Tíminn - 24.02.1972, Page 2

Tíminn - 24.02.1972, Page 2
2 TÍMINN h'immtudagur 24. teDruar tavz Afstaða Rússa til bættrar sambúðar Kina og USA Aróöur sovézkra fjölmiöla gegn Kina hefur aldrei veriö svæsnari en síöustu dagana fyrir heimsókn Nixons til Pek- ing. A fyrsta degi heimsóknar Nixons sl. mánudag var heim- sóknin fordæmd og Mao Tse tung sakaöur um svik viö kin versku þjóöina og hagsmuni sósialismans. Segir Moskva, heimsókn Nixons sé liöur i samkomulagi Kina og Banda- rikjanna um aö splundra kominúnismanum. I þvi sam- handi benli Moskvuútvarpiö m.a. á máli sinu til stuönings um „samsæriö”, að loft- árásirnar á Noröur-Vietnam heföu veriö hertar samtimis heimsókn Nixons til Peking og i þvi fælist aö Klnverjar væru aö leggja blessun sina yfir morö á saklausum borgurum i Norður-Vietnam. Paö cr rétt að Bandaríkja- menn hafa hert loftárásir sinar á Noröur-Vietnam og beir hafa aukiö flotastyrk sinn á Tonkinflóa siöustu daga. !>aö eru nú 4 flugmóöurskip bandariska flolans. Þaö er eölilegt aö mönnum finnist hertar hernaöaraö- gerðir Bandarikjanna I Viet- nam einmitt nú falla illa viö þá inynd bættrar sambúöar ofi samninga um Vietnam, sem heimsókn Nixons til Peking er talin tákna. Kru slikar aö- geröir ekki einmitt til þess fallnar aö spilla fyrir þcim árangri, sem Nixon vafalaust hyggst ná I viðræöum sinum I Peking? Vietnam Kn hér tefla stórveldi skák og leikflétturnar eru stundum flóknar. 1 þessu sambandi hafa ýmsir sérfræöingar i alþjóöastjórnmálum lýst þrirri skoöun sinni, aö Kin- verjar kæri sig ekki lengur um sameinaö Vietnam undir stjórn kommúnista— og þar ineð undir yfirráöum stjórn- arinnar i llanoi, scm er nú i nánara sambandi viö Sovét- rikin bæöi hernaöarlega og stjórnmálalega en nokkru sinni fyrr. Kússar hafa dregiö 41 her- fylki aö noröurlandamær um Kina. Ósigur Pakistana — sem Kinverjar studdu — og náin sambönd Sovétrikjanna viö Indland og hiö nýja riki, Bangladesh, valdi þvi, aö ráöamenn i Kina tclji aö suöurlandamærin séu einnig ótrygg oröin. Þaö cr á þcssum grunni, scm ýmsir stjórnmálasérfræöingar halda þvi nú fram, að Kínverjar séu uú orðnir fúsir til einhvers konar málamiölunarlausnar og samninga viö Bandarikja- menn um Vietnam, er kæmi i veg fyrir, aö af sameiningu Noröur- og Suöur-Victnams verði og þar meö aö suöur hlutinn veröi tryggöur gegn áhrifum og aöstööu Rússa þar i landi. Hlutlaust Suöur-Viet- nam gegn stórveldatryggingu Bandarikjanna og Kina er hugsanleg lausn. Þessirsömu stjórnmálasér- fræöingar segja aö þaö sé ekki aöeins óttinn viö Sovétrikin, sem reki Kinverja nú til bættrar sambúöar við Banda- rikin, Þar se einnig óttin viö vaxandi uppgang Japana aö baki. Mcö því aö ná samn- ingum um árekstralitla sam- búö viö Bandaríkin muni þeir leggja áherzlu á, aö Banda- rikin treysti öryggissamninga sina viö Japani. Þannig yröi Japan. sem Kinverjar óttast nú miklu meir en Bandarikja- menn, bezt haldiö i skefjum aö þeirra áliti. —TK Þjónustan við aldraða Ifér kemur bréf, sem er allrar athygli vcrt, skrifaö i tilefni af smágrein, sem hér var birt, að meginefni eftir Gisla Sigur- björnsson, forstjóra Elliheimil- isins Grundar. I.andfari góöur! 