Tíminn - 19.02.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.02.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 19. febrúar 1972 Þeir ætla af( íá Malloreabúa til íslands. F.v: A. Fernandez, l'ramkvæmdastjóri Air Spain, Luis Gimeno og Miguel Golom, feröaskrifstofumenn og Guöni Þóröarson, forstjóri Sunnu. (Timamynd Gunnar) Fara Mallorcabúar að „Mestu stóðkóng- arnir í sveitarstjóm eða sýslunefnd” - Hafa takmarkaðan áhuga fyrir að koma ítölu á - Frumvarp frá Birni Pálssyni um ítölu EB—Reykjavlk. — Lög um Itölu hafa veriö I gildi alllengi, en Itala hefur hvergi verið i framkvæmd. Það er þvi annað tveggja, aö Itölu er eigi þörf eða eitthvað er að lög- gjöfinni. Samkvæmt gildandi lög- um eiga sýslunefndir og sveitar- stjórnir að hafa frumkvæðið. í þeim nefndum eiga oft sæti mestu stóökóngarnir. Þeir hafa tak- markaðan áhuga fyrir að koma itölu á. Þess ber að gæta, að reglur um Itölu eru misvinsælar hjá fjáreigendum. Hrepps- nefndar- og sýslunefndarmenn hliðra sér þvi gjarnan hjá að koma á slikum samþykktum, þvi að á atkvæðum þurfa þeir að halda, er þeir leita endurkjörs. Þetta segir Björn Pálsson (F) I upphafi greinargerðar með laga- frumvarpi um itölu, sem hann hefur lagt fyrir neðri deild Alþingis, en itala er ákvörðun (áætlun) um það, hve mikið búfé hver og einn megi hafa á sam- eiginlegu beitarlandi-, leyfður fjöldi búfjár frá hverjum þátt- takanda. 1 þessu frumvarpi leggur Björn m.a. til, að sveitarstjórn eða sveitarstjórnum, ef afréttarlönd eru sameiginleg fyrir fleiri en eitt sveitarfélag, sé heimilt að gera samþykktir um itölu á afrétti, ef ástæða sé til að ætla, að búpen- ingur, sem á afrétti gangi, sé óeðlilega rýr vegna ofbeitar, eða ef fulltrúi frá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins álíti, að viðkom- andi afréttarlönd gangi úr sér, vegna þess að of mikill fénaður sé á afréttum. Skuli þess gætt, að slikar samþykktir brjóti ekki i bága við lög um sauðfjárveiki- varnir. streyma til Islands? I PntiLi-nrll/ ^ (ilpndlir ívrir hpccnri fprh hrp alHaf voari uori^ u f\ hvööin í SB—Keykjavlk llér á landi eru nú staddir þrlr feröamálamenn frá Spáni og eru þeir að athuga möguleika á aö senda Mallorcabúa sér til skcmmtunar til tslands. Það er ferðaskrifstofan Sunna, sem Hort teflir fjöltefli Stórm eistarinn Hort frá Tckkóslóvakiu teflir fjörtefli á vegum slarfsmannafélaga bún- aðarbankans, Landsbankans og Útvegsbankans I samkomusal Útvegsbankans sunnudaginn 20.febrúar 1972 klukkan 20.20. Starfsmönnum allra bankanna hcimil þátttaka. stendur fyrir þessari ferð þre menninganna og sagði Guðni Þóröarson á fundi með frétta- mönnum I gær, aö vel gæti komið til greina, að nota sömu flug vélarnar til að flytja tslendinga meö til Mallorca I bakaleiðinni. Einn þremenninganna A. Fernandez, er framkvæmdastjóri leiguflugfélags á Spáni, Air Spain, en aðalstöðvar þess eru á Mallorca. Flugvélarnar eru af gerðinni DC—8 og taka 189 farþega i sæti. Ennþá hefur ekkert veriö á veðið um þessa samvinnu, en þre- menningarnir hafa verið hér aö skoöa hótelin I Reykjavík og kanna aöstæður fyrir ferðafólk. Kváðust þeir vera allánægðir með það, sem þeir heföu séð hér. Ekki mun von á Mallorcabúum I stórhópum hingaö á þessu ári, þótt samkomulag verði gert á næstunni. A blaðamannafundinum sögðu þremenningarnir, að á sl. ári hefðu 6 milljónir ferðamanna komiö til Mallorca með flug- vélum og vel væri hægt að taka á móti nokkrum i viöbót, þvi að alltaf væri verið að byggja ný hótel og nýja flugvelli, auk endur- bóta og aukningar á allri feröa- mannaþjónustu. Mallorcabúar sjálfir fara einkum til Parísar, þegar þeir ferðast, en það er þó að breytast og þeir eru að byrja að gera vlðreist. Allflestir Mallorca- búar þekkjá eitthvað til Islands og íslendinga af hinum miklu við- skiptum, sem milli þeirra hafa verið á sl. árum. Ferðaskrifstofan Sunna mun I sumar hefja ferðir til Costa Brava og Costa del Sol i þrjár vik- ur í senn. En Mallorcaferðirnar verða þó eftir sem áður stærsti pósturinn hjá Sunnu. Um páskana munu 300 manns dvelja á Mallorca á vegum Sunni I viku eða hálfan mánuð. Þá sagöi guðni, aö bókanir væru farnar að berast I Mallorca- ferðir I júnl og júll og væri oft um stóra starfsmannahópa