Tíminn - 20.02.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.02.1972, Blaðsíða 3
Sunnudagur 20. febrúar 1972 TÍMINN 3 Heiti d vini okkar að sýna skilning í bardttu íslenzku þjóðarinnar fyrir lífi sínu Kaflar úr ræðu Ólafs Jóhannessonar, forsætisráðherra á Norðurlandaþingi í Helsingi í gær Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, tók þátt i almennu um- ræðunum á fundi Norðurlanda- ráðs laugardaginn 19. þ.m. Lagði hann þar höfuðáherzlu á að kynna málstað islands i land- helgismálinu, en gerði einnig m.a. samstarfið i menningar- málum og viðhorfin til Efnahags- handalags Evrópu að umræðu- efni. Fer hér á eftir meginefni ræðu forsætisráðherra: „Norræn samvinna og starf- semi Norðurlandaráðs stendur nú andspænis miklum vanda vegna mismunandi afstöðu rikjanna til Efnahagsbandalagsins. Um það skal ég ekki fjölyrða að sinni, en legg áherzlu á nauðsyn þess, að svo sé á málum haldið, að áfram- haldandi samstarf og samheldni Norðurlandanna þurfi ekki að raskast. Ég held, að einn mikilvægasti áfangi i starfsemi Norðurlanda- ráðs á siðasta ári sé stofnun ráð- herranefndarinnar á grundvelli hins endurskoðaða Helsingfors- samnings. Ég er ekki i nokkrum vafa um, að starf hennar getur orðið til samræmingar á starf- seminni á hinum ýmsu sviðum. A slikri samræmingu út frá nauð- synlegri yfirsýn er þörf að minum dómi. Geri ég þó á engan hátt litið úr hinu formlausa sambandi og samstarfi stjórnmálamanna. Starf ráðherranefndarinnar er að sjálfsögðu enn ekki fullmótað. En ég geri mér góöar vonir um árangur af starfi hennar. Samstarfið á sviði menningarmála A liðnu ári náðist einnig mikil- vægur áfangi i menningarsam- starfi Noröurlandaþjóöa me_ð gerð hins norræna menningar málasamnings, sem undirritaður var i Helsingfors 15. marz 1971 og kom til framkvæmda 1. janúar 1972. Hin nýja skipan, sem samning- urinn gerir ráð fyrir, markar nokkur timamót i norrænu sam- starfi, þar sem komið er á fót samnorrænni stjórnsýslustofnun til þess að fjalla um veigamikið samstarfssvið, þar á meðal að hafa með höndum undirbúning sameiginlegrar fjárhagsáætlunar fyrir samstarfið á þessu tiltekna sviði. 1 .essu felst ekki röskun á sjálfsákvörðunarrétti hinna ein- stöku rikja, en stefnt er að hag- virkara skipulagi, gleggri heildarsýn yfir samstarfsverk- efnin og betri nýtingu þeirra fjár- muna, sem til samstarfsins er varið. Jafnframt felur menn- ingarmálasamningurinn i sér ásetning um að efla til muna samstarfið á þessu mikilvæga sviði, og breytir þar engu um, þótt Norðurlandarikin kunni að velja mismunandi leiðir um þátt- töku i evrópskri efnahagssam- vinnu, Þótt menningarmála- samningurinn taki fyrst og fremst til þess samstarfs, sem á sér stað milli rikisstjórnanna eöa með atbeina stjórnvalda er mikil vægt að framkvæmd hans verði þannig hagað, að hún stuðli einnig að eflingu almennra menningar samskipta Norðurlandaþjóða, enda hlýtur það að sjálfsögðu að vera hið raunverulega markmið sliks samnings. Samningurinn gerir, eins og sjálfsagt er, ráð fyrir aðild Norðurlandaráðs að framkvæmd hans, m.a. i sam- bandi við undirbúning árlegrar fjárhagsáætlunar, en um hana verður haft samráð við menn- ingarmálanefnd