Tíminn - 19.02.1972, Page 3

Tíminn - 19.02.1972, Page 3
TÍMIN^”t 3 SCtl •;.'I5 flíl'í C<jliE.t Laugardagur 19. febrúar 1972 .V.V ■.■.■.■.■.■.■.■.w.vvvv.vvvvv.vvvvvvvvvvvvvvvvv Heildarvelta KEA á þriðja milljarð 1971 Fjárfesting félagsins nam um 60 milljónum í fyrra SB—Reykjavik Arlegur féiagsráösfundur KEA var hldinn á Akureyri á fimmtudag. A slíkuin fundum eru gefnar fyrstu upplýsingar um reksturinn á nýliöu ári. Samkvæmt bráða- birgðatöium, sem þar komu fram, befur heildarvelta KEA aukizt úr 1825 milljónum f 2250 milljónir á árinu 1971, I verzl- unardeildum jókst sala um 22%, og I verksmiðju og þjónustudeildum um 27%. Slátrun i sláturhúsum félagsins nem 42.800 kin- dum, sem er 9,8% lægri tala en árið áður.,en meðal- vigt hafði hækkað um 0,79 kg., var 14.40 kg. árið 1971. Fjárfesting á árinu var meiri, en áður eru dæmi i sögu félagsins, bæði á sviðiverzl. zlunar og i vinnslustðvum landbúnaðar— og sjávarafurða og samkvæmt bráðabirgðatölum nam fjár- festingin 60 milljónum króna. A þessu ári eru fyrirhugaðar áframhaldandi framkvæmdir, einkum við verzlunarhúsið, sem er i byggingu við Haf- narstræti á Akureyri og i frystihúsunum á Dalvik og i Hrisey. A fundinum kom fram, að sláturhúsamál félagsins hafa verið i athugun með tilliti til uppbyggingar samkvæmt nýlegum kröfum erlendra kaupenda, en þar sem útlit er fyrir, að stofnfjárframlögum til uppbyggingar sláturhúsa., hafai verið ráðstafað 4 — 5 ár fram i timan, er allt útlit fyrir, að KEA muni leggja upp- byggingu sláturhúsanna á hilluna i nokkur ár, en einbeita sér þess i staö að byggingu m jólkurstöðvarinnar, sem byrjað var á fyrir 7 árum, en hætt við árið siðar, vegnalán- sfjárkreppu. Stefnt er að þvi,að stöðin verði vigð á 90ára afmæli KEA, 1976. I framhaldi af þessu, er svo áætlað að taka til við upp- byggingu sláturhúsanna. Valur Arnþórsson, kaup- félagsstjóri gat þess á fund- inum, að rekstrarhorfur á yfirstandandi ári, væru alvarlegri, en verið hefur undanfarin ár, vegna þeirra gifurlegu kostnaðarhækkana, sem orðið hafa og eru að verða, án þess að þeim hafi verið komið inn i verðlag. þannig að auknar tekjur hefðu skapazt. 1 >&/*»#** "" Lakk og málningarsmiðjan Harpa við Skúlagötu. Harpa selur sígljáa fyrir 55 milljónir til Sovét Skrúfudagur í dag: Aðsókn að Vélskólanum meiri en hægt er að anna IGÞ—Reykjavik. Timinn hefur frétt, að máln- ingarverksmiðjan Harpa h.f. hafi nú undirritað samning um sölu á eitt þúsund tonnum af lakki, hvít- um sigljáa, til Sovétrlkjanna. Cif- verð þessa magns er fimmtiu og fimm miiljónir. Þetta mikla magn af lakkinu á að afgreiðast fyrir 15. júli, og munu engin vandkvæði verða á þvi, en það þýðir hins vegar lengri vinnutima i verksmiðjunni. Þetta er hins vegar ekki i fyrsta sinn, sem Harpa h.f. selur mikið magn af málningarvörum til Sovétrikjanna, og þeir i Hörpu eru orðnir vanir þvi að afgreiða svona mikið magn á tilsettum tima. Lakkið verður flutt út i tunnum, en fimm þúsund tunnur þarf undir magnið. Sala þessi fer fram samkvæmt millirikjasamningi, sem gerður var i fyrra milli Islands og Sovét- rikjanna, en þá var samið um kaup á fyrrgreindu magni af málningarvörum. Hærra verð fæst nú fyrir þessa vöru en þá málningu, sem seld var til rússneskra fyrirtækja i fyrra. Hort teflir við Dagsbrúnarmenn Hort hinn tékkneski teflir fjöltefli við Dagsbrúnar- menn i Lindarbæ niðri klukkan tvö i dag. Teflir hann á 30 borðum. Menn hafi með sér töfl. I Dagsbrún eru margir slyngir skákmenn, en Hort þykir skæður i fjöl- tefli. Eftir sem áður mun Harpa h.f. geta annað eftirspurninni innan- lands. Sú