Tíminn - 20.02.1972, Page 1

Tíminn - 20.02.1972, Page 1
------------—---> BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA |eINGÖNGU GÓÐIR BlLAP EBE er ekki endir % • norrænnar samvinnu sagði Helge Seip í umræðum á Norðurlandaráðsþingi NTB-Helsingfors —Þaö mun veröa hinum Noröurlöndunum til góös, aö Noregur og Danmörk fái þau markaössambönd, sem þau hafa óskaö, sagöi forseti Noröurlanda- ráös, danski þingmaöurinn Ib . Stetter, viö setningu 20. þings ráösins I Helsingfors I gær- morgun. A fundi ráösins í fyrra- kvöld var lagt til aö ráöherra- nefndin fengi fastan samastaö og veröur nú ákveöiö hvar hann á aö vera. Setter minntist i setningarræðu sinni á þá óvissu, sem nú rikti, þegar um væri að ræöa mögu- leikana í norrænu samstarfi. Margt væri nú komið undir vilja stjórnmálaleiðtoga Norðurland- anna til aö varðveita og byggja upp norrænt samstarf, án tillits til þess, hvort einstök lönd gengju i EBE. Ræddur var sá möguleiki aö halda aukaþing Norðurlandaráðs i haust til að ræða EBE-málin, sem þá verða komin á hreint. Einnig lagði Stetter áherzlu á nauösyn þess að auka flokks- pólitiska samvinnu yfir landa- mæri og milli meðlima Noröur- landaráðs til að styrkja norræna samheldni. —Samheldnin hefur mikla þýðingu, einmitt nú, sagði Stetter,— þegar Norðurlöndin sjá ekki fyrirendann á erfiöleikunum i markaðsmálum. Noregur og Danmörk hafa lokið samninga- viðræðum og undirskrifað EBE- sáttmálann. Úrslitaákvörðunin er nú i höndum almennings i löndun- um. Finnland, Island og Sviþjóð standa i samningaviðræðum i Briissel og við vitum ekki, hver verður endirinn þar á, en við vitum, að stjórnmálalegt og efna- hagslegt ástand i Evrópu breytist, þegar Bretland gengur i EBE, 1. janúar 1973. Þá sagði Stetter, að óvissan skapaði vanda fyrir Norðurlöndin og þar með Noröurlandaráö, en þýðingarmikiö er, að stjórnir og þing Norðurlanda séu sammála um að varðveita norræna sam- vinnu. Sú jákvæða afstaða er grundvöllurinn að starfi ráðsins. Þaö var markaðsmálaráöherra Noregs, Per Kleppe, sem stakk upp á þvi á fundi i fyrrakvöld, aö ráöherranefndin fái fastan sama- stað, og að hann verði i ósló. Þingiö mun fjalla um þetta, en i fyrstu er áætlað, að ráðherra- nefndin taki til meðferöar þau mál, sem upp hafa komið vegna inngöngu Dana og Norðmanna i EBE. Þessi milliþinganefnd á aö hafa bækistöð i óslo. Almennar umræður hófust á þvi, að formaður norsku sendi- nefndarinnar, Helge Seip, að- varaöi norræna stjórnmálamenn viö þvi aö þvinga hver annan til of náins samstarfs i EBE-málinu. Seip sagði, að bæði þeir sem segðu að EBE-samstarfið væri endir norrænnar samvinnu og hinir, sem teldur, að ekki væri eins mikil þörf á henni og áður, væru jafn langt frá raunveru- leikanum. Seip lagði áherzlu á, að frá næsta ári yrði EFTA búið að vera, það hefði skapað grundvöll að norrænu markaðsbandalagi, og nú þyrftu Norðurlönd að laga sig að nýjum aðstæðum og þá væri ekki furða, þótt einhver vandamál kæmu upp. Samstarfsnefnd á sviði visinda, Nordforsk, hélt fund i Helsingfors á föstudag og komst að þeirri niðurstöðu, að nefndin skyldi ekki hafa afskipti af menningarmál- um, heldur aöeins visindum. Nordforsk er sérfræðingaráð Norðurlandaráðs, og leggur til við ráðið, hvaöa mál skuli tekin fyrir á þinginu. ___ I gær var siðasti dagur þorra, og góa hefst i dag. Þorri byrjaði 