Tíminn - 19.02.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.02.1972, Blaðsíða 14
y TÍMIN-N ■7 Laugardagúr' 19. febrúar 19Ý2 4 íslenzkir aðilar sýna á kaupstefnunni í Leipzig SJ-Reykjavík Vorkaupstefnan i Leipzig, A- Þýzkalandi, veður haldin dagana 12. til 21. marz og er að vanda helguð frjálsum alþjóöaviöskipt um og tækinlegum framförum. Sýningaraðilar verða yfir 9000 frá meira en 60 þjóðum, og er sýningarsvæðið um það bil 350.000 fermetrar. Að sögn Liehrs for- stjóra, sem hingað kom frá a.þýzku verzlunarnefndinni i Kaupmannahöfn til að kynna vor- kaupstefnuna, er búizt við gestum þangað frá yfir 80 löndum, m.a. er vænzt vaxandi fjölda tækni- manna, verkfræðinga og annarra sérfræðinga i iðnaði. Vorkaup- stefnan 1972 mun ná til sömu íþróttir Frh. af bls 11 til tals hefur komið að hann þjálfi lið Völsunga i sumar. Eins og fyrr segir er Jóhannes Atlason i London að stunda nám i þjálfun, en hann er iþróttakennari að m.ennt. Hann æfir þar meö áhuga- mannaliðinu Hendon og hefur leikið með þvi nokkra leiki i vetur. vöruflökka og i fyrra, með þeirri undantekningu, að vefnaðar- og skógerðarvélar hafa verið fluttar til haustsýningarinnar, sem einn- ing er áviss viðburöur i Leipzig. Fjórir islenzkir aðilar taka þátt i vorkaupstefnunni að þessu sinni: Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, Samband islenzkra sam- vinnufélaga, Arctic h.f., Akra- nesi, og Mars Trading Co. h.f., og sýna þeir sjávarafurðir i sýning- arhúsinu Méssehof i inn-bænum i Leipzig, þar sem matvæli verða sýnd. Þátttaka héðan hefur aldrei verið meiri en nú. Venjulega sækja um 20-30 islenzkir kaupsýslumenn kaup- stefnurnar i Leipzig, en flestir munu þeir hafa orðið um 100 fyrir nokkrum árum. Fjölbreytt og vönduð hljómlist- ar- og leiklistardagskrá verður i Leipsig dagana, sem kaupstefnan stendur. Þá verða á kaupstefn- unni yfir 150 fyrirlestrar um visindi og tækni. Daglega verða tizkusýningar frá mörgum lönd- um. Ferðir á Leipzigkaupstefnuna eru hentugar. Stærstu flugfélög efna til sérferöa beint til Leipzig meðan vorkaupstefnan stendur yfir. Loðnuaflinn lítið minni en alla vertíðina ÞÓ-Reykjavik. I fyrridag var liðið ár frá þvi aö fyrsta loðnan veiddist á vertiðinni i fyrra, en nú eru liönar tæpar fimm vikur siöan fyrsta loönan veiddist á yfirstandandi vertið. Loðnubátarnir munu nú hafa aflað um 170 þús. tonn, sem er litið minna en veiðin alla loðnuvertiöina i fyrra. Bræla var á loðnumiðunum við landið i fyrrinótt og flestir bátar i vari. Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur, sagði i gær að hjá þeim hefði veriö sv-kaldi og lélegt leitarveður. Arni Friðriksson lón- aöi austur meö landinu i fyrrinótt, og var skipið statt við Hvitinga eftir hádegi i gær, en þaö var þá komiö á vesturleið aftur. Innan við Tvisker og Hrollaugseyjar var lóðað á loðnu, en hún var frekar dreifð. Nokkrir bátar fylltu sig á miö- unum á Meðallandsbug i fyrra- Merkjasölu- dagur slysa- varnakvenna SB-lleykjavfk Slysavarnafélagskonur hafa valið sér konudaginn til fjár- söfnunar, en liann er á inorgun, sunnudag. Seld verða merki Slysavarnafélagsins og verða þau afhent sölubörnum i ölltim barna- skólum kl. 10 um morguninn og cinnig i Slysavarnafélagshúsinu á Grandagarði. A aðalfundi Kvennadeildar Slysavarnafélagsins, sem haldinn var á mánudaginn, afhenti deildin Slysavarnafélaginu 3/4 af árstekjum sinum, eins og venju- iega og var upphæðin að þessu sinni 777.560.00 krónur. Fjár þessa hafa konurnar aflað með félagsgjöldum, hlutaveltu, merk- jasölu og kaffisölu, auk þess sem áheit og gjafir hafa borizt frá velunnurum. Slysavarnafélagið hefur beöið blaðið fyrir þakkir til kvennanna, sem hafa lagt á sig mikla vinnu við fjáröflunina. Þá vilja