Tíminn - 24.02.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.02.1972, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 24. febrúar 1972 TÍMINN erurn við orðnir íslend- að eiqa þrjú Lögberg! Nú mega menn ekki skilja orð min svo, eins og sumir virðast gera, aö ég kunni ekki að meta það sem Halldór Laxness hefur bezt gert. Það kann ég sannar- lega, en ég fyrirgef ekkert frekar það, sem mér finnst ótækt, manni, sem getur gert hlutina vel, ef hann vill, og má hver sem vill lá mér það. Þar sem ég er fyrir löngu kom- inn á raupsaldurinn eins og menn sjá, og hefi haft það fyrir venju að láta rök með þvi sem ég læt frá mér fara á prenti, þá ætla ég að láta hér tvær stökur eftir þjóð- kunna menn. Annar er fulltrúi Norðlendinga, en hinn fyrir Sunn- Jendinga. Baldur á Ófeigsstöðum botnaði ¦bréf til min um jólin með þessari stöku og hafi hann beztu þakkir fyrir: Islenzkan er iþrótt snjöll og ifögur ýmsum Helgi fyrirmyndir gefur. Af þvi hann skilur íslend ingasögur, einn hann veit hver Njálu skrifaö hefur. Ingimar Jóhannesson vinur iminn og jafnaldri sendi mér -þessa stöku: Heill þér áttræðum heillakarl Hrafnkelsstaða frægi jarl, ástvinur sagna allra vorra, sem ætlarað gefa Njálu Snorra. Ég set þessar stökur til þess að menn sjái, að ég er ekki einn á báti með þá skoðun að Snorri -Sturluson sé höfundur Njálu Fyrirgefið mér svo þetta raus, landar góðir. Mér hefði aldrei komið til hugar að skrifa um þetta bull mitt, hefði ég ekki verið neyddur til þess og þetta er aðeins inngangur, sem þið sjáið hér á eftir. Ég hefi fengið vinsamlega dóma um bók mina i mörgum blöðum, bæði fyrir sunnan og norðan, og meira að segja 2 rit- dóma i Þjóðviljanum „Guð láti gott á vita". Þar skrifar vinur minn Benedikt frá Hofteigi heil- siðu grein um bókina. Ég þakka margt i greininni, en sumt er þannig, að ég má til að svara þvi stuttlega. Benedikt kemst nefni lega að þeirri niðurstöðu, að mest af þvi, sem ég ber á borð fyrir lesendur i bókinni, sé tóm vitleysa og undir þvi vil ég ekki liggja, sem menn geta skilið. Mér er það nauðugt að fara að rifast við þennan kunningja minn, sem ;ég met mikils vegna hans mikla fróðleiks. Enda mætti segja mér, að þeir sem á hæstum sitja trónunum hugsi á þá leið: Þarna hitti þá skrattinn ömmu sina. Fyrst segir Benedikt: ,,Það var, þegar Helgi var farinn, að ég tók að athuga bókina. Hún heitir: Engum er Helgi Hkur, og undir- fyrirsögnin er : Bóndinn á Hrafn- kelsstöðum segir sína meiningu. Ég varð að spyrja sjálfan mig. Er bókin um Helga, þvi ekki velur hann slikt heiti á eigin verkum?" Þetta er hárrétt hjá Benedikt og mér þykir gott að geta leiðrétt misskilning, sem ég hefi orðið var við viðar. . Ég á engan þátt i fyrra nafninu. Undirfyrirsögnin fór frá mér, sem bókarheiti. Það var bókarút- gefandinn og Indriði G. Þor- steinsson, sem settu yfirfyrir- sögnina. Það er tekið úr Njálu. Engum er Kári Hkur, sem þeir sögðu báðir um hann Flosi og Sigurður jarl. Þetta sjá lika allir þegar þeir lesa formála Indriða G. Hitt voru leiðinleg mistök að hafa nafn Indriða G. á kjölnum. En það hefði kostað 15 þúsund krónur að láta.prenta allar kápurnar upp aftur. Hitt vil ég taka fram að Indriði G. hefur engan staf skrifað i bókinni nema formálann. Fyrsta greinin er við- tal við mig, þegar ég var sjö- tugur, tekið fyrir blaðið Suður- land af Guðmundi Danielssyni, og sést það, þar sem greinarnar eru taldar upp á öftustu siðu. Svo slæst nú upp á vinskapinn hjá okkur fóstbræðrum, þegar við eigum að ganga til Lögbergs. Benedikt segir: „Mér ber þessi grein vel i veiði, þvi nú hef ég rannsakað þetta mál allrækilega, og fundið það eina Lögberg, sem um getur verið að ræða á