Tíminn - 24.02.1972, Side 5

Tíminn - 24.02.1972, Side 5
Fimmtudagur 24. febrúar 1972 TÍMINN 5 Anemonur og fuglsf jaðrir Jacques Griffe i Paris teiknaöi þennan sumarkjól. Hann er sagður i anemonulitum, sem geta vist verið allir regnbogans itir, en að neðan er hann skreyttur með afrikönskum fuglsfjöðrum og sömuleiðis eru fjaðrirnar upp kjólinn að aftan. ★ Það borgar sig að nota öryggisbeltið Um hádegisbilið og um fimm- leytið á kvöldin, þegar flest fólk er á heimleið úr vinnu i Vær- nersborg i Sviþjóð, má það eiga von á, að lögreglan stöðvi það, noti það öryggisbeltin i bilum sinum. Lögregluþjónar hafa verið settir á vörð fyrir utan sjúkrahús borgarinnar á þessum tima og fari einhver framhjá með öryggisbeltin spennt, er sá hinn sami stöð- vaður, og honum réttur tiu króna seðill, eða um 200 krónur islenzkar. Þetta eru verðlaun til handa þeim, sem nota öryggis- beltin, og ætluð til þess að hvetja fólk til þess að nota þau enn meir en nú er almennt gert i Sviþjóð. Leikararnir gáfu Isis 1000 pund Isis, biað háskólastúdenta i Ox- ford, hefur átt i miklum fjár- hagserfiðleikum. Þeir munu þó hafa verið leystir, þvi nýlega barst ritstjórum blaðsins skeyti frá Elizabeth Taylor og Richard Burton, þar sem þessi ágætis- hjón, buðust til að veita blaðinu fjárhagsaðstoð. Þau sögðu i skeytinu, að þau hefðu lesið um vandræðin i The Times, og ákveðið að leggja að mörkum 1000 ensk pund, eða um 200.000 krónur. Það voru prentararnir, sem unnið hafa blaðið, sem höfðu tilkynnt úrgefendunum, að þeir myndu leggja niður vinnu, nema þvi aðeins að þeir fengju áðurnefnda upphæð inn- an fimm vikna. * Fékk sjö milljónir t tvö ár hefur George Harrison, verkfræðingur i Lostock i Lan- cashire i Englandi legið á sjúkrahúsi eftir að hafa slasazt alvarlega i umferðarslysi. Hon- um hafa nú verið dæmdar sjö milljón króna bætur og á öku- maður bilsins, sem ók á hann, að greiða þessa upphæð. Lögreglan fær blátt Ijós Arið 1855 lét Viktoria drottning i Englandi taka niður blátt ljós, sem hangið hafði utan á lög- reglustöðinni við Bow Street i London. Drottningunni likaði ekki, að svona áberandi ljós væri utan á lögreglustöðinni, þar sem beint á móti stöðinni var risið leikhúsið Covent Garden. Var látið upp hvitt ljós i stað þess bláa. Nú hefur verið ákveðið að lögreglan fái bláa ljósið sitt aftur eftir öll þessi ár, og þykir engum, að of mikið munu bera á lögreglustöðinni fyrir þvi. Svaf bara og svaf Go-Go girls eru þær kallaðar, sem skemmta gestum Playboy- klúbbanna. Hér er ein slik. Hún er ensk og kom fram i Playboy- klúbbi i Bandarikjunum. Hún heitir Rina Brown og er 23 ára gömul. Siðan hún kom aftur til Englands hefur hún unnið hjá Módelumboðsmanni, Annie Walker, en fyrirtæki Annie hefur sérhæft sig i nöktum mó- delum. Rina segir, að helztu minningar hennar fra Playboy- dögunum séu um sára fætur og mikla vinnu. —Þegar ég hætti að vinna á Playboy svaf ég bara og svaf, það var eins og að leggjast i dvala. Eitt dimmt kvöld kom Jörgensen hjólandi á fullri ferð eftir Strandaveginum, þegar lögreglu- þjónn stekkur fram fyrir hann og öskrar: Stoppaðu, þú hefur engin ljós. —Farðu frá, hrópaði Jörgensen, ég hef engar bremsur heldur, —Hvaða prakkarastrik hefurðu nú gert, á meðan ég var að heiman? Óli var góður sölumaður, en hann átti það til að drekka stundum of mikið. Forstjórinn talaði alvar- lega við hana einn daginn, og á rangurinn varð sá, að Óli átti að tilkynna á hverjum morgni, ef hann hefði verið fullur kvöldið áður. Nokkrum dögum siðar kom Óli inn á skrifstofu forstjórans og tilkynnti hárri raustu: —Hik, ég...hikk, var fullur i gærkvöldi, hikk... —Já, og þú ert lika fullur núna, svaraði forstjórinn, —Hikk, ég veit það..en, hikk. Það á eg ekki að tilkynna...hikk...fyrr en á morgun,hikk. Bóndi einn kom inn á sýsluskrif- stofuna og afhenti sýslumannin- um skrifað blað. Þar sem skriftin var illlæsileg, spurði sýslumaður- inn, hvort meiningin væri að þetta ættti að lesast. —Ja, ég veit það ekki, svaraði bóndinn. Djákninn skrifaði það, svo það getur vel verið að það eigi að syngja það. —Auðvitað geturðu fengið flösku- opnarann lánaðan. Maðurinn minn kemur ekki heim fyrr en klukkan sex. —Pabbi hafði rétt fyrir sér, þegar hann sagði, að ég skyldi ekki fara á næturklúbb, þvi þar sæi ég ýmis legt, sem ég hefði ekki gott af. —Nú, hvað sástu? —Pabba.... —Hvað ég heiti? Ég, sem var að enda við að skrifa nafnið mitt á blaðið þarna. —Já það var einmitt þess vegna, sem ég spurði. DENNI DÆAAALAUSI Hvað er þetta mamma, af hverju ertu svona reið, heitirðu ekki Alice? ”3-28

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.