utan af landi að ræða, allt að 100 manns. Hópar, sem eru yfir 20 manns, fá svokallaðan vinsældaafslátt, ef pantaðerfyrir 1. april og getur sá afsláttur verið allt að 5000 krón um á mann. Nýjungar í starfsemi Menningar- og fræðslusambands alþýðu NÁMSKEIÐA- 0G RÁÐSTEFNU- 0G FRÆÐSLUHÓPASTARF BYRJAR SJ-Reykjavik Menningar- og fræslusamband alþýöu er nú að hefja tvo núja þætti i starfsemi sinni. Annars vegar er námskeiða- og ráð- stefnuhald úti um land i sam- vinnu við f jórðungssambönd ASt, og er ætlunin að halda a.m.k. eitt námskeið á ári i hverjum landsfjórðungi. Hins vegar er fræðsluhópastarfsemi eða nokk- urs konar námsflokkar hér i Reykjavik. Hefst hún nú um mánaðamótin i fjórum hópum, og verðu verður fjallað um þróun verkalýðshreyfingarinnar, stéttastjórnmál, leiklist, ræðu- flutning og fundastörf. Fyrsta námskeiðið út á landi verður haldið i Félagsheimili Einingar, Þingvallastræti 14. Akureyri, I samvinnu við Alþýðu- samband Norðurlands dagana 25.-27. febrúar 1972. Þar verður fjallað um sjóði og tryggingar. Námskeiðinu stjórnar Baldur Óskarsson, sem nýlega hefur verið ráðinn starfsmaður MFA, en fyrirlesarar verða Sigurður Ingimundarson, Guðjón Hansen, Jón R. Sigurjónsson, Björn Jónsson og Þorsteinn Jónatans- son. Námshóparnir i Reykjavik taka til starfa 28.febrúar kl. 20.30 i fræðslusal MFA Laugavegi 18, III. hæð, og kemur leiklistarhóp- urinn fyrst samna. Starf hans fer fram með leikhúsferðum, fyrir- lestrum og umræðum. Leiðbein- endur verða ýmsir starfsmenn leikhúsanna. Ólafur R. Einarsson mennta- skólakennari stýrir hópnum, sem tekur fyrir sögulegt yfirlit þróun- ar verkalýðshreyfingarinnar. Flytur hann sex fyrirlestra, sá fyrsti verður þriðjudagskvöld 29.feb., en auk þess verða fyrirspurnir og umræður. Þann l.marz flytur dr. Ólafur Ragnar Grimsson fyrsta fyrir- lestur sinn af fimm um stéttar- stjórnmál og 2,marz hittist loks hópurinn, sem kynnir sér ræðu- flutning og fundastörf, leiðbein- andi verður Baldur Óskarsson. Listasafn ASÍ gefur út póstkort með olíumálverki eftir Jóhann Briem SJ-Reykjavik Listasafn Alþýðusambands ís lands hefur gefið út mjög stórt póstkort með eftirprentun af einu málverki safnsins, ,,Að húsa- baki”, eftir Jóhann Briem. Frummyndin er litð oliumálverk og er eftirprentunin tæplega hel- mingur hennar að stærð. Jóhann Briem fæddist 1907. Hann hefur myndaskreytt fjölda bóka, myndskreytt Laugarnes- skóla, gert nokkrar altaristöflur og fyrirmynd að ráðhústeppi fyrir Reykjavikurborg. Hann hefur haldið margar sýningar. Eftirprentunin verður einungis til sölu hjá Listasafni ASI, Lauga- vegi 18. Þrestir í Hafnarfirði elzti karlakór landsins Sextiu ár eru i dag liöin frá stofnun Karlakórsins Þrestir i Hafnarfirði, elzta karlakór lands- ins. Stofnandi kórsins og stjórn- andi um langt árabil var hið þjöð- kunna tónskáld Friörik Bjarna- son. Mun þessara timamóta verða minnzt með samsöngvum og afmælisfagnaði i april. Kórinn hefur notið söngstjórnar margra ágætra tónlistarmanna, en auk stofnandans hafa lengst gegnt þeim starfa þeir Jón ts- leifsson, sira Garðar Þorsteins- son, Páll Kr. Pálsson og Herbert H. Agústsson. Aramunur hefir verið á starf- semi kórsins, en flest árin hefur hann haldið opinbera samsöngva i Hafnarfirði og viðar og einnig oft sungið i útvarp. Ennfremur hafa Þrestir iðulega sungið við ýmis hátiðleg tækifæri i Hafnar- firftí StarfQpmi kórsins hefir ætið fallið i góðan jarðveg meðal bæjarbúa og styrktarfélagar hafa verið mjög margir. Af forystumönnum kórstarf- seminnar ber einkum að nefna Salómon Heiðar, fyrsta formann Þrasta, Bjarna Snæbjörnsson, Guðmund Gissurarson og Stefán Jónsson. Mikil gróska er nú i starfi kórs- ins og hafa honum bætzt margir nýir félagar. Að nokkru eru farn ar nýjar leiðir varðandi lagaval og skipan undirleiks. Söngstjóri er Eirikur Sigtryggsson, undir- leikari er Agnes Löve og radd- þjálfun annast Kristinn Hallsson, óperusöngvari. Formaður kórsins er Sigurður Hallur Stefansson og aðrir i stjórn eru: Egill Jónsson, Hallgrimur Sigurðsson, Þórður B. Þórðarson, Pétur Þorbjörnsson, Sigurður Kristinsson oe Stefán Jónsson. Karlakórinn Þrestir, eins og hann er skipaður á 60 ára afmælinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.