Tíminn - 24.02.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.02.1972, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 24. febrúar 1972 TÍMINN 3 Hyggjast koma upp fullkomnum upptökusal fyrir hljómplötur SJ-Reykjavik Svavar Gests hljómplötuútgef- andi og Pétur Steingrimsson dag- skrártæknimaður vinna nú að undirbúningi við að koma hér upp fullkomnum hljómplötuupptöku- sal. „Þetta eru hálfgerðir loft- kastalar ennþá”, sagði Svavar i viðtali i dag, ,,En við höfum leitað tilboða um tæki, og ef úr þessu verður ætti fyrirtækið að vera komið i gang i júli i sumar.” Tækin, sem hér um ræðir, eru 8 Verðlagsuppbót tæpu 1% hærri Kauplagsnefnd hefur reiknað kaupgreiðsluvisitölu fyrir tima- bilið 1. marz til 31. mai 1972, sam- kvæmt kjarasamningi 19. júni 1970 og samningi fjármálaráð- herra og Kjararáðs Bandalags starfsmanna rikis og bæja 19. desember 1970. Er þessi kaup- greiðsluvisitala 109,29 stig, og skal þvi á nefndu timabili greiða 9,29% verðlagsuppbót á grunn- laun. Kemur þessi verðlagsupp- bót i stað 8,37% uppbótar, sem gildir frá 1. desember 1971 til febrúarloka 1972. rása segulbandstæki, en hljóm- plötur þær, sem hér eru gerðar nú, eru teknar á 2 rása segul- bandstæki, og eru þau fyrrnefndu miklu fullkomnari. Þeir Svavar og Pétur eru að leita sér að hús- næði til hljómplötuupptökunnar. Þá er ætlunin að kaupa sérstakt bergmálstæki (ekkótæki), en slik tæki eru notuð við allar hljóðupp- tökur. Það fæst ekki fyrr en i nóvember, og ef hin tækin koma fyrr verður ófullkomnara tæki, sem hingaö til hefur verið notað við upptökur, látið nægja til að byrja með. Upptökuborð er þegar fyrir hendi. Það smiðaði Pétur Steingrimsson sjálfur, og tók verkið eitt ár. Fyrirtækið SG—hljómplötur hefur undanfarin ár gefið út hljómplötur hér og hafa þær flestar verið gerðar hér, en ein og ein plata unnin erlendis. A þeim sex vikum, sem af eru árinu, hefur upptökuborð Péturs verið notað við gerð sex SG—hljóm- platna og þriggja hljómplatna annarra aðila. ,,Það er brýn nauðsyn að koma upp hér á landi góðum tækjum og aðstöðu til hljómplötuupptöku,”, sagði Svavar Gests, ,,þau eru engan veginn fullnægjandi eins og er, en fólk gerir miklar kröfur um gæði hljómplatna. Framfærsluvísitalan 1.3 stigum hærri en í nóv. Hannes J. AAagnússon látinn SJ - Reykjavik Hannes J. Magnússon lézt aðfararnótt laugardags á Lands- spitalanum. Hann fæddist 22. marz 1899 að Torfumýri i Skagafirði. Hannes lauk kennara- prófi 1923, starfaði á ýmsum stöðum sem kennari, var siðast skólastjóri barnaskóla Akureyrar. Hannes starfaði að félagsmálum, bindindis- og barnaverndarmálum, og vann að ritstörfum. Hann var kvæntur Sólveigu Einarsdóttur frá Fjarðarseli i Seyðisfirði. Kauplagsnefnd hefur reiknað visitölu framfærslukostnaðar i febrúarbyrjun 1972 og reyndist hún vera 157 stig, sem er 1.3 stig- i hærra en i nóvember 1971. Breytingar til hækkunar námu alls 5,7 stigum, en lækkun þar á móti var 4,4 stig. Helztu verð- hækkanir voru þessar: Búvöru- verð hækkaði frá ársbyrjun 1972, bæði vegna lækkunar