Tíminn - 26.02.1972, Síða 1

Tíminn - 26.02.1972, Síða 1
 EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR >■ 47. tölublað — Laugardagur 26. febrúar 1972 —56. árgangur N Miiijóna- Áköf leit að sprengju í m^útum I Jumbó á Keflavíkurvelli — þegar bíla- verkstæði brann á Neskaupstað BG-Neskaupstað, ÞÓ-Rvik. Milljónatjón varð á Nes- kaupstað i gær, er bilaverk- stæði Dráttarbrautarinnar h.f. brann til kaldra kola á 40 min- útum. Það var um kl. 14 að eldurinn kom upp. Rétt fyrir kl. 15 var allt brunnið, sem brunnið gat. Sex bllar voru inni á verkstæðinu til viðgerð- ar, þegar eldurinn kom upp, en ekki tókst að ná út nema þrem bilanna, þar af var einn stórskemmdur er hann kom út, hinir bilarnir þrir brunnu allir til ösku, og er litið eftir af þeim annað en járnahrúga. Sex menn voru að vinna á verkstæðinu, er eldurinn kom upp og áttu þeir fótum sinum fjör aölauna, svo fljótt breidd- ist eldurinn út. „Við vorum allir við vinnu okkar, og þar af var einn að logsjóða undir bil, en þar kom eldurinn upp, sagði Elias Þór Ragnarsson, verkstjóri er blaðið ræddi við hann i gær. Eldurinn komst strax i veggi, sem eru klæddir með tré og siðan i þakið, sem er klætt með texi. Við gátum strax forðað okkur undan eldinum, og tekið með okkur logsuðu- tækin, er við vorum að nota og bilana þrjá. Ekki reyndist mögulegt fyrir okkur að ná i kósangaskút, sem stóð úti við stafn, en sem betur fór, þá losnaði á honum pakkning, þannig að það logaði uppúr honum allan timann. Þegar hér var komið reyndist ógern- ingur að nálgast meira, sem var inni i húsinu sagði Elias. Slökkviliðið i Neskaupstað kom fljótt á vettvang fyrst með einn bil og siðan annan. Gekk slökkvistarfið gréiðlega eða röskan klukkutima, en þá var lika allt brunnið, sem brunnið gat. Mjög mikið af eldfimum efnum var inni á verkstæðinu, bæði málning, hjólbarðar og bensin, t.d. gaus ávallt upp mikill eldur er bensintankar bifreiðann, sem brunnu inni sprungu. wmmmmmmmmmmmsm ,,ÉG VAR DÁLÍTIÐ HRÆDD" — sagði Britt Ekland, kvikmyndastiarna, sem var um borð i Boeing-747 þotunni OÓ—Reykjavik Meðal farþega þotunnar, sem lenti á Keflavikur flugvelli I gær vegna tilkynningar um sprengju um borð, var sænska kvikmynda- leikkonan Britt Ekland. Var hún I fylgd með hávöxnum svart- skeggjuðum manni og voru þau bæði klædd gráum pelsum og bar herrann mikla loðhúfu. Voru yfirhafnir þeirra beggja greinilega keyptar til að hjúin færu hvort öðru vel. Fyrsta spurningin, sem Timinn lagði fyrir leikkonuna var nát- túrlega hvernig henni hefði orðið við, þegar henni var tilkynnt um hina óvæntu heimsókn hennar til Islands. — Ég varð dálitið hrædd, en ekki alvarlega, þetta kemur nú orðið svo oft fyrir. Hefur þetta komið fyrir yður áður? — Ekki á flugi, en ég hef orðið fyrir slikum töfum á flugvöllum. — Eruð þér á leið til Los Angeles til að leika i kvikmynd? — Nei, ég er i frii og til að hvila mig þar. Ég hef nýlokið við að leika i kvikmyndinni „The Boy” og ætla nú að taka mér gott fri. — Næsta verkefni? — Segi ekki frá þvi,,en það er nóg að gera framundan. Er þetta fyrsta heimsóknin til tslands? — Já, og heldur óvænt. Mér finnst gaman að koma hingað, en ég vildi að það hefði staðið betur á. Annars get ég lesið islenzku, en ég skil ekki orð þegar hún er töluð. — Lært islenzku i skóla? — Nei, en ég hef oft gert það að gamni minu. Málið er svo likt sænsku, að það er ekki verulega Framhald á