framleiðsluhrota, sem AK.Rvik. — A fundi búnaðar- þings i gær flutti Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri, yfirlitsræðu um framgang þeirra mála, sem siðasta búnaðarþing gerði ályktanir um. Hann taldi, aö nokkuð vel hefði miðað i þeim éfnum, og margar samþykktir þingsins náð fram að ganga eða hlotið jákvæðar undirtektir Al- þingis og stjórnarvalda. Meginsamþykktir siðasta búnaðarþings voru um endur- skoðun þeirra lagabálka, sem landbúnaðurinn hvilir öðru fremur á, og er sú endurskoðun komin nokkuð á veg, eins og skýrt var frá við setningu búnaðar- þings. Þrjú mál voru lögð fram á búnaðarþingi i gær. Fyrsta var erindi Guttorms Þormar og Snæ- þórs Sigurbjörnssonar, fulltrúa Búnaöarsambands Austurlands um stofnun búnaðarskóla á Skriðuklaustri. Þá var erindi Gisla Magnúsáonar og Þórarins Kristjánssonar, um dreifingu menntastofnana þjóðarinnar um landið. Loks var erindi Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar um endur- skoðun á kerfi rannsóknarstarf- nú er fyrir höndum i verk- smiðjunni hefur ekki áhrif á þá framleiðslu. semi landbúnaðarins og rætt um fjórar aðaltilraunastöðvar i þágu landbúnaðar, sina i hverjum landsfjórðungi. Pornó-þjófur? öllu er stolið milli himins og jarðar. Og nú hafa einhverjir ráðizt að styttu af Pallas Aþenu, sem stóð við Menntaskólann við Lækjargötu, og fjarlægt hana, annað hvort vegna þess að þá hungraði I kopar, eða til að leggja hana i ból mcð sér, þvi þetta föngulegur kvenmaöur, þótt hún sé ekki nema hundrað og tuttugu sentimetrar á hæð. Annars er erfitt að gcra sér i hugariund, hvað þjófur eða þjófar ætla sér að gera við svona styttu, sem hefur verið gefin skólanum af góðum hug. Varla getur verið um það aö Oó—Reykjavik. Skrúfudagur Vélskóla Islands verður haldinn á morgun, laugar- dag. Að venju fer fram kynning á starfsemi skólans þennan dag og verða nemendur að störfum i öll- um verklegum deildum skólans, svo sem vélasal, smíðastofum, efnarannsóknastofu, raftækjasal, fjarskipta- og stýritækjastofum. Er öllum heimilt að heimsækja skðlann þennan dag og veita nemendur upplýsingar og gefa skýringar á tækjum og hverju einu sem gesti fýsir að kynnast um skólastarfsemina. Kynn Athugasemd frá rafmagnsstjóra 1 blaði yðar 16. febrúar er birt frétt undir fyrirsögninni ,,Er nýtt stauramál i uppsiglingu?” 1 niðurlagi fréttarinnar eru eftirtaldar missagnir, sem Raf- magnsveita Reykjavikur óskar, að leiðréttar verði: 1. 1 fréttinni segir, að Stálver s.f. hafi ekki getað staðið við þann hluta samnings, er gerði ráð fyrir heitgalvanhúðuðum stólpum fyrir árið 1972. Þá segir, að raf- magnsstjóri vilji ,,á þessum forsendum rifta samningunm”. Þetta er ekki alls kostar rétt, þvi að i samningnum sjálfur stendur, að sé skilyrðum um heitgalvan- húðun ekki fullnægt, „falla ák- væði samningsins um kaup á götuljósastólpum 1972 og 1973 sjálfkrafa úr gildi”.Var þvi ljóst, að gera yrði nýjan samning við Stálver s.f. eða efna til nýs út- boðs. 2. Þá stendur i grein yðar: „Raf- magnsstjóri mun leggja til, aö samiö verði við akureyrskt fyrir- tæki um staurana, og þannig stendur málið i dag”. Hér er algerlega rangt með farið. Raf- magnsveitan lagöi til, að smiöi stólpanna yrði boðin út að nýju, og gefinn kostur á heitgalvan- eöa kaldgalvanhúðun. 