Tíminn - 18.02.1972, Side 10

Tíminn - 18.02.1972, Side 10
10 TÍMINN Föstudagur 18. febrúar 1972 Að elska heldur of ekki skynsamlega ákaft. Það er ólánið Myiid þessi er tekin á sviði Þióölcikhússins. Talið frá vinstri: Jón l.axdal, Kristin M. Guðbjartsdóttir og Gunnar Eyjólfsson. Timamynd Guðjón Kinarsson. Þjóðleikhúsið: Leikstjórn: John Fernal Þýðing: Helgi Hálfdánarsor Leiktjöld og búningar: Lárus Ingólfsson Lætur óþelló stjórnast af af- brýðisemi einni saman, eða ráða einnig aðrar tilfinningar og hvatir hugsunum hans og gjörðum? Og ef hið siðara reynist rótt, hverju valda þær um gang leiksins, eða öllu heldur um feril aðalpersón- unnar og endalok? Við þessum spurningum hefur enska stór- skáldið og gagnrýnandinn Samu- el T. Coleridge ótviræð svör og gagnorð, sem nú verður vitnaö i: „Mór finnst ekki afbrýðisemi vera aðaleinkenni á ástriðu óþellós. Eg held, að hór só frem- ur um sálarkvöl að ræða, þegar manni er færður heim sanninn um að mannvera, sem hann taldi vera himneska....reynist vera flekkuð og ófullkomin. Það var barátta að elska hana ekki. Það var siðferðileg gremja og söknuð- ur, þegar dyggðin brást svona”. Nú mætti með nokkrum rétti benda á, að sálarkvöl, barátta, gremja og söknuður séu iðulega nelnd i sömu andrá og afbrýði, og þvi i nánum tengslum við hana, en þrátt fyrir auðsæjan skyld- leika skulu menn gæta þess að blanda ekki þessu tvennu saman. Með þessum orðum er Coleridge ekki að segja, að óþelló só laus við afbrýðisemi, öðru nær. Þótt óþelló sjálfur telji sig vera „sein- an lil afbrýði”, leggur leikskáldið hana engu að siður til grundvallar verki sinu, en eftir þvi sem á leik- inn liður skynjum við þó æ minna og minna hugmyndina, sem að baki býr, þar eð hún hefur i viss- um skilningi fengið fast og áþreifanlegt íorm, eða nánar til- greint „holdga/.t” i orðum leik- persóna og æði, el' svo gapaleg íýsing leyfist. llugmyndin hættir þar meðað vera aðeins hugmynd, heldur verður hún annað og meira. Fyrir tilverknað slægviturs þrælmennis missir óþelló tvennt I senn, kjölfestuna i lifinu og trúna á táknmynd fullkomleikans. Fólskuleg spjöll eru unnin á helgimynd þeirri, sem hann geymir i huganum. Hún er auri ausin og þar með rúin heilagleika sinum, sakleysi og göfgi. Þegar dýrasta gimsteini Márans, Desdemónu, er að ósekja fleygt á sorphaug synda, eða með öðrum orðum þegar gyðja hans hrapar at næsta stalli, er sálarlif hans lagt i rúst i skjótri svipan og hann rændur ró og ráði. Sálartjón hans og missir er sár og óbætanlegur. Með sjónleiknum óþelló er það sennilega ætlun Shakespeares að sýna okkur eðli sliks missis og og slikrar eyðileggingar. Mjög er mönnum tamt að skella allri skuld á Jagó og kenna hon- um einum um ófarir óþellós. Að skilja verkið slikum skilningi, er að vanmeta það og um leið að færa það iskyggilega nálægt vafasömum reyfurum. Það er alltaf varasamt að einfalda hlut- ina um of. Það er ekki fyrr en við nánari ihugun, að okkur verður smásaman ljóst, að sökin er i rauninni þeirra beggja svo iævis- lega og varfærnislega er það gefið i skyn af höf. Aðalpersónurnar tvær hafa hvor sinu hlutverki að gegna. Jagó egnir, en Oþelló gin hinsvegar við agninu. Væri annað hvort sá fyrrnefndi ekki niðingur eða sá siðarnefndi ekki móttæki- legur og auðtrúa, þá væri engin hætta á ferðum. óþelló er ekki sjálfrátt. Hann sér sig ekki i réttu ljósi. Hann miklar fyrir sér lifið og um leið sjálfan sig. „Hann er dyggðum og persónutöfrum prýddur, en tor- timingaröfl hans og ástriður eru of nálægt yfirborðinu”. „Shake- speare hugsar sér, að þannig sé aö vera dökkur maður”, segir bandariski leikbókmenntapró- fessorinn, leikstjórinn og leik- dómarinn, Eric Bentley á einum stað. Af