Tíminn - 19.02.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.02.1972, Blaðsíða 11
Laugardagur 19. febrúar 1072 TÍMINN 11 Jóhannes Atlason— Hjálpar hann Akureyringum til að vinna bikarinn, sem hann hampar þarna á myndinni— Bikarinn sem fæst fyrir sigur í 2.deildarkeppninni í knattspyrnu? Jóhannes Atlason til Akureyrar? Klp-Reykjavík. Verið getur að fyrirliði lands- liðsins og Fram í knatt- spyrnu, Jóhannes Atla- son, verði þjálfari 2. deildarliðs (BA á Akur- eyri í sumar. Þessar upplýsingar fengum við að norðan í gær, er við hringdum þangað til að spyrjast fyrir um ráð- ningu þjálfara til liðsins. Akureyringar munu hafa sent Jóhannesi, sem nú er i London, þar sem hann stundar nám i þrekþjálfun og öðru viökomandi þjálfun, bréf fyrir skömmu, þar sem þeir buöu honum stöðuna. Eftir þvi sem við höfum fregnað mun Jóhannes hafa tekið vel i það að taka að sér starfið, en þó mun enn vera margt óútkljáð, eins og t.d. laun og fl. og hefur þvi enginn samningur verið undirritaður enn. Akureyringar hafa undan- farna mánuði verið að leita fyrir sér með þjálfara, m.a. stóðu þeir i sambandi við Helga Danielsson, Akranesi, en þeim tókst ekki að fá hann. Ef úr því verður að Jóhannes fari norður til Akur- eyrar, er það enn eitt áfallið fyrir 1. deildarlið Fram, sem þegar hefur orðið að sjá af Herði Helgasyni til Akraness, Arnari Guðlaugssyni til húsa- vikur og jafnvel Kristni Jörundssyni á sömu slóðir, en Framhald á bls. 14. FRAM Stærsti iþróttaviðburður heigarinnar verður leikur Fram og FH í 1. deildinni \ handknattleik. Annars verður mikið um að vera bæði á Suður-og Norðurlandi Klp-Reykjavik. Stóri við- burðurinn um þessa helgi verður tvimælalaust leikur FH og Fram i 1. deildarkeppni karla i hand- knattleik. Sa Ieikur fer fram á sunnudagskvöldið, á eftir leik tR og Hauka, sem getur haft úrslita- þýðingu um fallið i 2. deild. Má búast við að margt verði um manninn i Laugardalshöllinni, þegar þessir leikir. fara fram, en annars hefur fólk úr nokkuð mörgum leikjum og mótum að velja um þessa helgi. Segja má að leikur Fram og FH sé úrslitaleikurinn i 1, deild. Farma hefur nú 2ja stiga forustu á Fh, og nægir því jafntefli til að hljóta Islandsmeistartitilinn, en þá er reiknað með þvi að Fram sigri Hauka n.k. miðvikudags- kvöld, er siðustu leikirnir fara fram. FH verður að sigra Fram tilað hafa möguleika á titlinum, og þa má liðið heldur ekki tapa fyrir Val á miðvikudagskvöldið. Fari svo að FH sigri Fram og Val og Fram sigri Hauka eru liðin jöfn að stigum og verður þa' hreinn úrslitaleikur að fara fram milli þeirra. Ef úrslit leikjanna verða eins og fyrr segir og Haukarsigri 1R, verður einnig aukaleikur um fallið i 2. deild milli 1R og Hauka. Fram og FH hafa siðan 1959 skipt á milli sin að sigra i Islands- mótinu innanhúss, og hefur ekkert annað félag náð þvi að brjóta þetta „einveldi" þeirra á bak aftur. Fyrir utan þessa leiki i 1. deild fara fram þrir leikir i 2. deild karla og einnig verður leikið i 1. og 2. deild kvenna. M.a. mætast i 1. deild kvenna Armann og Valur, og i 2. deild karla leikur Þróttur á Akureyri. í körfuknattleiknum fara fram 4 leikir i 1. deild og má búast við að þar verði um jafna leiki að ræða. 1 knattspyrnunni verða nokkrir leikir á dagskrá, m.a. leikur Úrvalslið KSl við Breiða- blik i dag og á mariudagskvöldið fara fram leikirnir, sem frestað var á miðvikudag i Æfingamóti KRR. Skiðafólk verður flest um helgina i Hliðarfialli við Akureyri, en þar fer fram eitt af stærstu skiðamótum ársins, Hermannsmótið. Þá fer einnig fram unglingamót i Hveradölum ef ekki verður allur snjór horfinn fyrir