Tíminn - 24.02.1972, Síða 1

Tíminn - 24.02.1972, Síða 1
 BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR Þessi mynd var tekin er 13. umferö Reykjavikurmótsins var að hefjast f gærkvöldi. A myndinni sjást Ilklegustu sigurvegarar mótsins, og eru þaðStein, Geroghiu, Hort, Timman og Friörik ólafsson. Dregur að lokum á Reykjavikurskákmótinu „Ég mun gera mitt bezta til að ná öðru sæti” — segir Friðrik Olafsson i viðtali við Tímann Þó—Reykjavík. ,,Ég get varla sagt, að ég sé ánægður með mina taflmennsku á þessu móti, ég hef tefla ákaflega skrykkjótt, og þaö hefur vafizt fyrir mér að koma hlutunum til skila, þó svo að efnið hafi verið fyrir hendi. Sumar skákirnar hjá mér hafa verið hálfgerð ævintýramennska, en ég get ekki kennt um æfingarleysi, þar sem stutt er siðan ég tefldi á Alékhinmótinu I Moskvu”. Þetta sagði Friðrik ólafsson, er blaðiö ræddi við hann I gær. — Ánægður með tafl- mennsku Islendinganna? — Þeir hafa staðið sig mis- jafnlega, en sumir þeirra hafa teflt vel eftir að fór að liða á mótið, eins og t.d. Magnús Sól- mundarson. Annars má segja að sigur á mótinu byggist mikið á þvi, hvernig þeir standa sig á móti hinum svo- kallaða efri flokk. — Hver finnst þér skemmti- legasta skákin til þessa? — Þaðererfittaðsvara þvi, þar sem mér finnst engin verulega skemmtileg skák hafa komið upp á mótinu, en einna skemmtilegasta skákin var þegar Anderson tefldi við Stein. Um hinn unga manninn, Timman frá Hollandi, má lika segja, að hann hafi gert meira en margur átti von á, þósvo að vitað væri að hann væri efni- legasti skákmaður Hollands. — Nú hafa sumir orðið fyrir vonbrigðum með Stein, og hann ekki sýnt þá góðu tafl- "mennsku, sem hann sýnir oft. Er einhver skýring á þvi? — Stein virðist aldrei tefla eins vel að heiman og heimá, hver sem skýringin er á þvi. Næst spyrjum við Friðrik um skipulagið á mótinu, og hvort Islenzkir áhorfer.dur séu háværari en erlendix. áhor- fendur?. Friðrik sagði, að skipulagið væri á flestum sviöum mjög gott, aðstaðan væri sennilega hvað verst fyrir áhorfendur, t.d. glampaði nokkuð mikið á sýningartöflurnar, þannig að litirnir vildu renna saman, og eins væri ekki nógu gott útsýni fyrir þá, sem væru aftarlega i salnum. Um islenzka áhorf- endur er það að segja, að þeir eru sizt háværari en erlendir. Hitt verður einnig að taka til greina, að viðast hvar erlendis er teflt i leikhúsum, og þar eru áhorfendur miklu fjær manni. — Eru einhver mót fram- undan hjá þér, Friörik? — Mér standa alltaf mót til boða, og eru þaö mest þau mót, sém fara fram árlega, eins og t.d. i Hastings, Mallorca og i Hollandi, Nú eru millisvæðamótin að byrja- annað verður i Finnlándi, hitt I Júgóslaviu. Ég hef ekki gert það upp við mig, hvort ég tek þátt I millisvæðamóti, en ef ég fer, verð ég sennilega látinn. tefla i júgósláviu. Ef af þessu verður, vil ég helzt ekki fara einn, það er ákaflega leiðinlegt að þurfa að vera þetta langt fjarri sinu landi og sinum skyldmennum, þar sem aðbúnaðúrinn er svo misjafn. Aður en ég stofnaði heimili var þetta allt annað, þvi þá hugsaði maður bara um að komast áfram og vera sem beztur. — Hver er liklegasti sigur- vegarinn á mótinu? — Ef ekkert óvænt gerist,er Hort liklegasti sigurvegarinn. Ég mun gera mitt bezta til að ná 2. sæti. Ef það á að takast, verður margt að vera mér hliðhollt og mér að ganga vel, en ég á eftir að tefla við báða Jórtana og Hollendinginn Timman. mmrmm AURBLEYTAN MINNKAR Oku bifreiðum í snjóbílaslóð yfir Fjarðarheiði IH—Seyðisfirði. Það telst til tiðinda hér á Seyðisfirði, að á mánudag og þriöjudag var bilum ekið yfir Fjarðarheiði eftir snjóbflaslóð- inni, en á þriðjudagskvöld var orðin það mikil þiða, að hjarnið hélt ekki lengur, og komust þá ekki nema bilar með drifi á öllum hjólum yfir heiðina. Eftir að Fjarðarheiði verður ófær á veturna, ganga snjóbilar yfir hana, og flytja þeir faiþega og varning. Ýtur gera braut fyrir snjóbilana, sem verður hörð i frostum. Á mánudaginn fóru nokkrir bilar yfir Fjarðarheiði, á milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða, t.d. mjólkurblll, farþega- flutningabíll og fleiri, sem skutust yfir á snjóbilabrautinni. Snjór er annars ekki mikill á heiðinni, aöallega á efri Stafnum. Bilfært eru upp að Norðurbrún og upp að Stafdalsá. Átti að byrla