á niður- greiðslu og hækkunar á vinnslu og dreifingarkostnaði. Verð á fiski hækkaði i janúar 1972, og verð á tóbaki og áfengi i nóvember 1971. Þá var og talsvert um hækkanir i fatnaðar-, bifreiðár- og húsnæðis- liðum visitölunnar, svo og á ýms- um vöru- og þjónustuliðum öðr- um. Kauplagsnefnd mat hina nýju sjálfsábyrgð á bilatjónum til útgjalda, og komst að þeirri nið- urstöðu, að hún svaraði til 30% ið- gjaldahækkunar. Visitöluhækkun af þeim sökum er 0,3 stig. — A móti þessum verðhækkunum kom lækkun vegna niðurfellingar ið- gjalds til almannatrygginga og sjúkrasamlagsgjalds, alls 4,4 stig, sbr. greinargerð Kauplags- nefndar hér á eftir. 1 sambandi við áhrif breyttrar tekjuöflunar hins opinbera á framfærsluvisitöluna tekur Kauplagsnefnd fram eftirfar- andi: Með lögum nr. 96 frá 27. des. 1971, um breyting á lögum um al- mannatryggingar, • vegna ársins 1972 fellt niður iðgjald hinna tryggðu til almannatrygginga samkvæmt b-lið 20. gr. laganna svo og sjúkrasamlagsgjald sam- kvæmt 2. málsgr. 48. gr. Gjöld þessi eru i grundvelli framfærslu- visitölunnar, og niðurfelling þeirra hefur veruleg áhrif til lækkunar á visitölunni i febrúar 1972. Fyrir Alþingi er nú frum- varp til laga um breyting á lögum um tekjuskatt og eignarskatt, ásamt frumvarpi til laga um tek- justofna sveitarfélaga, en stig- hækkandi skattar eru ekki i nú- gildandi grundvelli framfærslu- visitölunnar. Frumvörp þessi hafa að geyma áform um djúp- tækar breytingar á tekjuöflunar- kerfi hins opinbera. Ekki er unnt að meta nú, hvort eða hvaða áhrif þessi kerfisbreyting hefur á framfærsluvisitöluna, meðal ann- ars vegna þess að frumvörpin eru enn eigi orðin að lögum. Kaup- lagsnefnd mun taka afstöðu til þess atriðis, þegar atvik málsins liggja endanlega fyrir. Hins veg- ar taldi nefndin ekki rétt að fella niður alla visitöluíjárhæð iðgjalds til almannatrygginga og sjúkra- samlagsgjalds við útreikning á framfærsluvisitölunni i febrúar- byrjun 1972. Akvað nefndin að láta standa eftir i visitölunni sem svarar 0,9 stigum af fjárhæð þessara gjalda, eins og hún var áður en febrúarvfsitalan var reiknuð. Bjóða „gæzlunni til Akureyrar fV Fjórðungsstjórn samþykkti á fundi 21. þ.m. að skora á Alþingi og rikisstjórn að beita sér fyrir þvi, að höfuðstöðvar Landhelgis- gæzlunnar veröi fiuttar til Akur- eyrar. A Akureyri virðast vera ákjós- anleg skilyrði fyrir Landhelgis- gæzluna. Landhelgisgæzlan er ckki hluti af miöstjórnarkerfi rikisins og getur því verið stað- sett þar sem hagstæð skilyrði eru fyrir hendi. A Akureyri er hafnaraðstaða mjög góð, og þar sem nú erunnið aö gerð aðalskipulags fyrir bæinn, er mögulegt að gera sér- stakar ráðstafanir ! skipulagi hafnarsvæöis bæjarins með tilliti tilþarfa Landhelgisgæzlunnar, sem fælu f sér t.d. sérstök hafn- . armannvirki og lóð viö höf- nina.Liklegt er, að kostur geti oröið á nýju skrifstofuhúsnæði I miöbænum innan tiðar. Dráttarbraut Akureyrarhafnar getur tekiö öll varðskipin upp(og hér er hægt að framkvæma hverskyns skipaviðgerðir. Og á Akureyrarflugvelli