Þing- völlum". Jæja, segi ég. Það hefur margur lotið að minna en hirða sjálft Lögberg upp af götu sinni. Þeim skýzt þó skýrir séu. Hvað skyldum við heyra næst? Lög- bergin orðin þrjú og allt er þá þrennt er segir máltækið. Rikir erum viö orðnir Islendingar. Arið 1907, þegar Björn M. Ólsen var að sýna Friðriki konungi VIII. Þing- velli, þá áttum við bara eitt Lög- berg og vorum ánægðir með. Þá voru menn ekki orðnir svo frumlegir að halda að sjálf sögu- þjóðin hefði gleymt nafninu á helgasta staö þjóðarinnar, og alltaf verið búið á Þingvelli. Árni Óla hefir skrifað um þetta mál I bók sinni Grúsk II. Þar segir: „Eitt er Lögberg og hefir alltaf verið milli gjánna". Þó það nú væri, að hann fari ekki að elta þessa apaketti visindanna. Enda er Árni Óla að minum dómi okkar allra bezti visindamaður og fléttar betur saman fortið og nú- tið en nokkur annar íslendingur i dag. Greinar hans eru hreinlega áfengar og ég les þær oft og alltaf mér til óblandinnar ánægju. Það er aðeins ein bók, sem þolir samanburð. Það er bókin Gengið á reka eftir Kristján Eldjárn, núverandi forseta Is- lands. Ég sé i anda, þegar farið verður að sýna útlendingum Þingvelli 1974. Þá segir leiðsögumaðurinn: —Þarna er Lögbergið hans MatthiasarÞórðarsonar. Þarna á milli gjánna er svo Lögberið þeirra Arna Óla og Helga á Hrafnkelsstöðum og svo er að lokum þarna unga Lögbergið hans Benedikts frá Hofteigi. Það mætti segja mér, að þeir settu upp stór augu, sem vonlegt er. Svo gætu þau vel verið orðin fjögur þá. Það tekur ekki langan tíma að finna nýtt Löberg eftir þessu að dæma. Svo fæ ég ekki betur séð en aö Grágás skeri þarna alveg úr, ef menn eru læsir á islenzkt mál. Þar segir á þessa leið: „Til Lög- bergs má ekki ganga seinna, en i siðasta lagi þegar sól ber yfir vestri barm Almannagjár séð frá Lögmannsþúfu á Lögbergi. En Lögmannsþúfa er örnefni á hraunrimanum milli Nikulásar- gjár og Flosagjár. Þeir sem þarna eru kunnurgir segja mér, að það sé nálægt klukkan 3 eftir hádegi á þeim tima, sem Alþingi stóð yfir. Lögmahnsþúfa er sjálf- sagt aðflutt efni, sem var notað i nokkurs konar ræðustól fyrir lög- mann að standa við, þegar hann var að lesa upp lögin yfir þing- heimi. Nú vil ég spyrja. Til hvers er Þingvallanefnd á Alþingi, ef hún lætur ekki þetta mál til sin taka, áður en Lögbergin eru orðin legio, sem þau verða fljótlega. Forfeður okkar höfðu anna hátt á, þegar Dr. Guðbrandur Vigfús- son kom fyrst fram með þessa vitleysu, að Lögberg væri vestur við Almannagjá. Þeir sendu mann, sem þeir treystu bezt, Sigurð Vigfússon fornfræðing, bróður Guðbrandar, og létu hann rannsaka málið. Hann rann- sakaði rækilega alla staðhætti á Þingvöllum og hélt þvi siðan ein- dregið fram, að Lögberg væri þar, sem það hefði alltaf verið á milli Niklulásargjár og Flosagjár norður af Þingvallatúni. Þessu trúðu menn og vitleysan var úr sögunni um langt árabil. Matt híasi Þórðarsyni tókst það ein stæða óhappaverk að týna fyrir okkur Lögbergi á fyrstu tugum þessarar aldar.En hvernig honum tókst að teyma alla okkar fræði- menn á asnaeyrum, það er kraftaverk. En það er meira blóð i kúnni og nú fýkur verulega i gamla mann- inn, þegar ég fer að halda þvi fram, að Fjalla-Eyvindur hafi verið útilegumaður. Þar þurfum við sveitungar Fjalla-Eyvindar, Hrunamenn, aldeilis að lesa upp og læra betur. En þar greipstu nú á kýlinu, vinur minn, og mátt sjálfum þér um kenna hvernig fer. Við skulum heyra pistilinn, og ég mun svo freista þess að leggja út af honum. Þar segir á þessa leið: „Næst skrifar Helgi um Fjalla-Eyvind, og þykir mér nú kárna, þvi sógu Fjalla-Ey- vindar hef ég rannsakað og skrað og birt i Sunnudagsblaði Þjóð viljans fyrir