slysavarnakonur beina þvi til mæðra, sem eiga börn á réttum aldri, að hvetja þau til að selja merkin og láta þau koma vel klædd- og til borgarbúa að kaupa merkin og styrkja með þvi slysa- varnastarfið. kvöld, þar á meðai Heimir og Sæ- berg. Loðnan, sem verið hefur við Jökul undanfariö, mun nú alveg vera komin að hrygningu. Islenzkir skiðamenn til Skot lands og Noregs Klp-lteykjavik. Dagana 26. til 27. þ.ni. fer fram Norður- Skotlandsmeistarmótið á skiðum. Skiðasamhandi íslands hefur verið boðið að senda þangað nokkra keppendur. Skotarnir munu sjá um allt uppihald þeirra meðan á keppninni stendur,en SSl sér um ferðirnar. Til fararinnar hefur Skiðasam- bandið valið 6 menn og eru það þessir: Hafsteinn Sigurðsson, Isaf. Björn Haraldsson, Húsavik Ingvi Óðinsson, Akureyri Jónas Sigurbjörnsson, Akur. Reynir Brynjólfsson, Akur. Arnór Guðbjörnsson, Reykjav. Að loknu þessu móti munu þeir Reynir og Jónas fara yfir til Noregs, þar sem þeir munu taka þátt i Holmenkollen mótinu og verið getur að Hafsteinn Sigurðsson og fleiri sláist i hóp- inn. Auk þessara manna munu svo þeir Frimann Asmundsson og Halldór Matthiasson, Akurevri keppa i göngu á Holmenkollen mótinu, sem fer fram fyrstu helgina i marz. Norðu rlandaráð............ Framhald af bls. 1. son, Gylfi Þ. Gislason, Friðjón Sigurðsson, skrifstofustjóri Ai- þingis, Guðmundur Bene- diktsson, Birgir Thorlacius, Brynjólfur Ingólfsson, Arni Snævarr, en hann er af tslands hálfu ritstjóri Nordisk Kontakt, Björn Jóhannsson og Arni Kristjánsson, en hann er i dóm- nefndinni, sem velur tónlistar- verðlaunahafa Norðurlandaráðs. Mun Arni kynna á þinginu við verðlaunaafhendingu tónskáldið, sem hlýtur verðlauni i ár, Norð- manninn Arne Nordheim. I5J — ueyKjaviK Nemendur Mentaskólans i Reykjavik flytja að þessu sinni á Herranótt leikritið Bilakirkju- garðinn eftir Fernando Arrabal. rrumsyningm verour 22. teóruar i Austurbæjarbió. Leikstjóri er Hiide Helgason. 11 manns taka þátt i sýningunni auk kórs og aðstoðamanna. Sýningar á Bila- kirKjugaroinum veroa jaint iyrir almenning og nemendur. Miðar verða seldir i Bókaverzlun Sigfúsar Eymundsson, Austur- stræti, og I Austurbæjarbió. ....................................................... ( Hestar og menn ( iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuii= Næstu þættir munu fjalla um hrossasölu á erlendum vettvangi. Þetta er yfirgrips- mikið mál, ef þvi verða gerð góö skil. Enda varðar þetta, eða getur varðaö alla þjóðina svo miklu máli fjárhagslega, hvernig tekst til i sölumálum. Spurningin sem hér verður fjallað um er: Höfum viö farið rétt og skynsamlega að i sölu- málum á islenzkum hrossum? Ef við höfum farið óviturlega að, hvað er þá hægt aö gera til að koma þessum málum þannig fyrir að allir megi vel við una. Nú er það svo, að þetta eru að vissu leyti viö kvæm mál, og komast verður framhjá mörgum boðum og skerjum áöur en i höfn er siglt. En margt er nú það, sem hefir farið úrskeiðis hjá okkur, en við eigum að reyna að ráða bót á þvi, eftir þvi sem ástæöur leyfa, og ég efa ekki, að áhugi er fyrir hendi hjá fjölda mörg- um hrossaeigendum til að skipuleggja þessi mál á þann hátt, aö sem mest og bezt verði hægt að hafa upp úr hrossasölu á komandi árum. Sem betur fer er liðin sú tið, að við þurftum að selja okkar fallegu og góðu hross i kola- námur til útlendinga, þaö set ur að manni hálfgerðan hroll, þegar hugsað er til þess tima, að hrossum var útskipað i stórum hópum flestum ótömd um til þessarar svörtu iðju, og margur maðurinn og konan horföu döpur á eftir þessum vinum sinum. En þetta var sjálfsbjargarviðleitni, þjóðin fátæk og úr öllu varð að gera peninga, til að viðhalda lifinu i sér og sinum. Óneitanlega var þetta fundið fé