Tíminn - 22.02.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.02.1972, Blaðsíða 1
BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR Nýju skuttog- ararnir munu bæta hag frystihúsanna ÞÓ—Eeykjavik. A næstu 2—3 árum er gert ráð fyrir að 31 skuttogari bætizt í flota landsmanna, og fer þá togara-, flotinn aoeins að nálgasí þaö sem var, meöan hann var og hét. Arið 1960 geröu tslendingar t.d. lít 46 togara, en um þessar mundir eru abeins gerö út 22 skip. Lúðvik Jósefsson sjávarútvegs- ráðherra sagði á blaðamanna- fundi i gær, að mörgum þætti það stórt stökk að kaupa svona mörg skip á stuttum tima. Sagðist Lúðvik gera sér grein fyrir þvi, að þetta stökk væri allt hið stærsta. Hitt vissu allir, að við værum að færa út landhelgina, og við það færu 300 erlendir togarar af miðunum. Ef við f jölguðum ekki okkar eigin togurum, væri hægt að ásaka okkur fyrir að hlifa miðunum allt oí mikiðenerlendu veiðiskipin veiddu 300 þtis. tonn á ári á tslandsmiðum, eða álika og allur bátafloti landsmanna fiskar af hliðstæðum fisktegundum. Þá sagði Liiðvik, að aðeins 5 togarar af núverandi togaraeign gæti talizt nothæfir til frambúðar, hinir væru 20 til 25 ára gamlir og úr sér gengnir. Þótt við bætum 31 togara við, fyllum við ekki i skarðið, en við' léttum á miðunum, þegar erlendu veiði- skipin eru farin. Með tilkomu nýrra togara gjörbreytast allir veiðimöguleikar sem um leið eiga að færa okkur betra hráefni. Þá gat ráðherran þess, að mannasparnaður um borð i hverjum togara yrði mikill, og ef miðað væri við okkar gömlu togara, væri hægt að gera út 19 skuttogara af millistærð á móti 11 nýsköpunartogurum. Fiskiðnaðurinn um þessar mundir gerir allt aðrar og meiri kröfur til hráefnis en áður og sagði ráðherra, að þar stæðum við langt að baki Norðmönnum, en þeir hafa lagt rika áherzlu á að frystihusin fái jafnt hráefni árið um kring, og telja þeir skut- togara af millistærð hafa reynzt bezt. Þá þrýsta islenzkir sjómenn einnig á, þar sem þeir eiga ekki aöeins að hafa gott kaup á vetrar- vertið. Með þessum skuttogurum, sem gert er ráð fyrir að verði keyptir, fáum við fyrst flota, sem gerur nýtt djúpmiðinn. Þeir togarar, sem væntanlega munu bætast i islenzka togara- flotann á næstu 2—3 árum eru 8 togarar af stærri gerð (900—1100 rúmlestir), þar af verða 2 smiðaðir innanlands. 12 aðilar hafa uppfyllt skilyrði i sambandi við kaup á skuttogurum af stærðinni 400—500 lestir,. Til viðbótar þessari tölu koma 5—7 skip af þessari stærð. Þá er verið að smiða einn togara af þessari stærð innanlands, og eru þetta þvi 20 skip. Að auki eru likur á að 3—4 skip af stærri gerðinni verði keypt til viðbótar við áður gerða samn- inga. Þá minntist Lúðvik aðeins á þá tvo litlu skuttogara, sem gerðir hafa verið út frá Austfjörðum s.l. ár. Gat hann þess, að þeir hefðu kostað 42 millj. en hefðu fiskað fyrir40millj.kr. á s.l. ári. AK Reykjavfk Aðalfundi og afmælissamkom- um Kaupfélags Þingeyinga lauk á sunnudagskvöld. Aðalfundurinn ráðstafaði einni milljón króna úr menningarsjóði félagsins til menningarmála i héraðinu i tilefni 90 ára afmælisins eins og sljórn félagsins lagði til á Þverár- fundinum. Fundurinn ákvað að Bókasafn Suöur - Þingeyinga skyldi hljóta hálfa milljón króna af þessari upphæð. Kaupfélagið stofnaði safnið og hefur látið sér mjög annt um það. Þetta fé kemur sér nú vel, við flutning safnsins i safnhús sýslunnar, þar sem skipulag þess og bókakostur veöur bættur. Þá ákvað fundurinn aö veita Héraðsskólanum á L.augum 100 búsund krónur. Myndin er af gamla bænum á Þverá. Jens Ottó Krag á Norðurlandaráosþingi: Islendingar hafa fengið versta tilboðið frá EBE Helsingfors Almennu um þingi Norðurlan ræöurnar á 20. daráðs stóðu yfir á laugardag og sunnudag, og var þá m.a. rætt um landhelgismál og efnahagsmál. tslendingar tóku þátt i þessum umræðum, og var ræða ólafs Jóhannessonar for- sætisráðherra birt i Timanum á sunnudag, og ræða Jóns Skafta- sonar er f blaðinu I dag. Auk þeirra hafa tekið til máls af hálfu islands þeir Oylfi Þ. Gfslason, Jó- hann Hafstein og Bjarni Guðna- son. Ræöa Jens Otto Krag, forsætis- ráðherra Dana, vakti almenna athygli islenzku fulltrúanna á þinginu, en hann sagði m.a. i lauslegri þýðingu: „Það samningstilboö sem Is- lendingar hafa fengið frá Efna- hagsbandalagi Evrópu er örugg- lega þaö versta, sem bandalagið hefur boðið löndum, sem ekki óska eftir fullri aöild. Þetta er ekki aðeins dönsk skoðun, þvi að ég held ég megi segja, að þetta sé almenn skoöun, einnig EBE-land- anna sex i Brussel. Þess vegna er ástæða til að álita, að þetta samningstilboðgetiorðiðbetra. A sama tima og við erum allir með hugann við tengsl okkar við Efna- hagsbandalagið, stendur tsland auk þess mitt i samningum um mál sem er lifshagsmunamál ts- Frh á bls. 18 Myndin var tekin af forsætisráðherrum Norðurlandanna f Helsingfors I gær. F.V. Bratteli, Noregi, Krag, Danmörku, Palme,Svfþjóð, Ólafur Jóhannesson,íslandi og Aura, Kiiiiilandi. (Sfmamynd) Ræða Jóns Skaftasonar á Norðurlandaráðs þingi er á bls. 12 lixon Bandanl ¦ ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.