Tíminn - 18.02.1972, Síða 14

Tíminn - 18.02.1972, Síða 14
14 TÍMINN Föstudagur 18. febrúar 1972 Sveinn Gunnarsson: KVON- BÆNA SAGA 42 landi hjá efnuðum forreldrum í i eftirlæti og hefi nú þrjá um tvl- tugt. Við Grænlendingar stundum mikið sjávarveiðar og þegar ís kemur, sem oftast er, þá eru gerð ir menn út, til að kanna ísinn. í leit þeirri einni höfðu félagar mínir fundið 80 ræðan hval. Svo vair nú farið með verkfæri fram og tekið til hvalskurðar. Þessir hvalfangaravíkingar unnu sigur inn á stuttum tíma. Sama atgerf- ið sýndi sig í sleðaslarki. Nótt og dag var haldið áfram og hver fór með verkfæri sín, þegar tækifæri gafst, upp til meginlands. En þeg ar allir voiru af ísnum komnir, hafði orðið eftir hjá mér eða fé- lögum mínum, nokkrir skurðar- hnífar með flciru, seim var bund- ið á lítinn sleða. Það dæmdist á mig að fara fram. Færð var vond og ferðin gekk seint. Loks sá ég sleðann og þreif til hans. Þaufaði svo til lands. Þegar f'áir faðmar voru farnir af heimlciðinni, sá ég hvað ísinn var að gcfa sjg sund- ur í öllum áttum. Ég herrti mig ag var ég þó sárlúinn. En það var að vinna fyrir gýg, því ísinn var allur kominn á flugarek og von bráðar var Grænland horfið sjónum mínum. Ég var búinn að vera á ísnum eitthvað á fjórða dægur, þegar lúðurhljómur lækn- ins gall við eyru mér. Er því saiga mín ekki lengri. Maður þessi nefnist á íslenzku Sighvatur. Var hann spurður að, hvort hann vildi fara til baka. Bauð stýrimaður honum frítt far til Englands, en hann langaði til að sjá sig um í Ameríku, og vildi því heldur fylgja mér eftir. Frá Kvíabakka ritaði hann heim og fóru skipverjar með það og lof- uðu að ljá miðanum handleiðslu, svo að hann næði þeim réttu höfnum. Við kvöddum svo skip- verja og héldum til Winnipeg. Þegar þangað kom, sá ég Siignýju og Sölva álcngdar standa uppi á háum palli við húsdyr einar. Þau litu vonaraugum yfir lestina og voru 'áhyggjuleg, því ég hafði aldrei ritað þeim Von bráðar stöðvaðist vagnlestin. Stigum við Ingibjörg samstundis út. Ég veif- aði hattinum til Sölva. Hann sagði: — Halló, hallo! Þar heilsar hatt urinn hans Sigurðar mér. Þú mátt geta nærri, hvort ekki hefir orðið fagnaðarfundur. Eftir að hafa skoðað þessa miklu og skrautlegu byggingu í Winnipeg, héldum við öll suður í Bandaríki. Suður-Dakota var þá strjálbyggður og þar var hæigt að velja sér skemmtilegt húsnæði. Þar virtist margháttað ágæti heimsins, og ef jörðin hér er frjó söm, þá er ég ekki hræddur um köttinn minn. Ég hafði forfeðra- siðinn og lét sauma mér stórt tjald norður í Winnipeg, áður en ég flutti þaðan og reisti það nú á þessum föigru Blómsturvöllum og hugsa ég mér að búa í því á meðan ég byggi mér bæ eftir þessu nýja og íagra Vesturheims- sniði. Nautgripi hefi ég keypt, og hefi fallegar nýbærur með stórum júgrurn og mikilli mjólk. Lifi því á kálfakjöti, steiktu í smjöri og nýmjólk. Viltu koma og bragða á borðhaldinu hjá mér? Það er ekki súr lifrapylsa vinur. Á Mart- einsmessu var timburhúsið okkar komið upp og búið að slá niður tjaldbúðina, en öll fjölskyldan komin inn að langeldum, er vér gerðum yfir þvert gólf. Þar gát- um við öll setið við í einu. Eld- stóin er því mjög haganlega út- búin, mjó og löng, fullar fjórar álnir á lengd, en hálf alin á breidd. I-Iún var hlaðin upp úr grjóti, lagðar járnþynnur innan- vert við hleðsluna. Sölvi var bú- inn að hugsa