morgundaginn. Fyrir utan keppni i þessum iþróttagreinum, verður svo á dagskrá Breiðholts- hlaup og keppni i stangarstökki innanhúss. Sjá nánar IÞRÓTTIR UM HELGINA hér á siðunni. Framarar verða aö hafa vakandi auga með þessum manni, Geir llall- steinssyni, ef þeir ætla aðsigra FH á sunnudagskvöldið. hWVWVUWiWVWWyvvwWWrtMftWMWWMWm Akureyn. ¦¦¦¦ Tvö landslið í sundi E Mpn^,* fædd árið 1957 eða siðar, og eru dóttir Hverag., Jóhanna Jóhann- LmB ÍÞRÖTTIR um helgina KLP-Reykjavlk. Sundfólk okkar æfir nu af full- um krafti fyrir þau mót, sem framundan eru á árinu. Er það friður hópur ungs fólks og mikill áhugi er meðal þeirra. Það er fátt iþróttafólk, sem leggur eins mikið á sig við-fingar og sundfólkið. Margt af þvi æfir tvisvar á dag og sumt allt að tveim timum ieinu. Allir æfa með sinum félögum og einnig með landsliðinu, en nú eru i gangi tvö landslið hjá Sundsambandinu. A-landsiiöið æfir af fullum krafti eins og endanær, en nú er einnig farið af stað unglinga- landslið og eru þar mörg efni, sem eflaust eiga eftir að gera garðinn frægan á komandi árum. 1 unglingalandsliðshópnum eru 29 piltar og stúlkur, sem öll eru fædd árið 1957 eða siðar, og eru þau þessi: DRENGIR Arni Eyþórsson, Breiðablik, Elias Guðmundsson KR, Finnur Oskarsson Æ, Guðmundur Geir Gunnarsson. Self., Gunnar Sverr- isson 1A, Halldór Ragnarsson. KR, Hróðmar Sigurbjörnsson Hverag., Jón Hauksson SH, Jón Ólafsson Æ, Sigmar Björnsson Keflavik, Steingrimur Daviðsson Breiðabl., Sturlaugur Sturlauga- son Akran., Steinþor Gunnarsson UMSK, Þorbjörn Stefánsson Breiðablik, Þorkell Olgeirsson Akranesi. STÚLKUR Bára Ólafsdóttir SH, Dagný Guð- mundsdóttir UMFN, Dóra Stef- ánsdóttir Self., Elinborg. Gunn- arsdóttir Self., Herdis Þórðar- dóttir esdóttir Akran., Jóna Gunnars- dóttir, Breiðablik, Kristin Einarsdóttir Breiðablik, Krist- jana Ægisdóttir. Æ, Maria Hrafn- dóttir Breiöabik, Sigriður Guð- mundsdóttir Akranesi, Unnur Hreinsdóttir KR, Vilborg Sverris- dóttir SH, Þorgerður Jónsdóttir Breiðablik. Af þessum unglingum æfa 5 með a-liðinu, þau, Guðrdn Magn- lísdóttir KR, Jóhanna Stefáns- dóttir Hveragerði, Elin Gunnars- dóttir Selfossi, Guðrún Halldórs- dóttir Akranesi og Þorsteinn Hjartarson, Hveragerði. Þjálf ari unglingalandsliðsins er Hreggviöur Þorsteinsson, en þjálfari a-landliðsins er Guð- mundur Harðarson. LAUGARDAGUR Körfuknattleikur: tþróttahúsiö Seltjarnarnesi kl. 19.00. l.deild karla, tS-UMFS, tR- HSK. Handknattleikur: tþróttaskemman Akureyri kl. 16.00. 2.deild karla, Þór-Þróttur. Laugardalshöll kl. 15.30. l.deild kvenna, Armann-Valur, 2,deild kvenna, Fylkir-IR. 7 leikir i yngri fl. Frjálsar iþróttir: Laugardalshöll kl. 13.30. Innan- félagsmót 1R i stangarstökki. Knattspyrna: Melavöllur kl. 14.00. Úrvalslið KSI-Breiðablik. (Æfingaleikur) Sklöi: Hliðarfjall Akureyri kl. 14.00. Hermannsmótið. (punktamót) Keppt i stórsvigi karla og kvenna. SUNNUDAGUR Körfuknattleikur: tþróttahúsið Seltjarnarnesi kl. 19.30. l.deild karla, Armann- UMFS, KR-tS. Handknattleikur: tþróttaskemman Akureyri kl. 14.00. 2.deild karla, KA-Þróttur. tþróttahúsið Hafnarfirði kl. 15.00. l.deild kvenna, Breiðablik-Valur. 2.deild kvenna, FH-tBK. 4 leikir i yngri fl. Laugardalshöll kl. ,19.00. 2.deild karla, Armann-Fylkir. l.deild karla, IR-Haukar, Fram-FH. Illaup: Breiðholtshlaup tR kl. 14.00. Skiði: . Skiðaskálinn Hveradölum kl. 14.00. Unglingamót SR i svigi. Hliðarfjall Akureyir kl. 14.00. Hermannsmótið. (Punktamót) keppt i svigi karla og kvenna. MANUDAGUR Knattspyrna: Melavöllur kl. 19.30. Æfingamót KR. Valur-Þróttur, Vikingur- Fram.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.