Tíminn - 22.02.1972, Blaðsíða 18

Tíminn - 22.02.1972, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Þriöjudagur 22. febrúar 1972 Myndin var tckin viö setningu Kiskiþings i gær. Már Elisson fiskimálastjóri er I ræöustól Timamynd Gunnar) llla gengur að koma tækni- þjónustu á æskilegan grundvöll „Vitaö er aö veiöi á þorski af grænlenzkum uppruna var mun minni á s.l. vertiö en næstu ár á undan. Fiskifræöingar ætla, aö þorskur frá grænlenzku hafs- svæöi hafi oft numiö 20—30% af heildarvertíöarafla. Undanfarin ár hefur einkum gætt þorsk- gangna frá Grænlandi af hinum sterka árgangi frá 1961. Nú viröist hann aö mestu uppurinn og hefur enginn verulega sterkur árgangur komiö fram slöan, þannig aö ekki er aö vænta þaöan bjargræöis”, — þetta sagöi Már Elisson, fiskimálastjóri i setn- ingarræöu sinni á fiskiþingi i gær. Fiskiþing var sett i 31. skipti i gær. Þingið situr 21 fulltrúi frá hinum ýmsu deildum Fiski- félagsins. Þingforseti var kosinn Niels Ingvarsson, Neskaupstaö, varaforseti Einar Guðfinnsson, Bolungavik. Aöalþingritari var kosinn Margeir Jónsson, Keflavik og varaþingritari Kristján Ragnarsson, Reykjavik. Þingið hófst með þvi, að fiski- málastjóri, Már Elisson flutti skýrslu stjórnar frá siðasta þingi, sem haldið var fyrir tveimur árum. 1 upphafi máls sins minntist Már látins meðlims Fiskifélags- ins, Valtýs Þorsteinssonar, út- geröarmanns frá Rauðuvik, en Valtýr, sem var mjög athafna- samur i sinum atvinnurekstri, andaöist 10. april 1970. Siðan minntist Már þeirra sjómanna, sem látizt hafa frá siðasta fiski- þingi, en þeir eru 31. Már sagði, að sem betur færi hefðu orðið færri siys á þessu timabili en oft áöur. 1 skýrslu Más kom m.a. fram, að ný eyðublöö, sem veita eiga fyllri upplýsingar um afkomu fiskiskipastólsins hafa verið send útvegsmönnum. Ef þau reynast vel, þá munu þau auðvelda fram- reikninga og spár og munu geta sýnt afkomu ýmissa stærðar- og veiðarfæraflokka skipa eftir ver- stöðvum og landshlutum. Þá sagði Már, að þrátt iyrir mikla viöleitni hefði ekki tekizt aö koma tækniþjónustu félagsins á æskiiegan grundvöll. Veldur þessu meðal annars það, að illa hefur gengið aö ráða verk- fræöinga, og er það mestmegnis vegna kjaramála. Siöan minntist Már á athuganir á klaki og eldi sjávarfisks, en fiskirækt i söltum eða hálfsöltum sjávarlónum hefur ekki farið fram á tslandi, en i Bretlandi og á Norðurlöndum eru tilraunir hafnar. Þegar slikri starfsemi veröur valinn staður, veröur að hafa mörg atriði i huga, t.d. mengunarhættu, hitastig sjávar og fl. A íslandi eru til staðir, þar sem heitt vatn kemur upp i sjávarlónum. Lifsskilyröi fyrir ýmsar fiskategundir eru þar óvenju góö. Má þar nefna, að vaxtarhraði kola er helmingi meiri á þessum slóðum, en i nátt- úrulegu umhverfi og má ætla að það stafi af hinu jafna hitastigi árið um kring. Væri forvitnilegt aö athuga hvernig eldi regnboga- silungs eða sjóbleikju tækist I ná- býli viö flatfisk. A eftir skýrslu fiskimálastjóra flutti sjávarútvegsráðherra, Lúö- vik Jósefsson ávarp, Þeir ræddust við Framhald af bls. 1. the beautiful” og fleira i svipuð- um dúr, og Nixon handfjatlaöi tvo prjóna af mestu list við matborð- ið, á milli þess sem