Tíminn - 18.02.1972, Page 9

Tíminn - 18.02.1972, Page 9
Föstudagur 18. febrúar 1972 TÍMINN 9 Úfgefwdi; Fra«rt*6l<ttarflcikl<urínn :: FramkvsirKjaatióri,- Krls>(án Banedlkfssðtt^: Rjtstíórar; Þórarirth: : : : Þórarinsson (áb), Artdrés Krlsfjánssoit, :Jón H«(g«St»n, IndriSt G. Þorsteinsson og Tomas KaHsson. AugKýSÍnðaíilóri: Steitl- grimur Gislason. Rilstjómorskrifstofur í Cddubúsinu, siflnar 1Í300 — 18306; Skrif?tofur Bankastrælj 7. — AfgretSsJusímÍ 11323. Auglýsingasltni 19523, Aftrar skrtfstofvr simf 18300. Áikríftargíald kr. 12Í.Ö0 á mánuai Innanlands. ( lausasölu kr, li.oo aintakts. — BlaSapront h.f. (Óffsett Tvískinnungur stórveldanna Viðbrögð Breta og Vestur-Þjóðverja við hinni einróma ákvörðun Alþingis að færa fisk- veiðilögsöguna við ísland i 50 sjómilur 1. september voru endurnýjaðar yfirlýsingar um útfærsla islenzkrar fiskveiðilögsögu sé and- stæð þjóðarétti. Þá hafa flutningaverkamenn i Hull i Bretlandi hótað að gripa enn á ný til löndunarbanns á islenzk skip og hafa farið þess á leit við brezk stjórnvöld, að sett verði bann á innflutning á islenzkum vörum. Þessi andstaða kemur til viðbótar hótunum Efnahagsbandalagsins um að neita íslending- um um eðlilega viðskiptasamninga, hverfi þeir ekki frá áformum sinum um stækkun fiskveiði- landhelginnar. Af þessum viðbrögðum ætti öllum Islending- um að vera ljóst, að það er löng og ströng barátta fyrir lifsrétti þjóðarinnar framundan. Sú órofa samstaða þings og þjóðar, sem inn- sigluð var með Alþingissamþykktinni 15. febrúar, mun verða okkar styrkasta stoð i þeirri baráttu. Hér er við stórar og voldugar þjóðir að glima. En við munum ekki lát undan hótunum, viðskiptastriði né herskipaofbeldi. Frá ákvörðun Alþingis verður ekki hvikað. Það var festa og alvara i þeirri yfirlýsingu, sem Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra gaf á Al- þingi 15. febrúar: „Ég vil taka það skýrt fram við þetta tæki- færi, að það verður ekki af rikisstjórnarinnar hálfu um að ræða neinar tilslakanir frá þeirri stefnu, sem mörkuð er með þessari Alþingis- samþykkt. Rikisstjórnin mun fylgja henni fast fram.” En andstaða Breta og Þjóðverja gegn baráttu smáþjóðar, sem berst fyrir rétti sinum til einu náttúruauðlindarinnar, sem land hennar fóstrar, gefur tilefni til að gera að um- talsefni þann tviskinnung og það tvöfalda sið- gæði, sem stórveldi leyfa sér að viðhafa i al- þjóðamálum. Engin þjóð heimsins er jafn háð fiskveiðum, og þar með rúmri fiskveiðilandhelgi, og ís- lendingar. Enginn leyfir sér að draga þá stað- reynd i efa - ekki einu sinni Bretar og Vestur- Þjóðverjar - en þessi staðreynd segir, að þjóð- um heimsins beri þvi að sýna þá sanngirni að leyfa íslendingum að hafa fiskveiðilandhelgi sem sé eins rúm og mest sé viðurkennt i al- þjóðasamskiptum de jure eða de facto. Suður- Amerikuriki hafa tekið sér 200 milna landhelgi. Islendingar fara aðeins fram á 50 milna fisk- veiðilögsögu. En hver eru viðbrögð Breta og Þjóðverja gagnvart 200 milum Suður- Amerikurikja? Er það viðskiptastrið, hótanir og ofbeldi? Nei. Þessi stórveldi hafa keppzt um það á undanförnum árum að auka viðskipti við Suður-Amerikuþjóðir i margvislegum mynd- um og veitt þeim margvislega aðstoð við upp- byggingu til lifskjarabóta i formi lána og fjár- festingar. Þannig haga stórveldi seglum eftir hagsmunavindi og beina nú spjótum sinum gegn smáþjóð, sem berst fyrir lifi sinu. —TK ERLENT YFIRLIT Prófkjörin