Tíminn - 26.02.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.02.1972, Blaðsíða 9
8 TÍMINN Laugardagur 26. febrúar 1972 Laugardagur 26. febrúar 1972 TÍMINN 9 llildigunnur ölafsdottir og Sveinbjörn Bjarnason. Umræouefni ráðstefnunnar i baksýn. (Tímamynd Gunnar) "Það er hægara að loka vandamálin uppi i sveit en leysa þau" - Rætt við Hildigunni Ólafsdóttur og Sveinbjörn Bjarnason um ráðstefnu um fangelsismál, sem haldin verður i dag og á morgun .- Tilgangurinn er að vekja stjórnmálamennina til dáða, sögðu þau Hildigunnur Ólafs dóttir cand-polit. og Sveinbjörn Bjarnason stud. theol.,fir blaða- maður Timans ræddi við þau um ráðsteínu, sem Æskulýðssam- band Islands gengst fyrir i Norræna húsinu um helgina. Fjallað verður um fangelsismál á Islandi frá ýmsum sjónar- hornum. - Þarna kemur lika fram sjónarmið fanganna sjálfra, segir Sveinbjörn — en skoðanir þeirra hefur yfirleitt vantað i umræðum um málið. Þetta eru segulbands- viðtöl, hljóðrituð i hegningar- húsinu. Þeir lýsa ástandinu, eins og það kemur þeim fyrir sjónir, einum degi i fangelsi, áhrifum, sem þeir verða fyrir, og hvernig þaö er að losna aftur. Blm : — Fá fangar ekki einhverja félagslega aðstoð, þegar þeir losna úr fangelsi? Hildigunnur: — Hún er sáralitil. Að visu er til félagsskapur, sem heitir Vernd, en aðstoð þeirra er sáralitil.... Sveinbjörn: — ....,,ein nótt á Hernum’,’ eins og fangarnir orða það sjálfir. Þetta er vitahringur, sem illmögulegt er að losna úr. Þessir rpenn glata vinnu sinni, vinum og jafnvel aðstand endum... Hildigunnur: ..... Þeir missa frelsi sitt og sjálfstraust og eru ekki lengur persóna, heldur hlutur, sem farið er með,og þegar þeir svo losna, eiga þeir erfitt með að fá vinnu. Sveinbjörn: — Rætt er svo sem um, að taka eigi ákaflega vel á móti mönnum, sem afplánað hafa refsingu sina, en það er bara alltaf einhver annar en sá sem talar, sem á að gera það. Blm: — Kemur sjónarmið aöstandenda fram á ráðstefn- unni? Sveinbjörn: — Já, það er viðtal við unnustu fanga. Hún segir þessa sömu sögu, af öryggisleysi hans og skilningsleysi almen- nings, þegar hann losnaði. En hann er nú orðinn fangi aftur. Hildigunnur: — En hún tekur fram, að hann sé oröinn nýr maður til bóta, og það sé ekki fangelsinu aö þakka. Blm: — Hvaða breytingar telja fangarnir sjálfir, að þyrftu að verða i fangelsismálum? Hildigunnur: — Þeir ræða allir um einhverja aöra refsingu en innilokun i fangelsi. Fram kom til dæmis hugmynd um að þeir vinni á einhverjum ákveðnum stað og tekið verði af launum þeirra til að bæta fyrir brot þeirra. Sveinbjörn: — Þeir leggja allir áherzlu á að fá að vinna. Yfirleitt eru þetta hraustir menn á bezta aldri og eftir innilokun i iðjuleysi eru margir þeirra orðnir ófærir til vinnu. Blm: — Einhverja vinnu hafa vistmenn á Litla-Hrauni. Hildigunnur: — Það er sáralitið. Nú er búskapur þar aflagður og vinnan er ekki nema einir tveir timar á dag að jafnaði. Þeir hnýta net og steypa netasteina og hellusteina. Blm: — Er ekki lika mjög fjöl- breytt tómstundastarf á Litla- Hrauni? Sveinbjörn: — Það er eitt van- damálið. Að visu var þarna mikið tómstundastarf. Fangarnir fengu leiðbeiningar i leirmunagerð, teppahnýtingu, leðurvinnu