hann rabbaði viö Chou. Að kinverskum sið valdi Chou beztu réttina handa Pat Nixon, sem var klædd einföldum, rauðum ullarkjól. Nixon fylgdi kinverskum sið og gekk frá borði til borös og skálaði við hina mörgu fulltrúa gestgjafanna. A matseðlinum var meöal annars hákarlsuggi, sem þýöir þaö að gestgjafinn ber mikla virðingu fyrir gesti sinum. // Engin ástæða til að við sé- um óvinir". Mao formaður var ekki i veizl- unni, en Nixon vitnaði i rit hans i ræbu sinni og einnig sagði hann: — Þaö er engin ástæða til aö viö séum óvinir. Hvorugur vill vinna lönd af hinum, né ráða yfir hin- um. Hvorugur okkar reynir að stjórna heiminum. Chou flutti einnig ræðu, en var öllu formlegri i málflutningi. Hann ræddi einkum um þann vanda, sem skapaðist af þvi, hve litiö samband heföi verið milli Kina og Bandarikjanna, sem svo lengi hefðu veriö fjandsamleg hvort ööru. Þá sagði Chou, að mikill ágrein ingur væri milli stjórna landanna og þjóöfélagskerfi þeirra væru gjörólík, en hann lagði áherzlu á aö þetta mætti ekki koma i veg fyrir eðlileg samskipti þeirra á grundvelli atriöanna fimm, sem eru skilyrði til friösamlegrar sambúðar. Sérfræöingar segja, aö með þessu hafi Chou ekki boðið Nixon upp á stjórnmálasamband, þvi eitt atriðanna fimm er gagnkvæm viröing fyrir sjálfstæði og lönd- um. Þarna kemur Formósu- spurningin til sögunnar, en eyjan hefur veriö það helzta, sem staðiö hefur i veginum fyrir vináttu Bandarikjanna og Kina i 22 ár. Kinverska fréttastofan sendi út tilkynninguna um komu Nixons sem mjög áriðandi frétt, en fréttastofan notar þá merkingu sjaldan. Tilkynningin kom þó löngu eftir að vestrænar frétta- stofur höfðu tilkynnt það. Sovétmenn fordæma heimsóknina. Sovézka útvarpið fordæmdi heimsókn Nixons til Kina og sagði, að hún væri ekkert annað en samsæri Peking og Washing- ton til að kljúfa alheimshreyfingu kommúnista. Þá sagði, að Kina og Bandarikin hefðu verið sam- mála um að styðja Pakistanher i kúgun og þjóðarmorði i Bengal. I útsendingu Moskvuútvarpsins á kinversku, sakaði útvarpið Mao formann um svik við kinversku þjóöina og hagsmuni komm- únismans, og að heimsókn Nixons leiddi i ljós, hvað öll orð Maos um einingu gegn heimsvaldastefnu væri fölsk. Pravda hafði i gær ekkert aö segja um heimsóknina, en birti aðeins stuttorða frétt um komu Nixons til Peking. Fær Nixon Panda-ljón? Flogið hefur fyrir, að Nixon veröi gefnir tveir Pandabirnir i Kinaheimsókninni, og verða Bandarikin þá eina landið i heim- inum, auk Kina, sem eignast Pandahjón. Pandabjörninn er sér- stök tegund kattabjarna, hann er ryörauður aö lit meö svarta hringa i feldinum, og um 60 sm að lengd. Pandan lifir einkum i Himalaya og SV-hluta Kina i 2000 til 4000 metra hæð. Fari svo að Nixon fái Panda hjónin, verða bandariskir dýrafræöingar kátir og starfs- bræður þeirra i öðrum löndum grænir af öfund. Utan Kina eru til tveir Pandabirnir, annar i Lon- don og hinn i Moskvu, og hafa verið gerðar árangurslausar til- raunir til að láta þá hittast, i þeirri von, að þeir auki kyn sitt. Pandan er nánast þjóðartákn Kinverja. Þeir reykja Panda vindlinga, skrifa með Panda- kúlupennum, og til eru föt með myndum af bangsa og einnig hringar og skartgripir. Pandan