Tíminn - 22.02.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 22.02.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriöjudagur 22. febrúar 1972 Edward Derwinski, formaður bandarísku þingmannanefndarinnar, sem heimsótti ísland í sumar: Kröfur íslendinga í land- helgismálinu sanngjarnar Kdward Derwinski þingmaöur er það, sem sumir tslendingar kalla dæmigcrður Amerikawdi: Burstaklipptur, hýr og talar meö hrcim Miðvesturrikjamanns. En viö nánari kynni koma sérein- kennin i Ijós. Derwinski, sem veriö hefur þingmaöur fyrir Chicago, Illinois i 14 ár, cr sagn- fræðingur aö menntun og hcfur mjög skarpan skilning á heims- pólitikinni. 1 lok siðastliðins ágústmánaðar kom Derwinski ásamt litilli dótt- ur sinni, Maureen Sue, til tslands með fleiri þingmönnum og sena- torum til að kynna sér afstöðu nýju stjórnarinnar sérstaklega varðandi Nato-stöðina. ,,Eg var afar hrifinn af fólkinu og landinu, að minnsta kosti þvi, sem ég sá af þvi, og dóttir min hafði gaman af að koma á bak is- lenzkum hesti”, sagði Derwinski. Nýlega tók Derwinski sæti sem einn af fulltrúum Bandarikja- manna á Allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna. Samt gerir hann sér engar tálvonir um, að Sam- einuðu þjóðirnar muni leysa vandamál heimsins, og af sömu skarpskyggni, blandaðri dálitilli tortryggni, iitur hann á þróun is- lenzkra stjórnmála. „Það er of snemmt að dæma nýja stjórn, áður en hún byrjar að stjórna”, segir Derwinski, „enda skilst mér, að innan stjórnarinnar séu menn enn þá ósammála um, hver staða varnarstöövarinnar verði”. Hann segir, að hinn aukni floti Rússa i Norður-Atlantshafi sé ekki nýr af nálinni. Hið nýja sé af- staða nýju stjórnarinnar á Is- landi. „Rússar hafa verið að byggja flota sinn hægt og bitandi, við höf- um bara ekki tekið eftir þvi. Viö hefðum átt að hafa áhyggjur af þessu fyrir löngu, og ekki einung- is við, heldur einnig Norðmenn Danir og aðrar Nato þjóðir, sem þetta snertir vegna landfræði- legrar legu. Að fjarlægja Natóstöðina i Keflavik myndi af skiljanlegum átæðum gleðja Rússa, segir Der- winski, en spurning hvort það berður hagkvæm breyting fyrir tslendinga, og hann svarar sjálf- ur: „Maður verður að skoða hnött- inn i heild. Rússar hafa aukið framtakssemi sina á Miðjarðar- hafi, þeir eru að leita að nýjum bækistöðvum á Indiandshafi, og þeir hafa enn þá not af kubönsk- um höfnum.Vegna þessarar þró- unar er nauðsynlegt, að hinn frjálsi heimur sé áhyggjufullur yfir vaxandi hernaðarmætti Sovétrikjanna á höfunum.” Derwinski telur óliklegt, að ís- lendingar geti sjálfir annazt hefur herskyldu, muni ekki kunna varnarstöðina i Keflavik, þar sem sð beita. um margbrotin hernaðareftirlits- „Mérskilst, að eina framlag Is- tæki sé að ræða, sem þjóð er ekki lands til Nató sé að láta i té svæði llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllimill!lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll| Sólveig Eggerz Brownfeld ótti þetta | viðtal við Edward Derwinski í | 1 Wasihnington eftir heimsókn hans | 1 til íslands | Iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiil fyrir varnarlið. Það leggur hvorki fram mannafla ne'fé”, segir