Tíminn - 22.02.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.02.1972, Blaðsíða 13
Þriöjudagur 22. febrúar 1972 TÍMINN 13 Sýna erlendum gestum íslenzkan fatnað, skart- gripi og skinnavörur Eins og undanfarin ár, mun Islenzkur heimilisiönaöur og Kammageröin standa fyrir sýningum á Islenzkum fatnaöi, skartgripum og ýmissi skinna vöru á þeim ráöstefnum, sem fyrirhugaöar eru hér á landi I sumar fyrir erlenda feröamenn. Sýningar þessar hafa vakiö mikla athygli og hrifningu hinna erlendu gesta undanfarin sumur. Þær eru á dagskrá ferða- áætlunarinnar, annaö hvort við hádegisverö eöa kvöldverð, og eru tii mikilla þæginda fyrir gestina, þar sem þeir geta séö hina islenzku fataframleiðslu og ákveðiö sig hvaö kaupa skuli. Kynnir á sýningunum verður, eins og áöur, Sigriður Ragna Siguröardöttir, og kemur hún fram á islenzkum búningi sem vekur jafnan mikla hrifningu. Sýningarstúlkur eru úr Model samtökunum. Rammageröin. Islenzkur heimilisiðnaður. Sinfóníuhljómsveitin heldur eigin dansleik - býður höfundi Fiðlarans hingað Þó-Reykjavik. Þann 19. marz nk. mun starfs- mannaféilagSinfóniuhljómsveitar tslands efna til ,, Sinfóniuballs 72’’, i Súlnasal Hótel Sögu. Allt verður gert til að gera kvöldið eftirminnilegt fyrir gesti, — hljómsveitin öll mun leika fyrir dansi, Vinarvalsa og fleiri dansa, en auk þess mun minni hljómsveit, skipuð hljóm- sveitarmönnum, leika fyrir dans- inum gömul og ný dægurlög að ógleymdri hljómsveit Ragnars Bjarnasonar, sem einnig mun leika fyrir dansinum Heiðursgestur kvöldsins veröur bandariska tónskáldið Jerry Bock, sem samið hefur tónlistina viö „Fiðlarann á þakinu” og fleiri söngleiki^sem slegið hafa i gegn. Sinfóniuhljómsveitin mun leika þekkt lög eftir Bock, undir hans stjórn,og einnig mun hann flytja ræöu kvöldsins. Jerry Bock er nú 44 ára gamall og hefur náð að verða eitt vinsæl- asta tónskáld, sem samið hefur söngleiki i Bandarikjunum. Fyrir Fiölarann fékk Bock Tony verð- launin 1965. Fiölarinn gengur enn á Broadway og nálgast i sýninga- fjölda óðum leikritiö Pabba (Life with father), sem lengst hefur gengið til þessa. Veizlustjóri verður Gylfi Þ. Gislason. Fastir áskrifendur að tónleikum St hafa forkaupsrétt að miðum á dansleikinn. Jerry Bock Ný bók frá Erni og Örlygi: ^ TRYGGINGAHANDBOKIN Það er alkunn staðreynd, að löggjöfin um almannatryggingar er mjög margbrotin, enda ná bæt- ur almannatrygginga yfir vitt svið. Þess finnst fjöldi dæma að þeir, sem hvað mesta þörf hafa fyrir þá vlðtæku þjóðfélagsað- stoð, sem felst í almannatrygg- ingum, gera sér minnsta grein fyrir réttindum sinum. Nú er komin út bók, sem ætlað er að leysa þennan vanda borgara. Nefnist hún TRYGGINGAHAND- BÓKIN og er tekin saman af Gunnari G. Schram, en hann hafði áöur tekið saman LÖG- FRÆÐIHANDBÓKINA, sem hlotiö hefur miklar vinsældir hjá almenningi. Fólk gerir sér ekki ætlð grein fyrir hvaða réttindi það á sam- kvæmt almannatryggingum. Hvenær ber að greiða þvi bætur ef það slasast eða veikist — og hvenær ekki. Hver er t.d. aöstaða einhleyprar móður eða ekkju með börn á framfæri sinu innan trygg- ingakerfisins. TRYGGINGAHANDBÓKIN er handhægur leiðarvisir, sem fljótlegt er að fletta upp i, ef á þarf að halda. Þar eru t.d. raktar reglur um ellilifeyri, örorku- lifeyri, makalifeyri, fjölskyldu- bætur og barnalifeyri. Greint er frá stöðu kjörbarna, stjúpbarna og munaðarlausra barna. Skýrt er frá hiutverki sjúkrasam- laganna og lifeyrissjóðanna. Þá er og i bókinni fjallað um frjálsu tryggingarnar, sem koma til þegar a lmannatryggingum sleppir og veita einstaklingum mikilvæga tryggingavernd. Þetta er i fyrsta sinn sem slik bók er gefin út hér á landi. Hún er gagnleg hverju heimili og mætti nota sem kennslubók i skólum landsins. Höfundur