ráðsins. Rannsóknarstöð á íslandi Á menningarsamstarfssviðinu hafði áður verið stigið merkilegt skref með stofnun norræna menn- ingarsjóðsins. Er þar aö finna visinn að frekara samstarfi á sviði menningarmála. Af islenzkri hálfu er þess vænzt, að hin nýja skipan menningar- málasamstarfsins reynist heilla- rik og nái þeim tilgangi sinum að efla þann þátt norræns samstarfs, sem við teljum okkur sizt mega vanrækja. Meöal þeirra mála, sem hinar nýju samstarfsstofn- anir munu fjalla um þegar I upp- hafi, eru og nokkur, sem sérstak- lega varða Island, svo sem tillög- ur sérfræðinganefndar þeirrar, er skipuð var til að kanna möguleika á að koma á fót norrænni jarö- eldarannsóknastofnun á tslandi. Þá vil ég ekki láta hjá liöa aö lýsa ánægju okkar tslendinga af starfsemi Norræna hússins frá þvi að það tók til starfa 1968. Ýmsir væntu i byrjun litils árang- urs af þessari tilraun, en þar er skemmst frá að segja, að hún hefur tekizt með miklum ágæt- um. Hefur starfsemin öll ein- kennzt af miklum þrótti og bjart- sýni og staðið með meiri blóma en fremstu vonir stóðu til. Það er von okkar, að starfið i Norræna húsinu megi blómgast og dafna i framtiðinni. . . Landhelgismálið Ég vil vikja nokkuð að þvi máli, sem nú ber hæst á tslandi, máli sem varðar efnahagslega afkomu og sjálfstæði islenzku þjóðar- innar. Ég á hér að sjálfsögðu við útfærslu fiskveiðitakmarkanna við tsland. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að efnahagsleg afkoma tslendinga er algerlega háð fisk- veiðum. 80—90% gjaldeyristekna þjóðarinnar koma frá útflutningi sjávarafurða. Séu fiskimiðin við tsland eyðilögð, er fótum kippt undan tilveru þjóðarinnar. Þess vegna er útfærsla fiskveiðitak- markanna lifshagsmunamál. Þar er um að ræða baráttumál, sem öll þjóðin stendur vörð um sem einn maður. Mál, sem lagður var grundvöllur að fyrir aldarfjórð ungi, þégar Alþingi Islendinga á árinu 1948 setti lög um visinda- lega verndun fiskimiða land- grunnsins. Þá þegar var byggt á þvi sjónarmiði, að fiskimiðin við Island væru hluti af auðlyndum landsins innan sanngjarnrar fjar- lægðar frá ströndum miðaö viö aðstæður á staðnum. Þær að- stæður eru augljósar við tslands- strendur. Það er landgrunnið, stöpullinn sem landið hvilir á, sem skapar það umhverfi og þau liffræðilegu skilyrði, sem fisk- stofnarnir þarfnast fyrir hrygn- ingarstöðvar, uppeldissvæöi og forðabúr. Allt helzt þar I hendur til að skapa þaö umhverfi, sem fiskistofnarnir sjálfir byggja til- veru sina á. Þegar þess er gætt, að tsland hefur ekki i aðrar auð lindir að sækja, er óhætt að segja, að stefna sú, sem mótuð var þegar árið 1948, sé byggö á eðli málsins og heilbrigðri skynsemi. Ekki er þvi að neita, að við ramman reip hefur verið aö draga við framkvæmd þessarar stefnu, en hægt og sigandi hefur miðað i rétta átt að settu marki. Þau öfl, sem þar hefur verið við að etja, eru aö sjálfsögðu hags- munir annarra þjóöa, sem löng- um hafa sótt gull úr faömi Is- lenzka landgrunnssvæðisins. Er það kunnara en frá þurfi aö segja, að hagsmunir þessara þjóða, vegna veiða þeirra á fjarlægum miðum, hafa mótaö hinar úreltu reglur um þrönga landhelgi, sem ekki taka