og mörgu öðru, og þetta var mjög fjörugt. En það strandaði á fjárskorti. Þeir þurftu sjálfir að kaupa efnið, sem er dýrt. Hildigunnur: — Fyrir vinnu sina fá fangar sáralitil laun. Daglaun þeirra eru timalaun verkamanns. Af þessu verða þeir svo að kaupa föt, hreinlætisvörur, tóbak og fleira,og þá er litið sem ekkert eftir. Blm: — Koma ekki fram ein hverjar tillögur til úrbóta á at vinnuleysi fanganna? Sveinbjörn: — Ekki beinar tillögur, en ekki er talinn vafi á, að þarna sé hægt aö koma upp rekstri. Blm: — Svo við snúum okkur að Framhald á bls. 14. Jón Bjarnason, Garðsvík: Ræktun holdanauta kæmi til með að valda þáttaskilum Sem kunnugt er hetur islenzk bændastétt og raunar þjóðin öll goldið mikið afhroð i sambandi við sjúkdóma, er borizt hafa til landsins með búfé, sem fegnið var frá útlöndum, bæöi fyrr á öld- um og á fyrrihluta þeirrar, sem nú er að liða. Nægir i þvi sam- bandi að nefna fjárkláðann, mæðiveikina, og garnaveikina. Að þessari reynslu fenginni er eðlilegt að menn séu hræddir við frekari tilraunir i þessa átt, þvi að brennt barn forðast eldinn, og óliklegt er . að það hvarfli að nokkrum manni framar að flytja inn i landið lifandi búfé. Þrátt fyrir þetta er enn mikill áhugi á þvi meðal bænda, að eignast vissar tegundir erlends bú- penings og þá fyrst og fremst holdanaut, en slikt er, sem kunnugt er, hægt með innflutn- ingi djúpfrysts sæðis. Sjálfsagt á- lita einhverjir að ásókn eftir erl. búfé byggist hreinlega á asna- skap og nýjungagirni, og fjarlægðin gefi fjöllin blá o.s.frv. Veit ég vel að sliku hefur verið slett að bændum af mönnum sem flest þykjast betur vita en þeir. Þetta er þó fjarri sanni. Til þess er ætlazt að is. bændur standi ekki að baki bændum grannlanda okkar, sem framleið- endur, og er þá átt við gæði, verð- lag og magn þeirrar vöru sem seld er frá búunum. Erfitt mun bó reynast að fullnægja þeirri kröfu og kemur margit til. Fyrst og fremst það, að hér er vetrarriki mikið og peningur geyriþungur á fóðrum. 1 öðru lagi standa is- lenzkir bændur höllum fæti i sam- keppninni hvað það snertir, að þeir hafa ekki öðru búfé á að skipta til að breyta grasi og heyi i mannamat en litt eða óræktaða stofna sauðfjár og nautgripa. Þó skal ekki yfir það slegið striki, að nokkuð hefur áunnizt á siðari ár- um um kynbætur’ sauðfjár og mjólkurkúa. Hefur sú viðleitni leitt i ljós að margar islenzkar kýr eru einkar veTfallnár til að framleiða mjólk. Virðist ekki ástæða til að óska eftir blóðblönd- um við erlend mjólkurkúakyn, þótt góð séu og langræktuð. Kem- ur það margt til. Hitt mun rétt- ara, að halda fram sem horfir um úrval til kynbóta, og þá má ætla að þeir bændur, sem lifs njóta að nokkrum áratugnum liðnum, riki yfir allsamstæðum mjólkurkúa- stofni. Þessari skoðun minni gef- ur það byr i segl að ráðunautar bænda i nautgriparækt eru prýði- lega starfhæfir og hafa samstillt- ar skoðanir svo ekki ber á milli, svo vitað sé. Þar mun starfsgifta þeirra fólgin. Allt annað kemur fram, þegar ljósi er brugðið á þessi mál við- vikjandi kjötframleiðslunni. Þar stendur nautgripastofninn okkar svo höllum fæti sem hugsazt get- ur. Hér var á ferð fyrir nokkrum árum búvisindamaður vestan um haf