Tíminn - 19.02.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.02.1972, Blaðsíða 7
Laugardagur 19. febrúar 1972 TÍMINN t»g«!fandl; Framtoktwrflokfcurmn FrjmkvæiwJaitióri; Krlst{áf. a«n*dlkt»SO»t, ftitttíórar: Þorarinn :: :: :Þararmsson (áW; Artdrés KrhifjíinSS<>rt,: JÓft H«)9a»n/ indríð't : 0. Þbrstciníson og TöniftV Kíriwon; A«9rýs)0JtaSTJórt: Steln, .frrimur Gíslason. Ritsfíornarskrifsiofyr f €<idu:»H*mU, SÍnW .... 18300 — 18305. Skrif$tofur Bankastræfi 7. — AfsrelSslusfmj. . 113-22. AúglýS-itigasímj 195J3f Aírar skrjfstofor sim| T8300,... Askrlffífflíald kr, 22S;00 á roánuSt Innanlantls. í lausasilif kr. 15.00 «lnUkla. — BiiSaþrfrM h.f. (Öfítat) ............................ '-¦'-•-' ................ ¦ '• Á samvinnuvegi í 90 ár A köldum febrúardegi árið 1882 köfuðu fimmtán þingeyskir bændur snjóinn heim að lágreistum bæ i Laxárdal. Sumir komu norðan úr dölum og Kelduhverfi, aðrir ofan úr Mývatnssveit og vestan úr Ljósavatnshreppi. Þeir höfðu valið Þverá sem fundarstað svo að jafnræði væri sem mest að sækja fundinn. Þennan dag, 20. febrúar, stofnuðu þeir vörupöntunarfélag, sem Benedikt á Auðnum gaf siðar nafnið kaupfélag. Gerningaþokunni, sem einokunin og siðan selstöðuverzlunin lagði yfir viðskiptamálefni þjóðarinnar, tók ekki að létta svo að sæi til átta fyrr en á sjöunda og áttunda tugi nitjándu aldar. Þar átti Gránufélagið og Tryggvi Gunnarsson mikinn hlut að, og Jakob Hálf- danarson lagði upp i samvinnuför sina i skimu þess morgunsárs. Þingeysku sam- vinnumennirnir fóru ótroðna leið. Elzta kaupfélag landsins hefur nú starfað i niutiu ár, og hliðstæð samvinnufélög i öllum héruðum lengri eða skemmri tima. Mennina, sem sátu undir súðinni i Þverárbaðstofu þenn- an vetrardag, hefur vafalaust ekki grunað, að þeir væru að snúa barningi langra og myrkra ára i einhverja mestu sigursókn íslendinga- sögunnar. Sú er nú orðin raunin. Kaupfélag Þingeyinga er nú, og hefur verið langa hrið mikilvægasta aflstöð héraðs sins og fólksins þar i látlausri og æ hraðari sókn til betri lifskjara og menningar. Jakob Hálf- danarson var leiðtogi hagfelldari viðskipta, en Benedikt á Auðnum birti samvinnumönnum sannindi þess, að sú hagsbót nýtist ekki til fulls, nema jafnframt sé bættur andlegur efna- hagur. Tuttugu ár liðu. Þá voru þingeysku kaupfé- lögin orðin þrjú og fulltrúar þeirra komu saman að Yztafelli og stofnuðu ,,sam- bandskaupfélag" 2. febrúar 1902. Þau samtök eru nú Samband isl. samvinnufél. sem er sjötugt á morgun. Starf þeirra samtaka er nú og hefur lengi verið ein af meginstoðum islenzkrar þjóðfélagsbyggingar. Þar hafa samvinnumenn landsins lagt afl sitt saman i hinum stærstu áföngum, og árangurinn blasir við svo að segja hvert sem litið er. Hann blasir við sem lyftistöng kaupfélaganna til öflugra starfs, hann sést i stórfelldum verzlun- arumbótum, samvinnuiðnaði, skipaútgerð, vélvæðingu landsins, samvinnutryggingum, samvinnumenntun og öðrum umbótum. Þessa dagana leggja stjórnarmenn Kaup- félags Þingeyinga leið sina i gamla bæinn á Þverá, setjast undir súðina og hugsa til frum- herjanna og framtiðarinnar og varða vonandi leið til nýrrar sóknar, þótt ekki sé að vænta að af spretti eins stórbrotin þáttaskil og fyrir niutiu árum. Timinn árnar samvinnufólkinu og lands- mönnum öllum heilla á þessu sögurika sam- vinnuafmæli elzta kaupfélagsins og megin- samtaka samvinnuhreyfingarinnar. Margra sigra er að minnast en að meiri samvinnu- áföngum að hyggja á vegferð þjóðarinnar. A.K HENRY C. WALLICH prófessor við Yale: Heimur án hagvaxtar býður hættunum heim Varhugaverðar fullyrðingar umhverfisfræðinga í TVEJMUR tölublöðum The New York Times fyrir skö- mmu varaöi Anthony Lewis okkur við banvænum af- leiðingum hagvaxtar. Af- leiðingar blómgunarinnar yrðu að siðustu þær, að okkur þryti auðlindir, mengunin yrði alger og alls ráðandi, okkur brysti þrek og við gæfumst gjörsamlega upp. Við yrðum að stöðva aukninguna, ekki aðeins mannfjölgunina, held- ur einnig aukningu framleiðsl- unnar og hækkun tekna. Sá hópur umhverfis- fræðinga, sem stóð að þessari vel meintu viðvörun, er i afar gömlum félagskap. Stofn- andinn er séra Thomas Malthus, sem spáði óhjá- kvæmilegum bjargarskorti árið 1798. Þessi spá reyndist að visu röng, en nú er hins vegar spáð gjörþrotum allra náttúruauðlinda og sivaxandi mengun. ' EKKI þarf til neinn um- hverfisfræðing til að skýra það út, að ef mannfjöldinn