3. Ekki er rétt, að málið standi „þannig i dag”. Málið var af- greitt á fundi borgarráðs s.l. þriðjudag með þvi að tillaga Inn- kaupastofnunar um kaup frá Stálveri s.f. var samþykkt. Með þökk fyrir birtinguna, Rafmagnsveita Reykjavikur. Til fyrri umræðu á fundinum var álit allsherjarnefndar um erindi um byggingarsamþykktir i sveitum og þorpum. ræða að styttunni hafi verið stoliö vegna þess aö nú aöhyllast margir pornó. Pallas Aþcna var engin ncktargyðja, þar sem hún stóð á stalli sinum við skólann. Hún var skrýdd koparskykkju niður á tær. Hitt ber að athuga, aö dæmi eru til um menn, sem enga kvenmannsmynd geta séö i friöi. Menn þessarar afbrigðilegu náttúru hafa leitað á konur í kirk- jugörðum og undir veggjum guöshúsa. Hvaö ætli slika kalla muni um að þrífa tii einnar gyöju úr heiöni - þótt hún sé úr kopar? Flokkist sá, sem stal líknesk- junni af Pallas Aþenu, undir þá menn, sem ráða ekki gerðum sinum, hvorki i kirkjugöröum eða undir veggjum guðshúsa, er ráð ingastarfsemin fer fram frá kl. 3 til kl. 5. Vert er að minna á, að félag eiginkvenna vélstjóra, Keðjan, gengst fyrir kaffiveit- ingum i veitingasal Sjómanna- skólans frá kl. 3. Auk kynningarstarfseminnar verður sérstök dagskrá i skól- anum i tilefni skrúfudagsins. Flutt verða ávörp og afhentar heiðursgjafir. Nemendur Vélskólans eru nú 310, af þeim eru um 250 i Reykja- vik, og er skólinn fullsetinn og meira en það. Deildir eru starf- ræktar á Akureyri og i Vest- mannaeyjum. Til stendur að stofna deild á tsafirði næsta haust, og i athugun er stofnun deildar á Austfjörðum. Andrés Guðjónsson skólastjóri segir, að orðið hafi að neita mörg- um um skólavist i Reykjavik i vetur vegna húsnæðisskorts og húsnæðisleysis. En þegar hafa borizt óvenjumargar umsóknir um skólavist næsta vetur. Brýn nauðsyn er þvi að hefja viðbótar- byggingu fyrir skólann eins fljótt og auðiö er, og þarf að auka tæk- jakost að sama skapi. Um mikilvægi vélstjóranáms- ins segir Andrés: — Það hefur verið sagt að mikið átak hafi veriö hjá vélstjór- um og Vélskólanum á sinum tima, þegar farið var frá eimvél- inni fyrir i mótorana. Ég tel, að við stöndum nú á svipuðum tima- mótum, þegar sjálfvirknin er að hefja innreið sina, svo og breytt námstilhögun i verklega náminu, en verklega námið er að færast enn meira inn i skólana úr smiðjúnum. Við verðum að fylgjast vel meö og vera vand- anum vaxnir, ef við eigum að geta lifað mannsæmandi lifi i þessu landi, en það kostar mikið staf og mikið fé. Ég tel, að augu ráðamanna þessa lands séu að opnast fyrir þvi, að menntun er góð fjárfesting, en þá er oftast talaö um menntaskóla og há- skóla. En vélstjóramenntunina ber tvimælalaust að meta i sam- ræmi við mikilvægi vélstjóra- starfsins fyrir þjóðfélagið og þá ábyrgð sem þvi fylgir. 3000 lestir á einu ári BG-Neskaupstað. Skutttogarinn Barði landaði 145 tonnum af fiski hér á mánudaginn og er hann þá búinn að fá rúmar 3000 lestir frá þvi, að hann hóf veiðar um miðjan febrúar á s.l. ári. Nokkrir bátar hafa komið hingað með loðnu siðustu daga og er nú búið að landa hér 2300 lest- um. Tiðarfar hefur verið með ein- dæmum gott, það sem af er mánaðarins. að benda honum á það, að finnist honum koparinn kaldur viðkomu, getur hann iljað hann mcö þvi að tcngja tólf volta geymi viö myndina. Þjófnum er bentá þett-a i góðri meiningu, þvi annars getur hann hreinlega kvefast af fangbrögöunum við styttuna. Verra cr að benda þjófnum á úrræðin varöandi koparskikkuna, sem hylur Pallas Aþenu. En fyrst einhvcr lagöi á annað borö dt i það að stcla myndastyttu af hundrað og tuttugu sentimetra kvenmanni, er ekki útiiokað aö hann leiti fyrir sér um frekari þjófnað. Þvi ættu þeir sem ciga logsuðutæki að læsa þau inni næstu dægur. Svarthöföi Austfirðingar vilja bún- aðarskóla á Skriðuklaustri :St.St.Sl:.!!í:Sl!:ffl:: jili •a .M.uy ffliilil ■ m

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.