er i Kina tákn hreysti og hugrekkis. Norðurlandaráðsþing Framhald af bls. 1. lendinga, þ.e. stækkun fisk- veiðilandhelginnar i 50 milur. Ef til vill höfum viö sérstaka mögu- leika á aö skilja bakgrunninn fyrir hinni islenzku afstöðu og sjónarmiðum Islendinga, þvi að við eigum við likt vandamál að fást i Færeyjum. Ef ekki er hægt að halda fiskveiðum Færeyinga gangandi, eru ekki forsendur fyrir þvi að Færeyingar geti lifaö. Færeyingar geta ekki leyst þetta vandamál með þvi að færa út fiskveiöilögsögu sina, þvi að fiski- miöin eru svo litil. Færeyingar veröa þvi undir öllum kringum- stæðum að veiöa undan fjar- lægum ströndum Grænlands og Islands. Viö væntum þess að tslendingar muni sýna skilning á þessum vandamálum, sem vissu- lega eru litil miðuö við vandamál annarra landa, en engu aö siður hafa hau afeerandi bvðingu fyrir framtiðarlifsskilyrði Færeyinga. Gylfi Þ. Gislason talaði næstur, og á eftir honum talaði Olof Palme forsætisráðherra Svia. Lýsti Gylfi yfir óánægju sinni með þá afstööu Efnahags- bandalagsins aö blanda fisk- veiðilandhelgismálinu saman við samninga um vjöskiptatengsl Is- lendinga við bandalagið. Svo lengi sem Efnahagsbandalagiö breytti ekki afstöðu sinni kvaöst hann telja, að tsland ætti að leita eftir takmarkaðra samkomulagi við bandalagið en áöur hefði verið rætt um, þ.e.a.s. viðskiptatengsl um sem einungis næöu til iön- aöarvara. A þann hátt myndi tsland fylgja hinum Norður- löndunum og öörum löndum i Vestur-Evrópu, sem heföu ýmiss konar tengsl við bandalagiö. Af- staöa Efnahagsbandalagsins myndi hins vegar ekki hagga af- stööu tslands i landhelgismálinu. Vegna ummæla Krags um fisk veiðihagsmuni Færeyinga við tsland sagði Gylfi Þ. Gislason, að á þessu sviði, yrði ekki litið á Stúlka óskast til skrifstofu- og afgreiðslustarfa Þarf aö hafa góö meömæli. Þær sem hefðu áhuga á starfinu, leggi nafn og heimilisfang ásamt simanúmeri inn á afgreiöslu blaösins, Bankastræti 7 merkt,, 292.” Til sölu: Til sölu er traktorsgrafa af gerðinni Ford County með Hamjern 400, árgerð 1965, i mjög góðu lagi. Allar upplýsingar hjá eiganda, Sigurði Sigþórssyni, Tunghaga, Vallahreppi, S- Múl., simi um Egilsstaði. Aðstoðarmaður við bústörf óskast að Skálatúni i Mosfells- sveit. Upplýsingar gefur bústjórinn, simi 66248 milli kl. 6-8 siðdegis. Jörð til sölu Jörðin Hamar II við Akureyri er til sölu. Áhöfn getur fylgt. A jörðinni er nýlegt ibúðarhús, 1400 hesta ný steinsteypFhlaða og20 kúa fjós (bogaskemma) auk annarra bygginga. Ræktað land er 70-80 dagsláttur og mikið land óræktað. Stefán Jóhannsson, Hömrum II, simi 12968, Akureyri. hagsmuni nokkurrar þjóðar með meiri velvilja en einmitt hags- muni Færeyinga. Um framtiöar- samvinnu Norðurlandanna ef það yrði ofan á að Danir og Norðmenn gengju i Efnahagsbandalagið, sagði Gylfi það sina skoðun, að vandamálið væri hjá öllum Norðurlöndunum að varðveita skilyrðin fyrir og viljann til áframhaldandi samvinnu þrátt fyrir mismunandi mikiö samband við Efnahagsbandalagið eða við- skiptatengsl. Það væri mögulegt, ekki aðeins I menningar-, félags-, samgöngu- og dómsmálum, heldur einnig á ýmsum sviðum efnahagsmála. Jóhann Hafstein tók i sama streng og Gylfi