Tíminn - 19.02.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.02.1972, Blaðsíða 16
Friðrik vann Tukmakov í 10. umferð og er nú í 3. sæti ÞÓReykjavík. Friörik vann rússneska stór- meistarann Tukmakov i 10. umf. Reykjavikurmótsins i fyrrakvöld. Friðrik hafði svart og fórnaði manni til vinnings, en er litiö var á skákina, kom i ljós að sú fórn stóðst engan veginn, ef Tuk- makov hefði fundið réttu leiðina. Tukmakov gerði skyssu og missti af sigri. Báðir lentu þeir i tima- hraki — og þó sérstaklega Tuk- makov. Þegar skákin átti að fara i bið eftir 40 leiki gaf Tukmakov skákina. Úrslit uröu annars sem hér segir: Georghiu og Timman gerðu jafntefli, Anderson vann Magnús, Hort vanna Harvey. Þá varð jafntefli hjá Braga og Guö- mundi og Jóni Kristinssyni og Keene. Biðskákir uröu hjá Stein og Jóni Torfasyni, Gunnari Gunnarssyni og Freysteini Þorbergssyni. Eftir 10 umferðir eru Georghiu og Hort efstir með 7 1/2 vinning. 3-5 eru Friðrik, Stein og Anders- son með 6 vinninga og biöskák. 6. er Tukmakov með 6 vinninga og i 7. sæti er Timman með 5 1/2 vinn- ing og tvær biðskákir. 1 gærkvöldi átti að tefla biöskákir, en næsta umferð fer fram á morgun. Kveiktu í ráð- húsinu í Newry NTB—Belfast. Óþekktir hermdarverkamenn eyðilögðu i gær þrjár verzlana- miðstöðvar i I.ondonderry og kveiktu i ráðhúsinu i landamæra- bænum Newry. Enginn slasaðist. Þrjár dýnamitsprengjur sprungu i verzlununum með stuttu milli- bili, en fólk hafði verið aövaraö og gat forðað scr. 1 Newry, þar sem mesta mót- mælaganga, sem farin hefur verið á N-lrlandi, fór fram fyrir hálfum mánuöi, komu fjórir vopnaðir menn fyrir eldsprengj- um i ráðhúsinu, sem skemmdist mikið. F’rá Dublin er tilkynnt, að lög- reglan hafi i gær handtekið IRA- menn viðsvegar um landið og er þetta mesta aðgerð irsku lögregl- unnar gegn hinum bannaða lýð- veldisher til þessa. Þingkonan Bernadetta Devlin var i dag dæmd i 6 mánaða fangelsi fyrir að taka þátt i göng- unni, ásamt 12 öðrum, en þau voru öll látin laus gegn tryggingu. Illiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijjj |Lagt til að námuí | menn fái 15 til! 30% kauphækkuni - NTB-London = Allt útlit var fyrir þaö i gær- = kvöldi, að deilá brezku kola = námumannanna væri aö H leysast, eftir að rannsóknar- = nefnd brezku stjórnarinnar, H undir forustu Wilberforce = lávarðar, mælti með þvi að = námamennirnir fengju kaup- = hækkun, sem nálgast það að H vera uppfylling á öllum skil- = yrðum, sem þeir settu fyrir að = hefja vinnu á ný. Wilberforce-nefndin lagði i gær til, að námamennirnir fengju 15%-30% launahækkun. Mesta hækkunin um 1200 krónur á viku, skal vera til þeirra, sem gegna hættu- legustu og ábyrgðarmestu störfunum i námunum. Allt bendir til þess, aö stjórn félags námverkamanna muni sam- þykkja þetta, þótt það sé ekki alveg jafnhátt siðustu kröfum þeirra. Stjórnin vildi i gær ekkert segja opinberlega um tilboðiö, en áreiðanlegar 5 heimildir i London söguö, að = mög óliklegt væri að þessu || yrði visað á bug. = 1 gær hafði verkfall kola- s námum. staðiö i 40 daga og = leitt til mjögmikilssamdráttar E i öllum brezka iðnaðinum og = rafmagnsleysi um allt landið. = Þá hafa innflytjendur til Bret = lands einnig orðið fyrir E barðinu á verkfallinu, þar sem = skip eru ekki losuð i brezkum i| höfnúm vegna rafmagns- = leysis. = Flugvél fauk á bensíntank Þó-Reykjavik. / Um kl. 18 i gær fauk litil flugvel af gerðinni Cessna 150 á bensin- tank á Reykjavikurflugvelli og skemmdist hún allmikið. Tveir menn voru með vélina og skruppu þeir frá henni, þar sem hún stóð við bensfntankinn, til að ná i bensinafgreiðslumanninn. Þegar þeir komu til baka hafði vélin fokið þannig, að hún lá með vinstri vænginn upp á tanknum og hægri vængurinn lá i jörðinni. Vel gekk að reisa vélina við, en all- stórt gat kom á vinstri vænginn og hærgi vængurinn dældaðist og bognaði. Fischer krefst aukaþóknunar fyrir að venjast loftslaginu öryggishjálmarnir, sem Slysavarnarfélaginu voru færðir aö gjöf. A myndinni er annar gefandinn, Gunn- laugur P. Stcfánsson, og Gróa Pétursdóttir, formaöur kvennadeildarinnar I Reykjavík og Gunnar Friðriks- son, forseti SVKl. Timamynd: GE. Gáfu Slysavarna- félaginu sjötíu öryggishjálma OÓ—Reykjavik. 