í Flórída og New Hampshire Tekst Edmund S. Muskie að halda forustunni? Kdmund S. Muskic IIINN 1. marz næstkomandi fer frain i Ncw Hampshire fyrsta prófkjöriö í Banda- rikjunum i sambandi viö út- nefningu fiokkanna á fram- bjóöendum i forseta- kosningunum i haust. Fróf- kjörinu hjá republikönum er veitt litil athugli aö þessu sinni, þvi að Nixon þykir sjálf- kjörinn sem forsetaefni þeirra. Þó keppa viö hann i New llampshire tveir þing- inenn, og er annar þeirra dúfa en hinn haukur i afstööunni til Vietnamstyrjaldarinnar. Aðalathyglin beinist að próf- kjörinu hjá demokrötum. Forsetaefnin hjá demokröt- um, scm hafa gefið kost á sér, eru þegar orðin ellcfu, en i prófkjörinu i New Hampshire keppa ekki nema fimm þeirra. EINS OG sakir standa nú, er Edmund S. Muskie langlik- legastur til að verða útnefndur frambjóðandi demokrata á flokksþingi þeirra, sem haldið verður seint i júni. Skoðana- kannanir benda til, aö hann njóti mests fylgis flokksmanna af þeim forsetaefnum, sem hafa gefið kost á sér, og sé jafnframt liklegastur til að verða Nixon skæður keppi- nautur. Sá, sem helzt gæti keppt við hann i þessum efn- um, er Edward Kennedy, en hann neitar aö gefa kost á sér. Þessu til viöbótar nýtur Muskie svo stuðnings flestra áhrifamestu þingmanna og rikisstjóra i hópi demokrata. Hið eina, sem virðist geta orðið Muskie til hindrunar, er það, að hann verði fyrir ein- hverju áfalli i prófkjörunum. Hann er eina forsetaefni demokrata, sem ætlar að taka þátt i þeim öllum og hyggst sýna styrk sinn á þann hátt. Hinir láta sér nægja að taka þátt i prófkjörunum, þar sem þeir telja sig sigurstrangleg- asta. Af þessu leiðir, að þeir geta einbeitt sér að vissum rikjum, en Muskie verður að dreifa kröftunum meira og getur illa einbeitt sér að fáum rikjum sérstaklega. 1 þessu getur verið fólgin viss hætta fyrir hann. Styrkur hans er sá, að hann er sæmilega látinn af öllum, en hins vegar hefur hann fáa ákafa fylgismenn, eins og sum hin forsetaefnin, t.d. McGovern og Wallace. Hæglega getur því komið fyrir að hann verði fyrir áfalli i ein- hverjum af prófkjörunum, en þau fara fram í 23 ríkjum af 50. ÞAR SEM New Hampshire er eitt af rikjum Nýja Eng- lands, en Muskie er öldunga- deildarþingmaður fyrir eitt þeirra (Maine), hefur jafnan verið talið öruggt, að hann vinni prófkjöriö þar. Spurn ingin hefur aðeins verið sú, hve glæsilegur sigur hans verði. Þau forsetaefni sem keppa við Muskie i New Hampshire eru George McGovern öldungadeildarþingmaður frá- Suður-Dakota, Vance Hartke öldungadeildarþingmaöur frá Indiana og Sam Yorty borgar- stjóri i Los Angeles. Þessir þremenningar hafa boðið sig formlega fra» en til viðbótar hafa svo stuðningsmenn Wilbur D. Mills, formanns fjárhagsnefndar fulltrúa- deiidar Bandarikjaþings, lýst þvi yfir, að þeir muni vinna að þvi að láta skrifa nafn hans á kjörseðilinn. Mills hefur ný- lega lýst þvi yfir, að hann gefi kost á sér sem forsetaefni, og þykir hann likiegur til að fá stuðning demokrata i suður- rikjunum, en hann er frá einu þeirra, Arkansas. Þeir McGovern og Hartke eru báðir andstæðingar Vietnamstriðsins og keppa að þvi að ná vinstra fylgi frá Muskie. McGovern hefur þar betri aðstöðu, þvi að hann gaf miklu fyrr kost á sér og nýtur stuðnings margra þeirra, sem styddu Edward Kennedy, ef hann gæfi kost á sér. Þeir Yorty og Mills keppa viö Muskie um hægra fylgið, og benda siðustu spár til þess, aö Yorty geti fengiö verulegt fylgi. 