varðandi samn- inga tslands og Efnahajjsbanda- lagsins og sagði það órettlátt að blanda fyrirhugaðri útfærslu landhelginnar saman við hugsan- lega viðskiptasamninga við bandalagið. Bjarni Guönason sagði að mið- punktur umræöunnar á Norður- landaráðsþinginu væri sá, hver yrði afleiðingin af inngöngu Dana og Norðmanna i Efnahags bandalagiö fyrir samvinnu Noröurlandanna. Um það mál væru mjög skiptar skoðanir. Búast mætti við þvi, aö full aðild aö bandalaginu myndi hafa við- tæk áhrif á næstum öllum þjóð- félagssviðum, ekki sizt efnahags- sviðinu, i félagslegum efnum og einnig á pólitisk viðhorf og gildis- mat almennt. Rétt væri að varpa fram þeirri spurningu, hvort aðild að Efnahagsbandalaginu ýtti ekki undir og styrkti ihalds- sömu öflin i Evrópu. Afleið- ingarnar væru m.ö.o. ófyrir- sjáanlegar. Af • þessu tilefni kvaðst þingmaðurinn vilja lýsa fullum stuðningi við þá tillögu, sem fram hefði komiö i ráðinu um að Norðurlandaráð mælti með þvi við ráðherranefnd ráðsins, að gerð skyldi sérstök athugun á þeim vandamálum, sem upp kæmu i norrænni samvinnu sam- fara mismunandi aðild eða tengslum hinna ýmsu landa við Efnahagsbandalagiö, og sett yrði á stofn nauösynleg samstarfs- stofnun, sem heyrði undir ráð- herranefndina. Eins og aðrir ræðumenn islenzkir kom Bjarni inn á land- helgismálið, og hann skýrði frá stefnu islenzku rikisstjórnarinnar i hermálinu. Sagðist hann vonast eftir skilningi og umburðarlyndi annarra Noröurlanda i þvi máli eins og i landhelgismálinu. Hætta væri á, að stefna rikisstjórnar- innar i þessu máli vekti andstöðu hjá vissum aðilum á Norður- löndum, en minnti um leið á að Norðurlöndin virtu lausnir hvers annars á ólikum vandamálum og rækju ekki ihlutunarstefnu. Erlendur Patursson byrjaði i ræðu sinni, i almennu umræðun- um á að óska Islendingum til hamingju með einhuga ákvörðun Alþingis að færa landhelgina út i 50 milur 1. september næstkom- andi. Um leiö sagðist hann hafa tekið sérstaklega eftir orðum Bjarna Guðnasonar og Jóhanns Hafstein, þess efnis aö tsland myndi lita með miklum velvilja á fiskveiðiréttindi Færeyinga innan 50 milna markanna. tslendingar og Færeyingar hefðu þegar stofnað til náinnar samvinnu. Patursson réöst á dönsku stjórn ina fyrir áform hennar i EBE-málunum. Jafnframt sagði Patursson aö Færeyingar væru alls ekki ánægðir meö stöðu sina innan Noröurlandaráðs. Sagðist hann vona aö Færeyingar fengju að vera sjálfstæður aðili innan Norðurlandaráðs eins og hinar Noröurlandaþjóðirnar. Enn- fremur gagnrýndi Patursson þaö sem hann kallaði sinnuleysi ráðs- ins varöandi sjálfstæðismálin. Þessi ummæli Paturssons uröu til þess að Jens Otto Krag bað aftur um orðiö. Itrekaði hann afstöðu dönsku stjórnarinnar þess efnis aö allar tiliögur Fær- eyinga um sjálfsstjórn myndu fá vinsamlega meöhöndlun i danska þinginu. A morgun verður tekin fyrir til- laga Magnúsar Kjartanssonar og Erlendar Paturssonar um nor- rænt samstarf aö hafréttar- málefnum. Almennu umræöurnar á þing- inu fóru fram á laugardag og sunnudag, en i gær var fyrir- spurnartimi á þinginu. Engin fyrirspurn varðandi tsland mun hafa komið fram á þinginu i gær.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.