nokkrum árum. Helgi birtir tómt þjóð sagnaslúður, sem haft hefur verið i frammi af furðulegu kappi, án allra staðreynda um lif manns- ins". Svo kvað hann. Ekki hefi ég trú á þvi, að Benedikt auki mörgum þumlungum við hæð sina i augum Islendinga, þó hann segi þeim, að Fjalla-Eyvindur hafi ekki verið útilegumaður. Meira að segja Halldór Laxness strandaði á Fjalla-Eyvindi, þegar hann ferðaðist um landið fyrir nokkrum árum og ætlaði að ganga af öllum útilegumónnum dauðum, meira 'að segja Gretti. Þó fór þetta svo, að hreysi Fjalla-Eyvindar urðu honum ofurefli, þegar hann fór að skoða þau. Fjalla-Eyvindur komst ekki undir manna hendur frekar en fyrri daginn, þótt sjálft Nóbels- skáldið ætlaði að góma hann. Það kostar alltaf miklu lengra mál að hrekja vitleysurnar en að kasta þeim fram. Enda þýðir litið að bjóða sjálfum Benedikt frá Hofteigi ámóta getgáturj sagn- fræði, eins og hann býður öðrum. Við skulum nú bregða okkur norður i land að Glaumbæ i Skagafirði og skoöa hið stór- merkilega byggðasafn Ég hefi skoðað það oftar en einu sinni. Þar er meðal annarra gripa karfa ein, riðin úr tágum hin mesta völundarsmíði og vatnsheld. Hún fannst i Eyvindarkofa á Hvera- völlum, og önnur sömu tegundar er i Þjóðminjasafninu i Reykja- vik, lika eftir Fjalla-Eyvind. Nú er það eitt af þvi, sem Fjalla-Eyvindi var til lista lagt, að hann reið körfur úr viðitágum svo þær voru vatnsheldar og nStaði fyrir vatnsfötur. Nú heldur Benedikt þvi fram, að allir kofar, sem kenndir eru viö Eyvind, séu aðeins leitar- mannakofar. Sjálfsagt hefur maðurinn, sem segist hafa verið fjárrikasti bóndi á Islandi, ein- hvern tima farið í leitir. Heldur nú Benedikt, að leitarmenn hafi verið að stytta sér stundir við að flétta þessa dvergasmiði? Ef við Benedikt sætum nú við sama borðið norður i Glaumbæ og karfa Eyvindar á borðinu fyrir framan okkur. Það er ekki stór gripur karfan sú, en er ekki samt langt gengið að segja, að hún sé ekki til. Það var kvartað undan þvi, að ég hefði engar staðreyndir.Ég hefi nóg að þeim, þó engin timi sé til að telja það hér, greinin mundi þá verða óhóflega íöng og ég þarf að koma viða við. Svo vill vinur vor gera Höllu konu Fjalla-Eyvindar einhver skil og þar segir svo: „En hver var Halla? Ég ætla að geta betur um það. Arið 1729 búa i Birtingar holti i Hreppum hjónin Helgi Björnsson og Margrét Gisla- dóttir. Þau eiga 6 ára gamla dóttur, sem heitir Halla. Hún er 21 árs 1744, þegar Eyvindur lendir i sakferlið, en hann er þá 30 ára. Þetta gat verið unnusta Eyvindar og haft það eins og Ugla Hrossa- falsdóttir eða Hrossa-Dóra, að sækja hann i fangelsiö i Traðar- holti. Eyvindur átti tvö börn i hreppnum og gat Halla verið móðirin, minnsta kosti að öðru. Eyvindur fer huldu höfði en Halla getur verið á hvaða bæ sem henni lizt. En svo virðist það 1747 eða '48, að þau taki sig upp og fari vestur á Strandir. Snorri Bjarna- son, siðar kenndur við Húsafell er prestur á Staö i Aöalvik. Enginn sækir neitt i greipar Snorra og i hans skjóli búa þau á Hrafns- fjarðareyri i Grunnavik. Móðir Snorra var frá Birtingaholti og Halla gat verið náskyld henni. Þau eiga 14 ára dóttur og fleiri börn 1763, að presta vitnisburði". Mikil er sú vizka og rausnin þá enn furðulegri, að ætla að fara að gefa okkur Höllu konu Fjalla- Eyvindar, Hrunamönnum. Reyndar var Halla kona Eyvindar, Jónsdóttir og ættuö úr Bolungavik og bjó ekkja á Hrafnsfjarðareyri, þegar Eyvindur kom til hennar. Ég tel mig ekki jafningja Benedikts frá Hofteigi sem ættfræðing, og er nú fyrr gilt en valið sé. En það gutlar nú samt það á mér, að ég get frætt hann ofurlitið um Hóllu Helga dóttur frá Birtingaholti, og er það á þessa leið: Halla