kominn. Hann kallaði kýrnar okkar „hin vöðvalausu fyrir- bæri”, hafði vist ekki séð slika gripið áðar. Hugsanlegt er þó að upþ úr hinum ósamstæða stofni mætti rækta sæmilega kjötgripi, en fyrirhöfn mundi slikt kosta ærna og seintekin yrði gróðinn og læt ég öörum eftir að spá i aldirn- ar. A hinn bóginn biða okkar handan við pollinn i seilingar færi, holdanautastofnar svo ágæt- ir að undrun sætir, enda stendur þar að baki markvisst kynbóta- starf, sem spannar yfir meira en tveggja alda skeið. Eftir margra ára ransóknar- starf á gróðurfari á afréttum landsins er þvi nú slegið föstu af visindamönnum, að um ofbeit sé að ræða, sérstakíega sunnanlands og vestan. A þessum svæðum verður að fækka beitarpeningi að miklum mun. Að öðrum kosti horfir til auðnar. Þarna verður að bregða skjótt við, engu siöur en i þvimáli er snertir llandhelgisjáv- ar..Ofbeit á afréttum er háski, hliðstæður ofveiði á landgrunn- inu. Þetta er þeim bændum, sem við nefnda afrétti búa,vel ljóst, en þeir vita einnig, að framleiðsla búanna má ekki skerðast. Hér standa bændur frammi fyrir vanda eins og svo oft áður. Ný- lega var rætt um þessi ofbeitar- mál i sjónvarpinu af nokkrum á- gætum mönnum. Stungið var upp á þvi aö beita hrossum á mýrar i heimahögum á sumrum til hlifðar við afrétti. Þetta er athyglisverð tillaga, enda var hún nokkuð rædd. Jónas Jónsson mintist á ræktun holdanauta, en það mál var ekki rætt frekar og gegnir slikt furðu. að mun, þvi engar skepnur eru eins auðveldar i hirðingu og um- gengni sem þau. Þar að auki gefa þau heimsins bezta kjöt. Oft er um það rætt, að fram- leiðsla bænda þyrfti að vera fjöl- breyttari til þjónustu við neytend- ur. Ræktun holdanauta mundi þar valda þátaskilum. Fyrir tæpum 40 árum áttum við i sóttkvi i Þerney nokkra hrein- kynja holdanautagripi. Húðkvilli, landlægur i grannlöndum okkar, kom upp i hópnum. Kvilli þessi nefnist hringskyrfi á islenzku. Gengur hann yfir á nokkrum vik- um. Einnig má flýta bata með lyfjum. 1 stað þess að láta þetta bráð.Allt er þetta furðulegt.Ekki er liklegt að háskalegra sé að flytja inn djúpfryst sæði tekið i einangraðri búfjárræktunarstöð t.d. i Bretlandi með dauðhreins- uðum tækjum og siðar „gróður- sett” i einangraðri stöð að Bessa- stöðum, en allur sá innflutningur lifandi dýra, sem nú á sér stað húsum góðborgara i borg og bæ má sjá hamstra, skjaldbökur og hvitar mýs. Gróðurhúsamenn i Hveragerði státa a'f kráku og apa, og Hafnfirðingar af tigirsdýrum og sæljónum. Þúsundir minka eru boðnir velkomnir i landið að ó- gleymdum hundinum fræga, sem ætlað er að urra að hassberum. Skrá þessa hef ég ekki lengri, Án efa hefur nefndur sjón- varpsþáttur verið byggður i þvi augnamiði, að þjóðinni gæfist kostur á að fylgjast með rann- sóknarstörfum visindamanna og sjá svart á hvitu, hvernig á- standið er. Við erum enn aö ham- ast að gróðri landsins, göngum i lið með sandbylgjum, sem kaf- færa gras og sverfa niður rofa- börð. Þótt bændur ræsi fram mýrar og taki drjúgar skákir lands til tæktunar ár hvert og sparibúnir menn haldi fallegar ræður um landvernd, sem vissu- lega er góðra gjalda vert, þá segir þetta og orkar skammt til mót- vægis. Þarna kemur einnig til, og er þyngst á