Tíminn - 24.02.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.02.1972, Blaðsíða 11
Töpuðu fyrir klaufaskap Fádæma klaufaskapur hjá Reykjavíkurúrvalinu f körfu- knattleik i leiknum gegn úrvali Varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli I Laugardalshöllinni á þriöjudagskvöldið, varö til þess aö Reykjavikurúrvaliö tapaöi leiknum og varö þar meö af Sendiherrabikarnum I ár. Um bikarþennan, sem Penfield fyrrverandi sendiherra Ban- darikjanna hér á landi gaf á sinum tima, hefur veriö keppt 10 sinnum. I öll skiptin hefur Keyk- javikurúrvaliö farið með sigur af Frh. á bls. 15 — Sögulegur áfangi Iþróttasiðan hefur fengiö ungan og áhugasaman gllmumann, Kristján B. Þórarinsson, til aö skrifa um islenzka glimu fyrir Timann i vetur. Hér kemur fyrsta grein hans, sem er um Skjaldar- glimu Ármanns, sem fcr fram n.k. sunnudag. Merkur áfangi i sögu þjóðlegrar iþróttar hefur nú náðst, er Skjaldarglima Armanns T verður háð i sextugasta sinn, næstkomandi sunnudag. í april 1908 var fyrsta keppnin um Armannsskjöldinn háð, og segja má að hún hafi farið fram ár hvert að undanskildum sex árum. Saga glimunnar er jafn gömul islenzku þjóðinni, hún var undir- staða alls félagslifs bæði til sjávar og sveita fyrr á öldum. Páll Melsted, sem var einn af mestu hvatamönnum glimunnar, segir einhvers staðar: íslenzka gliman fyrnist aldrei, og það er þjóðarskömm að leggja niður þjóðarsóma. Það er von og trú allra þeirra, sem fást við þessa þjóðlegu iþrótt, sem hefur verið þjóðinni til sóma, að þessi áfangi i glimukeppni megi verka, sem hvatning til allra ungra og friskra manna, sem unna þjóðlegum erfðum. K.B.Þ. Æft í bílljósum og allir eru að farast úr harðsperrum Litið inn á æfingu hjá knattspyrnu- mönnum FH, sem æfa undir stjórn nýja þjálfarans Duncan McDowell frá Skot- landi. — Ef þú kemur í hús i Hafnarfirði, og sérð mann ganga afturábak niður stigana eða reyna að toga sig upp með handafli á handriöinu, getur þú gengið út frá því sem vísu, að hann sé einn af knattspyrnu- mönnum FH, sem nú eru rétt nýbyrjaðir að æfa undir stjórn Skotans Duncan McDowell. Skotinn er sagður svo harð- ur, að menn bókstaflega geta ekki lyft fótunum eftir æfing- arnar, sem hann hefur stjórn- að hjá liðinu til þessa. Og sömu sögu er að segja úr Keflavik, þar sem Skotinn þjálfar nú Islandsmeistarana IBK. Þeir sem æft hafa undir hans stjórn eru geysilega hrifnir af honum. Segja þeir að hann sé i einu orði sagt stórkostlegur, og þetta segja menn þrátt fyrir að þeir séu með svo miklar harðsperrur eftir æfingar hans, að þeir rétt geta staðið i fæturna. Sú saga er sögð i Hafnar- firði, að þrir af leikmönnum FH hafi komið til hans eftir aðra æfinguna, og óskað eftir þvi að fá nudd, þar sem þeir gætu varla gengið fyrir harð- sperrum, en Duncan er einnig lærður nuddari. Hann horfði á þá smá stund og hristi siðan sinn rauða koll og tók þá i sér- æfingu, sem stóð i eina og hálfa klukkustund. Hefur hann siðan ekki verið beðinn um nudd af þremenningunum né öðrum. Við skruppum suður i Hafnarfjörð á föstudagskvöld- ið, en þá var æfing hjá FH á skólamölinni fyrir framan barnaskólann. Þar var ekkert ljós að hafa, en þeir sem komu á bilum, röðuðu þeim upp og höfðu ljós á þeim, svo þarna varð sæmilegasta birta. Við horfðum góða stund á æfing- arnar, og þótti okkur nóg um, en piltarnir sögðu að þetta væri bara létt æfing miðað við þær sem hefðu verið á undan. Við snerum okkur að þjálf- aranum og spurðum hann hvernig honum likaði aðstað- an til að þjálfa hér. Hann sagði að i Hafnarfirði væri hún mjög slæm, þvi þar væri ekkert sljós að hafa til aö æfa við nema billjós, en i Keflavik væri hún mun betri. Þetta væri samt allt i lagi, strákarnir væru áhugasamir og mættu vel á æfingarnar. - Keflavik er gott lið, sagði hann, — en þessir eru ungir og vilja ná langt og þeir vinna 2. deildina i ár, ef þeir halda áfram að sýna sama áhuga og mæta eins vel á æfingarnar, bætti hann við og benti á hóp- inn i kringum sig, sem puðaði með knöttinn á milli sin. Viö spurðum hann