hundinum eitur? OÓ—Reykjavik Hasshundurinn Prins hefur orðið fyrir aðkasti óþekktra aðila, en ekki skaðazt af þeim sökum. Ekki alls fyrir löngu var fært eitthvert efni fyrir hundinn heima hjá vörzlumanni hans. Telja má víst að það hafi verið eitur, sem hundinum var ætlað, en ekki er fullupplýst hvaða efni það var. Ásgeir Friðjónsson, aðalfulltrúi lögreglustjóra, sagði Timanum, að hann teldi að hér væri fremur um hrekk að ræða en visvitandi tilræði. Að minnsta kosti væri eðlilegt að telja svo, þar til sannað væri, að gerð hafi verið tilraun til að byrla hundinum eitur. Hasshundurinn er ávallt heima hjá vörzlumanni I Kópavogi, þegar ekki er verið að nota hann við eiturefnaleit. Er furðu bíræfið af utanaðkomandi aðila að laéðast inn i hús hans og læða þar inn efni, sem hundinum var ætlað að éta. En Prins er gáfaður hundur og vel þjálfaður og étur ekki hvað sem er. Brælan búin ÞÓ-Reykjavik. Veðrið byrjaði að ganga niður á loðnumiðunum I gærmorgun, og bátarnir létu þá strax úr höfn. Þeir bátar, sem fóru út úr höfnum suðvestanlands, voru byrjaðir að kasta út af Garðskaga um kl. 4 i gærdag, og voru þeir margir með góð köst. A þessu svæði höfðu bát- arnir fundið margar góðar torfur. Nokkrir bátar voru á svæðinu við Ingólfshöfða og i Meðallands- bug, og þar voru margar góðar torfur, sem bátarnir voru að kasta á. ÞÓ—Reykjavik. Næturfrost hefur verið á Egils- stöðum siðustu dægrin, og hefur frostiðorðið til bjargar á flugvell- inum, . Ekkert hafði verið flogið til Égilsstaða I þrjá daga, fyrr en I fyrradag, vegna aurbleytu. Þá flaug DC-6 til Egilsstaða, en svo illa vildi til að vélin bilaði þar. í gær var búið að gera við vélina, og átti hún þá að fara til Reykja- vikur. Aurbleytan var aftur komin á Egilsstaðavöll i gær, og þess vegna var flogið þangað á DC-3, en þær eru með tiltölulega stór hjól miðað við þingd, og sökkva þess vegna minna i svaöið. Sveinn Sæmundsson blaöafull trúi Flugfélagsins sagði i gær, aö það væri fleira en Egilsstaöaflug- völlur, sem hefði angrað Flugfé- lagsmenn undanfarið. Hvert stór- Lögreglan sótti sjómenn á Egilsstaðaflugvöll KJ—Reykjavik. A þriðjudaginn sótti lögreglan á Seyðisfirði tvo aðkomusjómenn upp á Egilsstaðaflugvöll, en þeir höfðu ætlað að strjúka úr skips- rúmi af bát frá Seyðisfirði. Lög- reglan kom með mennina niður á Seyðisfjörð aftur, og fór annar um borð i bátinn, en hinn fékk gistingu hjá lögreglunni, áður en haldið var á miðin aftur. Vegasamband milli Norður- og Suðurlands rofnaði um tíma OÓ—Reykjavik. Gffurlegt úrfeiii var á Vestur- landi i fyrradag og fyrrinótt. Flæddi viða yfir vegi, þar sem smásprænur urðu að stórum vatnsföllum, og sums staðar fóru vegir á kaf I vatn og urðu algjör- lega ófærir allri umferð. Mest urðu fióöin i Borgarfiröi, og um tima tepptist öll umferö milli Norður- og Suðurlands. Hvitá flæddi yfir veginn bæði við Ferju- bakka og Hvitárvelli, og var vegurinn þar lokaður I ailan gær- dag. Borgarfjarðarbraut lokaðist einnig, en um hádegi f gær var búið að opna hana aftur, og komst þá umferð á aftur milli lands- hlutanna. Ekki er vitað, hve djúpt vatnið er við Hvitárvelli eða yfir Ferju- kotssiki. I Dölum flæddi Reykja- dalsá yfir veginn i gærmorgun, og var þar mittisdjúpt vatn þegar verst vár. Þar sjatnaði nokkuð þegar leið á daginn. A Snæfellsnesi var sæmilegt færi sunnan til, en norðanvert á nesinu var vegurinn i sundur i Kolgrafarfirði. Var unnið að viö- gerð þar i gær. Vegurinn i Dýrafirði fór sundur beggja megin fjarðarins. Það var lagfært svo, að jeppafært var I gær. I önundarfirði urðu einnig vegaskemmdir, sem búið er að gera við. t Strandasýslu urðu vegaskemmdir norðan við Hólmavik. í Hvalfirði urðu smávægileg skriðuföll i fyrrinótt, en vegurinn lokaðist ekki. Var gert við veginn þar i gær. Þingvallavegur hjá Alftavatni lokaðist á tveim stöðum, og var ekkert hægt aö gera þar viö i gær vegna rigningar og vatnavaxta. A norður- og Austurlandi var veðrið betra og færð ágæt. LÍTIÐ viðriö á fætur öðru heföi tafið fyrir flugi, og t.d. tafist Fokker á Akureyrarvelli i fyrradag vegna veðurs. Þá hefur annar Fokkerinn verið I viðgerö undan- farið vegna skemmda, sem hann hlaut I árekstri við sorpbil, en nú er langt komin viðgerð á honum„

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.