Tíminn - 24.02.1972, Side 15

Tíminn - 24.02.1972, Side 15
* » : . ,1 Fimmtudagur 24. febrúar 1972 TÍMINN Undirbúa smíði nýs hafnargarðs ÞP—Djúpavogi. Á Djúpavogi er nú verið að undirbúa byggingu á nýjum hafnargarði og dýpkun i höfninni. Þá er nú reynt að gera til bráðabirgða við bryggjustúfinn, sem danska skipið skildi eítir, þegar það sigldi á bryggjuna á Diúnavoei um daeinn. Fiskiskip geta athafnað sig þar, en strandferðaskipin ekki. Þess vegna er öllum vörum til Djúpavogs nú skipað upp á Breið- dalsvik og siðan fluttar á vöru- flutningabilum til Djúpavogs, en 80—90 km er á milli kauptúnanna. Þetta hefur að sjálfsögðu gifur- legan aukakosnað i för með sér, en hann greiðir væntanlega tryggingafélag skipsins, sem sigldi á bryggjuna. Námskeið fyrir norrænt leikhúsfólk S.E. Reykjavik. í ár verða haldin tvö námskeið fyrir ungt norrænt leikhúsfólk. Þaö fyrra fyrir leiklistakennara, i norræna lýðháskólanum i Kungálv, 27. mai til 3. júni. Hið seinna er fyrir leikstjóra, og veröur i Helsinki 5. - 11. júni nk. Þátttakendur verða 40 .á þessu námskeiði. Menntamálaráðu- neytið styrkir þá,sem eru valdir I þessa för hverju sinni. Aðrar upplýsingar er að fá hjá Sveini Einarsyni leikhússtjóra, og til hans skal einnig stila um- sóknir um þátttöku. Féll út af togara OÓ—Reykjavik. 46ára gamall háseti á tog- aranum Jóni Þorlákssyni féll útbyrðis aðfararnótt laugar- dags s.l. og drukknaði. Hét hann Ulrick Hansen og átti heima á Bergþórugötu 16, Reykjavik. Hann var ók- væntur og barnlaus. Togarinn var suður af landinu á leið frá Þýzkalandi þegar maðurinn féll útbyrð- is. Leitað var að manninum en án árangurs. Norðurlandaráð afabTshai6. fallið þessu sjónarmiði, en þó fundizt ráðiö jákvætt, þegar um var aö ræða grundvallarhug- myndina varðandi útfærslu islenzku landhelginnar i 50 milur. Erlendur Patursson frá Fær- eyjum upplýsti þvi næst, aö Fær- eyingar undirbyggju útfærslu sinnar landhelgi i 70 milur, og taldi hann sig hafa fengið fullan stuðning við grundvallarhug- myndina i tillögunni. Norðmaðurinn Helge Seip tók þvi næst til máls og sagði, að enginn fótur væri fyrir þessum túlkunum, og að sjónarmið Noregs væri, að hafréttar- ráöstefna SÞ væri rétti aðilinn til að fjalla um mál sem þetta, en ekki Norðurlandaráð. Þá sagði hann, að Norðurlöndin ættu að koma sér saman um, hvaða leiðir yrðu farnar, en lykilorðiö væri raunar alþjóöleg samvinna. Fulltrúar Dana og Svia tóku mjög i sama streng. A þriðjudaginn var samþykkt i ráðinu, með 33 atkvæðum gegn 25, að banna tóbaksauglýsingar. Þá var einnig fjallað um sam- ræmingu á þeim lögum, sem gilda um lágmarksalkóhólmagn i blóði ökumanna, en það mál hefur verið á dagskrá Norðurlandaráðs siðan 1956, og virðist enn engin von um að samræming nái fram að ganga. Framhald af bls. 11. hólmi, en nú i 11. sinnrsem um hann er keppt,fara Bandarikja- mennirnir með hann. Keppt er um bikarinn á hverju ári og eru leiknir 5 leikir. Leikurinn á þriðjudagskvöldið varsá þriöji að þessu sinni, en hinum tveim lauk með sigri VL. Það var mjög klaufalegt hjá Reykjavikurúrvalinu að tapa þessum leik. Liðið hafði 2 stig yfir i hálfleik, 43:41, og hafði 11 stig yfir um miðjan siðari hálfleik, 58:47. Þá hófu Bandarikja- mennirnir að leika „maður á mann”, og fór þá allt i rugling hjá íslendingum. Náður Bandarikja- mennirnir að minnka bilið i 70:69 en