ráönum huga æsir Jagó óþelló svo upp, að hann veröur hamslaus og orölaus af vonzku. Hann er likur Hamlet að þvi leyti, að hann er ekki búinn réttum dyggðum eða eiginleikum til að leysa þann vanda, sem lifið legg- ur fyrir hann. Mitt i moldviðri blinds ofstækis og fordóma i kynþáttamálum vilja menn ógjarnan viðurkenna þá auðsæju staðreynd, að óþelló sé villimaður i aðra röndina, en hann er þaö engu að siður. Eric Bentley, svo aftur sé vitnað i hann, hefur áreiðanlega lög að mæla, þegar hann kemst aö þeirri niðurstöðu, aö Jagó og Óþelló sameini sin á milli flesta lesti sið- menningar og villimennsku. Hamlet er svo margslunginn persóna og full af andstæðum, að torvelt er á stundum aö skýra hegðun hans og skilja hugsana- gang hans og hvatir. Það sama gildir ekki um óþelló og Jagó. Hétt er að taka það þegar fram. að þetta er ekki sagt Shakespeare til ófrægingar eða minnkunar, hcldur til hins, aö henda á eðlis- mun á persónugerð og sálarlifs- lýsingum. óþelló og Jagó eru miklu einfaldari og samfelldari i sniðum og þá um leið heilstevpt- ari og auðskildari. Þeir eru sjálf- um sér samkvæmir i hvivetna. Orð þeirra og athafnir eru aldrei i hrópandi ósamræmi við innra eðli og skaplyndi. Hegðun þeirra kemur þvi engum hugsandi manni á óvart. Nú mætti skjóta þvi inn i á þessum stað, að alla ógæfu óþellós má rekja til þver- bresta i skapgerð hans og einskis annars. Þar eð Shakespeare hafði aldrei fyrr freistað að lýsa leik- persónu á þennan hátt, má með sanni segja að hér sé brotið blað i persónusköpun hans. Allt er hér hnitmiðað og markvist, meist- aralegt og dýrðlegt, þ.e. frá list- arinnar hæsta sjónarhóli séð. óþelló og Jagó geta ekki án hvors annars lifað né þrifizt, kljáðst né kvalizt svo samslungin eru örlög þeirra og lifsköllun. Hamlet er einn á báti, en hér róa andlega samangrónir tviburar, sem eru þó hvor sins sinnis, far- arkosti sinum i strand eftir mikla hrakninga og sálarháska. Atökin i óþelló eru þeim mun hamramm- ari og harmþrungnari sem meira listrænt jafnræði er með aðalper- sónunum tveimur. Enda þótt Jagó sé manngerð, sem verður ekki á vegi okkar á hverjum degi i raunveruleikan- um, þá er hins vegar ekki loku fyrir það skotið, að i hverri mannssál leynist smábrot af hon- um. Það er vitað mál, að öll list er blekking, sjónhverfing. gjörning- ar eða nánar tiltekið dásamlegur hvitigaldur, sem er aðeins á fjöl- kunnugra færi. Þetta er ekki sagt til að gera litið úr list heldur til hins að upphefja hana og lofa. En hvaö sem öllum listkenningum og og sjónarmiöum liöur, þá er eitt vist. að töfraspoti listar hefur sjaldan verið geymdur i jafn- virkri og öruggri hendi sem Shakespeares. Frh á bls. 19 GAGNRYNI Bókasafn Jónssonai ast í Hand Þeir menn, sem bezt skil kunna á islenzkum bókum, gömlum og nýjum, og bókasöfnun, hafa lengi talið, að bókasafn Þorsteins M. Jónssonar, fyrrum alþingis- manns, skólastjóra og 'bókaút- gefanda á Akureyri, væri stærst og bezt eikabókasafn á landinu. Ýmsir einstaklingar hafa átt og eiga mikil og verðmæt söfn, svo sem Þorsteinn Þorsteinsson Dalasýslumaður, enda var safn hans selt á fjórar eða fimm milljónir á sinum tima og er nú i Skálholti. Safn Þorsteins M. Jónssonar er þó miklum mun stærra, og þó er meira um vert, að það er miklu rikara af fágætum bókum og samstæðum útgáfum og verkum, og það er svo vel hirt, endurbætt og nokkur hluti þess svo ágætlega bundinn, að þar kemst ekkert einkasafn hér á landi i neinn sam- jöfnuð. Þorsteinn flutti safn sitt með sér suður til Reykjavikur fyrir allmörgum árum, og siðustu árin hefur hann unnið við það öllum stundum ásamt konu sinni, frú Sigurjónu, og leyst þar af hendi ómetanlegt starf, og þrátt fyrir háa elli og