Fréttablaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 38
POPPTEXTINN 38 FRETTABLAÐIÐ 13. maí 2004 FIMMTUDACUR HhHKi'' [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Fyrirtaks frumraun „Tíminn liður hratt á gervihnattaöld. Hraðar sérhvern dag, hraðar sérhvert kvöld. Ertu stundum hugsandi yfir öllum gulu miðunum? tekur kannski of mikið út úr Gleði- bankanum?" - Hljómar eins og Magnús Eiríksson, höfundur Gleði- bankans, hafi séð eftir öllum aurunum sem fóru í það að skemmta sér óhóflega. Lagið var fyrsta framlag okkar Is- lendinga til Eurovísíon en stjömuhópurinn lcy keppti árið 1986 í Bergen I Noregi. Við lentum i 16. sæti. Undanfarið hefur Jón Ólafsson verið þekktastur fyrir þætt- ina Af fingrum fram í Ríkissjón- varpinu. Þar hefur hann rætt á af- slappaðan hátt við aðra íslenska tónlistarmenn og hafa þættirnir hvatt marga þeirra áfram til frek- ari dáða og blásið lífi í tónlistar- feril þeirra. Þættirnir virðast einnig hafa virkað hvetjandi á Jón sjálfan því hann hefur nú gefið út sína fyrstu sólóplötu. Jón hefur verið lengi að en er líklega þekktastur sem meðlimur Nýdanskrar. Þar hefur hann frekar haldið sig til hlés en brýst hér fram sem sterkur lagahöfundur og flytj- andi. Hann semur öll lögin sjálf- ur en lætur þá valinkunnu höf- unda Ólaf Hauk Símonarson, Hallgrím Helgason og Kristján Hreinsson annast textagerðina. Kemur það ákaflega vel út og styrkja þeir lögin mikið enda eru textar þeirra flestir mjög falleg- ir. í heildina séð er þetta einlæg og falleg plata hjá Jóni. Best finnst mér honum takast upp í ró- legu lögunum þar sem fallegt píanóspilið fær að njóta sín. Hann sýnir þó einnig að hann getur samið fín popplög, eins og í Sunnudagsmorgunn, auk þess sem hann er alveg ágætur söngv- ari. Þægileg rödd hans jaðrar þó stundum við að vera væmin en sleppur oftast fyrir horn. Fyrri hluti plötunnar er betri en sá síðari og þar er erfitt að taka eitt lag eða texta út. Afstæð- iskenning ástarinnar og Sólin kemur aftur upp koma þó sterk- lega til greina sem bestu lögin með bestu textana að auki. Siesta og Flugur þóttu mér sístu lögin og var hið fyrrnefnda full væmið JÓN ÓLAFSSON _____________ JÓN ÓLAFSSON fyrir minn smekk. Engu að síður eru fáir van- kantar á þessari frumraun Jóns Ólafssonar. Sýnir hann hér og sannar að þar fer tónlistarmaður í fremstu röð. Freyr Bjarnason EUROVISION Voru mistök að hafa ekki undcinkeppni? PÁLL ÓSKAR Dreymdi að Heaven hefði lent í 19. sæti keppninnar. Það er eins og flestir þori varla að segja það upphátt en Eurovision- lagið okkar í ár er ekkert sérlega grípandi. Þá er ekkert verið að spá í gæði þess, heldur þá staðreynd að erfitt er að muna sönglínu Heaven eftir aðeins eina til tvær hlustanir. Miðað við þá staðreynd að Jónsi fær bara að syngja lagið einu sinni á laugardaginn þykir mörgum ólík- legt að lagið endi ofarlega. Sé lagið ekki sterkt skiptir engu máli þótt Jónsi standi sig eins og hetja, sem hann gerir eflaust. UTSALA - UTSALA - UTSALA Síðasti dagur útsölunnar... enn meiri verðlækkun! ■■■ Meðal annars: sófasett, hornsófar, svefnsófar, stakir sófar, stakir stólar, borðst.borð og stólar, skápar, skenkir og margt fleira. Opið virka daga 10-18 og laugardaga 11-16 gæða húsgögn Bæjarhrauni 12, Hf., sími 565-1234 •> Ferðatöskudagar í Pennanum Hallarmúla 13. - 22. maí Það er sama hvert þú ferð, við höfum réttu töskuna fyrir þig. Kynntu þér úrvalið, komdu til okkar og settu nafnið þitt í pott og þú gætir unnið: Ferð fyrir 2 til Kulusuk í Græniandi með Flugfélagi íslands Ferð fyrir 2 innanlands á áfangastað Flugfélags íslands ásamt geisladisknum Á flugi yfir íslandi frá LMÍ Glæsilegt ferðatöskusett frá Pennanum Hallarmúla FLUGFÉLAG ÍSLANDS UKfltogfe lag. is LANDMÆUNGAR ÍSLANDS cnm>- Penninn Hallarmúla Miðað við frábært gengi Birgittu Haukdal í fyrra, og miðað við hversu mikið umstang var í kring- um forkeppnina í fyrra, hljótum við að spyrja hvort það hafi ekki verið mistök að ekki hafi verið undankeppni í ár? Páll Óskar Hjálmtýsson „Það má ekki alhæfa neitt um þetta,“ bendir Páll Óskar skynsam- lega á. „Við höfum sent fólk út í rauðan dauðann án undankeppni, eins og til dæmis í tilfelli Selmu Björns