hjá mörgum bændum, sem litið þurftu fyrir uppeldinu að hafa á sinum hrossum, og þetta var þá allavega örugg greiðsla. Þáttaskil i þessum sölumálum verða ekki fyrr enn eftir 1950, þá fer fyrst að rofa'til. Aðstaða virtist vera að skapast til að selja út hross, sem eingöngu ætluð væru til reiðar. Mörgum manninum hefur að sjálf sögðu fundizt þetta allt annað viðhorf, og getað kinnroða- laust litið fram i timann til bjartari vona um betri sölu, og hitt að hér átti að nota þau til þess sama og við gerum hér heima. En þá kom annar vandi til sögunnar. Hvernig áttum við að notfæra okkur þetta og hvaða leið áttum við að fara, til að fá sem beztan árangur af sölu á Islenzkum hrossum? Framhald i næsta þætti. SMARI Neskaupstaður: Tvær 16 áta stúlkur hætt komnar er kajak hvolfdi Þó—Reykjavik. Um kl. 16 i fyrradag voru tvær 16 ára stúlkur hætt komnar er kajak hvolfdi undir þeim um 100 metra frá hafnarbakkanum i Neskaupstað. Bátur, sem lá við bryggju á Norðfirði með vélina i gangi, brá við og tók stúlkurnar upp, þar sem þær voru á sundi til lands. Stúlkunum varð ekkert meint af volkinu. Stúlkurnar höföu verið að róa á firðinum i kajak og hafði allt EB-Reykjavik. Lagt hefur verið fyrir Alþingi lagafrumvarp um að felld sé uiður reglugerðin um innheimtu umferðargjalds af bifreiðum og öörum ökutækjum, sem aka um Keykjanesbraut. Flutningsmenn frumvarpsins eru þeir Hallddr S. Magnússon (SFV) sem nú situr á þingi fy.rir Bjarna 'Caðnason, Jón Skaftason (F) og Gils Guðmunds- son (AB) Þá gerir frumvarpið ráð fyrir, að felld sé út af vegalögum gengið að óskum, þangað til að loðnubátur einn fór út fjörðinn. Frá bátnum komu allmiklar öldur og við það fyllti kajakinn og stúlkurnar urðu að leggja til sunds. Fólk i landi varð vart við atburðinn og eins skipverjar á vélbátnum Guðrúnu, sem brugðu skjótt við og náðu þeir stúlkunum, ér þær voru um það bil hálfnaðar til lands. Einnig var bátur lagður . af stað frá Slysavarnafélaginu. Sjórinn i firðinum var mjög kaldur. heimild fyrir ráðherra til þess að ákveða meö reglugerð, að greiða skuli sérstakt umferðargjald af ökutækjum, sem aka um tiltekna vegi eða brýr. 1 greinargerð frumvarpsins segir, að það sé skoðun flutnings- manna, að innheimta sérstaks umferðargjalds af ökjutækjum, sem aki tiltekna vegi eða brýr, sé ósanngjörn skattlagning, af þvi að hún sé ekki framkvæmanleg alls staðar á vegum af sambæri- legri gerð. Bændum fækkar............... Frh. af bls. 16 1966-1970, eða meira en 1 á viku. Að umræðum loknum var málinu visað samhljóða til 2. umræðu. Þá var tekið fyrir tillaga Búnaðarsambands Suður-Þing- eyinga um vegamál og upp- byggingu Möðrudals á Fjöllum. Til siðari umræðu var erindi Búnaðarsambands Eyjafjarðar um skipulagsskyldu sveitafélaga og tillaga til þingsályktunar um byggingarsamþykktir fyrir sveitir og þorp. Var málið afgreitt samhljóða með svofelldri sam- þykkt: Búnaðarþing mælir með samþykkt tillögu þeirrar til þingsályktunar um endurskoðun um byggingasamþykkt fyrir sveitir og þorp, sem nú liggja fyrir alþingi, og flutt er af Stefáni Valgeirssyni og fl. Þingið leggur til, að nefnd sú, er tillagan gerir ráð fyrir, verði skipuð fimm mönnum , þannig að einn skipi ráðherra án tilnefningar. Hinir tilnefndir af eftirtöldum aðilum: Búnaðarfélagi Islands, Stéttasamvandi bænds, Stofn- lánadeild landbúnaðarins og Byggingastofnun land- búnaðarins. Nefnd þessi taki einnig til athugunar, hvort æskilegt sé að öll sveitafélög verði skipulags- skyld að einhverju eða öllu leyti. Næsti fundur Búnaðarþings verður á mánudag. Augjýs endur Auglýsingastofa Timans er i Bankastræti 7 simar 19523 — 18300. Vilja afnema gjaldið á Reykjanesbraut

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.