neitt tillit til þess, að hér sé um auðlindir strand rikisins að ræöa, heldur eru ein- ungis miðaðar við þaö, að þær sjálfar geti komizt sem næst ströndum annarra til eigin fanga. Til skamms tima var þvi haldið fram af ýmsum að þriggja milna reglan væri hin eina rétta i þessu sambandi án tillits til allra að- stæðna á staðnum. Alls staðar átti hún að gilda. Nú er hún, góðu heilli, úr sögunni. I dag dettur engum i hug að halda slikum kenningum fram. En nú er 12 milna reglunni ætlað aö koma i staðinn — auðvitað til að þjóna nákvæmlega sömu sjónarmiðum. Sem betur fer fyrir tslendinga er þessi grundvallarhugsunarháttur ekki lengur aðgengilegur fyrir samfélag þjóðanna og standa þess vegna vonir til að á haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna, sem ráðgert er að halda á næsta ári, muni verða gengið frá hinum eina raunhæfa grundvelli, sem er mat á aðstæðum á hverj- um stað. Hin 25 ára gamla stefna tslendinga á sivaxandi fylgi að fagna og við erum vongóöir um, að þar verði markinu náð, þannig að ekki þurfi lengur að standa i bardögum vegna þessa velferöar- máls. Að visu er ekki vitað hvort unnt verður að halda ráöstefnuna á næsta ári og nokkur dráttur getur orðið á þvi, aö hún verði haldin. Einnig getur tekiö nokkur ár að ganga frá fullgildingu þeirra samninga, sem ráöstefnan kann að ná samkomuiagi um. Getur ekki beðiö lengur Við tslendingar höfum lengi beðið og tekið þátt i hverri ráð- stefnu á fætur annarri, en nú get- um við ekki beðið lengur. Sivax- andi þróun veiðitækni og hætta á sivaxandi ágangi erlendra veiði- skipa margra þjóða i Islandsmiö- um gæti leitt til tjóns á lifshags- munum tslendinga, sem ekki yröi bætt. Þess vegna hefur rikisstjórn tslands nú ákveðiö að færa út fiskveiðitakmörkin viö tsland i 50 milur hinn 1. september n.k. Jafnframt höfum við hafið viö- ræður viö þær tvær þjóöir, sem mestra hagsmuna hafa að gæta á tslandsmiðum. Enda þótt við getum ekki fallizt á, að rányrkja þeirra á tslandsmiöum um langar aldir skapi þeim rétt til að halda slikum afrakstri áfram, viljum við leggja okkur fram viö að leita lausnar á þeim vanda, sem út- færsla fiskveiöitakmarkanna skapar nú fyrir togaraútgerð þeirra, ekki sizt vegna þess að ýms önnur fiskimið eru þegar uppurin. Þessar umræöur hafa staðið yfir siðan i ágúst og er enn eigi lokiö. Það er einlæg von ts- lendinga, að takast megi að finna viðunandi lausn á þeim vanda- málum, sem þessi timamót skapa. Slik lausn er aö áliti rikis- stjórnar tslands hina eina rétta og nú hefur sá sögulegi atburður gerzt, að þessi stefna hefur verið samþykkt á Alþingi með at- kvæðum allra Al.ingismanna. Ég mun ekki orölengja þetta frekar, en ég vil nota tækifæriö á þessum fundi bræðraþjóðanna á Norðurlöndum til að heita á vini okkar hér aö sýna skilning i baráttu islenzku þjóðarinnar fyrir lifi sinu og við vonum i lengstu lög, að aðrar þjóðir muni ekki reyna að beita okkur efna- hagslegum þvingunaraðgerðum til þess að knýja okkur til að falla frá þeirri stefnu, sem viö hljótum að fylgja. öllu heldur að allir geti sameinast um að viðurkenna hinn rétta sess islenzku þjóðarinnar — að gegna þvi starfi i alþjóölegri verkaskiptingu, sem