loðkraga komnir aftur LITLI-SKÓGUR á horni Hverfisgötu og Snorrabrautar. Steingrimur Hermannsson skammur timi. Vera má að svo sé. En í þvi sambandi er þó rétt að athuga, að slika áætlun þarf stöð- ugt að endurbæta og endurskoða, þannig að i upphafi er fyrst og fremst um að ræða sæmilega itarleg drög aö þeirri áætlun, sem Veljið yður í hag - Ursmíði er okkar fag Nivada OMEGA (ffl ROAMER jnpina. P ERP0Í1T jWlagnús E. Baldvinsson i Laugavcgi 12 - Sími 22804 endanlega verður framkvæmd. Með slfkum vinnubrögðum ætti þó að vera unnt að héfja skipu- lega framkvæmd fyrr, en vinna jafnframt að nánari útfærslu áætlunarinnar. I þessari greinargerð hefur fyrst og fremst verið rætt um vegakerfið, enda er það skoðun flutningsmanna, að átakið sé þar stærst og nauðsynlegast.Þó er Ijóst, að ýmiss konar úrbóta er þörf við hafnir kjördæmisins og flugvelli. Lögð er áherzia á, að á þetta verði jafnframt litið og þau meginatriði, sem nauðsynlegt virðist að framkvæma, tekin með I umræddri samgönguáætlun.- Langsamlega fjárfrekastar munu þó verða framkvæmdir við meginþjóðvegakerfi Vestfjarða. Jafnhliða þvi, sem unnið er að hinum stóru framkvæmdum samkvæmt sérstakri áætlun, m .a. á sviði vegamála, verður að leggja áherzlu á endurbætur á vegum i hinum ýmsu hreppum samkvæmt hinni almennu veg- áætlun. M.a. er mjög áberandi á Vestfjörðum, eftir að góðir fjall- vegir hafa verið lagðir á milli fjarða, hve vegir um byggð eru lélegir. Vfða eru þeir ófærir fram eftir vori vegna skafla og bleytu, þótt hinir nýju fjallvegir séu opn- ir. Veldur þetta að sjálfsögðu miklum erfiöleikum og lélegri nýtingu fjallveganna. Úr þessu er nauðsynlegt að bæta hið fyrsta, ef hinir nýju vegir eiga aö koma að fullum notum, en eðlilegt virðist, að þaö sé gert samkvæmt hinni almennu vegaáætlun. Ekki hefur heldur verið gert ráð fyrir svonefndri varanlegri vegagerð i þeirri áætlun, sem hér er lagt til að gerð verði. Vegna sjávarútvegsins og fiskvinnslu er þó orðið nauðsynlegt að leggja oliumöl, malbik eða steypa vega- kafla i kringum fiskvinnslustöðv- af. Svo mun þó vera viðar, m.a. af þessari sömu ástæðu og vegna mikillar umferðar, t.d. frá Isafjarðarflugvelli og út i Hnifs- dal. Slikt þarf að kanna sérstak- lega. Höguðtilgangurinn með þessari þingsályktunartillögu er að fá unnið skipulega að þvi aö tengja þá nútima vegakafla, sem hafa verið lagðir á undanförnum árum út frá þéttbýlisskjörnum á Vest- fjörðum og á fáeinum stöðum i Strandasýslu, vegakerfi landsins sem fyrst og sem bezt". Frá aðalfundi Lögreglufélags Reykjavikur — Borgarlögreglumenn gerðir að ríkisstarísmönnmn Aðalfundur Lögreglufélags Reykjavikur var nýlega haldinn. Eitt af þeim málum, sem þar voru rædd,var um kostnaði vegna löggæzlu verði létt af sveitar- félögum og að þá sé þess jafnvel að vænta að borgarlögreglumenn verði gerðir að rikisstarfs- mönnum. Stjórninni höfðu borizt undir- skriftalistar frá 114 borgar- lögreglumönnum og ennfremur frá Félagi rannsóknarlögreglu- manna, dags. 3. þ.m., en i þvi eru 30 borgarlögreglumenn, þar sem þessu er mótmælt. Aðalfundurinn gerði eftirfarandi samþykkt: „Aðalfundur Lögreglufélags Reykjavikur haldinn 12. febrúar 1972 samþykkir eftirfarandi tillögu: 1 athugasemdum við frumvarp til laga um tekjustofna sveitar- félaga, sem lagt var fyrir Alþingi á 92. löggjafarþingi 1971 er ráö fyrir þvi gert, aö kosnaði sveitar- félaga vegna löggæzlu veröi létt af þeim og er þess þá að vænta að kostnaðinn eigi að greiða úr rikis- sjóði. Eins og hinu háa ráöuneyti er kunnugt starfa nú samtals 164 lögreglumenn i Reykjavik, sem allir eru skipaðir starfsmenn Reykjavikurborgar. Hafa engar viðræður átt sér stað enn sem komið er við stéttarfélag okkar, Lögreglufélag Reykjavikur, um réttarstöðu og kjör borgarstarfs- manna þeirra er hér eiga hlut að máli, ef framangreint frumvarp verður að lögum. Enda þótt eigi sé ástæða til að ætla, að stjórnvöld landsins hafi hug á þvi að rýra kjör lögreglu- manna, telur aðalfundurinn rétt að mótmæla þvi strax á þessu stigi, að við verðum gerðir að rikisstarfsmönnum, nema fullt samkomulag verði um það við Lögreglufelag Reykjavikur. Jafnframt viljum við leggja á það rika áherzlu, að kjör borgar- lögreglumanna hafa á ýmsan hátt verið betri og hagkvæmari en kjör lögreglumanna rikisins, enda i samræmi viö launakjör annarra borgarstarfsmanna. Var ráðning okkar i lögreglustarf miðuð við þau kjör og teljum við okkur eiga rétt á að halda þeim". Frá Lögreglufélagi Reykjavfkur. HJöRDtS HJÖRLEIFS- DÓTTIR, (SVF) sem undan- farið hefur setið á Alþingi fyrir HANNIBAL VALDIMARSSON, félags- málaráðherra, hefur sent frá sér eftirfarandi þings- ályktunartillögu: Alþingi ályktar að skora á rikisstjórnina, að eftirfarandi ráðstafanir verði gerðar til þess að draga úr neyzlu áfengra drykkja: 1. Vfðtæk upplýsingastarfs- rini um háskalegar afleið- ingar af ofnotkun áfengra drykkja verði hafin i öllum fjölmiðlum landsins, svo sem sjónvarpi, útvarpi og dag- blöðum. 