bls. 14. Sænska kvikmyndaleikkonan Britt Ekland og bandariski framleiðandinn Lou Adler voru meðal farþeganna I þotunni. Eins og sjá má á myndinni voru þau „saman”. Flugstjóri þotunnar talar til farþega i flugstöðinni. Hann er að skýra þeim frá hvernig málin standa og að þeir verði að sýna biðlund. Risaþotan á Keflavikurflugvelli. Myndin er tekin meöan leitin aö sprengjunni stóð yfir. Varnarliðsmenn og starfsmenn Loftleiða leituöu I vélinni og I farangri. Slökkviliðsbilar stóðu allt umhverfis þotuna meðan leitað var. Timamyndir G E. OÓ— Reykjavik. Þota af gerðinni 747 frá ameriska flugfélaginu Trans World Airways lenti óvænt á Keflavfkurflugvelli i gær. Var vélin á leið frá London til Los Angcles, þegar flugstjóranum var skipað að lenda á næsta flug- velli, þar sem tilkynnt hafði verið að sprengja gæti verið um borð. Var þotan þá stödd um 100 milur suðvestur af Keflavik og ákvað flugstjórinn að lenda þar. Varð fyrst að losa mikið eldsneyti úr risaþotunni og að þvi loknu lenti hún kl. 4,50. 52 farþegar voru um borð. Farþegar voru látnir fara frá borði strax á brautarenda og var þeim ekið á flugvallarhótelið. Þotan var dregin hið bráðasta á eins afvikin stað og hægt var og þar hófst leitin. Stóð þotan þá ekki allfjarri Höfnum. Enginn fékk að koma nærri vél- inni, nema þeir sem unnu að sprengjuleitinni, en það starf unnu sérfræöingar frá varnar- liðinu. Slökkviliös- og sjúkrabilar Enginn fékk að koma nærri vélinni, nema þeir sem unnu að sprengjuleitinni, en það starf unnu sérfræðingar frá var- narliðinu. Slökkviliðs- og sjúkra- bilar voru til reiðu allt umhverfis vélina og voru þeir i um 300 metra fjarlægð. Var allur farangur tek- inn úr vélinni, svo og farmur, og var þetta flutt langt burt frá þot- unni og leitað i varningnum þar, en aðrir leituðu ' nákvæmlega i flugvélinni sjálfri. Var búizt við, að leitinni væri ekki lokið fyrr en seint i gærkvöldi. Þetta var ekki eina þotan, sem varð að lenda af þessum sökum. Hringt var i skrifstofur TWA i London og sagt,að sprengja væri i flugvél frá félaginu, sem fór frá London i gær. En alls voru þær fjórar. Var þeim öllum skipað aö lenda á næsta flugvelli. Ekki bárust fréttir um það i gær, hvar hinar flugvélarnar lentu. Voru allar þoturnar af sömu gerð, Boeing 747. Farþegarnir, sem i vélinni voru, biðu i flugstöðinni meðan leitin fór fram. Var ekki örgrannt um,að nokkur ókyrrð væri i fólk- inu, en þó voru allir rólegir á yfir- borðinu, en mikið var að gera á barnum. Timinn haföi tal af nokkrum farþegum og voru svörin mjög á sömu leið, — jú, þetta var heldur óþægilegt, en eiginlega trúðum við aldrei,aö sprengja væri i vélinni, það er alltaf verið að hringja i flugfélög og skrökva svona. 1 örstuttu viðtali,sem Timinn náöi af flugstjóranum, sagði hann, að atburður sem þessi hafi aldrei komið fyrir sig áður á flugi, en hins vegar verið tilkynnt um sprengju i flugvél sinni,áður en lagt var af stað. Þá fannst engin sprengja og er flugvélin ósprungin enn. Flugstjórinn sagði, að þegar til- kynningin barst hafi ekkert annað verið að gera en að lenda á næsta flugvelli, enda væru ströng fyrir- mæli um það.þegar atburður sem þessi kemur fyrir. Hann sagðist ekki hafa tilkynnt farþegunum sjálfur hvað um væri að vera, þegar snúið var við, en látið áhö- fnina vita, enda hafði hann nóg að gera annað en hugga farþegana, Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.