þetta form út, áður en hann fór úr Winnipeg og keypti því þynnur þessar þar og flutti hingað suður. Þetta var hreina afbragð til að hita upp húsið, þar sem efnin til létu ekki að kaupa þessa svokölluðu elda- vélar. Það var sama fonm á þessu hjá Sölva, sem hjá Aðils konungi forðum, þegar hann var að verma Hrólfi kraka og köppum hans. Á Maríumessu fékk Sölvi bréf frá kunningja sínum í Winnipeg. Sá bauð Sölva þangað að drekka brúðkaup sitt. Við nutum góðs af og var okkur líka þangað boðið svo við stukkum upp frá langeld- um okkar og flugum á vagni til Winnipeg. Við Sighvatur vorum látnir vera skósveinar Signýjar og Ingibjargar og Sölvi var eins og aðalsmaður eða riddaraflokks- foringi. Það urðu allir að sitja og standa eftir því sem hann bauð. Þegar þau sátu inni við hörpu- slátt og hamingjuóskir, dans og skemmtiræður, skart og skraut- legt borðhald, öldrykkju og ang- andi jurtir, þá máttum við þreytt ir og sveittir stjana við vatns- og eldiviðarburð, sem og sópa svefn- herbergi þeirra og bursta kjólana og frakkann. Sighvatur gekk á póststöðvar og upp fyrir okkur rann sá hamingjubjarmi, að fá að sjá bréf til hans frá föður hans, sem var svar upp á bréf Sighvat- ar. Bréfið var allt frá einni hlið, eintóim alúð og ástríki. Þau báðu hann að sjá sér veg til að kom- ast heim, en hann er alráðinn í að rita þeim og biðja þau að I selja sitt bú og koma hingað og gerast hér landnámsmenn, því hann kveðst vilja verða landvarn armaður minn og okkar og brjóta undfr sig óruddar ekrur Blómstur valla. Að endingu bið ég þig að gerast túlkur minn í kvonbænar- málum, og biðja um Friðriku dótt ir Lárusar kaupmanns handa Bald vini bróður. Ég hefi nýlega feng- ið bréf frá honum og kvartar hann um það, hvað sér þyki hún sjáleg, en skortir kjark að leita eftir afstöðu vilja hennar. Túlk- aðu málið og tylltu þeim saman, og spanaðu þau í handalögmál. Sjáðu svo um að hann nái á henni haldgóðri hryggspennu. Úr því er ég ekki hræddur um pilt- inn. Mér þætti líka skítt að frétta, ef hún legði hann á íslenzkum hælkrók. Heill þér í þessum vafningum. Einnig sendi ég þér umboð frá Sölva og Signýju. 'Þau biðja þig að standa fyrir sína hönd fyrir arfstilkalli þeirira við dauðsfall for eldra sinna. Eigur foreldra minna falla til Baldvins. Segðu Friðriku það, hún lætur þá máske heldur til töltsporið við hann. Berðu al- úðarkveðju öllum góðkunningj um, sem og vinum og vandamönn um. Segðu mér líði vel. Sigurður Pálsson. Nokkru eftir bréfkomu þessa, átti prestur ferð til Seyðisfjarðar. Hann var mjög handgenginn kaup mannsfólkinu. Hann var einn 1041. KROSSGÁTA Lárétt 1) Ferðast. 6) Hlemmur. 7) Grassylla. 9) 1001. 10) Mátt- vana. 11) Leit. 12) Ókunn. 13) Borðhaldi. 15) Gorgeirinn. Lóðrétt 1) Veikur i fótum. 2) Bor. 3) Hornalaus. 4) Eins. 5) Mynd- arskapurinn. 8) Mörg. 9) Skal. 13) Spil. 14) Eins. Háðning á gátu No. 1040 Lárétt 1) Kafarar. 6) Flá. 7) RS. 9) RS. 10) Liðamót. 11) In. 12) LI. 13) Óðs. 15) Gæðavin. Lóðrétt 1) Kerling. 2) FF. 3) Aldauða. 4) Rá. 5) Rostinn. 