21. janúar, og dregur þetta gamla timatalsheiti nafn sitt af þvi, að þá var vetrarforði matar viöa á þrotum. Góa táknaði aftur á móti von um batnandi hag, og lýkur henni 20. marz. Jafnframt þvi að i dag er fyrsti dagur góu, er svo kallaður konu- dag gefi einginmenn konum sinum blóm og synir mæðrum — og einnig munu sumir eiginmenn taka að sér matseldina i tilefni dagsins. Sambandið 70 ára í dag KJ-Reykjavik Samband Isl. samvinnufélaga á 70 ára afmæli I dag og Kaupfélag Þingeyinga 90 ára afmæli. Kaup- félag Þingeyinga minnist þessara merku tímamóta með margvis- legum hætti nú um helgina, en aðalhátiðahöld vegna afmælis Sambandsins verða i tengslum við aðalfund samtakanna, sem haldinn verður I Reykjavlk I júni I sumar. Starfsmenn Sambandsins i Reykjavik halda árshátið sina i kvöld, og þar veröur m.a. út- hlutað starfsaldursmerkjum til niu starfsmanna sem unnið hafa i 25 ár hjá Sambandinu. Ellefu ár eru nú siðan Sambandiö tók upp þá nýbreytni að heiðra þá starfs- menn sem unnið hafa i 25 og 40 ár hjá fyrirtækinu. Hefur nú verið úthlutað 9 gullmerkjum til þeirra sem hafa unnið i 40 ár og á annað hundrað silfurmerkjum til þeirra sem unnið hafa i 25 ár. Auk þess fá þessir starfsmenn peningaupp- hæð, sem svarar til mánaðar- kaups þeirra. Arshátið Sam- bandsins i kvöld veröur á Sögu, og munu sækja hana á sjöunda hundrað manns. t opnu blaösins i dag er litmynd af málverki af stofnfundi Sam- bandsins á Yztafelli og litmynd af súlunni sem reist var þar i tilefni 50 ára afmælis Sambandsins. Þá er i opnunni stutt yfirlit um sögu sambandsins og reksturinn i dag. 1882 1902 1972 íslenzk samvinnuhreyfing á i dag merkis- afmæli. Kaupfélag Þingeyinga, elzta kaup- félag landsins er 90 ára og 70 ár eru liðin frá stofnun Sambands islenzkra samvinnufélaga. Á þessum merku timamótum vill Sambandið færa hinum fjölmörgu félagsmönnum Sam- bandskaupfélaganna og öllum viðskipta- mönnum Sambandsins og félaganna beztu kveðjur og þakkir fyrir viðskipti og félagslegan stuðning á liðnum árum. Það er von forráðamanna Sambandsins, að hinum fjölmennu samvinnusamtökum auðnist á komandi árum að leysa mörg framfaramál i hinum ýmsu byggðarlögum landsins til heilla fyrir félagsfólkið og þjóðina alla. Hér veltur mikið á þvi, að sem flestir gerist virkir þátt- Itakendur i samvinnufélögunum og sameini þannig kraftana til nýrra átaka i atvinnu- og Iefnahagsmálum þjóðarinnar. Jakob Frimannsson Erlendur Einarsson stjórnarformaður forstjóri ; Stjórn Sambandsins á fundi. F.v. Óalfur Þ. Kristjánsson.Hafnarfiröi, Ragnar Ólafsson , Reykjavlk, Eysteinn Jónsson, Reykjavlk, Finnur Kristjánsson.Húsavik, Jakob Frlmannsson.Akureyri, Þóröur Pálmason,Borgarnesi, Guöröður JónssonJVeskaupstað, Þórarinn Sigurjóns- son,Laugardælum og ólafur E. ólafsson Króksfjarðarnesi. Rússar mót- mæla skipt- ingu ein- vigisins NTB-Moskva. Sovézka skáksambandið hefur mótmælt þeirri ákvörðun dr. Euwes, að keppnin um heims- meistaratitilinn i skák fari fram á tveim stöðum. Fréttastofan Tass segir að sovézka skáksambandið telji að það sé á móti öllum regl- um að skipta keppninni milli staða. Tass bendir á að Guðmundur Þórarinsson, forseti Skáksam- bands Islands, hafi látið i ljós undrun sina vegna ákvörðunar dr. Euwes að ákveða bæði Belgrad og Reykjavik sem ein- vigisstaði.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.