hvort þaö væri rétt, að hann keyrði svo hart á æfingunum, að strák- arnir kæmust ekki niður stiga nema ganga afturábak. Hann brosti bara og sagði. — Ég keyri þá þar til ég sé að þeir geta ekki meira það er eina ráðið til að ná árangri, og það ætlum við okkur að gera. Við sannfærðumst um að svo væri, og spáum FH góðu gengi i 2. deildinni i sumar, ef áfram verður haldið á sömu braut. Þvi er þó ekki að neita, að róðurinn verður þungur, þar sem mörgum góðum lið- um er að mæta eins og t.d. Þrótti, IBA og Armanni. svo nokkur séu nefnd. — klp — Frjálsíþróttafólk bætir enn metin Lára Sveinsdóttir, Armanni. Hún hefur bætt tslandsmetið i hástökki þrisvar sinnum á hálfum mánuði Frjálsiþróttafólk viröist vera i góðri æfingu um þessar mundir, a.m.k. sýnir árangurinn sem næst I innanhússmótunum und' anfarna daga, aö svo sé. Það liður varla það mót, aö ekki séu sett ný met og að fólk bæti árangur sinn. A innanfélagsmóti Armanns og UMSK i Baldurshaga voru sett tvö ný tslandsmet og eitt jafnað, auk þess sem eitt telpnamet var sett. Lára Sveinsdóttir, Ármanni, jafnaði tslandsmetið i 50 m grindahlaupi og bætti siðan tslandsmetið i hástökki, stökk 1,59 m. Hún átti sjálf gamla metið. Karl Stefánsson UMSK stökk 14,26 m i þristökki, sem er nýtt tslandsmet. Gamla metið átti Borgþór Magnússon, KR, 14,13m. Eitt telpnamet var sett á mótinu; Ása Halldórsdóttir, A, hljóp 50 m grindahl. á 9,1. sek. Badmintonmót Reykjavikurmót unglinga i badminton verður haldið 11. marz n.k. og úrslitaleikir daginn eftir, ef þörf krefur. Badmintondeild Vals sér um mótið að þessu sinni og skal koma þátt- tökutilkynningum og þátttöku- gjaldi til deildarinnar i siðasta lagi föstud.3. marz. Stadion kemur ekki! klp—Reykjavik. Þær fréttir hafa nú borizt frá Danmörku, að danska liðið Stadion, sem átti að taka þátt i alþjóða handknattleiks- keppninni, sem á aö fara fram i Laugardalshöllinni i næstu viku, komi ekki til Keppn innar Stadion hafði góða forustu i 1. deildinni dönsku,þegar það kom til tals ,að það kæmi hingað i þessa keppni. Siðan hefur liðinu ekki vegnað sem bezt, enþað geröi útslagið á,að ekki yrði farið i Islands jferðina, þegar það tapaði fyrir Helsingör um siðustu helgi. Eftir þann leik hefur Stadion ekki nema 2ja stiga forustu I deildinni. Þykir það heldur litið, og þess vegna var íslandsferðinni hafnað Keppnin mun litið fara úr skorðum þrátt fyrir það. Hin erlendu liðin, Gottvaldo frá Tékkoslovakiu og HSV Hamburg frá Vestur- Þýzkalandi, koma bæði, en auk þeirra taka þátt i mótinu, landsliðið, sem leikur i undan- keppni OL á Spáni, íslands- meistararnir 1972 svo og gest- gjafarnir Vikingur. Afríkufarinn gerir það gott — Jóhannes Edvaldsson lék sinn fyrsta leik með Cape Town fyrir skömmu, og hann aðstoðaði liðið við að verða ,Champion of Champions' i Suður-Afriku Jóhannes Edvaldsson knattspyrnumaöur úr Val, lék sinn fyrsta leik með Cape Town i Suður-Afríku nú fyrir skömmu. Var það I fyrsta knattspyrnuleik keppnistima- bilsins, sem nú er að hefjast, milli Cape Town og Hellenic, en þessi lið urðu bikar- og deildarmeistarar- s.l. ár. Suður-Afrikubúar hefja keppnistimabilið með leik miili sigurvegaranna I þessum mótum, eins og gert er I Englandi. 1 blaðaiirklippu, sem við fengum frá Suður-Afriku,eru nokkrar myndir frá leiknum, þar af 4 af Jóhannesi, sem lékk góða dóma fyrir sitt framlag i leiknum. Hann lék stöðu miðherja, en þá stöðu lék hann aldrei með Val landsliöinu her. Leiknum lauk með sigri Cape Town 1:0, eftir fram- lengdan leik og átti Jóhannes þátt i sigurmarkinu. Það er mjög gott hjá Jóhannesi að hafa komizt i liðið i þessum leik, þvi margir eru um hvert sæti hjá atvinnu- mannafélögunum i Suður- Afriku. Þangað koma margir efnilegirknattspyrnumenn frá öðrum löndum, eins og t.d. tveir Englendingar, er leika með sama liði og Jóhannes, en þeir voru báðir hjá Man- chester United áður. Blöð i Suður-Afriku hafa gert mikíð úr komu Jóhann esar, enda fátt um að menn frá tslandi séu á þeim slóðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.