1 fyrstu var framboð hans ekki tekið alvarlega, en hann þykir hafa hagað kosningabaráttu sinni i New Hampshire hyggilega og náö eyrum hófsamra, ihalds- sinnaðra kjósenda. Mest munar þó um það, að áhrifa- mesta og útbreiddasta blaðið i New Hampshire, Manchester Union - Leader, vinnur kapp- samlega fyrir hann, en stund- um hefur verið sagt, að þetta blað geti ráðið afstöðu 15-20% kjósenda i New Hampshire. Þvi er haldið fram, að úr- slitin i New Hampshire geti ekki talizt hagstæð fyrir Muskie, nema hann fái meira en 50% greiddra atkvæða hjá demokrötum. Þetta var lengi vel talið öruggt, en nú eru ýmsir þeirra, sem fylgjast með kosningabaráttunni, farnir að draga þetta i efa. Það þykir þó hafa styrkt að- stöðu Muskies,að tillögur þær, sem hann hefur lagt fram um lausn Vietnamstriðsins og ný- lega var sagt frá hér i blaðinu, hafa mælzt vel fyrir, og ekki sizt hefur gagnrýni republik- ana orðið vatn á myllu hans. ÞOTT veruleg athygli beinist nú að prófkjörinu i New Hampshire, þykir liklegt að prófkjörið, sem fram fer i Flórida viku siðar eða 14. marz, veröi miklu sögulegra. Þar keppa öll forsetaefni demokrata. Auk þeirra sem áður eru greindir, bætast þar við Hubert Humphrey öldungadeildarþingmaður frá Washington, John V. Lindsay borgarstjóri i New York, Eugene J. McCarthy fyrrv. öldungadeildarþingmaður, George C.Wallace rikisstjóri i Alabama og blökkukonan Shirley A. Chisholm, sem á sæti i fulltrúadeild Banda- rikjaþings fyrir eitt af kjör- dæmum New Yorkborgar. Samkvæmt siðustu spám um horfur i Flórida hafa þeir mest fylgi Muskie, Wallace og Humphrey. Ósýnt virðist vera hver þeirra muni fá flest at- kvæði. Wallace gerði þeim Jackson og Yorty mikinn grikk, þegar hann ákvað að taka þátt i prófkjörinu, þvi að þeir höfðu gert sér vonir um fylgi hægri sinnaðra kjósenda, en liklegt þykir nú, að þeir kjósi Wallace. Vegna fram- boðs Wallace munu fylgis- menn Mills hafa sig litt eða ekkert i frammi i Flórida, og Yorty hefur til athugunar að beita sér litið eða ekkert þar, heldur einbeita sér þvi betur að New Hampshire. I SAMBANDI við prófkjörið i Flórida vekur framboð Lindsays borgarstjóra sér- staka athygli. Hann hefur þegar hafið þar mikla sókn, ekki sizt i sjónvarpi, og virðist hann ekki skorta fjármagn. Lindsay skipar sér lengst til vinstri af frambjóðendum demokrata, ásamt McGovern.Margt bendir til að Lindsay sér liklegur til að fá góðar undirtektir og geti hæg- lega svo farið, að hann fái meira fylgi en McGovern og nái þannig að verða sigur- stranglegasta forsetaefni vinstri sinnaðra demokrata. Sagt er að fylgismenn Ed- wards Kennedy telji það óheppilegt, að styðji þvi sumir þeirra McGovern i laumi. Takist Lindsay að fá fleiri at- kvæði en Humphrey og Muskie, yröi það mikill sigur fyrir hann og myndi styrkja aðstöðu hans i þeim prófkjör- um, sem á eftir fylgja. Fyrir Muskie yrði það veru- legt áfall, ef hann yrði ekki nema þriðji eða fjórði i röð- inni, t.d. á eftir Humphrey eða Lindsay. Hitt sakaði hins vegar minna, þótt Wallace einn yrði fyrir ofan hann, en i Flórida eru margir ihalds- samir kjósendur, og er ekki talið útilokað að þeir reyni að sýna styrk sinn með þvi að sameinast um Wallace. Úr- slitin geta þvi hæglega orðið þau, að Wallace fái flest at- kvæði, þar sem fylgi frjáls- lyndari kjósenda skiptist milli tiu keppinauta hans. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.