Tíminn - 19.02.1972, Qupperneq 12

Tíminn - 19.02.1972, Qupperneq 12
12 TÍMINN Laugardagur 19. febrúar 1972 Sveinn Gunnarsson: KVON- BÆNA SAGA 43 þessi alúðlegi, indæli imaður í við móti og viðbúð, sem kom svo hversdaglega jafnhýr fram i öll- um greinum. En harður var hann í hom að taka, ef illa var að hon um farið. Nú þennan dag bað hann kaupmann um Friðriku; handa tjáðum rnanni. Kaupmaður' vísaði fná sér til konu sinnar og1 konan til dóttur sinnar. En þeg-i ar til Friðriku kom, svaraði hún aðeins því, að Sigurð Pálsson hefði hann átt að bjóða sér. Ef hann hefði verið bókhaldari föð- ur síns, þá hefði sér kunnað að þykja vænt um milligöngu prests. Að því mæltu gekk hún í burtu. Sumarið leið, og fundust þeir oft, kaupmaður og prestur. Ná- lægt því að vika var af vetri, var mörgu stónmenni boðið til brúð- kaupsdrykkju á kaupmannssetr- inu. Baldvin og Friðrika ætluðu að fara að igifta sig. Tíðin var góð og riðu imenn ofan úr hér- uðum og reyndu reiðhesta sína á kostum. Margur hver hafði þá vor inu áður klófest snillings-fák úr Skagafirði. Moldin og sandurinn rauk í loft upp. Grjótið og göt- urnar glóðlitaðair urðu. Fallega fer sá arna, en hvað hann reisir sig hátt og hringar svo mátulega. Hann þótti dýr, en hvað er á móti indæli lífsins. Spyrjum að- eins að því, hvort við fáum ánægj- una. En sé hún föl, er þá ekki sjálfsagt að kaupa. Stúlkumar töl uðu svo, sem á eftir vom. Menn voru komnir heim að kaupmanns búðinni. Hreyfðu því hatta, handa band og kossa. Að stundu liðinni voru brúðhjónin búin að veita hvort öðru loforð fyrir ævarandi kærleika. Það var verið að setja sýslu- manninn við háborðið f veizlu- salnum og brúðhjónin til hægri handar út frá honum, en prestur, síra Kristján, og hreppstjórinn voru við vinstri hlið. Innan hálfr- ar stundar var alskipaður salur- inn og um leið var sálmi slegið upp, því feitir huppar og hangi- kjötssíður hvíldu hoirfandi upp á gesti sína aftur og fram um borð- ið. Nú var líka tvísöngur sunginn. En hvað þeim tókst fyrirtaks vel með bassann, þeir raula það, þess ir ofan úr Fljótsdalshéraðinu, það eru barkar á drengjum þeim. Frammistöðukonurnar sögðu svo, en hver þeirra var búin að fá sér vel mældan koníakssnaps. Að borðsálminum sungnum stóð síra Kristján upp og mælti að Lárus kaupmaður biði alla velkomna, „og söimuleiðis óskar hann, að samkoma þessi geti nú orðið veru leg gleðiveizla, biður hann því hér stadda viðskiptavini sína að brúka fulla einurð í öllu tilliti og skemmta sér sem bezt. Kaupmað urinn veit, að þið eruð þroskaðir £ skilningi og hyggindum, því bið ur hann ykkur að halda skemmti- tölur hver fyrir öðrum og mæla fyirir skál hvers annars. Aftur á hinn bóginn biður hann ykkur að vera kurteisa og lítilláta eins og börn, og gerið nú svo vel að grípa í feita kjötið, vitið þið, hvort það er ekki gómsætt“. Borðhaldið fór siðprýðislega fram. Sýslumaður og síra Krist- ján skutu tromfum hvor til ann- airs. Það voru gamlar væringar, það voru spaugsyrði og kurteisis- hníf yrði, sem flutu út úr þeim um leið og stórsteikin rann nið- ur. Sumblið var sopið þéttan, sýnd ust rnenn hreifir vel. Hreppstjór- inn, sem var miðaldra maður, skynsamur og tölugur, stóð nú upp og bað um orðið. Hann sagð- ist minnast þess, að á