1 gær barst slysavarnarfé- laginu góð gjöf frá eigendum heildverzlunarinnar Dynj- andi, þeim Gunnlaugi P. Steindórssyni og Birni R.' Ásmundssyni. Færðu þeir félaginu 70 öryggishjálma, sem ætlaðir eru björgunar- sveitum við störf sin, sem oft eru hættuleg. Gunnar Friðriksson, forseti SVFl, veitti gjöfinniviðtöku og sagði við það tækifæri, að hjálmunum verði dreift til björgunarsveita félagsins viðs vegar um landið. ÞÓ—Reykjavik. „Fischer hefur samþykkt að einvigir milli hans og Spasskys fari fram I Reykjavik og Belgrad, en hann samþykkti það með tregöu, sagði Edmondson, forseti bandariska skáksambandsins, i viðtali við Guðmund G. Þórarins- son í fyrradag. Edmondson tjáði Guömundi ennfremur, að Fischer krefðist þess að fá 7—10 daga frestun á einvíginu, til þess að venjast loftslaginu á Islandi eftir að fyrri- hlutinn hefur farið fram i Belgrad og að auki krefst hann auka- þóknunar fyrir þann tima. Guðmundur G. Þórarinsson sagöi í viðtali við blaöið, aö hann hefði sagt Edmondson, að allir samningar væru eftir viö Belgrad og ef þeir yrðu ekki góðir fyrir Is- land, þá yrði að aflýsa einviginu hér. Þá sagði Guðmundur, aö þessi nýja krafa Fischers gæti sett strik I reikninginn, þar sem Ficher krefðist aukaþóknunar fyrir þann tima, sem hann vildi fá til að venjast loftslaginu hér, þætti þó felstum verðlaunin sjálf ærið há, eða um 14 milljónir kr. Ekkert hefur ennþá heyrzt frá Rússum, en ef þeir hafa ekkert látiö frá sér heyra eftir helgina, þá yrðu teknar upp samningavið- ræður viö Belgrad, þar sem þögn væri talin sama og samþykki. Frakkar drekka mest I - ísland í 19. sæti NTB—Washington. islendingar eru i nitjánda sæti, þegar um er að ræða áfengisnotkun þjóða heimsins, segir I skýrslu, sem banda- rlska stjórnin birti i gær. Frakkar drekka langmest allra, nærri helmingi meira en itaiir, sem eru i öðru sæti. Siðan koma Sviss, V-Þýzka- land, Astralfa, Belgia, Banda- rikin; Nýja Sjáland, Tékkóslóvakía, Kanada, Dan- mörk, Bretland, Svlþjóð, Japan, Holland, Irland, Nor- egur, Finnland, tsland og tsrael. Frakkar drekka 23 litra af hreinu alóhóli á ári, ttalir 15,2, Danir 7,2, Sviar 6,5, Norðmenn 4,2, Finnar 3,8 og tslendingar 3,6, segir I skýrslunni. Þegar hin mikla léttvíns- drykkja Frakka og ttala er ekki talin með, eru Frakka samt fremstir, þegar um ræðir sterku vinin, en Bandarikin I ööru sæti. Bændum fækkaði um 293 á 4 árum ÞÓ-Reykjavik. Á fundi Búnaöarþings i gær- morgun kom m.a. fram, aö bændúm i landinu hefur fækkað um 293 á árunum 1966 til 1970, eða meira en 1 á viku hverri. Þá var samþykkt tillaga frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar um skipulagsskyldu sveitafélaga. Fundur Búnaðarþings hófst kl. 9.30 i gærmorgun og voru tvö mál á dagsskrá. 1. Tillaga um öryggisráðstafanir við notkun dráttarvéla og annara búvinnu- véla. 2. Erindi Sigfúsar Jónsáonar um uppbyggingu útisamkomu- svæða. Þá var framhald 1. umræðu um álitsgerð milliþinga nefndar um búnaðarmenntun. Umræður uröu allmiklar um nauðsyn búnaöar- menntunar og álitsgeröina sem slika. t umræðunum kom m.a. fram, að samkvæmt upsýsingum i álitsgerðinni hefði bændum i landinu fækkaö um 293 á árunum Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.