Der- winski. „Stöðin þjónar gagn- kvæmum tilgangi. Hún er mikils- virði fyrir Bandarikin til at geta fylgzt með Sovétflotanum, en Is- lendingum sér hún fyrir loftvörn- um.” Derwinski álitur, að það verði að vera mál milli Nato og is- lenzku rikisstjórnarinnar, hvort Islendingar geti verið áfram i Nato, án þess að leggja til var- narstöðina. Hann segist álita, að íslending- ar hafi góð kjör núna varðandi herstöðina, og róttæk breyting á þeim mundi hvorki verða Banda- rikjamönnum, Nato né Islending- um i hag. „Hversu mikinn áhuga Rússar hafa á fslandi, veit enginn nema þeir sjálfir”, segir Derwinski, en hann ráðleggur söguskoðun til að sjá málin i réttum hlutföllum. Hann telur bezt að byrja á þvi að athuga reynslu Chamberlains i Muchen, þegar hann hugðist fá endanlegan friö með þvi að vera hlutlaus og afhenda Tekkóslóva- kiu. „Eftir lok siðari heimsstyrjald- arinnar komu Dubeck og fíeiri, sem héldu, að þeir gætu verið hlut lausir, en Rússar sönnuðu, að þeir hleyptu engum út fyrir sitt valda- svæði”, sagði Derwinski. Hann vitnar lika i reynsluna af Rússum i Arabarikjunum. „Rússar geta gefið alls konar vin- samlegar yfirlýsingar, þó þeir geri allt annað en þeir segja. I Súdan t.d. þóttust þeir vera vin- veittir stjórninni, meðan þeir unnu að velta henni úr sessi.” „Ef þetta er „modus operandi” Rússa, þá ber að fara varlega i öllum viðskiptum við þá”, segir Derwinski. Hann telur það hugsanlegt, að Islendingar geti verið hlutlausir án varnarliðs fyrst um sinn, en um leið og eitt hvað beri út af i heiminum, yrði Island á svipstundu hertekið af Rússum. Hann bætir við: „Ef Banda- rikjamenn færu frá stöðinni og hún væri eftir eins og hún er, yrði það mikil freisting fyrir Rússa að flytja inn og nota hana.” Útfærslu landhelgarinnar telur Derwinski alls óskylt herstöðva- málinu hvað Bandarikjamönnum viðvikur. Kröfu Islendinga i þvi máli telur hann sanngjarna. „íslendingar byggja efnahag sinn meira og minná á fiskveið um, og eðlilegt er, að þeir leggji sig alla fram til að vernda fisiðn- að sinn,” segir þingmaðurinn. „Vegna sérstöðu islenzks efna- hags er réttlætanlegra fyrir þá að færa út landhelgi sina en nokkra aðra þjóð, sem ég þekki”. TILRAUNAÚTGÁFA FYRIR 12 ÁRA BÖRN Fátækar vorlegar smámeyjar, sem stiga dans i túni. Úr Fuglinn i fjörunni. Aldrei hafði Sigurður séð svo ámáttleg kvikindi. Úr Himin- bjargarsögu. OÓ-Reykjavik. Nv lestrarbók handa 6. bekk barnaskóla er komin út hjá Rikisútgáfu námsbóka. Þorleifur Hauksson, cand. mag., og Gunnar Guðmundsson, skólastjóri, völdu efnið og sáu um útgáfuna. Sömdu þeir einnig skýringar, sem fylgja bókinni. 40 myndir og skreytingar eftir Harald Guðbergsson eru i bókinni. Þetta er bráðabirgðaútgáfa. sem bæta á úr þörf á auknu lestrarefni 12ára barna. Er bókin hugsuð sem tilraunaútgáfa til undirbúnings heildarendurskoð- un á lestrarefni barnaskóla. Er ætlunin að gefa út á næstunni út- gáfur ætlaðar yngri börnunum. 