náðu ekki að komast yfir. íþróttir NÝ BYGGINGA VÖRUVERZLUN Höfum opnað byggingavöruverzlun að Reykjavikurvegi 64 (i húsi Húsgagna- verzlunar Hafnarfjarðar). Viðskiptavinir verið velkomnir. Simi verzlunarinnar er 50292. KAUPFÉLAG HAFNFIRÐINGA Hjúkrunarkonur óskasl Hjúkrunarkonur vantar að hinum ýmsu deildum Landspitalans. Nánari upplýs- ingar veitir forstöðukonan á staðnum og i sima 24160 Reykjavik, 23. febrúar 1972 SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA Stúlka vön vélritun óskast til starfa við I.B.M. götun i Búnað- arbanka íslands. Umsóknir sendist starfs- mannastjóra fyrir 28. þ.m. Einnig vantar stúlku i útibúið i Mosfells- sveit. BÚNAÐARBANKI ISLANDS Þegar 2 min. voru eftir af leiknum hafði Reykjavikurúr- valið 3 stig yfir, 83:80. A þessum 2 min.,sem eftir voru, þorði ekki nokkur Islendinganna að skjóta, en það þorðu Bandarikja- mennirnir og skoruðu 6 stig i röð, þannig að þeir sigruðu i leiknum 86:83. Það er i sjálfum sér engin skö- mm að tapa fyrir þessu liði, sem er mjög gott og hefur á að skipa mörgum frábærum ein- staklingum, eins og t.d. Nelson, sem skoraði yfir 20 stig i þessum leik. En það er af og frá að tapa á hreinum klaufaskap á loka- minútunum, eins og þarna gerðist hjá Reykjavikurúrvalinu. Er hætta á,að liðið verði að gera betur en þetta i Polar Cup, ef ekki á að tapa öllum leikjum þar. Stigahæstu menn liösins i þessum leik voru Agnar Friðriksson 15 stig, Þórir Magnússon 13, Kristinn Jörund- sson 12, Birgir Jakobsson 10 og Kolbeinn Kristinsson 9. —klp— Nixon Frh af bls, 7 löggilding. Pekingstjórriin er reiðubúin að sanna hollustu sina á margan hátt, að þvi er bandariskur prófessor, Harold Hinton, segir. Kinversk-band- arisk samstaða verður áhrifa- mesta mótvægið gegn Sovét- rikjunum. VIÐ SJAUM skapendur nýs valdajafnvægis að störfum i Peking. Arið 1949 ritaði Maó Tse-tung: Kinverjar standa annað hvort með heimsvalda stefnu eða sósíalisma, frá þvi er ekkert frávik. Slikar setn ingar hafa nú verið felldar burt úr úrvalsritum Maó, sem og gagnrýni hans á þá, er einu sinni hvöttu til að tekinn yrði „millivegurinn”. Ljóst er, að stefna Pekingstjórnarinnar byggist ekki lengur á samá- byrgð með heimssósialisman- um. Utanrikissérfræðingar Kina kynna landið af kost- gæfni sem forystuþjóð „þriðja aflsins” Kina iðkar baktjalda makk við afturhaldssömustu stjórnir þriðja heimsins. (Bandalag við hernaðarof- beldi Jahja Khan gegn Bangla Desh er sannfærandi dæmi). Það er augljóst að hið nýja hlutverk Kina gengur i vax- andi mæli gegn hagsmunum þjóðfrelsishreyfinga. Kina hyggst beinlinis gerast „þriðji partifélaginn” undir öllum kringumstæðum. Þess vegna vill það taka þátt i öllum „heimsleikjum”, þar sem sumum þjóðum er att gegn öðrum. Ríkir erum við Fi-h. af bis.9 þetta upphleypukerald kennt við Eyvind eftir þaö, og kallað Eyvindarkerald. Þess má geta að til skamms tima var það til á HÚsafelli og gekk undir þessu nafni.” Nú held ég, aö Benedikt þyki fara að kárna, og hvað heldur hann um það, að Kristleifur heföi sagt um þá kenningu hans, að Fjalla-Eyvindur hafi aldrei verið við útilegu kenndur. Getum við svo ekki sagt með Bakka- bræðrum: Ekki er nú kyn þó aö keraldið leki, þvi botninn er upp i Borgarfiröi. Svo er nú rúsinan i pylsuend- anum hjá Benedikt og hljóðar svo: „En hvað það snertir, að Snorri Sturluson hafi skrifaö