er stórt flug- skýli i eigu rikisins og ágæt aö- staða til viöhalds flugvéla. Einnig er hér til nokkur flugvélakostur, sem vonandi fer vaxandi, og gæti reynst hentugur I igripum. Fjórðungssamband Norðlend- inga væntir þess með tilvisun til þeirrar yfirlýsingar rikisstjórnar að stuðla aö tilflutningi opinberra stofnana úti um land, að gerö verði heildarkönnun á staðsetn- ingu höfuðstöðva Landhelgis- gæzlunnar á Akureyri. Mcö staðsetningu Landheigis- gæzlunnar á Akureyri væri stigið athyglisvert spor i þá átt aö efla jákvæöa byggðaþróun og yrði vafalaust upphaf af dreifingu annarra stofnanaa úti um landið. Pétur Sigurðsson ritstjóri lótinn SJ - Reykjavik Pétur Sigurðsson regluboði lézt 21. febrúar. Hann fæddist að Hofi á Höfðaströnd 27. nóv. 1890. Pétur dvaldist i Danmörku og Noregi á æskuárum, gerðist siðan farand- prédikari. Hann starfaöi mikiö að bindindismálum, var ritstjóri Einingarinnar frá 1942 og gaf út fjölda bóka, ljóð, fræðslurit o.fl. Hann var heiðursfélagi i Stór- stúku íslands og Bindindisfélagi ökumanna. Kona Péturs var Sigriður Elin Torfadóttir frá Flateyri. r A að leggja akveg um Sprengisand? AK—Reykjavík. A fundum búnaðarþings á mánudag og þriðjudag var samþykkt ályktun um uppbygg- ingu ’Möðrudals sem ferða- miðstöðvar á langri óbyggðaleið, en frá efni þeirrar tillögu hefur áður verið sagt hér i blaðinu, og i sömu ályktun er lagt til að kanna rækilega, hvort ekki sé hagkvæmt að leggja fullkominn akveg yfir Sprengisand. Framsögumaöur aö þessari tillögu allsherjarnefndar var Guttormur V. Þormar. Þá var samþykkt ýtarleg ályktun um rafmagnsmál, og verður nánar sagt frá henni siðar. Framsögumaður var Ingimundur Asgeirsson. Eftirfarandi erindi voru lögð fram: Erindi stjórnar Búnaöar- félags Islands um ábyrgðar og slysatryggingar i landbúnaði, frumvarp til jarðræktarlaga og lagabreytingar um innflutning búfjár svo og erindi Guðmundar Jónassonar um athugun á heilsuspillandi húsnæði i sveitum. Illilllllll ■i FRA BUNAÐARÞINGI: Endurskipun alls búnaðar- náms komin í deigluna Ak, Reykjavik. A fundi búnaðarþings i gær var afgreidd ýtarlcg ályktun um búnaðarmenntun, byggð á tillögum milliþinganefndar búnaðarþings árið 1971 um þessi mál, en það búnaðarþing samþykkti sem kunnugt er, að þessi áratugur skyldi mjög helgaður baráttu fyrir aukinni búnaöarmenntun í landinu. Hjörtur E. Þórarinsson hafði framsögu fyrir þessari ályktunartillögu af hálfu alls- herjarnefndar. í ályktuninni er lagt til, að öll lög og reglugerðir um bænda- skóla og almennt búnaðarnám verði endurskoðuð og annist þá endurskoðun fimm manna nefnd. Markmiðið er að koma þvi á i náinni framtið, að langflestir bændur landsins hljóti búfræði- menntun. Til þess að þvi marki verði náð telur búnaðarþing nauðsynlegt, að bændaskóli sé i hverjum landsfjórðungi og nám i bænda- skólum tengist námsbrautum i almennu skólakerfi landsins. Valfrelsi verði nokkurt i náms- greinum og verkaskipting milli bændaskóla. Þá er gert ráð fyrir námskeiðahaldi af ýmsu tagi og bréfaskóla. Setja