1 dálkum þinum 12. þ.m. er grein, sem vakti sérstaka athygli mina, en i henni er rætt um dvalarheimili aldraðs fólks. Þó er ég ósammála þvi, sem fram kemur, að meginátakinu i dvaralheimilismálum aldraðra eigi að beina aö þvi, að koma upp nokkurs konar héraðsheimilum fyrir það i Reykjavik. Ég er i hópi þeirra manna, sem lita svo á, að fremur beri að veita viðnám hinum hóflausa sogkrafti mesta þéttbýlissvæðis landsins, en að efla hann vitandi vits. Nú er það fjarri mér, að ætla að drótta þvi að Gisla Sigurbjörns- syni, aö hann sé sérstakur hvata- maður samdráttar valds og athafna á einn stað. Það hefur hann mörgum öðrum betur sýnt i verki að hann er ekki. Það er skoðun min, að átthaga- félögin i Reykjavik ynnu sinum gömlu heimabyggðum meira gagn með þvi, að stuðla að þvi, að upp risu i heimahéruðunum dvalarheimili fyrir aldraða fólkið að hverfa til, þegar það dregur sig út úr athafnalifinu, en að byggja yfir það dvalarheimili i Reykjavik, til þess áð flýja til, þegar engra annarra kosta er völ. Það mun ekki öllum verða sár- saukalaust, að slita ræturnar og hverfa inn i framandi umhverfi i ellinni. Nú viðurkenni ég aö i áminnstri grein kemur fram þvð viðhorf, aö hugsanlegt sé einnig að byggja dvalarheimili aldraðra i átthögunum. Þessu viðhorfi éiröist mér þó engan veginn skipað i öndvegi, sem mér finnst þvi þó hiklaust bera. Það er að sjáifsögðu gleöilegt fyrir okkur Þingeyinga, að sjá hve mikils álits við njótum, sem félagshyggjumenn. En sú ánægja hlyti þó að verða beiskju blandin, ef i ljós kæmi, að við værum ekki Þættinum hafa borizt margar kvartanir frá fri- mérkjasöfnurum yfir þvi, að verið sé að gera só'fnun fyrsta dags bréfa einskis virði, með þvi að hægt sé að fá þau keypt svo og svo löngu eftir út- gáfudag á Frimerkjasölu pósts og sima, svo að þeir, sem ekki ná að kaupa, eða ekki hafa peninga i það og það skiptiö geti bara gengið þar inn og keypt stundum langt aftur i timann. Á þetta að vera i verzluninni á aðalpósthúsinu i Reykjavik. Einn bréfritari spyr: ,,A að vera hægt að kaupa „FYRSTA DAGS STIMPLANIR” hjá póstinum, nema á fyrsta degi?” Sem svar við þessu get ég aðeins sagt, að ég og þeir, sem ég hefi rætt málið við, erum allir á einu máli um að svo sé ekki. Sé einhver ný reglugerð komin i framkvæmd.er heimili stimplun og sölu lengur en FYRSTA DAGINN þá, er ekki hægt að álykta annað en að nafnið á bréfunum sé úrelt og þau einskis virði, sem slik. Einn gekk svo langt að segja: „Var nú ekki búið að ganga nógu langt i að telja fólki trú um verðmæti fyrsta dags bréfa, þurfti að eyðileggja alveg gildi þeirra.” Niður- stöður þeirra umræðna, sem þetta hefir skapað meðal þeirra manna, sem ég hefi rætt viö eru: Það er óverjandi að fyrsta dags stimplun, sé seld af póstinum, nema þann eina dag, sem merkin koma út. Það er gott að vilja vera hjálpsamur, en slikt má ekki gera á kostnað annarra og til hvers er þá að vera með áskrifendaþjónustu og láta menn borga fyrirfram, eða greiða gegn póstkröfu, ef svo er bara hægt að labba inn á pósthús og kaupa þetta, þegar manni sýnist? Málið er opið til umræðu á þessum vettvangi, og væri vel að póstmeistarinn i Reyk- javik, eða póst- og simamála- stjórn vildi útskýra sin sjónar- mið. Verður t.d. hægt að kaupa 250,00 króna merkið fyrsta dags stimplað svo og svo löngu eftir útgáfudag, en það kemur út 9. marz n.k. Svo virðist ein spurning vera brennandi meðal safn- ara. Hversu mörg umslög eru stimpluð á fyrsta degi af hverri útgáfu? Þetta gefa all- flestar þjóðir upp, Danir t.d. árlega eða oftar. I sænska drei fibréfinu FILATELI Nr. 7. i febrúar, eru gefin upp, að visu I heilum