henni er ætlað frá náttúrunnar hendi — að framleiða þær einu afuröir, sem náttúran hefur skammtaö henni til hags fyrir hana sjálfa og vina- þjóðir hennar. t leiðinni vil ég aðeins nefna, að Frá Noröurlandaráösfundinum i Þjóöleikhúsinu Ólafur Jóhannesson fyrir þessu þingi liggur tillaga, sem að nokkru snertir það mál- efni, sem ég hér hefi rætt, nefni- lega tillagan um samvinnu i haf- réttarmálum. Þar sem hún verður hér siðar á dagskrá skal ég ekki fjölyrða um hana i þessu sambandi, en vil þó aöeins undir- strika, að af tslands hálfu hefur hún fullan stuðning og að i okkar augum er mikilvægt, að hún fái hér jákvæða afgreiðslu. Efnahagssamstarf Evrópu ríkja Efnahagssamstarf hefur löng- um verið eitt aðalumræðuefni i Norðurlandaráði og svo er einnig nú. En nú beinist athyglin ekki fyrst og fremst að efnahagssam- starfinu milli Noröurlanda heldur að samningum þeirra, nýgeröum og væntanlegum, við Efnahags- bandalag Evrópu. Þótt mikils- verður áfangi hafi náöst með samningum Danmerkur og Noregs, rikir enn nokkur óvissa um örlög þeirra og einnig um niðurstöður þeirra samningsviö- ræðna hinna Norðurlandanna, sem nú standa yfir. Á meöan þessi mál eru ekki til lykta leidd, hljóta athuganir og undir- búningur að frekara efnahags- samstarfi Norðurlandanna að miða hægt áfram. En samt er full ástæða til, að við itrekum vilja- yfirlýsingu um áframhaldandi samstarf og áskorun um gagn- kvæman stuðning i þeim samn- ingaviðræðum við Efnahags- bandalagið, sem fram undan eru. Islenzka rikisstjórnin hefur mikinn hug á þvi aö gera viö- skiptasamning viö Efnahags- bandalagið til aö tryggja áfram- haldandi friverzlun viö núverandi EFTA-lönd og bæta aðstöðuna til viðskipta viö Efnahagsbanda- lagslöndin. Þó er fyrirsjáanlegt, að það veröur miklum erfiðleik- um bundið að ná hagstæðum samningi fyrir Island, þvi að vegna andstöðu EEC-landa gegn útfærslu fiskveiðiögsögunnar viíí Efnahagsbandalagið ekki fallast á að veita tollfriðindi fyrir islenzk an freðfisk og isfisk, sem eru helztu útflutningsafurðir tslands. Okkur finnst þessi afstaða banda- lagsins ósanngjörn og óraunhæf, en vafasamt er, að henni fáist breytt fyrr en almenn viðurkenn- ing fæst á nauðsyn hinna fyrir- huguðu friðunarráðstafana. Spurningin er þvi, hvort eða hvers konar samningur getur náöst viö bandalagið og er óger- legt að svara henni eins og nú standa sakir. Næstu samninga- fundir tslands og Efnahags- bandalagsins verða haldnir i marzmánuði. Af tslands hálfu verður lögð rik áherzla á aö ná aðgengilegum samningi viö bandalagið og koma i veg fyrir, að hin nánu viöskiptatengsl ts- lands og Vestur-Evrópu, ekki sizt Norðurlandanna, rýrni. Svo sem kunnugt er, hefur sam- starf Norðurlanda á vettvangi Sameinuðu þjóðanna verið mjög náið og alger samstaða i flestum mikilvægum málum. Er enginn vafi á, að slik samvinna hefur verið til stórbóta og staða land- anna þannig veriö ólikt sterkari út á við heldur en ef þau ynnu að framgangi mála hvert i sinu lagi. Ég tel þvi mjög mikið liggja við, að haldið verði áfram á þessari braut til framdráttar norrænum hugsjónum á sviði alþjóðamála”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.