Tíminn - 24.02.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.02.1972, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 24. febrúar 1972 TÍMINN Ufgefandi; Framtokttarrlfcfckurtnn Framkv-ærwJatfióri; Krlstfán Ыn*dtk»iSðtt, ftitítjótan ÞÓrarirtH: fcórarinsson Ufc>), Andrés Krrsííánsson, Jón H«)9«it>n, Vndrfól p<:'1sorst€in55on og Tóitku K&rf&son, Au$týsJnsía*tjórí: Steín- ' Orímor Cislason. RltsfiijrriarskTÍfstofur < edduHýVwtU, SÍtTWÍ 18300 :~183Q&. Skrifstofur Barjk^straefJ. 7.—^- A»gr?iðslysfr<vi :"14323,:: Augfýsíngasímj T9S23;: ASrar skrifstofwr simi 1830(1, Áskriftargíald kr, "225,00 á mánutti innárilands. í laUsas$f<#¦:¦ kr. lí.00 «int*kta. — BlaSabrent h.f. (OfUat) Efling togaraflotans Eitt hinna mörgu vandamála, sem nú- verandi rikisstjórn hlaut i arf frá „viðreisnar- stjórninni", var efling togaraflotans. Þegar „viðreisnarstjórnin" kom til valda haustið 1959, voru togararnir 46, en ekki nema 22, þegar hún lét af völdum á siðastliðnu ári. Þannig hafði togurunum fækkað um meira en helming á þeim áratug, sem hefur verið hag- stæðastur i sögu þjóðarinnar fyrr og siðar. En þetta er ekki öll sagan, þvi að 17 þeirra togara, sem nú eru i rekstri, eru orðnir svo gamlir og úreltir, að þeir hljóta að heltast fljótlega úr lestinni. Orsök þess, að togaraflotanum hnignaði svona gifurlega i tið ,,viðreisnarstjórnar- innar", var fyrst og fremst sú, að hún hafði enga forustu um uppbyggingu atvinnulifsins, heldur lét sérgróðasjónarmið og spákaup- mennsku ráða stefnunni i þeim málum. Þess vegna varð ein þýðingarmesta atvinnugrein landsmanna alveg útundan i valdatið hennar. Þegar dró að þingkosningunum á siðastl. sumri, varð „viðreisnarstjórninni" fyrst ljóst, að hún yrði að hefjast eitthvað handa i þessum málum fyrir þær. Þá var samið um smiði átta togara, sem eru 900-1100 smál. að stærð. Þetta var vitanlega alveg ófull- nægjandi. Þvi hefur verið unnið að kaupum á 18-20 togurum, sem verða 400-500 smál. að stærða og virðast m.a. henta vel hinum minni útgerðarstöðum. Auk þess er i athugun að kaupa 3-4 togara til viðbótar af stærri gerðinni. Samkvæmt þessu eru nú horfur á, að 29-31 togari bætist hér við næstu þrjú árin. Talsvert er um það rætt, að hér sé um of mikla endurnýjun að ræða á skömmum tima. Þetta hefði talsvert til sins máls, ef togaraflot- inn hefði verið hæfilega endurnýjaður á siðasta áratug. En þar sem endurnýjun togaraflotans var alveg vanrækt á þeim tima, er ekki annars völ en að gera umrætt átak á þessum stutta tima. Þá hefur þvi verið haldið fram, að ekki yrði til mannafli til að manna öll þessi nýju skip. Þetta er mikill misskilningur. Til að manna þann togaraflota, sem hér verður eftir að um- rædd endurnýjun er komin til framkvæmda, þarf ekki nema um 900 manns. Hinsvegar þurfti um 1400 manns til að manna þann togaraflota, sem var hér 1960. Mismunurinn liggur i þvi, að hin nýju skip þarfnast minni mannafla sökum fullkomnari útbúnaðar. Þá ber nokkuð á þeim fullyrðingum að hin nýju skip muni ekki bera sig. En hvað verður rekið með hagnaði á íslandi, ef slik skip bera sig ekki? Hinir nýju togarar munu dreifast á marga útgerðarstaði og treysta stórlega fiskiðnaðinn þar, sem er helzta atvinnugreinin á mörgum þeirra. Efling togaraflotans og ^ndurnýjun frysti- húsanna eru nú meðal