heilsubrest hefur hinn einstaki dugnaöur hans enn sagt til sin svo að um munar. Þessi missirin standa yfir tima- mótaflutningar þessa merkilega safns. Það er að flytjast i Hand- ritastofnun íslands, þar sem það verður meginstofn i framtiðar- bókasafni þessarar helgi- stofnunar landsmanna, sem svo virðist mega nefna með allgóðum rétti og i samræmi við mat þjóöarinnar á handritunum sem þjóðardýrgripum. Þessi ráð- stöfun Þorsteins M. Jónssonar og konu hans á safninu er i senn stór- mannleg framsýni og mikið vin- arbragð við þjóðina og handrita- stofnun hennar. Þegar við litum til Þorsteins M Jónssonar af þessu tilefni, hlýtur það að teljast verðusgt um- hugsunarefni þeim, sem ungir eru eða á hádegi starfsdags sins, hversu miklu einn maður getur komið i verk, og hvernig hann getur skilað margföldum aröi ævistarfs sins sem gulli i lófa framtiðar, jafnframt þvi að gæða með þvi eigið lif svo riku inni- haldi, að þar var aldrei og hvergi eyða i. Þetta geta aðeins vitrir og miklir starfsmenn eins og Þor- steinn M. Jónsson, menn, sem telja starfið æðsta gleði og mesta dyggð, láta sér aldrei verk úr hendi falla og njóta þeirrar náðar að lifa langan starfsdag. Bókasöfnun er tómstundaiðja, sem nær tökum á mörgum.sem komizt hafa i bjargálnir þegar liður á ævi, en þá reynist timinn oftast of stuttur til þess að ná verulegum árangri, og það er fá- titt hér á landi, að stór einkabóka- söfn haldist i samstæðri heild i ætt mann fram af manni, og þar haldi sonur eða dóttir áfram þar sem faðir hætti við að auka og bæta. Til þess þarf mikil húsakynni og margan kostnað. Þvi fer svo oftast, að safninu er ráðstafað til stofnunar, stundum skóla, eða selt með þeim hætti að það dreifist i þúsund staði. Hver nýr bókasafnari verður að byrja að nýju og af litlum eða engum stofni, og við lokadægur hans sundrast safnið. Þessi bókasafns- örlög gerast allt of oft. En bókasöfnun Þorstein. M. Jónsáonar á sér óvenjulega langan og samfelldan feril. Um eða innan við fermin'gu hafði sú ástriða náð tökum á honum að eignast og geyma bækur Þegar aðrir unglingar keytu góðgæti, vasahnif eða munnhörpu fyrir hagalagðana sina eða lambs- verðið austur á fjörðum um alda- mótin, skauzt hann - stundum heldur laumulega - i bóokabúð að kaupa sér kver. Og kverin urðu fleiri og fleiri, þvi að um þau var farið mildum höndum, þótt þau væru vel lesin, og þau voru geymd eins og kistlar þeirrar tiðar gátu bezt. Siðar gekk Þorsteinn i skóla við naum fjárráð, en samt tókst honum alltaf að eignast eitt og eitt kver, þvi að til þess sparaði hann flest. Hann varð áhrifarikur fblagsmálamaður, veitti forstöðu mikilvægum samfélagsfyrir- tækjum, gerðist þingmaður og aðsópsmikill baráttumaður góðra mála, og hann varð virtur skóla- stjóri fjölmenns ungmennaskóla og jafnframt umsvifamikill bóka- útgefandi, sem gaf meðal annars út ljóð ástsælasta skálds þjóðarinnar um skeið. En þrátt fyrir allar þessar miklu annir, sem voru i raun og veru tveggja eða þriggja manna starf, hélt hann áfram að safna bóðkum og varði til þess verulegum fjár- munum eftir þvi sem hagur batnaöi. Þessi bókasöfnun var ekkert handahófsverk, heldur unnið að henni með yfirsýn og glögg- skyggni fjölfróðs bókamanns, sem stefnir að ákveðnu marki. Hverri frjálsri stund var varið til umhirðu um safnið. Þegar hann hlustaði á útvarp, vann hann að viðgerð gamalla bóka, meöan hann hlýddi á útvarpið.„útvarpið gaf mér marga stund til þeirra verka? segir hann. Hann vildi hlýða á margt, sem þar var flutt, en hann kunni hið gamla islenzka lag að hlýða á söguna, sem lesin Bókaveggur. Smátt og smátt koma skörð i bókaveggina i íbúð Þor- steins og Sigurjónu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.