Fréttablaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 46
FRÉTTABLAÐIÐ Fréttir um að Ólafur Ragnar Grímsson hafi skellt sér snemma heim frá Mexíkó hafa vakið upp margar skemmtilegar samsæriskenningar. Ein hljóðar svo að hann geti ekki hugsað sér að danski krónprinsinn geti stolið frá sér degin- um með brúðkaupi sínu. Því muni hann ætla að sitja heima með Dorrit sinni og halda upp á afmæli og brúðkaupsafmæli sitt án þess að brúð-^ hjónin skyggi á. ÞúkemsffPtaó! ...enþú getur líka pontod tíma r umsæ 4ms r Rakanastofan Klapparstíg S: 551 3010 MORE & MORE A LIFE PHILOSOPHY Glæslbæ Sprengitilboð Fimmtudag Föstudag og laugardag Allar buxur 2.990 Netbolir 1.500 netpeysur 2.990 FLEIRI GÓÐ TILBOÐ umarbúöirnar | ^ Ævíntýraland Hvanneyri ' Borgarfiríi -Kvikmyndagerð -Leiklist -Tónlist/dans -Listaverkagerð -Grímugerð -íþróttir ... og margt, margt fleira -Sundlaug -Iþróttahús -Hellisferð -Fjósaferð -Trampólín -Pythokkí Upplýsingar og skrdning alla virka daga kl. 10-20 s 551 9160 -5519170 Kvöldvökur öll kvöld HÓ+Í3 og húllumhae alla laugardaga www.sumarbudir.is 46 13. maí 2004 FIMMTUDAGUR ROCKY Þetta samband er ólíka spenn- andi og endursýning á Maður er nefndur! Við vorum vinir fyrir, þannig að þetta er alveg eins nema núna þurfum við að hlusta á hvort annað bursta í sér tennurnar! Pað er svo sem fínt að þurfa ekki út að hössla, en ég vil gjarnan fú eitthvað út úr sambandi sem ég get ekki reddað sjdlfur á f imm mínút- um með einni bldrri! En ef ég hcetti með henni fer hún að vœla um að ég hafi bara verið að nota hana og eitthvað, „var vinútta okkar ekki meira virði en þetta" og bla bla bla... ég þarf að svið- setja eigin dauða til að komast út úr þessu! Tyggja og melta kvikmyndimar HAFSTEINN GUNNAR HAFSTEINSSON Hefur framleitt fjöldamargar kvikmyndir með félögum sínum í Lorti. etta er þriggja ára mastersnám í kvikmyndaleikstjórn,“ segir Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson en hann hefur nýverið hlotið styrk til náms í kvikmyndagerð við Columbia University School of the Arts. „Það voru tveir skólar í New York sem mér leist vel á og auk Columbia, sem er á Manhattan, sótti ég um skóla sem heitir New York University. Ég komst inn í Columbia og fer út í skólann næsta haust.“ Hafsteinn Gunnar hefur starfað að kvikmyndagerð síðustu árin með kvikmyndafélaginu Lortur sem var stofnað árið 1996: „Þessa stundina erum við að klára heimildarmynd um Matthew Barney og sýninguna hans í Nýlistasafninu sem var haldin í maí fyrir ári síðan. Myndin er unnin í samvinnu við Nýlistasafnið og verður væntanlega frumsýnd í sumar en svo erum við að byrja að klippa heimildarmynd um hljóm- sveitina Sigur Rós. Myndin fjallar um tónleikaferð hljómsveitarinnar í Evrópu síðastliðið sumar en við fórum þrír meðlimir Lorts og fylgdumst með henni að störfum.