metum til umbóta, starf Páls Sveinssonar land- græðslustjóra. Oskaplegt er til að vita og raunar jaðrar við hneyksli að sá ötuli orkumaður skuli aðeins fá úr hendi hins opin- bera, aðeins röskar 18 milljónir örsmárra króna til hins umfangs- mikla starfs. Engum krónum er betur varið en þeim, sem fara um hendur Páls. Þær eru bara allt of fáar. Ég hef leyft mér að velta þvi fyrir mér með hverjum hætti við fáum hlift afréttunum við ofbeit, án bústofnaskerðingar, og niður- staðan er sú, að hefja beri ræktun holdnauta. Slikur peningur krefst ekki viðlendra beitarlanda eins og sauöféð og gengur aldrei svo nærri landi,að til skemmda horfi. nærri landi, að til skemmda horfi. hlyti sauðfé og hrossum að fækka gerast var hlaupið til og allt drepið, að undanskyldum einum nýfæddum nautkálfi af Gallo- way-stofni, sem bjargað var i land á siðustu stund af bónda, sem bjó yfir meiri framsýni og framtaki en aðrir. Út af bola þessum eru komnir blendingarnir i Gunnarsholti og á Hvanneyri. Þrátt fyrir skefjalausa skyld- leikarækt halda þeir reisn sinni og sverja sig mjög i ætt sins þykk- vaxna forföður. Kjöt þeirra er eftirsótt, sem kunnugt er og talið hrein sælkerafæða. Ár eftir ár hefur holdnautamálið verið á dagskrá Búnaðarþings. Af skiljanlegum ástæðum áttu tillög- ur áhugamanna um holdanauta- ræktun á Islandi lengi erfitt upp- dráttar. Nú hefur hinsvegar svo skipazt, að samstaða náðist á sið- asta Búnaðarþingi um að sækja um leyfi til innflutnings sæðis, og raunar var það ekki i fyrsta sinn, þvi að málinu var alltaf að aukast fylgi siðan djúpfrysting sæðis kom til sögunnar. Með öðrum fréttum af siðasta Búnaðarþingi bárúst þau góðu tiðindi heim i héruö.aö nú loks ætlaði yfirdýra- læknir að veita heimild til inn- flutnings, en hin neikvæða afstaða hans hefur allt til þessa verið það sker, sem framvinda málsins hefur strandað.Nokkurt vatn er til sjávar runnið siöan Búnaðarþingi lauk,þó hefur enn ekki frétzt að yfirdýralæknir sé búinn að undir- rita leyfisbréfið, og raunar er svo að skilja á fréttum frá Alþingi að hann ætli ekki aö gera það i sjá'fsagt mætti fleira tiunda. Arlega fara islenzkir bændur og aðrir áhugamenn, hvað landbún- að snertir kynnisferðir út yfir pollinn, ganga þar um garða bænda og peningshús, halda siðan heim, án þess að lágmarks sótt- hreinsun fari fram á fótabúnaði. Fjöldi notaðra dráttarvéla hefur verið keyptur inn frá Bretlandi. Fullyrða má að þær hafa ekki verið dauðhreinsaðar, áður en is- lenzkir bændur tóku þær i notkun. Ég er ekki þess umkominn að dæma, hvort þarna er óvarlega farið, én sé svo ekki, hljóta allir að sjá, að innflutningur djúp- frysts sæðis er næsta háskalitiö fyrirtæki. Blaðið Dagur á Akureyri birti i sumar viðtal, er ritstjórinn átti við búnaðarmálastjóra. Var dr. Halldór viðræðugóður að vanda og greiður i svörum, en þegar rit- stjórinn spurði, hvaö liði holda- nautamálinu var likt og hann yrði hikandi, sagði aðeins, að málið væri i nefnd. Það hygg ég, að nefnd þessi haldi vöku sinni, þótt þess hafi ekki orðið vart. Veit ég vel, að hún er skipuö mætum mönnum og starfhæfum, en hitt veit ég ekki, hversvegna hún starfar svo mjög bak við luktar dyr, eða hversvegan er yfirleitt farið með holdanautamálið eins og feimnismál. Þó er það i röð hinna merkustu mála, sem nú eru á dagskrá þjóöarinnar og krefst skjótra "akvarðana og aðgeröa. Það skal játaö, að nú virðist vera að rofa til, þótt enn sé óf snemmt að tala um sólskin. Timinn segir frá þvi föstud. 