1 bókinni er kafli úr Egilssögu og nokkrar þjóðsögur. Þá er valið i hana efni eftir marga af fremstu rithöfundum þjóðarinnar og dálitið er af þýddu efni, m.a. eftir William Heinesen. Abu Dhabi — Kloi Bedúín borgari 3. grein norska blaða Margir tala um „oliuævin týrið”, og hver hefur lika lifað annað eins og það, sem átt hefur sér stað i þessu litla furstadæmi? Það er eins og nú- timaævintýri úr „Þúsund og einni nótt”. Gjörbreyting hefur orðið á fimm árum, landið hefur breytzt úr kyrrstæðu bedúinasamfélagi i arabiska Klondyke með skjótum, æsingslegum hætti. Klondyke, þar sem allt snýst um oliu — hið svarta gull. Olian streymir frá Abu Dhabi — peningarnir streyma að. I fyrra gat Sayed Manni al-Otaibi oliu- ráðherra gefið upp oliuhagnað að upphæð 32.500 milljónir króna. Fyrir tiu árum voru heildartekjur rikisins aðeins um 50 milljónir. Þáverandi landsdrottinn þessa eyðimerkursvæðis taldi eignir sinar i úlföldum og döðlutrjám — núverandi soldán er einn af auðugustu mönnum heims. íbúar Abu Dhabi eru aðeins um 55.000, og þar sem arðinum af oliunni er skipt réttlátlega, eru árstekjur hvers einstaklings nær 650.000 kr., og skattfrjálsar, þvi hér þarf fólk ekkiað greiða skatta og skyldur. Miðað við stærð er Abu Dhabi nú óumdeilanlega auðugasta land I heimi. Kuwait var i mörg ár efst á blaði hvað meðaltekjur snerti, en hefur nú ekki roð við þessum nágranna sinum við Persaflóa. Og munurinn á meðal- tekjum i Abu Dhabi.pg öðrum löndum heims eykst stöðugt. Þetta litla eyðimerkurriki fékk stóra vinninginn i þvi happdrætti, sem oliuleitin er. Olian streymir fram i sivaxandi magni, og Abu Dhabibúar eru rétt byrjaðir að taka af þessari miklu auðlind. Reiknað er með að oliutekjurnar tvöfaldistá næstu tveim árum, og að 1975 verði þær orðnar 90-105 þús. milljónir króna. Búizt er við, að oliuframleiðslan verði komin upp fyrir 100 milljónir lesta árið 1976. Hraðfara þróun. Allt ber oliuauðnum vitni. Varla nokkurs staðar i Mið- Austurlöndum eru slikar byggingaframkvæmdir. Rödd prestsins úr turni bæna- hússins er borin ofurliði af hávaða frá þúsundum bila, dráttarvéla, steypuhrærivéla og jarðýtna. Borgin Abu Dhabi — landið og höfuðborgin heita sama nafni — kemur fyrir sjónir sem einn mikill byggingarstaður. Skrifstofubyggingar, hótel og auðmannahús spretta eins og sveppir upp úr sandinum. Nýja simstöðin litur út eins og höll, og er ekki ein um það. Úti fyrir kvik- myndahúsunum glampa neon- ljósaskilti i sterkum litum. 1 ljósaskiptunum kvikna hundruð ljósa á glæstri strandgötunni — óvenjuleg og töfrandi sjón mörgum, á stað þar sem götu- lýsing kom fyrst til sögunnar fyrir tveim árum. Allt er þetta oliunni að þakka. En ibúar Abu Dhabi eru fremur ruglaðir en hamingjusamir vegna alls þessi rikidæmis, sem svo skynciilega flaut yfir þetta bedúínasamfélag, sem átti sinn sérkennilega og fastmótaða lifs- máta. Stór stökk. Abu Dhabi hefur stokkið beint úr 15. öldinni yfir i þá 20. — frá miðöldum yfir i oliuöldina, segir Mounir Chalwai hóteleigandi, sem fluttist hingað frá Libanon. Fyrir tiu árum bjuggu ekki aðrir i landinu en 15.000 bedúinar og veiðimenn, sem áttu i stöðugri baráttu við miskunnarlausa náttúru til þess að draga fram lifið. Abu Dhabiborg var litið meira en leirkofaþyrping, þar sem nokkrar þúsundir manna höfðust við — litil verzlunar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.