Tíminn - 18.02.1972, Qupperneq 20

Tíminn - 18.02.1972, Qupperneq 20
„Ferðalag aldarinnar” hófst í gær NTB—Washington Nixon lagði af stað í Kínaför sína í gær og er ferðinni fyrst heitið til Hawai. Á laugardaginn fer svo Nixon til Kyrra- hafseyjunnar Guam, en á mánudaginn verður komið til Peking um Shanghai. Stór hluti heimsins mun næstu dagana fylgjast með þessari heimssögulegu ferð í sjónvarpi. Aður en Nixon lagði af stað i gær, hélt hann stutta ræöu á gras- flötinni sunnan við hvita húsiö og hlýddu þúsundir manna á, þrátt fyrir kulda. Korsetinn lagði enn einu sinni á- herzlu á, að fólk mætti ekki búast við of miklum árangri af ferðinni, þar sem vikulangar samræður myndu ekki geta þurrkað úr ósamkomulag siðustu 20 ára. Annars sagði Nixon m.a.: —Okkur mun framvegis greina á um ýmislegt, en við verðum að ákveða hvernig við getum verið ósammála, án þess að berjast i styrjöld. Ef samkomulag næst Námamenn I verkfalli og stuðningsmenn þeirra safnast saman á Tower Iiill, áður en þeir gengu til þinghússins, til að leggja áherzlu á kröfur sínar. (UPI mynd) Fólk verður umburðarlyndara í rafmagnsleysinu í London Sovézki stórmeistarinn L. Stein: L. Stein Rússar tilbúnir að koma með skemmtiferða- skip á einvígi Fischers og Spasskys ÞÓ-Beykjavik. Sovéski stórmeistarinn Leonid Stein er mjög frjálslegur maður i allri framkomu, og eftir að hann hafði unnið skák sina viö Harvey Georgsson i fyrrakvöld brá hann sér fram i fremri salinn og talaði við áhorfendur. Að sjálfsögðu barst einvigi þeirra Spasskys og Fischers fljótlega i tal. Það mátti heyra á Stein aö Rússar væru mjög áfjáðir i að halda einvigið hér á landi, enda sagðist Stein geta borið vitni um að allur að- búnaður hér væri til fyrirmyndar. Þegar farið var að tala um skort á hótelherbergjum i Reyk- javik, sagði Stein, að hann hefði vitneskju um það, að Rússar væru tilbúnir að leggja skemmti- ferðaskipi hér i höfninni þann tima sem skákmótið stæði yfir. „Það vantaði aðeins beiðni um það frá Skáksambandi íslands,”- sagði hann. Ekki vildi Stein trúa þvi, að annar hvor keppendanna yrði kominn með algjöra yfirburði eftir fyrri umferðina i Belgrad, sagöist hann þekkja þá Fischer og Spassky það vel og minnti á að yfirleitt hefði Fischer fariö halloka fyrir Spassky. A morgun laugardag teflir Stein fjöltefli i Glæsibæ við 30 manns. Þátttakendur hafi með sér tðfl. Þátttökugjald er kr. 300. - segir Kjartan P. Kjartansson framkvæmdastjóri í símtali SB-Reykjavík Margir hafa eflaust velt fyrir sér, hvernig hið daglega llf á Bretlandi sé þessa dagana f kiUda og rafmagnsleysi, vegna verkfalls kolanámu- manna. Blaðið haföi i gær samband við Kjartan Kjartansson, framkvæmda- stjóra skrifstofu SÍS I London og spurði hann hvernig ástandiö væri á vinnustöðum og heimilum I borginni. — Auðvitað eru viss óþægindi þessu samfara, sagöi Kjartan, —en alls ekki svo, að lifið sé ó- bærilegt. Rafmagn er tekið af i þrjár stundir i senn, þannig að vel má ná þvi að elda matinn inn á milli og aö minnsta kosti kunnum við íslendingar að klæöa af okkur kuldann. Óheimilt er aö hita upp skrifstofur og verzlanir og liggja við þvi viöurlög. Hér á skrifstof- unni klæöum viö okkur bara vel og sitjum með penna I höndunum, þvi skrifstofuvélar ganga að sjálfsögðu ekki. Þetta er vel bæri- legt og við höfum séö þaö verra. Lyftur eru allar stöðvaðar, lika þegar rafmagnið er á, þvi alltaf er hætta á að einhver lokist inni þegar straumurinn kemur svona og fer. Ég held, að umferö i borg- inni og i flestum byggingum sé með eðlilegum hætti, en margt gengur hægar. Fólk er