þarf reglur um opinbera þátttöku i námskostnaði nemenda i bændaskólum og athuga, hvort unnt er að lögtaka ákveðin réttindi búfræðiprófs. Þá vill búnaðarþing, að sett verði á laggir föst ráðgefandi nefnd á vegum landbúnaðarráðu- neytisins um allt, er varðar búnaðarmenntun. Loks beinir þingið þvi til búnaðarsambanda að hvetja bændaefni til þess að fara i bændaskóla og kynna þá og jafnvel veita búfræðinemum styrki. Komið verði á með sam- komulagi við yfirstjórn fræðslu- mála tengingu bændaskólanáms við almenna fræölsukerfið þannig, aö upp verði tekin d siðasta stigi skyldunámsins kennsla I búfræðigreinum I skóla- hverfum sveitanna. Nordshit? Það ætlar að ganga erfiðlega að koma á þessháttar norrænu menningarsamstarfi að viöunandi þyki. Kannski veröur það aldrei hægt vegna ólikra sjónarmiða og litils skyldleika, þrátt fyrir allt. Þá skemmir eigi litiö fyrir að klikur vaða uppi meö sin sjómarmið, jafnvel svo aö augljóst er næsta ókunnugum útlendingum. A þetta ekki sizt við i listum. Engin ein þjóð innan þessarar sérkennilegu samvinnu er sérstakt dæmi um þetta, miklu frekar að flest löndin eigi þar eitthvað sameiginiegt. Islendingar fara ekki varhluta af þessu frekar en hinar þjóðirn ar. Kannski er þó múrinn meiri hér, sem gæti stafað af þvi að heimsstyrjöldin siðari skildi eftir sig ósýniieg landamæri, sem erfitt hefur reynzt að rjúfa. Er þá átt við, að tsland var á svæði bandamanna I styrjöldinni og varð fyrir þeim áhrifum sem sliku samneyti fylgdi, en hin Norðurlöndin voru að mestu á áhrifasvæði möndulveldanna, svonefndu, þar sem meiri kyrrstaða ríkti, einangrun og stöðnun. Þetta hefur m.a. orðið til þe ss að grönnum okkar, sem bjuggu undir skugga möndul- veldanna i mörg, löng ár, finnst að frá íslandi komi tortryggilegir lilutir. Þetta leiöir jafnframt til þess, að menningarstofnanir á hinum Norðuriöndunuin hafa til- hneigingu til að taka þaö eitt fyrir góða og gilda vöru af þvi sem héðan berst, sem hlotiö hefur uppáskrift þeirra manna er sótt hafa menntun sina til Skandi naviu eftir strið. Eflaust þykir tryggt, að þeir a.m.k. hafi ekki „amerikaniserazt”, og séu þvi öðrum færari að vega og meta hvað skuli teljast skyldast samnorrænni menningarheild af því sem hér er gert I listum. Tilefni þessara hugleiðinga er umsagnir erlcndra nianna um norræna bókmenntasögu, sem komin er út hjá Gyldcndal i Danmörku. Danir kvarta undan vali á dönskum höfundum i þessa bók cn út yfir tekur þegar þeir cru farnir að kvarta undan þvi að valið á fslenzku höfundunum sér handahófslegt. Gctur varla verið um það að ræöa, aö hér sé slíkur skógur stórskálda, að hægt sé með góðu móti að koma við einskonar handahófi. En sam kvæmt mati hinna dönsku virðist það þó hafa tekizt. Það er frábært afrek i sjálfu sér. Samkvæmt ska m m stöf unarná tt úru sam- timans erbók þessi nefnd Nordlit i dönskum umsögnum. En fyrr- greindar upplýsingar gætu bent til þess að hinir amerikaniseruðu” vildu heldur kalla hana Nordshit. Svarthöfði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.