29.okt. sl.,að Halldór E. Sigurðs- son, landbúnaðarráðherra hafi á fundi i neðri deild Alþingis mælt fypidagafrumvarpi um breytingu á lögum um innflutning búfjár frá 1962. Siðan segir orðrétt: „Gert er ráð fyrir i frumvarpinu, að land- búnaðarráðherra geti heimilað innflutning á djúpfrystu sæði úr nautum af Galloway-kyni, en ein- göngu til notkunar i sóttvarnar- stöð rikisins að Bessastöðum á 'Alftanesi, eða annarsstaðar, ef henta þykir. Þessa heimild má landbúnaðarráðherra þvi aðeins nota, að stjórn Búnaðarfélags Is- lands, yfirdýralæknir og for- stöðumaður Tilraunastöðvar há- skólans i meinafræði mæli með innflutningi djúðfrysts sæðis hverju sinni”. Hér er rétt að farið, sem vænta mátti. Þungi ábyrgðarinnar er ætlaður fimm mönnum i stað þess að hann hvildi áður á baki eins. Mikið óhapp' var það, að lögin voru i öndverðu byggð upp með svo herfilegum þverbresti. Nú er vorlegra i sölum Alþingis, en verið hefur um skeið og roða slær á ský. Þvi mun annasamt mjög á búinu þvi og hætt við að sitthvað lendi i undandrætti og jafnvel kann svo að fara, að merk mál dagi upp sem nátttröll. Ég leyfi mér að skora á þingmenn, þá er vinna vilja að heill islenzks landbúnaðar, að þeir gæti þess að breytingartillaga Halldórs E. Sigurðssonar, landbúnaðarráð- herra hljóti ekki þau ömurlegu örlög. 1 lok fyrrnefndrar Timagreinar frá 29.okt. sl. segir svo: Gert er ráð fyrir þvi að framkvæmd verði með þeim hætti, að upphaflega verði keyptar 12 islenzkar kýr og settar i þessa einangrunarstöð. Sæði verði tekið úr 6 nautum.Af- kvæmi kúnna verði öll látin lifa fyrsta kastið og að fjórum árum liðnum yrðu komnir i stöðina um 60 gripir og þar af 50 Galloway- blendingar þriggja ára og yngri. Ekki er gert ráð fyrir,að hjörðin þurfi að vera stærri, en haldið verður áfram að æxla saman hreinu Galloway-kyni með djúp- frystu sæði viö blending, þannig að það fáist stöðugt kynhreinni holdanaut, og eftir 10-12 ár má ætla, ef allt gengur vel að kominn verði alhreinn stofn”.. Hér er ég ekki sammála. Við þurfum ekki að biða 10-12 ár eftir hreinum stofni. 1 stað þess að rætt er um að kaupa isl. kýr 12 að tölu, til einangrunarstöðvarinnar, sting ég upp á að fengnar verði frá Gunnarsholti og Hvanneyri Galloway-blendingskýr. Þá yrðu fyrstu kálfarnir, sem fæðast i stöðinni að miklum meirihluta Galloway-kyns. Þetta bið ég þá menn, sem ráða fyrir málum bænda að taka til vandlegrar at- hugunar. Nú þegar þetta er ritað,er land- verndarmálið mjög á lofti haft, og segja má.að maður gangi undir manns hönd i ræðu og riti, svo þjóðin megi vakna og sjá viður- styggð eyðileggingarinnar. Þessu er vel farið og vonandi er áróður- inn ekki aðeins „af vindi vakin alda, sem verður til og deyr um leið”,, eins og áhuginn á trimmi, skokki o.fl. i fyrra vetur, en eng- inn heyrist nefna nú. Ég hef i grein þessari leitazt við að sýna fram á það, hvern hlut ræktun holdanauta getur átt i landvernd