2. Löggæzla verði efld hvað þessi mál áhrærir, þannig að núverandi áfengislög standist i reynd og séu ekki brotin. 3. Kostnaður vegna þessara ráðstafana verði greiddur úr rikissjóði". Aflatryggingasjóður sjávarútvegsins RAGNAR ARNALDS (AB), JÓN ARNASON (S), STEIN GRtMUR HERMANNSSON (F), BJÖRN JÓNSSON (SVF) og JÓN ARMANN HÉÐINS- SON (A), hafa lagt fyrir efri deild Alþingis frumvarp þess efnis, að greiðsla fæðiskostn- aðar úr aflatryggingasjóði vegna opinna vélbáta verðí ekki miðuð við róðrafjölda, eins og nú er, heldur við fjölda úthaldshaga, líkt og gildir um aðra báta. Sjómenn á opnum vélbátum' eru látnir greiða I aflatryggingasjóðs af afla sfn- um og eiga þvi að hafa sama rétt og sjómenn á stærri bát- um. Segir f greinargerð frum- varpsins, að á Norðurlandi sé algengt, að 5—10 tonna bátar fari i langa róðra að sumrinu, t.d. norður að Grimsey, og hver róður taki 2—Ð daga. En vegna þess að lögin miði við róður en ekki úrhaldsdag, fái sjómennirnir aðeins einn fæðisdag greiddan fyrir margra daga úthald. Þessu þurfi að breyta. Rannsóknadeild vegna fikniefna. ODDUR ÓLAFSSON (S) og ELLERT B. Schram, hafa lagt fyrir Sameinað þing þingsályktunartillögu um að rikisstjórninni verði falið að setja nú þegar á fót sérstaka rannsóknadeild til eflingar tollgæzlu, löggæzlu og annars eiftirlits með innflutningi, dreifingu og neyzlu flkniefna. Deildinni verði m.a. gert kleift að afla þeirra áhalda og tækja, sem nauðsynleg eru til skjótra greiningar efnanna, og að þjálfa til nefndra rannsókna starfa sérhæft starfs- liö. — EB. Lækkuð fargjöld með Gull- f ossi í marz og apríl Eimskipafélagið býður lægri fargjöld með Gullfossi til Kaup mannahafnar fyrir farþega, sem ferðast fram og til baka með skip- inu, á timabilinu marz og april. — Er hér um að ræða 11 daga ferðir til Kaupmannahafnar meÖ við- komu i Færeyjum. Verð ferðanna er kr. 14.500.00 og er innifalið gisting og morgun- verður um borð i skipinu, meðan það stendur við i Kaupmanna- höfn. — Farþegum sem taka þátt i þessum ferðum gefst einnig kostur á skoðunar- og skemmti- ferðum i landi, bæði í Torshavn og Kaupmannahöfn. Samtök plastmódel- smiða nýstofnuð Hinn 1. desember stofnuðu nokkrir áhugamenn um plast- módelsmiði félagsskap er nefnist Islenzku plastmódel samtökin, Modellers Society (I.P.M.S.), sem er alþjóðasamtök áhuga- manna um plastmódelsmíði, og eru samtökin á Islandi deild in- nan þessarra samtaka. Hér er um að ræöa samtök áhugamanna er vinna að smfði fullkominna plastlikana eftir raunverulegum fyrirmyndum, t.d. flugvéla, skipa o.m.fl. Ekki er óalgengt að vinna við gagna- söfnun, samsetningu, breytingar, lagfæringar og málun á meðal- stóru flugvélarmódeli taki 30—40 klst., og má sem dæmi nefna að vinnan við likanið á meðf. mynd, sem er nákvæm eftirliking af islenzku landhelgisgæzluflugvél inni TF-RAN, tók um 50 klst. Tilgangur samtakanna er að veita öllum þeim aðstoð er stunda plastmódelsmiði, og standa sam- tökin fyrir reglulegum umræðu- fundum i húsakynnum Æskulýðs- ráös Reykjavikur að Frfkirkju- vegi 11. Allmörg rit eru gefin út reglulega á vegum samtakanna auk ýmissa sérrita, en efni þeirra hefur ekki birzt áður, og standa rit þessi meðlimum til boða. Fyrirhugað er að i framtíðinni verði efnt til námskeiða fyrir byrjendur, sýninga á verkum meðlima og samkeppna, en þaö mun nánar auglýst. I stjórn samtakanna voru kjörnir Baldur Sveinsson, kenn- ari, Alfheimum 44, Rvik., Bjarni Magnússon, simvirkjameistari, Hraunbæ 134, Rvik., og Ragnar J. Ragnarsson frkv.stj., Bræðra- tungu 34, Kópavogi, og veita þeir allar nánari upplýsingar þeim er óska, en skorað er á alla áhuga- menn er stunda plastmódelsmfði að gerast meðlimir i sam- tökunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.