“ Lortur er hópur ungs fólks sem starfar í myndlist og kvikmynda- gerð og hefur vaxið ásmegin með hverju verkefninu. „Lortur þýðir kúkur en líka matur sem á eftir að tyggja og melta. Matur og kúkur eru náttúrlega sama fyrirbærið þótt það hafi aðeins umbreyst í gegnum meltingarkerfið með hjálp ýmissa líffæra. Við hugsum starf- semi Lorts á sama hátt. Öll störfin í kvikmyndagerð eru jafn mikil- væg og við reynum að gera myndir sem bæði þarf að tyggja og melta,“ KVIKMYNniR HAFSTEINN GUNNAR HAFSTEINSSON | Hefur nýverið hlotið styrk til náms í kvikmyndaleikstjórn við Columbia Unicersity á Manhattan. en kvikmyndir Lorts hafa hlotið margs konar viðurkenningar og verið sýndar á hátíðum meðal annars í New York. Aðspurður um framtíðar- drauma segir Hafsteinn Gunnar. „Næstu árin verðum við í Lorti hver í sínu horni að mennta okkur í kvikmyndagerð, myndlist og bók- menntum. Planið er svo að koma heim og halda áfram samstarfinu að námi loknu.“ Það verður án efa fróðlegt að fylgjast með listaverkum Lorts í framtíðinni en þeir sem vilja kynna sér kvikmyndafélagið nánar geta farið á heimasíðuna http://www.lortur.org. ■ Vilja helst flottar myndir IAÐARÍÞRÓTTIR Igær var í blaðinu sagt frá ahuga- sömum straujurum, sem hafa ákveðið að fjölmenna til Banda- ríkjanna og setja þar upp sýningar í von um að fá háskastraujun sam- þykkta sem keppnisgrein á Ólympíuleikum framtíðarinnar. Hér á fslandi hefur slík „íþrótt“ verið stunduð um tveggja ára skeið þar sem háskastraujun hefur verið liður í Sólrisuhátjð nemendafélags Menntaskólans á ísafirði. „Við fréttum af þessu á vafri á Netinu og datt í hug að það væri ágætt að starta þessu á íslandi," segir Gylfi Ólafsson háskastraujari. „Sólrisuhátíð er þekkt fyrir að fara ótroðnar slóðir, við höfum til dæmis haft farsímakast og vikmgaskák- mót. Okkur fannst háskastraujun bara ógeðslega fyndin.“ Háska- straujarar frá MI eru tengiliðir alþjóðasamtakanna á íslandi og baksíða bókar sem samtökin hafa gefið út skartar mynd af þeim fé- lögum. „Það hefur verið straujað á meðan fólk er að kafa og jafnvel kafa undir ís, í fjallaklifri, hellaköf- un og í fallhlífarstökki, svo eitthvað sé nefnt.“ f fyrra skiptið fóru íslenskir háskastraujarar upp í fjallaskarð en á Sólrisuhátíð í ár straujuðu keppendur á meðan þeir létu sig reka á gúmmíbátum. „Þegar við fórum upp í fjalla- HÁSKASTRAUJUN ■ hefur verið stunduð á íslandi í tvö ár. skarðið var dálítið harðfennt og því svolítið erfitt að koma strau- jarnunum og brettunum alla leið. Ég gekk upp á skíðum en félagar mínir fóru á vélsleða og svo þurfti að labba upp í skarðið sem var svo- lítið strembið. Þegar við vorum búnir renndum við okkur niður á brettunum og það verður að viður- kennast að þau urðu svolítið lúin.“ Gylfi segir að þessi íþrótt hafi verið nokkuð gagnrýnd en það sé bara af íhaldssömu fólki sem er að pota í atriði eins og að það sé ekkert rafmagn til staðar og því sé engin hiti á straujárninu. „Það vill nú verða að skyrtan krumpist svolítið þegar búið er að strauja en það er kannski ekki aðalmálið, heldur að ná flottri mynd.“ ■ GYLFI ÓLAFSSON OG INGVAR AL- FREÐSSON Leggja ýmislegt á sig til að geta nostrað við kragana með köldu straujárni. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.