Fréttablaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 13.05.2004, Blaðsíða 51
FIMMTUDAGUR 13. mal 2004 Ollt 3 Melódía minninganna á Bíldudal: Ekki klikka á poppminjasafhinu! André Bachmann afhendir Jóni Kr. Ótafssyni hluti á poppminjasafnið sem voru í eigu Ellýjar Vilhjálms. Jón Kr. Ólafsson segist vera af þeirri kynslóðinni sem stóð í langri biðröð fyrir utan Hótel Sögu á nælonskyrtunni með lakkrísbindið, alveg að frjósa í hel. „Ég á dásamlegar minning- ar frá þessu, eins og í eitt skipt- ið þegar ég komst inn á elleftu stundu, alveg að deyja, og í Súlnasalnum voru Ellý Vil- hjálms og Raggi Bjarna að syngja Farmaður hugsar heim. Þá var Jóni Kr. ekki kalt lengur. Þvílíkt og annað eins,“ segir Jón og verður næstum heilagur á svipinn við tilhugsunina. Til að halda minningu gam- alla stjarna á borð við Ellý, Vil- hjálm og Hauk Morthens á lofti hefur Jón opnað poppminjasafn á Bíldudal sem hann kallar Melódíu minninganna. „Ég opnaði safnið á afmælis- degi Svavars Gests, 17. júní árið 2000. Þetta safn spannar ís- lenska músíksögu eins og hún leggur sig, þarna eru hljóm- plötuumslög, myndir og föt af dægurlagakóngum og -drottn- ingum eins og Ellý, Þuríði, Hel- enu, Kristbjörgu Löve, Hauki Morthens og Ragga Bjarna svo eitthvað sé nefnt, og mikið pallí- ettudress af frú Hallbjörgu." Jón segist alltaf hafa verið safnari og er fullur vandlætingar yfir því hvað íslendingar þykjast vera gáfaðir og menningarlegir og henda svo öllu sem er einhvers virði. En upphafið að Melódíu minninganna má þó trúlega rekja aftur til ársins 1971. „Ég var þá staddur á lagern- um hjá Svavari Gests í Ármúl- anum og þar stóð kassi fullur af tómum plötuumslögum. Ég bað um að fá að hirða kassann og fór smátt og smátt að ramma inn plötuumslögin úr kassanum. Svo vatt þetta upp á sig.“ Jón segist hafa fengið muni á safnið víða og til dæmis hafi Ammendrup-mæðgur gefið hon- um ómetanlega dýrgripi. „Ég hafði heyrt að einhvern tíma hefði verið stúdíó í pínu- litlu herbergi í Drangey á Laugavegi 58. Það er með ólík- indum að í þessu litla rými voru söngvarar í löngum bunum að syngja inn á plötur. Ég fór og heimsótti þær mæðgur, sem áttu helling af innrömmuðum plötu- umslögum, yfir 70 titla af göml- um 45 snúninga plötum og haug af myndum af þessu stúdíói og af íslensku tónlistarfólki, bæði lífs og liðnu. Ég er búinn að vera að vinna í því frá áramótum að pússa rammana og skipta um gler og bök og er byrjaður að setja þetta upp.“ Jón er með opið á safninu sínu á Bíldudal klukkan 14-18. Hann segist þó opna hvenær sem fólk vill. „Eg er auðvitað ekkert að hengja mig í einhvern ákveðinn opnunartíma. Ef fólk vill koma og skoða á öðrum tímum þá þarf bara að hringja og ég kem,“ segir Jón glaðhlakkalegur. ■ Jón Kr. Ólafsson hefur sungið frá þvl hann man eftir sér og flestir muna eftir laginu Frjáls eins og fuglinn sem hann söng með hljómsveitinni Facon árið 1969. Skemmtilegur innimarkaður á Granville við Vancouver. Vancouver lífleg að nótfu sem degi Vancouver er einstaklega falleg borg við Kyrrahafið, við eyddum nokkrum dögum þar nýlega. Það þarf enginn að hafa áhyggjur af því að hafa ekkert að gera f Vancouver því borgin er einstak- lega lífleg hvort sem er að nóttu eða degi. Eins og í öðrum borgum gengum við okkur upp að herðablöðum í Vancouver, því við gengum bæinn nán- ast á enda. Það er gaman að sjá Granville Island sem liggur rétt við miðbæ Vancouver með einstaklega fallegu útsýni yfir höfnina og miðbæinn. Þar eru skemmtilegir innimarkaðir þar sem hægt er að fá allt frá