Tíminn - 24.02.1972, Side 8

Tíminn - 24.02.1972, Side 8
 8 TÍMINN Fimmtudagur 24. febrúar 1972 ■m Í**fZ5 !**'&+*'&!*•**£ ,r—* *íJV*iVIV«**í?'Í,**ííJ*?.'!m«'Í*i -*■ ~ M/m rfe Fjalla—Eyvindur viö Snorra Sturluson: Ef Helgi Haraldsson er kominn á raupsaldurinn, hvar ætli við séum þá staddir? Snorri: Og viö erum nú staddir sem fyrr á þeim staft, þaban sem öll vötn renna til Njálu. Hvað verður um ævisögu Alexanders Solsjenitsyns? Brezka útgáfufyrirtækið Macmillans verður ef til vill að liætta við að gefa út ævisögu sovézka skáldsins Alexanders Solsjenitsyn, vegna þess að hann óskar þcss sjálfur. (Jtgáfan pant- aöi bók þcssa fyrir 14 mánuðum, og hafa þeir David Burg, sovéik- ur rithöfundur i útlegö,og Georg Fcifer, bandarískur bókmennta- fræðingur, unnið að gerð hennar siðan. Feifer hefur dvalizt i Moskvu til að afla sér upplýsinga, sem nauð- synlegar eru i bókina. Hann þekk- ir Solsjenitsyn ekki sjálfur, en bendir á, að hann hafi hitt marga af ættingjum hans og vinum og hafi þeir útvegað honum mikið efni i bókina. Solsjenitsyn sneri sér til sviss- neska lögfræðingsins Heeb, en hann annast öll mál skáldsins vestan tjalds, og bað hann að beina þvi til Macmillans, að gefa ekki ævisögu hans út. Heeb skrifaði útgáfunni i nóvember og sagði m.a.,að hluti efnisins i bók- inni gæti verið beinlinis skaðlegt Solsjenitsyn, ef það birtist á prenti, og ekki siður vinum hans og ættingjum i Sovétrikjunum. Að vonum olli bréf lögfræðingsins fjaðrafoki hjá Macmillans. Reynt var að fá þá hluta bókarinnar, sem þegar er lokiö, metna af sér- fræðingum i Sovézkum málefn- um, en að minnsta kosti einn þeirra, sem útgáfan sneri sér til i þessu skyni, neitaði að hafa nokk- ur afskipti af málinu. Astæðan getur svo sem verið einhverskon- ar afbrýði* sem er að finna i rik- um mæli innan hóps sovétfræð- inga i Bretlandi. Talið er, að Solsjenitsyn sé áhyggjufullur yf- ir, að meðal þeirra sem veittu Feifer upplýsingar i Moskvu, séu ættingjar, sem hann hefur ekkert saman við að sælda, og að þeir myndu hafa sagt ósannar slúður- sögur um hann. Feifer þykist þess þó fullviss, að allt það fólk, sem hann ræddi við, hafi verið vin- samlegt skáldinu. V-Þýzka vikublaðið Die Zeit birti i desember sl. úrdrátt úr bréfi frá Solsjenitsyn til Heeb,þar sem skáldið fer þess á leit, að engarævisögursinar verði gefnar út i vestrænum löndum. En Mac- millans er eina útgáfufyrirtækið, sem Heeb hefur snúið sér beint til. Útgáfunnar Collins og Pall Mall, sem einnig eru að vinna að ævisögunni, hafa ekki fengið nein bréf. Nóbelsverðlaunin. Heimildir Burgs og Feifers um Solsenitsyn hafa ekki allar reynzt nægilega áreiðanlegar. I grein i Sunday Times 11. október 1970, var fjallað um hvort Solsjenitsyn myndi fara til Stokk- hólms til að taka við bókmennta- verðlaunum Nóbels, þó hann ætti von á að verða neitað um heim- fararleyfi aftur. Þá var visað til margra Moskvubúa, sem kunn- ugir voru málinu og sögðu, að hann myndi ekki fara. Einnig var vitnað i ummæli annarra „vina” skáldsins i Moskvu og álitu þeir, að hann héldi, að nú væri honum ekki lengur óþolanlegt að búa ut- an Sovétrikjanna og myndi þvi fara til Stokkhólms, þó hann yrði að afsala sér þeim réttindum að búa i heimalandi sinu. Þessi ummæli ollu mikilli reiði þeirra, sem þekkja til skáldsins á Vesturlöndum og töldu þeir, að það væru einmitt svona ummæli, sem sovézk yfirvöld þyrftu að fá til að geta sannað skort skáldsins á ættjarðarást. Atburðirnir hafa nú sannað, að ummæli þessi, sem sögð voru eftir vinum Solsjenit- syns, voru röng. Feifer leggur þó áherzlu á, að hann hafi rétt til að skrifa, það sem honum var sagt, og að margir vestrænir blaða- menn hafi fengið sömu upplýsing- ar. honum i með þessu tali, kom i ljós nú fyrir skömmu. Fréttaritari þýzka vikublaðsins Stern i Mosk- vu átti viðtal við gamla frænku skáldsins og lýsti hún þvi yfir, að fjölskylda hans hefði verið mjög auöug. Malgagn sovézka rithöf- undasambandsins. Litera- turnska Gazeta, varpaði sér þeg- ar á