Fréttablaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 41
FRÉTTABLAÐIÐ FIMMTUDACUR 13. maí 2004 Öll erum við riddarar Þetta er saga um það að eiga hugsjón og þora að berjast við risa,“ segir Halldóra Geirharðs- dóttir leikkona, sem í kvöld stígur á sviðið í Borgarleikhúsinu þar sem hún fer með hlutverk Don Kíkóta. Sýningin er unnin upp úr leik- gerð Búlgakovs á skáldsögu Cervantes um hinn hugrakka en aldurhnigna Don Kíkóta, sem hef- ur lesið yfir sig af riddarasögum og leggur af stað út í heiminn til þess að fremja hetjudáðir í nafni hugsjóna sinna og riddara- mennsku. „Öll erum við auðvitað riddar- ar en spurningin er hvort við þurfum að vera klikkuð til þess að þora að berjast við risa,“ segir Halldóra, en bætir því við að þótt við hneigjumst til að hæða og spotta þá sem berjast fyrir hug- sjónum sínum viljum við þó ekki án þeirra vera. Sansjó Pansa, hinn trygga fylgdarmann riddarans, leikur Bergur Þór Ingólfsson. Þau Hall- dóra eru bekkjarsystkini úr leik- listarskóla, en hafa aldrei leikið saman í sýningu síðan þau útskrif- uðust. Þau hafa þó brallað margt saman og farið á kpstum sem trúðarnir Barbara og Úlfar, meðal annars í sýningum á litla sviði Borgarleikhússins. Leikstjóri er Guðjón Pedersen leikhússtjóri, sem fer þá óvenju- legu leið að velja konu í hlutverk riddarans sjónumhrygga. „Það er náttúrlega bara gaman að fá að leika riddara af því það er kannski ekki það sem maður býst við,“ segir Halldóra. „Að vísu var draumurinn alltaf að leika Jóhönnu af Örk. Kannski er sá draumur að rætast að nokkru leyti með þessu. Ég er að minnsta kosti að komast svolítið nær henni. Það er eins og draum- arnir rætist aldrei nema svolítið fótósjoppaðir. Til dæmis var það líka draumur minn að leika Lé konung, en þá lék ég fíflið." ■ DON KfKÓTI Halldóra Geirharðsdóttir fer með hlutverk Ðon Kíkóta í sýningu Borgarleikhússins, sem frumsýnd verður í kvöld. Lærir mikið á því að kenna Börn og umhverfi (áður barnfóstrunámskeið) Námskeiðið er fyrir einstaklinga á aldrinum 12-15 ára og kennt er í Hamraborg 11, 2. hæð. Fyrsta námskeiðið ferfram 19., 21., 24. og 25. maí kl. 17-20 alla dagana. Skráning eigi síðar en 17. maí. Annað námskeiðið fer fram 2., 3., 7. og 8. júni kl. 17-20 alla dagana. Skráning eigi síðar en 28. maí. Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík sam- skipti, leiðtogahæfni, agastjórnun, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Fjallað er um slysavarnir og algengar slysahættur og veitt ítarleg kennsla í skyndihjálp. Þátttakendur fá innsýn í sögu og starf Rauða krossins. Námskeiðsgjald: 5.300 kr. InnifaLin eru námskeiðsgögn og bakpoki með skyndihjáLparbúnaði. Skráning: í síma 554 6626 eða á kopavogur@redcross.is Rauði kross íslands Kópavogsdeild Sjálfboóamiðstöð Hamraborg 11 • Opin virka daga kl. 12-14 • www.redcross.is/kopavogur Eg ætla að syngja allt frá Hándel upp í Wagner, bæði nútímatónlist og barokk og róm- antík og síðrómantík og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Þórunn Elín Pétursdóttir sópransöng- kona, sem í dag heldur útskriftar- tónleika sína frá Listaháskóla ís- lands í Salnum, Kópavogi. Þórunn er ein níu tónlistar- nema sem eru að útskrifast frá Listaháskólanum í vor með fyrsta útskriftarárgangi skólans. Hún ætlar meðal annars að flytja lög eftir Grieg og Rossini, aríu eftir Gounod og fimm stutt barnaljóð eftir Bernstein sem nefnast I Hate Music. Þórunn byrjaði í söngnámi 24 ára gömul, og hafði þá lokið há- skólanámi í heimspeki og uppeld- isfræði. Síðan tók hún kennslu- réttindanám með fyrsta árinu í Listaháskólanum, og hefur not- fært sér það meðal annars til þess að kenna söng. „Ég hef verið með einn og einn nemanda. Maður lærir heilmikið á því sjálfur, því maður fær allt aðra sýn á sönginn þegar maður er að kenna.“ Tónleikar hennar í Salnum hefjast klukkan 18. Með henni leikur Richard Simm á píanóið. Næstu tónleikar útskriftar- nema frá Listaháskólanum verða síðan í Hallgrímskirkju annað kvöld, en ekki í kvöld eins og mis- sagt var hér í blaðinu í gær. Á þeim tónleikum yerða flutt verk eftir tvo unga tónsmíðanema, þau Inga Garðar Erlendsson og Þóru Gerði Guðrúnardóttur. ■ ÞÓRUNN ELÍN Syngur á útskriftartónleikum frá LHÍ í Salnum í Kópavogi klukkan 18 f dag. Með henni spilar Richard Simm á píanó. mCA................................BO" IAPPOV ICfLfinD Krnnip PflbLO flílD fPIEÍIDS VPnSTAND A I I IHVM/f l ItVAlfi tiOTfL nOPDICfl (eemit Inn a#> aftan) $fMNeiTÍM4C <9 iunnudasur 16. mai Kl. t t-.tt & JJ. it frltiudafur 18. mai Kl. l & JJ.it f lmmtuclacur 26. mai M. 19(361* 22.36 Ml&nala I mtlunum Sklfunnar wimj«uir.vH:riAU;jrM 1* Aia aldurrUfcamirlt ■% * “íl E ■ Wnl \Wh ta þér 1 ■BIEII 1111 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.