þúsundum hve mörg bréf hafa verið fyrsta dags stimpluð af 12 siðustu út- gáfum, jafnvel Bandarikin með milljónaupplög gefa upp fjöldann hverju sinni. Væri mjög kærkomið, ef slikri taln- ingu yrði komið á hér, þótt ekki væri nema i heilum þúsundum. Má gefa töluna upp i næstu fréttabréfum með upplagstölu merkjanna. Sigurður II. Þorsteinsson. Aðstoðarmaður óskast t Landspitalanum er laus staða aðstoðar- manns á sjúkradeildum. Laun samkvæmt samningum opinberra starfsmanna. Upplýsingar um starfið veitir forstöðukona spitalans, simi 24160. Umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist skrifstofu rikisspital- anna, Eiriksgötu 5, fyrir 4. marz n.k. Um- sóknareyðublöð fást á skrifstofunni. Reykjavik, 23. febrúar 1972 SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA lengur menn til þess að bera uppi þennan góða orðstir. Það eru nú allmörg ár siðan félagssamtökum hér i sýslu, var boðið að gjöf land i Reykjahverfi undir dvalarheimili aldraðs sveitafólks og fylgdi þvi jarðhiti. Gjöfin bar bundin þvi skilyrði, að umrædd félagasamtök tækju að sér að gangast fyrir framgangi málsins. Boðinu var hafnað. Hið sama hefur verið boðið fram á öðrum félagslegum vett- vangi i héraði, en endanleg svör liggja enn ekki fyrir. Það væri vissulega ánægjuefni, ef þingeyskir átthagafélagar i Reykjavik sýndu nú þessu máli virkan áhuga fyrstir manna. Tæpast yrði þó slikt framtak okkur heimamönnum skugga- laust með öllu, þar sem það hlyti að vekja okkur til umhugsunar um það, hvort við höfum ekki e.t.v. verið óþarflega örir á út- flutning félagshyggjunnar úr héraðinu. Reykjarhóli 17/2 1972 Óskar Sigtryggsson. Abendingar óskars Sigtryggs- sonar eru i fullu gildi. Þó er rétt að muna, að Gisli er auðvitað fyrst og fremst að hugsa um það gamla fólk, sem hvort sem er er komið úr átthögum sinum á suð- vesturhorn landsins. Hann vill á engan hátt teyma fólkið þangað úr dreifbýlinu, en hann ætlar öðrum að beitast fyrir vistheim- ilum aldraðra annars staðar, og þvi er varla hægt að ætlast til, að hann setji það i fyrirrúm, þótt réttmætt sé að aðrir geri það. Það er staðreynd — ill eða góð — að fjöldi aldraðs fólks hefur flutzt úr dreifbýlinu og setzt að á suðvesturhorninu. Menn finna vel, að mikilvægt er, að aldrað fólk, sem þannig er ástatt um þarf umönnun og mikilvægt er I tima ellinnar, að þeir geti náð saman, sem eiga sameiginlegar minningar, lik viðhorf, áhugaefni og samtalsefni. Þess vegna er mikilvægt, að það fólk, sem á sameiginlega átthaga og starf á manndómsárum i sama héraði, geti náð saman, þótt brottflutt sé. Þetta hefur Gisli fundið af hinum miklu kynnum sinum af þessu máli, og þvi lagt þetta til. En að sjálfsögðu þarf umfram allt að búa gamla fólkinu aðstöðu til þess að geta eytt ellinni heima við bærileg kjör, annað hvort á eigin heimilum eða vistheimilum. Þá má ekki verða að flytja brott til þess að geta notið þessarar úrlausnar. Þess vegna er ábending Óskars bæði brýn og réttmæt að dómi Landfara. STEREO segulband á 13,700 kr Verzlunin GELLIR selur v-þýzkar úrvalsvörur frá ITT SCHAUP-LORENZ. Kynnist tæknilega fullkominni framleiðslu. Ferðaviðtæki, segul- bönd, STEREO-hljómtæki og sjónvörp. Það borgar sig að kaupa það vandaða. Veitum heiðruðum viðskiptavinum okkar full- komna varahluta- og viðgerðaþjónustu.__ Verzlunin T Garðastræti 11 sími 20080

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.