Njálu, er Helgi i hreinum ógöngum. Hann hefur unnið gott starf að bera saman rithátt Heimskringlu og Njálu og finna. þar skyldleika nokkurn á milli og telur nú Heimskringlu eftir Snorra...En hvoruga bókina hefur Snorri samið....en gerir hann þann graut, aö telja Njálu og Eglu ritaðar á 13. öld, og þar með lýgi- sögur. Hér er orðin svo ljót og svört saga af Islandi, að það hæfir ekki Helga á Hrafnkelsstööum aö bæta tjöru i þá sögu. Og það get ég sagt Helga, aö þótt ég hafi oft reiðzt honum þá reiddist ég honum, er hann fór að gæla við Einar 01. um ritunartima íslend- ingasagna”. Hérna skriplar hann nú á skötu, gamli maðurinn, eins og oftár. Ég segi eins og i visunni stendur: Ég er hvergi hræddur hjörs i þrá hlifum klæddur minum, og ekki vildi ég skipta á minni vigstöðu fyrir vigstöðu Benedikts frá Hofteigi. Ég fæ ekki betur séð, en að hjá honum riði hver vit- leysan annarri. Það játa ég að hafa enga hug- mynd um það af rannsóknum, hver hefur ritað Heimskringlu, bara aldrei efazt um, aö það er Snorri eins og allir fullyrða, og hvað er þá um Norðmenn. Þeir hafa kostað of miklu til styttunnar af honum i Reykholti. Sem sagt, við Benedikt erum hundrað prósent sammála um það, að Njála stafar frá Odda- verjum. Ég segi, að Sturlungar hafi lagt þar siðastir hönd á verkið um 1320. Og þar i kring skrifaði Snorri aöalhandritið og Sturla Þórðarson gekk frá þvi um 1280. Þetta hefi ég rækileg rök- stutt og sleppi þvi hér. Benedikt heldur þvi fram, að hún hafi verið rituð jafnvel fyrir miðja 12. öld. Nú vil ég spyrja: Hvernig er hægt aö skrifa bók og vitna til manna, sem fæðast löngu seinna, eins og Sturlunga og Kol beins unga? Þetta er ekki hægt að bera á borð fyrir hugsandi menn. Treystir Benedikt sér að skrifa nútima sögu og vitna i menn, sem fæðast ekki fyrr, en eftir næstu aldamót? Það væri alveg hlið- stætt! Það vill lika svo vel til, að það stendur skýrum stöfum I Njálu, hvenær hún er rituö, sem ég hefi áður bent á. Fer vel á þvi, að enda þessa grein með þvi, að dagsetja hvenær Njála er skrifuð, og það er á þessa leið: A bls. 69 i fornritaútgáfunni stendur þetta: „tllfur aurgoöi var faðir Svarts, föður Loðmundar, föður Sigfús, föður Sæmundar hins fróða. En frá Valgarði gráa er kominn Kolbeinn ungi.” Hvernig lesa menn úr þessu? Hefði Kolbeinn verið dáinn fyrir löngu þegar Njála er skrifuö, eins og fræðimenn segja: „Þá hefur verið ritað frá Valgarði var kominn Kolbeinn ungi, alveg eins og sagt er um úlf, hann var faðir Svarts. Svo slær Benedikt alla fræðimenn útmeð þvi aö segja, að Kolbeinn ungi væri kominn af Valgarði gráa, ef Njála er skrifuð um miðja 12. öld, en Kolbeinn ungi fæddist ekki fyrr en 1208. Þarna stendur svo skýrt sem verða má, það sem ég hefi haldið fram, að Snorri hafi skrifað Njálu kringum 1230. Þá er Kolbeinn búinn að vera tengdasonur hans i þrjú ár, og tengdapabbi hefur sent Kolbeini þessa pillu svona i hálfkæringi, að forfaöir hans væri Valgarður grái. Þarna er rétt lýst gráglettni Snorra Sturlusonar, sem oft kemur fram i ritum hans. Þetta geta menn svo glimt við, þangað til að þeir ráðast á mig næst. Um vin minn Benedikt frá Hofteigi á við það, sem i visunni stendur: „Þrekið hans ég mikils met, —mestur f vanda, að hopa ekki um hænufet hafi hann á röngu að standa”. Helgi Haraldsson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.