helztu stórmála dreif- býlisins og þvi einn þýðingarmesti þátturinn i þvi markmiði rikisstjórnarinnar að treysta jafnvægi i byggð landsins. þ þ Spartak Beglov, APN: Nixon græðir meira á Kínaförinni en Maó Pekingstjórnin bregzt heimssósíalistanum Eftirfarandi grein, sem er eftir einn þekktasta stjórnmálaritstjóra rúss- nesku fréttastofunnar A P N , er glöggt sýnishorn þess, hvernig rússnesk blöð skrifa um þessar mundir um viðræður hans við kin- verska leiðtoga. I sumum greinum, sem birzt hafa i Pravda, hefur jafnvel verið kveðið enn sterkar að orði. 1 VIÐHAFNARSAL þinghallarinnar i Peking, sem lokaður hefur verið fyrir full- trúum kinversku þjóðarinnar i mörg ár, hefur verið gefið merki um að kneyfa heillaskál Nixons forseta og Maó for- manns. Báðir aðilar að þessum fuhdi hafa undirbúið hann af kostgæfni, hvor á sinn hátt. 1 USA hefur frumkvöðull fararinnar hagnýtt sér til hins ýtrasta möguleika opinberrar auglýsingastarfsemi til að vekja athygli á verðleikum sinum sem stjórnmálamanns, og hyggst hann með jpessu tryggja endurkjör sitt. 1 KINA eru leiðtogarnir löngu hættir að skýra út fyrir almenningi, hvers vegna þeir tóku heimsókn Nixons. Blöðin kjósa heldur að birta fregnir i hefðbundnum stil. En á lokuð- um fundum er flokksstarfs- mönnum sagt, að lita beri á heimsókn bandariska forset- ans sem afleiðingu af erfið- leikum Bandarikjamanna bæði heima fyrir og á alþjóða- vettvangi. BANDARISKUM al- menningi finnst ofur eðlilegt, að fundurinn sé undirbúinn með lúðrablæstri og bumbu- slætti. Æsifengi er bandarisk stjórnunaraðferð. Aðalatriðið er að æsa upp imyndunarafl fólks og ná valdi á þvi, jafnvel áður en hægt er að skýra frá nokkrum árangri. Prófessor Zbigniew Brezinski, sem er mikilvægt hjól i stjórnmála- vélinni og gjörþekkir hana, spáir þvi, að Pekingförin muni verða ánægjuleg og gefa nokkrar vonir, en fáar hald- bærar eða áþreyfanlegar niðurstöður. Efasemdar- raddir, eins og fram komu i Evening Star, leyfa sér að segja umbúðalaust, að þetta sé sigilt dæmi um kosninga bragð. Fyrir kinverskan almenning er það höfuðgátan, hvernig sá, sem fyrir skemmstu var höfuðóvinurinn, geti nú verið orðinn viðræðuhæfur, gott ef ekki velkominn gestur. KURTEISI er ekki brot á meginreglum. En megin- reglum er aðeins hægt að fórna í kurteisisskyní, þegar þeim er flikað eins og spariföt- um við öll tækifæri. Og þegar kinverskur almenningur sér, af hve miklum „byltingaá- huga" slagorð gegn heims- valdasinnum eru þurrkuð af veggjum Pekingborgar og for- mælingar gegn höfuöóvininum fjarlægð úr búðargluggum og fyllt i skörðin með minjagrip um með dollaraverðmiðum, þá hljóta ótal spurningar að leita á hugi manna. Kinversk alþýða heldur vafalaust, að það hafi verið Nixon, sem óskaði eftir heim- boði og að þetta sé stórsigur. fyrir Peking. En nú kemur i ljós, að á meðan Bandarfkja- forseti dvelst i Kina, fram- kvæmir SEATO heræfingar Maó formaður undir stjórn bandariskra hers- höfðingja og aðmirála, m.a. flotaæfingar á Suður-Kina- hafi, rétt við bæjardyr Kina. A að mótmæla þessu? Það væri augljós ókurteisi, sérstak lega þar sem bandariskir gestir, sem hópazt hafa til Peking fyrir toppfundinn, hafa skýrt fréttamönnum frá þvi, hve stórkostlegar móttökur þeir hafi fengið hjá Kinversk- um ráðamönnum. Sýnilega hefur