þennan punkt og hélt uppi harkalegum árásum á Solsjenit- syn i marga mánuði. Hann hefur siðan neitað að frásögn frænk- unnar sé sönn. Hættan. Dæmi um þá hættu, sem ætt- ingjar Solsjenitsyns geta komið Siðasta mánuðinn hafa sovézk yfirvöld veitzt mun harkalegar en áður að þeim, sem þau kalla hug- myndafræðilega frábrugðna.og er það þess vegna, sem Macmillans stendur nú frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun, að hætta annað- hvort alveg við að gefa bókina út, eða skera hana svo mikiö niður, að hættulaust geti talizt fyrir Solsjenitsyn. Hver sem ákvörð- unin verður, mun liklegast, að bókin verði gefin út i Bandarikj- unum, Þýzkalandi og Frakklandi. George Feifer og David Burg þykjast vissir um, að bók þeirra geti aðeins gert Solsjenitsyn gagn. Feifer finnst þó grátlega hlægilegt, áð allt hans starf sem rithöfundur skuli yfirleitt geta valdið honum skaða. Feifer legg- ur áherzlu á, að enginn hafi séð handrit sitt. Ríkir ingai Það er orðið langt siðan ég hef sent Timanum linu, og vonandi eru menn þá ekki leiðir á mér i bili. En ég gerði annaö, sem var verra og meiri ósvifni en ég hef áður leyft mér, og það var, að ég safnaði saman ýmsu gömlu dóti úr Timanum og viðar að og lét það i bók, sem kom út fyrir jólin. Það var bókaútgáfan Orn og Örlygur, sem þarna áttu frum- kvæðið. Þeir fóru þess á leit við mig að mega prenta eitthvað af þessu dóti, sem ég hefi sett saman um dagana, og birzt hefir bæði i blöðum og útvarpi. Þaö var nú ekki seinna vænna, þar sem ég stóð á áttræðu, og ég sló til upp á von og óvon. Þetta fór þó ekki verr en það, að bókin seldist upp á skömmum tima, og mér er sagt að hún hafi á timabili verið metsijlubók. Það voru gefin út 2000 eintök og kostaði i bóka- búðum hver bók 595 krónur. Það er þá auöreiknað hvað hún hefir verið seld fyrir háa upphæð. Þetta var nú góð afmælisgjöf og ég sendi hugheilar þakkir til allra vina minna um allt land. Það yljaði mér vel um hjartað i ellinni og þá má, ef til vill, draga af þessu þá ályktun að þarna hafi eitthvað verið, sem menn vildu lesa og þætti betur sagt en ósagt. Helzt hefi ég reynt að bera blak af bændum hafi mér þótt ómak- lega á þá ráðizt, sem nú er mjög i tizku. ,,Að standa vel við höggi hinna hefur orðið dauðasök”, svo kvað örn Arnarson, og er það si- gilt spakmæli. Ég hefi aldrei gert mér mannamun, hver sem mót- parturinn var, eins og bókin ber með sér. Bændurnir hafa lika launað það eins og þeir eru mennirnir til, með þvi að kaupa bókina, og það voru beztu launin. Svo hefi ég dálitið glimt við okkar fornu menningu og bók- menntir. Til dæmis um höfund Njálu. Það eina, sem ég er svo- litið stoltur af i þessu sambandi, er að hafa forðað þessu dásam- legu listaverki okkar frá þeirri svivirðu, að það væri skáldsaga eftir Þorvarð Þórarinsson. Þessu mótmælti enginn nema ég og Benedikt Gislason frá Hofteigi. Hvar halda þeir sig lærðu mennirnir, sem þjóðin hefur keypt i vitið fyrir milljónatugi? Auðvitað sagði Einar ólafur Sveinsson, að þetta væri vitleysa. En það þarf meira en eina setn ingu til þess að kveða niður svo magnaðan draug, sem Barði Guðmundsson hafði vakið upp, enda skorti hvorki ósvifni eöa áróður I þeim herbúðum. Vinir minir i Rangárþingi hafa lika kunnað að meta þetta. Fyrir þvi hefi ég góðar heimildir. Ég get sagt eins og þar stendur. Ég hefi bréf upp á það frá þessum jólum. Alveg það sama átti sér stað þegar Halldór Laxness gaf út sitt mikla bókarörverpi, Gerplu, sem að mlnum dómi og margra ann arra, var höfundi og þjóðinni allri til skammar. Niðið um Ólaf helga, þjóöardýrðling Norð- manna, var það fyrsta sem Norðmenn fengu fyrir Snorra styttuna i Reykholti og alla þá vináttu, sem þeir þá sýndu i sam- bandi við það mál. Þarna hreyfði enginn mót- mælum nema Þorbjörn i Geita- skarði og ég. Þá má geta þess, að Ragnar Asgeirsson þakkaði höf undi eftirminnilega fyrir lestur- inn, þegar hann hafði lesið þetta listaverk sitt i útvarpið.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.