ferskum matvör- um og grænmeti að handunnum gjafa- vörum og heimagerðum sultum. Við skoðuðum einnig hvernig bjór verður til í örbrugghúsi (microbrewery), sem og nokkur listagallerí sem eru þarna. Skammt frá miðbænum er Stanley Park, einstaklega stór og fallegur garð- ur, sem er stærri en Central Park í New York. Frá garðinum liggur Robson- stræti sem er stór verslunargata í mið- bænum með öllum helstu tískubúðum og fjöldann allan af veitingastöðum. Vancouver skartar ansi fjölskrúðugu og litríku næturlífi. Það sem kom okkur skemmtilega á óvart er að þeir skemmtistaðir sem við fórum á eru all- ir reyklausir. Við nutum virkilega mann- lífsins þarna og ekki er hægt að segja annað en Vancouver hafi heillað okkur uppúr skónum. Sjáið yfir 1.600 myndir frá ferðinni á heimsfari.com. Með kveðju frá Vancouver í Kanada, Þórir og Gunnar. Ódýrar ferðir með litlum fyrirvara Þessa dagana eru hreint ótrúleg tilboð á borgar- og sólarlandaferðum hjá Heims- ferðum. Boðið er upp á stökk í sólina á Costa del Sol, Benidorm, Portúgal, Mall- orca og Rimini, ferðir fyrir frá 29.995 vik- una miðað við hjón með tvö börn á aldrinum tveggja til ellefu ára. Með þessu tilboði bjóða Heimsferðir upp á síðustu sæti maíferða í sólina og I byrj- un júní til Portúgal. Sumarið er komið við Miðjarðarhafið og frábært tækifæri til að njóta lífsins við frábærar aðstæður og trausta þjónustu Heimsferða á topp- hótelum. Ferðalangar bóka ferðina og þrem til fjórum dögum fyrir brottför fá þeir að vita hvar þeir gista í fríinu. Þá bjóða Heimsferðir upp á ódýr flugför til Búdapest þann 31. maí, átta nætur í Prag þann 5. júní og 2 fyrir 1 til Barcelona þann 20. maí. Sjá nánar á www.heimsferdir.is Bílaleigubílar Sumarhús DANMÖRKU Ódýrari bílaleigubílar fyrir íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgr. gjöld á flugvöllum). Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna og minibus 9 manna og rútur með/án bflstjóra. Sendum sumarhúsaverðlista; Dancenter sumarhús Lalandia orlofshverfi, Danskfolkeferie orlofshverfi Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk GSM símakort. Fjölbreyttar upplýsíngar á heimasíðu; www.fylkir.is FYLKIR.IS FERÐASKRIFSTOFA www.fylkir.is sími 456-3745 [ UTIVIST UM HELCINA ] Tiltekt í Þórsmörk og ganga á Skjaldbreið Ferðafélagið Útivist ætlar að eyða Júró- visjónhelginni i Þórsmörk, nánar tiltekið I Básum. Ferðin er reyndar vinnuhelgi Úti- vistarfólks, sem þá mætir saman í Básum og gerir allt klárt fyrir sumarið. Það á að þrifa, smíða, fúaverja, huga að gróðri og göngustígum og dytta að ýmsu. Skráning er á skrifstofu Útivistar. Á sunnudaginn ætlar Ferðafélag fslands með útivistarfólk í göngu- og skíðaferð á Skjaldbreið. Ferðin er dagsferð og farin á eigin vegum, en mæting í bíla er frá Mörkinni 6 klukkan nlu að morgni 16. maí. Ekið verður um Þingvöll og línuveginn norður fyrir fjallið að gíghóln- um Hrauk og gengið þaðan á hæstu tinda. Fararstjóri verður Pétur Þorleifsson. ■ Ef bókað og greitt fyrir 1. júní. italia >■ \ N • Innifali?-. Ofal.n.. rir.yrjk r.asio. þjovtivörn, lur og flugv.gj'nit! rioriao Itr. Iv**''';7Mgar,"áfloMcvr. • Innifaliö: Ótokm. ofoitur, ka|i:ó, skattur, fluot; rintr cntrrKiibJj. tankur af bensíni og bifr.gjoíd. Ath. hærra verb fró Vf.. juii - % '.tjiis:.. Bretland % . t/áöíij. • 7 «<w^ • Innifaliö: Ótakm. akstur, kaskó, jsjófe.'örn, bifr.gia<t; ftr.rtfiif og iiugv.gjait. ji -irirtriu f síma 5050 600 ■ 'ív ^U»''.kari iippivsiugar. ó' ííliWi vueð öðrtmi tilboömn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.