Tíminn - 20.02.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 20.02.1972, Blaðsíða 16
 Nú beinist heimsathyglin að Kína Nixon kemur til Peking á morgun Kæfta Formósu Meðan Nixon dvelst i Kina, þykir nokkuð vist, að Formósu- málið verði rætt i einkavið- ræðum. Þar sem b&ðir aðilar vita hversu viðkvæmt málið er, munu þeir forðast að láta það hafa of mikil áhrif til að skemma ekki heimsóknina. Þó er hægt að komast að vissu samkomulagi, án þess að afstöðunni sé að nokkru leyti breytt. Þess er til dæmis ekki að vænta, að Kina gefi Bandarikjunum neina opinbera tryggingu fyrir þvi.að ekki verði beitt valdi til að ná aftur yfir- ráðum yfir Formósu. Álika ósennilegt er,að Bandarikin gefi Chang Kai-chek opinberlega upp á bátinn. Ljóst er af ýmsu, sem leiðtogarnir hafa sagt siðan til- kynnt var um heimsókn Nixons til Peking, að afstaða rikjanna hvors um sig stendur ekki lengur þvert á afstöðu hins. Kina hefur allta tið haldið fast við þaö, að það sé innanrikismál að innlima For- mósu i Kina. Allt þar til i fyrra sögðu Bandarikin að F’ormósa kæmi meginlandinu ekkert við og að stjórnin þar væri hin eina lög- lega i landinu. t nóvember sl. brá svo við, að Henry Kissinger ráð- gjafi Nixons tók til orða á þá leið, að deila ,,hinna tveggja kin- versku rikja” yrði að leysast meö samningum. Þeir sem bezt þekkja til málanna lita á þessi orð Kissingers sem vott þess, að stjórn Nixons sé nú reiðubuin að viðurkenna, að h’ormósumálið sé innanrikismál Kina. t viðtali við James Reston i New York Times i ágúst i fyrra, sagð Chou En-lai, að Kina fær ekki fram á lausn Formósu- deilunnar þegar i staö. ,,För i þágu friðar” Nixon lagði af staö á fimmtu daginn með þá von i brjósti, að ferðin yrði „ferö i þágu friðar” eins og hann oröaði þaö. Aöur en hann fór upp i flugvél sina, hélt hann stutta ræðu á grasflötinni við Hvita húsið, og hlýddu þúsundir manna á mál hans. Hann lagði enn einu sinni áherzlu á, að ekki mætti búast við of miklum árangri af förinni. — Okkur mun framvegis sem hingað til greina á um ýmislegt, sagði Nixon, -en við verðum að finna leið til að halda þvi áfram, án þess að berjast i styrjöld. Ef hún finnst i þessari för, verður hún óneitanlega til friöar. :!(lll gestir Hið opinbera fylgdarlið Nixons er 13 manns, þeirra á meðal Rogers utanrikisráðherra og Kissinger ráðgjafi, og svo auð- vitað forsetafrúin. Kissinger fór fyrstur til Kiná og hafði heim með sér bqðið til forsetans að koma til Kina. I annarri heimsókn sinni til Kina undirbjó Kissinger forseta- heimsðknina i samráði við kin- versku leiðtogana. Alls koma um 300 Bandarikja- menn til Kina i sambandi við heimsókn Nixons, sem er fyrsta heimsókn vestræns þjóðhöfðingja þangað. Tvær flugvélar með blaðamenn innanborðs, um 80 manns, lögðu af stað frá Washington rétt á undan forseta- flugvélinni. A bandariskan mæiikvarða er þetta litill hópur, en þó sá lang- stærsti, sem heimsótt hefur Kina i 25 ár. Stór hluti heimsins mun þessa' vikuna fylgjast i ofvæni með einum óvæntasta og söglulegasta atburði þessarar aldar: heimsókn bandarisks forseta til Kina. Gervihnöttur til endurvarps er á sinum stað i geimnum, yfir Gilbert-eyjaklasanum i vestur- hluta Kyrrahafs, og bandarisk sendistöð hefur verið flutt til Shanghai. Um þetta net verður heimsókninni komið um allan Frh á bls. 13 Þegar Nixon forseti kemur til Kina á morgun, hefur hann stigið stórt skref í átt að þvi marki sem hann setti sér, löngu áður en menn héldu aö hann yrði forseti Bandarikjanna. Undanfarið hefur hann vakið athygli á ýmsu, sein hann skrifaði árið I!)(i7, i árs- fjórðungsrit, sem kallast „Erlend málefni”. Þar stendur m.a.:„Þegar fram i sækir, höfum við alls ekki efni á að hafa Kina utan við fjölskyldu þjóðanna.” Sú staðreynd, að Nixon vakti máls á þessu áður en hann bauð sig fram i forsetakosningum, sýnir, að grundvöllur er undir ák- vörðun hans um Pekingförina. Tilkynningin um,að Nixon ætlaði til Peking var birt i júli s.l„ öllum að óvörum. Margir hafa ef til vill gleymt þvi, að Nixon var fyrsti bandariski stjórnmálaleiötoginn, sem vakti máls á nauðsyn þess að bæta sambandið við Kina, og fáum er kunnugt um að hann hefur unnið að framgangi málsins alla tið siðan. Sa mningamögulcikar. Sú áhætta er fyrir hendi i sam- bandi við ferðalagið, að fólk búist viðallt of miklu af þvi. Björtustu vonirnar valda.sem kunnugt er, stærstu vonbrigðunum. Vegna þessa hafa bæði Nixon sjálfur og Chou En-lai forsætisráðherra Kina varað við of miklum vonum og sagt.að gjáin milli landanna, sem breikkað hafi siðustu 20 árin vegna algjörs sambands leysis, verði ekki brúuð með fárra daga viðræðum. Samt sem áður vill alheimurinn að einhver sérstakurárangur náist af atburði, sem vakið hefur svo geysilega atygli. Þar sem báðir aðilar hafa viljað koma á fundi og sýnt viðleitni til aö allt megi takast sem bezt, þykir fóki liklegt.að árangurinn verði ekki aðeins venjuleg yfirlýsing. l'egar rætt er um árangur, eru einkum tvö atriöi, sem til greina koma. t lyrsta lagi, að komið verði upp þeim tækjum sem tryggja eigi sambandið milli Washinton og Pekin og i öðru lagi, að samningar verði gerðir um verzlunar- og menningarleg sam- skipti landanna. 1 þetta sinn er ekki búizt við að samkomulag náist um l'ullt stjórnmálasam- band Bandarikjanna og Kina. Formósustjórnin er viðurkennd af Bandarikjunum, eins og kunnugt er, og Alþýðuveldið hefur alltaf neitaö að hafa sam band við riki, sem viðurkenna Formósustjórnina sem hina einu stjórn Kina. Nixon fiandarfkjaforseti Kissinger (fremst til vinstri) og meöiimir nefndar hans við Kinamúrinn. Bandarikjamennirnir dvöldu f Kfna i október sl. við undirbúning þeirrar heimssögulegu feröar, sem nú er hafin. EF TIL VILL EKKI Á DAGATALINU - EN í TÍZKUNNI SANNKÖLLUÐ ARAAULI 1 A • SIMI 86-113 Sunnudagur * 20. febrúar 1972 *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.