bókarinnar er Gunnar G. Schram, en hann lauk doktors- prófi i þjóðarétti frá háskólanum i Cambridge árið 1961 og starfar nú sem þjóðréttarfræðingur utan- rikisráðuneytisins. Undanfarin misseri var höfundurinn lektor við lagadeild Háskóla Islands. Gunnar var um nokkura ára bil blaðamaður og ritstjóri, og nýtur þeirrar reynslu sinnar við gerð þessarar bókar, þar sem hin margbrotnu ákvæði islenzka tryggingakerfisins eru skýrð og túlkuð, svo auðskilin verða hverjum manni. Höfundur getur þess, að við samantekt bókarinnar hafi hann notið liðsinnis Sigurðar Ingi- mundarsonar, forstjóra Trygg- ingastofnunar rikisins, og Bjarna Þórðarsonar framkvæmda stjóra Sambands islenzkra trygg- ingafélaga. TRYGGINGAHANDBÓKIN er prentuö i Prentsmiðjunni Eddu h.f. Káputeikningu gerði Hilmar Helgason hjá auglýsingastofu Gisla B. Björnssonar. Formaður Bandalags háskólamanna segir: „Hörmum aðgerðir BSRB” SJ-Rcykjavík Bandalag háskólamanna efndi til blaðamannafundar á fimmtu- dag, þar sem forystumenn þess mótmæltu harölega þeim launa- kröfum, sem BSRB hefur nú lagt fyrir Kjaradóm. Formaöur Bandalags háskóla m anna, Kagnar Ingimarsson, kvaöst harrna aögeröir BSRB I þessu máli, sem hann taldi litiö dreng- skaparbragð. t kröfum BSRB telja háskólamenn beinllnis ráö- izt aö þeim launaflokkum, sem þeir skipa, og starfsmatiö frá þvl viö siðustu samninga virt aö vett- ugi. Bandalag háskólamanna hefur ekki samningsrétt. Há- skólamenn I þjónustu rtkisins hafa undantekningalítiö sagt sig úr BSRB, sem þó semur um laun þeirra eins og annarra rikis- starfsmanna. Háskólamenn hafa þvi engan lagalegan möguleika á aö reka réttar slns. Þaö er álit BHM, aö mjög hafi veriðgengiöá hlut háskólamanna i siöustu heildarsamningum miðaö viö kjör á frjálsum mark- aði, en laun þeirra voru ákveðin um 15 - 20% lægri en vera átti samkvæmt viðmiöun þeirri viö frjálsan markaö, er stuðztvar við, var sá munur meiri en hjá öðrum starfshópum, er samningarnir náðu til. Enn hefur þetta misræmi aukizt, þar eð viðmiðunarstéttir háskólamanna hafa eftir samn- ingana fengið 17 - 20% launa- hækkun. t kröfum BSRB nú er krafizt minnstrar hækkunar fyrir þá, sem mest vantar upp á að nái sambærilegum kjörum við frjáls- an vinnumarkað, og þar með að þvi stefnt að munurinn aukist enn. Bandalag háskólamanna telur, að með kröfugerð, sem stórlega mismunar þeim launþegum, sem taka laun samkvæmt kjarasamn- ingi rikisstarfsmanna, sé i raun- inni vegið að samningnum sjálf- um, en i honum eru hlutföll fast- mælum bundin út samningstima- bilið. Stjórn BHM tekur fram, að meðan samningsréttarmálum SKIPTAFUNDUR Skiptafundur veröur haldinn i þb. Oks h.f„ Bolholti 4, Reykjavik, föstudaginn 25. þ.m. I dómsal borgarfógeta- embættisins I Skólavöröustig 11 og hefst kl. 2 e.h. Rætt veröur um ráöstöfun á ýmsum eignum brotabúsins o.fl. Skiptaráöandinn I Reykja- vík, 18.2. 1972. I---------------------- rikisstarfsmanna er svo háttaö, sem raun er á, hljóti verulegar og almennar kauphækkanir á hinum frjáls vinnumarkaði aö leiöa til samsvarandi hækkana hjá öllum risisstarfsmönnum. BHM og aðildarfélög þess itreka þá afstöðu sina að hafna þvi að BSRB fari meö samnings- rétt fyrir stóran hóp háskóla- menntaðra manna, sem alls ekki eru aðilar að þeim samtökum. ^ívöruvet^ Ingólfs Óskarssonar Klapparstíg 44 — sími 11783 POSTSENDUM Vélavinna — gæzla Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum vélavinnu og gæzlu á sorphaugum, við Hamranes austan Krisuvikurvegar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæj- arverkfræðings, Strandgötu 6. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 29.febrúar, kl. 11 að viðstöddum bjóðend- um. Bæjarverkfræðingur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.