öndverðri samkomunni hefði presturinn ósk að eftir og hvatt menn til að halda skemmtiræður, en af því menntunarskorturinn bannaði mörgum gersamlega að geta hald ið skemmtiræður, kvaðst hann mælast til þess, að hinir mennt- uðu rnenn, seim hér væru nú í þessu samkvæmi, létu til sín heyra svo hinii- aðrir gæti haft ánægju af hæfileikum þeirra. Síra Kristján stóð upp og sagði: — Háttvirti hreppstjóri! Það er fundið að því, þegar alit er í ótíma talað. Hreppstjóri góður! Þú ert óvanur veizlum, því þú tal aðir of snemma. Við setjum ekki hugmyndafleytuna á flot fyrir al- vö«ru í svona löguðum samsætum fyrr en búið er að hreinsa val- inn, nefnilega ekki fyrr en hálf- nagaðar hnútur eru burt af borð- inu. Skal svo syngja borðsálm; skal svo segja upp borðum. Við bíðum þar til rommið rennur um borðið og púnsið tekur að bjóða sig fram. Þér bændur! Hirðið fóð- ur handa kvikfé ykkar, svo þið getið hlúað að því í vetrarhríðun um. Verið góðir við kvikfjárstofn inn, því þar stendur vellíðan ykk- ar á. Verið hugsunarsamur með börnin. Látið þau drekka af bik- ar upplýsingarinnar. Verið ekki öfundsjúkir. Styrkið heldur efna- hag hver annars með greiðvikni og kærleika, svo ætt ykkar lifi lengi í landinu. Verið góðir og iglaðlyndir í viðbúð, svo heimilis- lífið sé líf, en ekki dauði. Snúið ekki upp á trýnið, án ástæðu, svo félagsskapurinn lifi innbyrðis. Þetta er andi kaupmannsins okk- ar og klingjum vér honum með óskum til langra lífdaga. Hljóðuðu þá margir, svo þeir fengu hósta og hnerra. Ég held það teljist samt ei verra. Sýslumaður tók orðið og talaði á þessa leið: — Ég hefi ekki lagt í vana minn að gera tölur út af hverju einu, en prestur, síra Kristján, igapir sífellt opinn eins og breima köttur. Nú í þetta skifti læt ég mér vera sama þó ég tali nokk- ur orð. Það er þá fyrst, að ég vil ganga til atkvæða um, hvort ég skal rita konungi vorum og skýra fyrir honum, hversu há- fleygt, óðflugatalandi skáld hér sé upp komið á meðal íslendinga, og að það sé þessi tjáði prestur, sem hnoði arnardrullubrauðið, og útbýti svo molum þess á meðal barna vorra, um þennan fáfróða íslenzka heim. Þess þarf líka að igeta, að hann tálgar hortittina svo hönduglega, að sóknarbörn- um hans virðast þeir gullfágaðir. Svo er hann einnig talinn aðdáan legur leirleðjuhnallur í skáldagöp um. Ég álít því, að svona lagaðar höfuðskepnur skáldskaparins eigi skilið heiðursorður og launahækk un, svo hann geti komið á prent þessum sínum kræðugraut .Þá skemmir það ekki, þó ég upplýsi stjórnarráðið um prestskap skálds ins, og segi eins og er, að hann hafi kaþólska lambhúshettu jafn- aðarlega yfir skilningarvitum sín- um, þegar hann er á stólnum. Húrrum því, honum Stjána presti, húrrum því, hann er maður bezti. Húrrum því. Þeir drukku skálina og bað 1042. KROSSGÁTA Lárétt 1) Sull. 6) Tal. 7) Fjórir. 9) Boröa. 10) Tónverk. 11) Skst. 12) Samtenging. 13) Sturlaða. 15) Slitinni. Lóörétt 1) Hrekkur. 2) Varðandi. 3) Gisti. 4) 550. 5) Skrifaðri. 8) Fugl. 9) Snæða. 13) Fléltaði. 14) úttekið. Ráðning á gátu No. 1041 Lárétt 1) Flakkar. 6) Lok. 7) Tó. 9) MI. 10) Afllaus. 11) Sá. 12) NN. 13) Ati. 15) Rostinn. Lóðrétt 1) Fótasár. 2) Al. 3) Kollótt. 4) KK. 5) Reisnin. 8) Ofá. 9) Mun. 13) Ás. 14) II. T Tö Ti s ■ "■ ■’ H: pr IHi iiil LAUGARDAGUR 19. febrúar. