Fréttablaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 13. maí 2004 * 39 TftNHST Manchester United? Gítarleikarinn Noel Gallagher verður gestur á næstu sóló- plötu söngvarans Ian Brown sem starfaði hér áður með Stone Roses. Báðir eru þeir frá Manchester og hafa hampað hvor öðrum í viðtölum en aldrei unnið saman áður. Hér er því um vissa sameiningu að ræða. Rokkararnir hittust fyrir slysni á veitingastaðnum El- ectric Cinema í Notting Hill- hverfinu í London. „Við fórum auðvitað að spjalla saman um tónlist og vor- um sammála að við ættum að gera eitthvað saman,“ sagði Brown í viðtali við The Sun. „Noel sendi mér lag og ég hljóð- ritaði rödd ofan á það. Útkoman er alveg mögnuð og ég er mjög spenntur fyrir þessu, ég vona að þetta verði að smáskífu.“ Fyrir skömmu var því hald- ið fram í bresku tónlistar- pressunni að Liam Gallagher, söngvari Oasis, væri að stofna súpergrúbbu með John Squire, fyrrum gítarleikara Stone Roses, en svo mun víst ekki vera. Oasis vinnur nú að fylgi- fiski Heathen Chemistry sem ætti að koma út síðar á þessu ári. Væntanleg sólóplata Ian Brown ætti svo að koma út í ágúst eða september. ■ STONE ROSES Ein svalasta rokksveit sem komið hefur frá Manchester [ háa herrans tíð. SMS UM NÝJU PI ÖTHRNAR D12: D12 World „D12 eru hæfileikaríkir grínverjar. Þegar textainnihald er grandskoðað býður hóp- urinn ekkert upp á sérstaklega safarika steik. Þeir virka því f sprellinu en eru frek- ar ótrúverðugir sem hörkutól. Ég myndi ekkert verða smeykur við að þurfa að troða mér f gegnum þetta krú f miðju Fischersundi. Vonandi hætta þeir að reyna að vera töffarar og halda áfram að gera bara það sem þeir gera best... að vera fyndnir." BÖS Machine Head: Through the Ashes of Empires „Hæglega hefði verið hægt að gera sölu- vænt efni úr mörgum laga plötunnar en Machine Head er metnaðarfyllri en það, með um og yfir 5 mínútna lög sem gerir plötuna bara enn efnismeiri fyrir vikið. Machine Head-aðdáendur verða ekki syiknir"__________________________SJ The Postal Service: Give Up „Þetta er ein af þessum plötum sem þið þurfið að hafa svolítið fyrir að finna en það ætti að borga sig. Létt, hugljúf og einlæg. Þetta er hamingjuskammtur á plasti sem krefst ekki of mikils af hlust- andanum en verðlaunar hann ríkulega ef hann leggur djúpt við hlustir."_BÖS Soulfly: Prophecy „Platan er frá upphafi til enda alveg ágæt, gamalkunnir Sepultura-taktar heyrast hér og þar og Max sýnir beitta frammistöðu. Það sem væri einna helst hægt að tuða yfir er það að Max hefur lítið sem ekkert þróast frá Sepultura-hljómnum og Proph- ecy hefði þess vegna getað verið gefin út fyrir 10 árum síðan og sómað sér vel sem ein af plötum Sepultura. Hins vegar er stórmunur á Spur Cola og Coke. Sem þýðir einfaldlega; í Sepultura með þig aft- ur, drengur! En hvað um það, ffn plata."SJ Prince: Musicology „Hér er Prince í stuði og sápukúlufönkið sem hann sló í gegn með á níunda ára- tugnum er allsráðandi. Það er þó eins og D12 Gagnrýnanda Fréttablaðsins fannst önnur plata D12 virka í háðinu, en ótrúverðug í hörkunni. skynbragð hans fyrir tíðarandanum sé horfið. Hann má svo sem alveg vera með þetta gamla sánd, enda fann hann það náttúrlega upp! En svona stækkar hann aðdáendahóp sinn varla. Það er bara ekki alveg kominn tími á hans nostalgíuend- urreisn." BÖS flfc. Fljúgum tvisvar á dag til London og Kaupmannahafnar fta »1.769 Vt. rrveð'ce'an° (.ó4.994W’ Tútoödoo e&EasV\eX Fra Lood°n Keflavík Brottför kl. 07.40 til Lortdon Stansted London Stansted Lending kl. 11.30 og brottförtil Faro kl. 16.30 Faro Lending kl. 19.30 Bókaðu flug á icelandexpress.is Ferðaþjónusta lceland Express, Suðurlandsbraut 24, Sími 5 500 600, icelandexpress.is Iceland Express UTS O LUMARKAÐUR LOKASPRETTUR SÍÐASTI DAGUR MARKAÐAR ER LAUGARDAGINN 15. MAÍ OPIÐ FIM & FOS 12-18 LAU 10-16 500 - IOOO - 1500 - 2000 kr. Nýtt kortatímabil! NOA NOA ÚTSÖLUMARKAÐUR INGÓLFSSTRÆTI 6 % * M\ E r ili.l mta þér ■■ < Himinn og haf - 9040256
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.