Peking engu minni áhuga á fundinum en Washington. En staðreyndin er, að báðir aðilar eru i nokkuð misjafnri aðstöðu að þvi er varðar pólitiskan árangur af fundinum. Þverstæðan er, að bandariski leiðtoginn hefur fengið það fram, sem hann ætlaði sér með fundinum, áður en hann fór frá Washington, þ.e. þýðingarmikil og afger- andi kosningaáhrif. Peking- stjórnin má enn biða fullnægj- andi launa fyrir greiðann við Hvita húsið. MJÖG SENNILEGA telja menn i Hvita húsinu, að skuldin hafi verið greidd með þvi að afhenda Kina réttindi sinhjáSÞ.Eni reynd stuðluðu Bandarikjamenn ekkert að þvi á vettvangi SÞ og voru fastheldnir á tuttugu ára ein- angrunarstefnu gagnvart Kina, þótt sá þvergirðings- háttur þeirra hafi ekki haft áhif á þá ákvörðun Kinverja að taka á móti Nixon. Banda- rikin hafa i fórum sinum aðra röksemd: Með þvi að auglýsa ósk sina um að fara til Peking leysti forseti okkar marga vestræna aðjla að SÞ f rá þeirri skuldbindingu að greiða at- kvæði gegn Kina. Gagnrök Kinverja: Endurguldum við það ekki með þvi að marka inngöngu okkar i SÞ með heiftarlegum ræðum gegn Sovétrikjunum? Þannig hafa leiötogar Maó- ista greitt of mikið og þyrstir i endurgjald. í hverju? Taiwan? Nixon hefur itrekað það, að hann muni aldrei missa sjónar af hagsmunum bandamanna sinna i Saigon og & Taiwan. Þá er erfitt að út- skýra fyrir almenningi i Kina, til hvers þessi fundur er eftir allt saman, ef hann leiðir ekki til frelsunar Taiwan. Þess vegna fær hann engar útskýr- ingar. INDOKÍNA. Washington hefur oft gefið i skynað Peking gæti aðstoðað við „friðsam- lega" lausn með þvi að fara á bak við föðurlandsvini i Viet nam, en leiðtogar Kinverja virðast hafa kosið að taka ó- sáttfúsa afstöðu i þessu efni. Það er ekki aðeins af ótta við að missa álit i augum þjóð- frelsishreyfingarinnar. Eiris og Chou En-lai sagði Nasser Egyptalandsforseta 23.júni 1965, þá væri betra, að Banda- rikjamenn kölluðu ekki heim hersveitir sinar, heldur sendu meira lið til Vietnams. Þessi stefna fylgir lögmálinu: „Þvi verra, þeim mun betra". Samkvæmt sama lögmáli fagnaði Peking nýlegri á- kvörðun Nixons að senda 7. flotann til heræfinga á Ind- landshaf , segja The United States News og World Report Weekly. Sama timarit segir gagnrýni Kinverja á tilveru bandariskra herflugvalla i Thailandi ekki jafn hvassa og áður. Fram hjá þessari staðreynd verður ekki gengið: Bandarik- in hafa grætt verulega án þess að gefa raunverulega nokkuð i staðinn. En Bandarikjamenn ; verða að njóta sannmælis Greiddu þeir ekki hluta af reikningnum með öflugri and- stöðu sinni gegn Indverjum i nýafstöðnum átökum Indverja og Pakistana og við stofnun Bangle Desh? 1SÍÐUSTU skýrslu sinni um utanrikismál, nefndi Banda- rlkjaforseti Sovétrlkin oft sem ógnvald. A Kina var ekki minnzt. Fyrir aðeins fimm ár- um var samt ekki til neitt ann- að afl á jarðriki jafn ógnvekj- andi og mikið áhyggjuefni að dómi bandariskra stjórnmála- manna, þ.á.m. Richards Nix- ons. Nú hefur löngu verið eytt gömlum kviða varðandi Kina sem hluta af kommúnista- blökkinni innan SÞ segir London Times, og gamla kenningin um Kina sem óbil- gjarnt leiðandi byltingarafl er ekki lengur talin réttmæt. Af hálfu svo heiðvirðs blaðs sem Times, hljóðar þetta eins og Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.