8) Sin. 9) Ról. 13) Óð. 14) SV. ~ ’ 2 Z U S ■■ ■■ Þ" I'M MOT V WHICH BRINS5 EXACTLV UPTHEQUESTION: you ? t i Er þetta nýtt gæludýr, Trigon konungur? — Já, Hvellur. Það er stutt siðan við lærðum aðferð tií þess að temja þessa hákarla. — Þessi hvelfing var sérstaklega gerð til þess að þér mætti liða vel, á meðan þú dvelur hér. — Þú hefur lagt allt of mikið á þig vegna þessarar stuttu heimsóknar minnar, herra. — Hvers vegna stuttu? — Mér fellur ekkert allt of vel að láta fyrir berast hér niður á hafsbotni. — Já, og þá erum við komnir að kjarna málsins, hvers vegna snerir þú þér til min, og að hvaða leyti get ég komið þér að liði? you SHOT 3 BVSTANPERS TO GET THE LOOT - ANP TRIEP TO THROW HER INTO THE SEA/ - CAN'T MAKE YOU TAtK? WE'LL SEE/ Hvar eru peningarnir, sem þið stáluð? — Talaðu við lögfræðinginn okkar. — Þú getur ekki neytt okk- ur til þess að tala. Lögin ráöa. — Ég er ekki lögregl- an — þess konar lög likar mér ekki, og ykkur ekki heldur. —Þið skutuð þrjá sakleysingja til þess að ná peningunum, og svo reynduð þiö að kasta henni i sjóinn. Get ég ekki fengið ykkur til þess að tala. Við sjáum til. -- Biðiöi við. Illli iii FÖSTUDAGUR 18. febrúar. 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.15 Þáttur um uppeldismál - (endurt. þáttur). Andri Isaksson sálfræðingur talar um bekkjarskipan og náms- árangur. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Breytileg átt” eftir Ása i Bæ. Höfundur flytur (9). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Lesin dagskrá næstu viku. 15.30 Miðdegistónleikar: Tónlist eftir Wilhelm Peterson-Berger Stúdió-hljómsveitin i Berlin leikur Fjóra hljómsveitarþætti: Stig Rybrant stjórnar. Stig Ribbing leikur pianólög. Elisa- beth Söderström syngur nokkur lög. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.40 Utvarpssaga barnanna: „Kata frænka’’ eftir Kate Seredy Guðrún Guðlaugsdóttir les (6). 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Þáttur um verkalýðsmál Umsjónarmenn Sighvatur Björgvinsson og Olafur R. Einarsson. 20.00 Kvöldvaka a islenzk ein- söngslög Magnús, Jónsson syngur: Fritz Weisshappel leikur undir á pianó. b. Viðf- jaröarskotta Margrét Jóns- dóttir les kafla úr bók Þorbergs Þórðarsonar,,Viðfjarðar- undrunum”. c. í húsi skáldsins Erlingur Daviðsson ritstjóri Akureyri segir frá. d. Höfðingi smiðjunnar Davið Stéfánsson skáld frá Fagraskógi les eigin ljóð (af hljómplötu). e. Þorra- þrælsbylurinn i Odda Þorsteinn frá Hamri tekur saman þáttinn og flytur hann ásamt Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur. f. Um islenzka þjóðhætti Arni Björnsson cand. mag. flytur þáttinn. g. Kórsöngur Karlakór Akureyrar syngur^nokkur lög. Söngstjóri: Áskell Jónsson. 21.30 Utvarpssagan: „Hinumegin við heiminn” eftir Guðmund L. Friðfinns. Höfundur les (12). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (17) 22.25 „Viðræður við Stalin” eftir Milóvan Djilas. Sveinn Kristinsson les (9). 22.45 Þetta vil ég heyra. Jón Stefánsson kynnir tónverk að óskum hlustenda. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. HHIiB. 1 FÖSTUDAGUR 18. febrúar. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Vaka. Dagskrá um bók- menntir og listir á liðandi stund. Umsiónarmenn Njörður P. Njarðvik, Vigdis Finnboga- dóttir, Björn Th. Björnsson, Sigurður Sverrir Pálsson og Þorkell Sigurbjörnsson. 21.10 Adam Strange: skýrsla nr. 4977. Svikamylla. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.00 Erlend málefni. Um- sjónarmaður Jón H. Magnús- son. 22.30 Dagskrárlok HÆSTAMtTrAMLÓCUAÐUK AUSTUKSTMÆT/ 6 SÍMI /<354 Gisli G. ísleifsson hæstaréttarlögmaður Skólavöröustig 3a, simi 14150.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.