Helgadðttir giftist árið 1751 Einari Jónssyni frá Hrafn kelsstöðum, og hófu þau þá bú- skap i Snússu. Búa i Efra-Lang- holti 1756-58. Eru farin að búa i Efra-Hólakoti 1762 og búa þar enn 1773. Þau áttu með vissu 4 börn. Þetta má sjá i kirkjubók Hrepp- hóla, sem er til frá 1743, svo og öðrum ritum, sem ekki er hægt aö rengja. Hitt vissi ég áður.að séra Snorri á Húsafelli var sonur Guðrúnar frá Birtingarholti, svo við Hruna- menn höfum átt hlut i fleiri kjarnakörlum en Fjalla-Eyvindi og hálfgerðum þjóðhetjum. En betur hefði ég kunnað við að ætt- fræðingurinn mikli hefði feðrað séra Snorra rétt. Hann var Björnsson en ekki Bjarnason, er mér fortalið. Ég veit lika, að amma séra Snorra hét Steinunn Finnsdóttir og var ein þekktasta skáldkona fyrri alda og orti heilar rimur, Stellurimur. Þegar hún var ung var hún vinnukona i Skálholti hjá Brynjólfi biskupi, og fékk það vandasama hlutverk að vaka yfir meydómi biskupsdótturinnar. Skáldunum okkar hefir orðið tið- rætt um hvernig hún leysti það starf af hendi. Eins og Þorsteinn Erlingsson kvað: „Það er ofraun ungri mey að sjá við yndisfriðum lærðum prófastssyni". Þótt það hafi orðið hvalreki hinn mesti, að Steinunn sofnaði á verðinum, fyrir skáldin, þá varð þetta prófastssyninum I Hruna sú dýrasta skemmtun, þess kyns, sem sagan okkar getur um og gerði þrotabú i Hruna. En Steinunn giftist Þorbirni Eiriks- syni bónda i Birgingaholti. Þeirra dóttir var Guðrún móðir séra Snorra. Af séra Snorra og Guðrúnu eru komnir margir kjarnakvistir, bæði i Borgarfiröi og viðar. Nú ætla ég að taka einn af þeim fyrir oddamann i deilunni, um það hvort Fjalla-Eyvindur var útilegumaður eða ekki. Hann heitir Kristleifur Þor- steinsson frá Stóra-KRoppi og séra Snorri var langafi hans. Ég býst ekki við að geta fengið fróðari mann og óljúgfróðari. Hann hefur skrifað ágæta grein um útilegumenn i Borgarfirði á dögum séra Snorra, og ætla ég að taka örfáa pósta um Fjalla- Eyvind, til þess að sjá hvernig hann leit á þennan mann. Hann er fyrst kynntur þannig: „Við Fjalla-Eyvind kannast náíega hvert mannsbarn á Islandi. Hann var útilegumaður eftir miðja 18. öld. Þegar menn höfðu aðra eins hetju og Fjalla- Eyvind til fyrirmyndar, var ekki ótrúlegt að slikt kæmi fyrir, að ungir og hraustir menn á léttasta skeiði, reyndu að bjarga sér frá ævilangri þrælkun með þvi að leggjast út. Það var lika Fjalla- Eyvindur, sem þeir höfðu til fyrirmyndar að slikt mátti takast." Ég fæ ekki stillt mig um að til- færa hérna dálitinn póst eftir Kristleif á Kroppi úr þessari grein, sem er á þessa leið: „Þess má geta hér, að ýmsar frásagnir um viðskipti Snorra prests og Fjalla-Eyvindar, hafa verið i munnmælum. En flestar benda þær til þess, að Snorri prestur hafi liðsinnt Eyvindi, og eins og margir aðrir, hlifzt við að selja hann undir þá ströngu hegningu, er hlaut að biða hans hvenær sem lögreglan næði tangarhaldi á honum. Sú sögn er til, að eitt sinn að vetrarlagi, er séra Snorri var að heiman, kom gestur aö Húsafelli, sem heima- fólk ekki þekkti. Hann baðst húsa og var honum gisting heimil. I þá daga var það föst venja, að gestir buðu fram vinnu sina um vökur. Svo var og með þennan gest. Spyi Hildur, kona séra Snorra, hvort hann sé ekki hagur og ef svo er þá skuli hann smiða upphleypu- kerald fyrir hana. Það vildi hann reyna. Fær hann þvi næst efni og smiðaáhöld. Fórst honum smiðin mjög hönduglega og skilaði keraldinu fullgerðu áður vöku væri lokið. Þegar prestur kom heim næsta dag, sýndi Hildur honum handaverk gestsins. Hann kvaðst þá ekki þurfa að spyrja meira. Handbragð Fjalla- Eyvindar kannaðist hann við. Var Frh á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.