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Oskalög sjúklinga. Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 Viðsjá. Haraldur Ólafsson dagskrárstjóri flytur þáttinn. 15.00 Fréttir. 15.15 Stanz. Jón Gauti og Arni Ólafur Lárusson stjórna þætti um umferðarmál og kynna létt lög. 15.55 islenzkt mál. Endurtekinn þáttur Asgeirs Blöndals Magnússonar cand. mag. frá s.l. mánudegi. 16.15 Veðurfregnir. Framhalds- leikrit barna og unglinga: „Leyndardómur á hafsbotni”, eftir Indriða Úlfsson. Leik-' stjóri: Þórhildur Þorleifsdóttif ., 7. og siöasti þáttur. 16.45 Barnalög, sungin og leikin. 17.00 Fréttir. A nótum æskunnar. Pétur Steingrimsson og Andrei Jónsdóttir kynna nýjustu dægurlögin. 17.40 Úr myndabók náttúrunnar. Ingimar Oskarsson náttúru- fræöingur svarar spurn- ingunni: Hvernig fara plönturnar aö fjölga sér? 18.00 Söngvar I Iéttum tón. Ed- vard Persson syngur lög úr sænskum kvikmyndum. 18.25 Tilkynningar- 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Dagskrárstjóri I eina klukkustund. Birgir Kjaran hagfræðingur ræður dag- skránni. 20.30 Hljómplöturabb. Guð- mundur Jónsson bregöur plöt- um á fóninn. 21.15 Opið hús. Gestgjafi: Jökull Jakobsson. 21.45 Gömlu dansárnir. Tore Lövgren og kvartett hans leika. 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Lestur Passiusálma (18). 22.25 Útvarpsdans á mörkum þorra og góu. 01.00 Dagskrárlok. III 1 | HVELl G E I Sérstök hvelfing hefur verið gerð fyrir Hvell- Geira, svo hann geti látiö fara vel um sig, á meðan hann dvelst i höll Trigons konungs. — Þetta er sá allra bezti matur, sem ég hef nokkru sinni fengiö. — Það gleöur mig aö heyra þaö. — Nú skulum við snúa okkur að efninu, Hvellur. — Biddu við, þarna er verið aö hringja i mig. — Hvellur, viljir þú vera svo vænn, aö koma meö mér, skal ég sýna þér, hvers vegna ég kallaöi á þig til liö- sinnis. — Þeir hafa ráöizt á okkur á ný. — Hverjir þá? Skipstjóri, ég heyröi skothriö aftur á. — Hvar eru peningarnir? Talið, annars mega hákarlarnir éta ykkur. LAUGARDAGUR 19. febrúar. 16.30 Slim John. Enskukennsla i sjónvarpi. 13. þáttur. 16.45 En francais. Frön- skukennsla i sjónvarpi, 17.30 Enska knattspyrnan. Wolverhampton Wanderers gegn West Ham United. 18.15 Iþróttir. M.a. mynd frá úrslitaleik i isknattleik á Ólympiuleikunum i Japan. (Evrovision) Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Hve glöð er vor æska. Brezkur gamanmyndaflokkur um ungan kennara og erfiöan bekk. 4. þáttur. Allt að þvi griskur harmleikur. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 21.05 Munir og minjar. Umsjónar- maöur Þór Magnússon, þjóð- minjavöröur. 21.35 Kvistherbergið (The L- shaped Room), Brezk biómynd frá árinu 1963. Leikstjóri Bryan Forbes. Aöalhlutverk Leslie Caron, Tom Bell og Brock Peters. Þýðandi Ellert Sigur- björnsson. Jane Fosset upp- götvar, að hún er þunguð eftir fyrirhyggjulausan helgargleð- skap. Hún tekur herbergi á leigu i hrörlegum leiguhjalli i einu af skuggahverfum Lun- dúna. Meðal nábýlinga hennar þar er ungur rithöfundur, Toby að nafni. Þau fella brátt hugi saman, þvi bæði eru einmana og þurfa hvort á annars félags- skap að halda. 23.35 Dagskrárlok .

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.