með þvi að láta þessa ágætu gripi fylla skörð þau, sem af illri nauð- syn verður sennilega að höggva i hrossa- og sauðfjárstofna þeirra bænda, er við þá afrétti búa, sem eru að breytast i auðn. Þessi tvö mál ættu að ræða samhliða, þvi að segja má aö annað komi i kjöl- far hins. I ■kv. Haildór Kristinsson og Björg Arnadóttir. Vinna þau liugi og hjörtu gesta Þjóðleikh Oklahoma í Þjóðleikhúsinu 25. marz: ússins i næsta mánuöi? Timamynd Gunnar. Tveir nýir leikarar i stórum hlutverkum — Samvinnan hjá okkur Björgu gengur vel, við kyssumst á hverjum degi - á æfingum, sagði Halldór Kristinsson i viðtali við Timann. Hann er mörgum kunnur.siðan hann lék annað aðalhlut- verkið i Hárinu, sem sýnt var i Glaumbæ i vetur og fyrravetur. Halldór þreytir senn frumraun sina á sviði Þjóðleikhússins, og leikur þar á móti Björgu Árnadóttur.ungri leikkonu, sem nú hefur fengið sitt fyrsta stóra hlutverk. Þau Björg og Halldór leika elskendur i bandaríska söngleiknum Oklahoma, sem verður frumsýndur i Þjóðleik- húsinu 25. marz, og er það óvenjulegur viðburður að sjá þar tvo nýja leikara i stórum hlutverkum. — Oklahoma er prýðilegt leikrit, létt og skemmtilegt, sögðu þau Björg og Halldór í spjalli við okkur. — Leikritið er mun skemmti- legra en maður bjóst við, sagði Halldór, - en kvikmyndin Oklahoma, sem hér var sýnd einu sinni, var vægast sagt leiðinleg. Leikstjórinn Dania Krupska frá Bandarikjunum setur Oklahoma ákaflega skemmtilega á svið. Hún reynir að gefa okkur innsýn i þjóðlíf Bandarikjanna á þeim timum sem leikritið gerist, þ.e.a.s. kringum 1890. Hún leggur alveg makalausa vinnu i leikritiö, bókstaflega gerir allt milli himins og jarðar. Það er heill skóli að vinna undir hennar stjórn. — 1 söngleiknum segir frá skrýtnu og skemmtilegu fólki, bætti Björg við. Oklahoma er ekki orðið riki, og viö kynnumst kúrekum og bændum, sem eiga i erjum út af beitilöndum. Og mitt i þessu öllu saman gerist litil ástarsaga heimasætu og kúreka. En söngleikurinn Oklahoma er ekki tómt hopp og hæ þeirra 40 leikara, söngvara og dansara, sem koma fram á sviðið, heldur eru einnig alvarleg atriði með. Söngur og talaður texti eru samtvinnaðir i leikritinu, og leikstjórinn Dania Krupska leggur mikla áherzlu á að textinn komi skýrt fram. Og loks viljum við kynna þessa tvo ungu leikara. Halldór Kristinsson er 22 ára, verzlunar- menntaður, húsasmiður ( á eftir bókl. iðnnámið), sló i gegn sem söngvari 12 ára á skólaskemmtun með laginu „It's now or never”, var i hljómsveitinni Tempó og syngur nú og leikur i Þrem á palli. — Það er óráðið hvort ég gerist leikari til frambúðar, sagði Halldór, - en ég hef mikinn áhuga á leiklist. - Jú, ég hefði jafnvel áhuga á að fara i rikisleiklistar- skóla,verði honum komiö á fót Björg Arnadóttir, 24 ára, tók stúdentspróf og fór siðan i Leikskóla Þjóðleikhússins, út skrifuð 1970. Siðan hefur hún öðru hverju fengið eitthvað að gera i leikhúsinu, lék m.a. konu Litla Kláusar I barnaleikriti kenndu við þá félag, Kláusa. Hún hefur einnig stundað önnur störf, var m.a. klippari i sjónvarpinu i hálft ár. Og svo biðum við eftir að heyra þau og sjá i Oklahoma eftir mánuð. SJ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.