umburða- lyndara þegar vandi steðjar að öllum og það er allt ekki óþolandi ástand hér. Hitt er svo annaö mál, hélt Kjartan P. Kjartansson. Kjartan áfram, að neyðarástand er i landinu og iðnaðurinn allur I klakaböndum. Við blýantnagarar á skrifstofum höfum minnsta hugmynd um allt. Við vönumst að eitthvað fari aö hreyfast, þegarskýrsla rannsóknarnefndar um ástandið veröur lögð fram á næstunni. Þá fer allt i gang i næstu viku, svo fremi, að skýrsl an verði þess eðlis, að náma verkamennirnir fái einhverjar kjarbætur. tslendingum hér liöur öllum vel og hafa ekki yfir neinu að kvarta, biða bara eftir að allt fari að snú- ast á ný. 1 blööunum má sjá, að sumt miður gott fólk notar myrkrið til að skýla gerðum sinum, en það er þó ekkert óskaplegt. Það er engin ástæöa til að gera mikið úr þessu með vandræði mannfólksins, allir eru svo umburðalyndir, sagði Kjartan Kjartansson að lokum. um það, er ekki hægt að segja annað, en stórt skref hafi verið stigið i þá átt að tryggja frið i heiminum. t fylgdarliöi Nixons eru 13 manns, meðal þeirra Rogers, utanrikisráöherra og Kissinger, ráðgjafi. Það var Kissinger, sem fyrstur fór til Peking og kom þaðan með heimboðiö til Nixon; Siðan fór hann aftur til Kina til að undirbúa komu forsetans. Alls munu um 300 Bandarikja- menn fara til Kina i sambandi við för forsetans, þar af um 80 frétta- menn, en flugvélar þeirra fóru skömmu á undan þotu forsetans. Nixon og Chou En—Lai hafa þegar orðið ásáttir um, aö skýra ekki ítarlega frá viðræðum sinum, og að ekkert muni „leka út” um þær. Nixon og margir i fylgdarliði hans, hafa siðustu dagana aflað sér mikillar vitneskju um Kina, með lestri skjala og bóka og við- tölum viö Kinasérfræöinga. Þessi sögulega ferö tekur enda 28. febrúar, þegar lagt verður af stað til Alaska. Lent veröur siðan i Washington nákvæmlega viku áöur en fyrstu forkosningarnar fyrir forsetakjörið fara fram. 11« Föstudagur 18. febrúar 1972 J Dagur útlend- inganna Utlendingarnir í fimm efstu sætunum Þó-Reykjavik. Á Reykjavikurmótinu i fyrra- kvöld tefldu þeir Friðrik og Anderson saman. Skák þeirra varð fjörleg framan af og hafði Friðrik frumkvæðið lengi vel, en er skákin fór i bið var staðan mjög jöfn. Erlendu meistararnir áttu ekki i neinum vandræðum með landa vora, t.d. hafði Stein unnið skák sina við Harvey eftir tæpa tvo tima, enda léku báðir mjög hratt, skákin var um 30 leikir. Georghiu vann Jón Kristinsson, Hort vann Freystein, Tukmakov vann Gunnar. Aðrar skákir fóru i bið og eru þær flestar jafnteflislegar. í gærkvöldi átti að tefla 10. um- ferð. Staðan fyrir 10. umferð er þessi: Georghiu er efstur með 7 vinninga, Hort er annar með 6 1/2 vinning, Stein og Tukmakov hafa 6 vinninga. Timman er með 5 vinninga og 2 BIÐSK$AKIR OG $1 6-7 sæti eru Friörik og Andersson með 5 vinninga og biðskák. A meðan 9. umferð stóð yfir i fyrrakvöld hittum við Hólmstein Steingrimsson, formann Tafl- félags Reykjavikur, aðeins að máli og spurðum hann hvernig aösóknin hefði verið. — Hólmsteinn sagöi, aö aðsóknin væri heldur meiri en á siðasta al- þjóðamóti, en hún væri lang mest á sunnudögum, fimmtudögum og laugardögum, þannig að á þessu sést að sjónvarpiö hefur mikil í- hrif á aðsóknina, sagði Hólm- steinn. Hólmsteinn sagði, að þær skákir sem hefðu komið sér mest á óvart i mótinu væru skákir þeirra Friðriks og Horts, og Indersons og Steins. Þá hefðu þeir Guðmundur og Jón Kristinsson ekki staðið sig eins vel og búizt var við i fyrstu, og eins mætti kannski segja að Friðrik hefði ekki telft af mikilli hörku.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.