tvö- faldast á tilteknu árabili, rúm- ast hann innan tfðar aðeins standandi, á yfirborði hnatt- arins að minnsta kosti. Eins má heita augljóst, að ef við þurrausum kunnar auðlindir án þess að finna nýjar — koma á nýrri hringrás og iinna upp nýtt I stað þess gamla — kom- umst við á endanum i þrot. En vera má, að hagfræðingur geti komið að liði við að útskýra, hvers vegna þetta er siður en svo erfiðasta vandamál okkar enn sem komið er. I fyrsta lagi munu hin virku öfl efnahagslifsins leiða i ljós auðfengin efni i stað þeirra, sem skortur verður á. Ef ál þrýtur til dæmis, hækkar verð þess að sjálfsögðu. Það hvetur framleiðendur til þess að nota eitthvað annað, ýta undir rannsóknir og stuðlar að framleiðslu þess, sem tekið getur við af þvi þrotna. SUMIR visindamenn eru sannfærðir um, að efni og orka séu i grundvallaratriðum auð- leystaf hólmi i ýmsu formi, en sem leikmaður á þvi sviði treysti ég ekki á kraftaverk i náinni framtið. Hin einfalda framvinda efnahagslifsins heldur okkur gangandi. Ef svo væri ekki kæmu ráðleggingar umhverfisfræðinganna um að hægja ferðina að næsta litlu haldi. Það gerði ekki annað en að fresta dómsdeginum, en gerði okkur alls ekki kleift að komast undan honum. Þegar aldirnar liða þarf sennilega á róttækari breyt- ingum og aðlögun að halda. Fólkinu kann að hætta að fjölga og framleiðslan kann að hætta að aukast. Mestar likur eru á, að mannkynið aðlagist breyttu umhverfi smátt og smátt. Skortur á olnbogarými smækkar fjölskyldurnar, — ef fjólskyldur verða þá til i þeirri mynd, sem við þekkjum þær. Háar tekjur á mann draga úr áhuganum á aukningu fram- leiðslu og neyzlu. Við þurfum alls ekki að setja allt okkar traust á „hörmúngar" til þess að hjálpa okkur að koma að- löguninni i kring eins o'g séra Malthus hélt. An aukins hagvaxtar verður ekki sigrazt á menguninni. MIKILVÆGAST er, hvenær að þvi kemur, að horfast verði i augu við umskiptin. 1 veitingahúsum i New York eru uppi tilkynningar, sem á stendur, að gestafjöldi um- fram ákveðið hámark sé ólög- legur. Ef hálf tylft manna tæki sér sæti i sliku veitingahúsi einir gesta og hæfu ákafar umræður um nauðsyn þess að varna fleiri gestum aðgöngu, færu þeir með svipað hlutverk og Bandarikjamennirnir, sem nú krefjast stöðvunar alls vaxtar. Stöðvun alls vaxtar nú, mörgum mannsöldrum áður en vöxturinn veldur alvarlegum vanda — ef til þess kemur þá nokkurn tima — væri sama og að fremja sjálfsmorð af ótta við fjar- lægan dauðdaga. Umhverfisfræðingarnir virðast ekki gera sér þess grein, hvað stöðvun á hækkun heildartekna frá þvi, sem nú gildir, getur haft, og hlýtur jafnvel að hafa, i för með sér. Eiga þeir ef til vill við, að varðveita eigi núverandi tekjuskiptingu og kyrrsetja fátæklingana i skortinum? Á það ef til vill einnig að gilda um vanþróuðu þjóðirnar? Eða hafa þeir i huga jöfnun tekn- anna? Gripa yrði til örlagarikrar skerðingar á hátekjum til þess að færa þær niður i meðal- tekjur á fjölskyldu, sem nú eru 10 þús. dalir á ári i Banda- rikjunum, — að ekki sé talað um skerðingu til jafns við meðaltekjur i heiminum. Við gætum nálgazt þetta takmark á mörgum mannsöldrum og ættum ef til vill að gera það. En tilraun til að koma þvi i kring i skindi hlyti að valda torleystum og algjörlega óþörfum vanda. EKKI virðast umhverfis- fræðingarnir heldur gera sér ljóst að áhrif tillagna þeirra á umhverfið gætu orðið þver- ófug við það, sem þeir ætlast til. Hver einasti eyrir einka- tekna og opinberra tekna hlyti þá að fara til þess að fullnægja lágmarkskröfum neytend- anna. Litið sem ekkert yrði af- gangs til að kosta þá hreinsun, sem afar nauðsynlegt er að framkvæma. Vöxturinn hlýtur fyrst og fremst að veröa að leggja til það fé, sem verja þarf til þeirra nauð- synjaverka. Ég vil leyfa mér að enda þessa hugleiðingu á tilvitnun i grein mina i Newsweek, sem Anthony Lewis gerði að umtalsefni i greinum sinum: ,,Að hugsa sér heiminn án vaxtar — án breytinga — er jafn erfitt fyrir okkur og að hugsa okkur heim ævarandi vaxtar og endalausra breytinga. Einhvern tima i fjarlægri framtið kemur að þvi, — ef mannkynið sprengir sig ekki i loft upp — að efnis- legar breytingar kunna að verða i lágmarki. . . og von- andi verður heimurinn þá miklu rikari að mannúð og fátækari að efnishyggju en hann er nú. En þegar þar að kemur verðum við ekki uppi til að kynnast þvi af eigin raun".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.