sem næstum því vann keppnina. Það er engin ein leið rétt. Því miður búum við í landi sem hef- ur ekki nógu mikið í buddunni til þess að halda svona forkeppni." Páll bendir á að það sé algengt á meðal smáþjóða að senda út kepp- endur án þess að forkeppni hafi ver- ið haldin. „Það eru líka svo oft skemmtileg gullkorn í svona for- keppnum sem við missum af. Það felast oft mikil verðmæti í því. Ég er með forkeppnum." Sjálfur þurfti Páll nú ekki að taka þátt í forkeppni árið sem hann keppti fyrir íslands hönd. Hann fékk símtal og var beðinn um að keppa fyrir þjóðina. Páli finnst Heaven vera meira „grand“ en mörg þeirra laga sem keppa í ár. „Það eru 36 lög sem keppa núna. Megnið af þessum lög- um er drasl. íslenska lagið er stór- fenglegra en mörg önnur. Málið er bara að það er aðeins of hægt af stað og ég á ekki von á því að það sé hægt að grípa það við fyrstu hlust- un. Jónsi fær aðeins séns að syngja það einu sinni, á meðan aðrir kepp- endur fá að syngja sín lög tvisvar, vegna nýju undankeppninnar. Þið sjáið óréttlætið í því! European Broadcast Union mun ekki komast upp með þetta fyrirkomulag há- vaðalaust. Annars dreymdi mig að Jónsi hefði lent í 19. sæti. Vonandi er ég ekki berdreyminn." Birgitta Haukdal „Ég veit nú ekki hvort það hafi verið mistök að halda ekki undan- keppni," segir Birgitta Haukdal, Eurovisionhetja okkar íslendinga frá því í fyrra. „Verður þetta ekki alltaf þannig að ef honum gengur vel þá finnst engum þetta hafa ver- ið mistök en ef honum gengur illa verða allir brjál- aðir? Auðvitað vildi ég sjá und- ankeppni og ég held að flestir ís- lendingar séu sammála því. Eurovision er eitt stærsta áhugamál íslendinga og það birgitta eiga alltaf allir haukdal eitthvað smávegis "efðl vlljað , i , ° undankeppm en i keppandanum er sátt við að Jónsi sem fer Ut. Þess hafi verið valinn. vegna held ég að það myndi alltaf smá stemningu ef þjóðin fær að kjósaþann sem fer út, og lagið. En ef RUV á ekki pening, þá getur maður nú varla verið að rífa sig.“ Birgitta rústaði undankeppn- inni í fyrra. Þá var hún á hraðri uppleið eftir að hafa átt metsölu- plötu fyrir jólin og gaf það henni kost á því að velja úr nokkrum lög- um sem höfðu verið valin til að taka þátt í undankeppninni. Hún fylgdi hjartanu og veðjaði á réttan hest, enn og aftur. Birgitta er fullkomlega sátt við það að Jónsi skuli keppa fyrir ís- lands hönd. „Mér finnst þetta hið ágætasta lag. Helsti ókostur þess er að maður grípur það ekki fyrr en maður hefur heyrt það 4-5 sinn- um. Kostirnir á móti eru að þetta er tilfinningamikið lag með falleg- um texta. Ef hann flytur það vel gæti hann hitt í hjartað á fólki.“ Birgittu finnst erfitt að sitja heima og segist öfunda Jónsa og hópinn sem er úti. „Ég bíþalveg í koddann minn af öfund. Ég verð bara að bíta í það súra og fylgjast með í sjónvarpinu núna.“ Björgvin Halldórsson „Það eru bæði kostir og gallar," segir Björgvin Halldórsson. „Kost- ir svona undankeppni eru að hún hleypir meira lífi í bransann og það verður meiri spenna í kringum þetta hér. Ég veit nú ekkert hvort sú spenna nái til Evrópu.“ Arið sem Björgvin tók þátt leit- aði RÚV til Skífunnar um aðstoð með að finna keppanda. Leitað var til Björgvins, sem leitaði til fjölda lagahöf- unda eftir að hafa tekið verkefnið að sér. Eftir það lét hann 30 manna hóp velja besta lagið. „Ég tók þetta að mér af því að mig vant- aði adrenalínskot. Þá mátti ekki syngja á ensku og með því eru lag- inu settar vissar hömlur, því það eru bara nokkrir sem skilja ís- lensku." Lagið Núna endaði í 15. sæti en síðar vann Björgvin sönglaga- keppni á írlandi með laginu, þá á ensku. Björgvin segir Heaven vera týpíska tregafulla ballöðu. „í því eru skírskotanir til svo margra laga en það stendur samt sjálfstætt og er ágætt út af fyrir sig. Þetta er ekkert verra lag en meirihluti þeirra laga sem ég hef heyrt. Ég held að maður fái leið á þeim lögum sem eru grípandi al- veg við fyrstu hlustun. Það er búið að sýna þetta lag í forsýningu og fleira.“ biggi@frettabladid.is BÓ Segir að fólk fái leið á lögum sem eru grípandi strax við fyrstu hlustun. Ertu a Ifttaþér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.