Tíminn - 26.02.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.02.1972, Blaðsíða 11
Kristján Astráðsson sigraði í fimleika- móti Ármanns Sigurvegarinn i fimieikakeppni Ármanns, Kristján Ástráðsson, i handstöðu á tvislá. (Timamynd Gunnar). LAUGARDAGUR Giima: Iþróttahús Háskólans kl. 15.00. Skjaldarglima Armanns. Körfuknattleikur : tþrótta- skemman Akureyri kl. 16.00. 1. deild, ÞÓR-KR. Frjálsar iþróttir: Laugardalshöll kl. 13.20, innanfélagsmót 1R. (kúluvarp karla og kvenna og stangarstökk). Handknattieikur: Laugardalshöll kl. 15.30. 1. deild kvenna, Valur- Njarðvik, Fram-Vikingur, 2. deild kvenna, KR-FH, 3 leikir i 1. fl. karla. Iþróttahúsið Seltjarn- arnesi kl. 18.45. 2. deild karla, Stjarnan-KA, Grótta-Þór. Knattspyrna: Melavöllur kl. 14.00. tlrvalslið KSl-KR. Háskólavöllur kl. 13.30 til 16.00. Skólamót KSl, 3 leikir _ SUNNUDAGUR Körfuknattleikur: Iþróttahúsið Seltjarnarnesi kl. 19.30. 1. deild, Valur-IR, Ármann-lS. Frjálsar iþróttir: Iþróttahúsið Keflavik kl. 14.00. Unglinga- meistaramót Islands. Knattspyrna: Háskóla-og Mela- völlur frá kl. 11.00 til 16.00. Skóla- mót KSl, 7 leikir. Handknattleikur: Laugardalshöll kl. 13.00. Islandsmótiö Rvik. rið- ill, 14 leikir yngri fl. Iþróttahúsið Seltjarnarnesi kl. 14.00. 2. deild karla, Þróttur-Þór. Iþróttahúsið Hafnarfirði kl. 15.00. 1. deild kvenna, Breiðablik-Armann. 2. deild kvenna, IBK-FH, 5 leikir i Reykjanesriðli yngri fl. Hlaup: Breiðholtshlaup 1R kl. 14.00. Hið árlega Armannsmót i fim- ieikum pilta fór fram fyrir skö- mmu. Það var haldið í Iþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar og tóku 7 piltar þátt i þvi. Ármannsmót þetta er það þriðja I röðinni sem fimleikadeild Ármanns hefur staðið fyrir á undanförnum árum, eða fyrst eftir aö alvarlegar til- raunir voru gerðar til að endur- reisa fimleikaiþróttina i landinu og þá fyrir forgöngu Fimleika- sambands tslands. Armannsmótinu,sem nú er ný- lokið, lauk með sigri Kristjáns Ástráðssonar, sem hlaut 45,10 stig út út samanlögðum greinum, en hann hefur einnig sigrað hin tvö Ármannsmótin sem undan eru gengin. Að þessu sinni hlaut þvi Kristján Astráðsson farandbikar þann til eignar, sem keppt hefur verið um á þessum mótum. Þó Kristján hafi unnið þetta mót, þá skilja aðeins 0,20 stig á milli hans og Þóris Kjartanssonar sem hlaut 44,90 stig og varð annar. Þess má geta að Þórir Kjartansson varð einnig annar á siðasta tslands- móti i fimleikum út úr saman- lögðum greinum. Birgir Guðjónsson vann óvænt- an og ánægjulegan sigur i æfing- um á gólfi, hann hlaut fyrir það 8,20 stig og var það jafnframt hæsta einkunn sem gefin var i keppninni. Æfingaseria Birgis i gólfæfingum var mjög samfelld og fáguð, þótt hún hafi innihaldið mörg erfið atriði (moment). Æfingar hans á gólfi báru þvi vitni um góðan undirbúning og æfingu, enda bar hann lika sigur úr býtum. Birgir Guðjónsson og Helgi Agústsson, sem einnig stóð sig vel, eru báðir 15 ára gamlir og má að öllum likindum vænta mik- ils af þeim i framtiðinni. Framk- væmd mótsins tókst i alla staði vel, en ekki er það sama hægt að segja um leikni og getu flestra þeirra sem þátt tóku i mótinu, þvi að mistök og smá óhöpp voru gegnum gangandi hjá flestum keppendum. Verða orsakir þeirra ekki raktar til annars en ónógs undirbúnings keppenda. Það er ljóst að fimleikafólk verður að æfa af meiri alvöru fyr- ir mót þau, sem það tekur þátt i, þvi óöryggi i æfingum setur strax svip sinn og mælikvaröa á getu og undirbúning keppendans. Dómar i mótinu voru nokkuð sanngjarnir, þó tveir af fimm dómurum hafi ekki dæmt á fim- leikamóti áður. Dómarar voru: Valdimar Ornólfsson sem jafn- fraint var yfirdómari, Grétar Franklinsson, Jón Júlíusson, Gunnar Guðmundsson og Magnús Þorgeirsson. Skrifari var Snæþór Aðalsteinsson og mótsstjóri Gunnar Eggertsson formaður Ármanns. Helztu úrslit urðu sem hér segir: Gólfæfingar: BirgirGuðjónsson 8,20 stig Kristján Astráðsson 8,00 ” Þórir Kjartansson 8,00 ” Þverhestur: Ragnar Einarsson 6,90 ” Þórir Kjartansson 6.50 ” Hringir: Þórir Kjartansson 7,90 ” Kristján Ástráðsson 7,80 ” Rúnar Þorvaldsson 7,80 ” Langhestur: Þórir Kjartansson 7,70 Ragnar Einarsson 7,60 ” Tvislá: Kristján Astráðsson 7,90 ” Ragnar Einarsson 7,50 ” Þórir Kjartansson 7,50 ” Svifrá: Kristján Astráðsson 8,00 ” Þórir Kjartansson 7,30 ” MANUDAGUR Körfuknattleikur: Laugardals- höll kl. 21.00. Sendiherrakeppnin, Rvik-VL. Knattspyrna: Melavöllur kl. 19.30. Æfingamót KRR, Valur- Þróttur, Vikingur-Fram. „SPORTMENN ÍBK” Nú hafa Keflvikingar riöið á vaðið með stofnun stuðnings- mannafélags. Slik félög hafa verið til bæöi hjá FH (Gaflarar) og hjá 1A á Akranesi, en þetta nýja félag Kefivikinga verður samt með öðru sniði.og þvf er faiið annað verkefni. Þetta félag er bein eftirliking af „Supporters-klúbbunum ” hjá ensku liðunum. Tiigangurinn með þvi er sá sami, að styðja við bakið á félaginu og leik- mönnunum, mæta á alla leiki IBK og standa fyrir ódýrum ferðum á leiki liðsins bæði utanlands og innan. Stofnfundur félagsins var haldinn fyrir skömmu, og mættu um 50 manns á stofnfundinn, en stofnfélagar eru nú orðnir hátt á annaö hundrað. A fundinum var kosin stjórn félagsins og þvi gefiö nafn. Mun þaö bera nafniö SPOTMENN ÍBK, en það þótti mönnum öllu betra en Stuðnings- mannafélag ÍBK. Stjórn félagsins er skipuð þessum mönnum: Jóhann Pétursson, Kristinn Danfvaisson, Hulda Karlsdóttir, Zakarias Hjartarson og Runólfur Elen- tinusson. iþróttasiðan hefur fregnað að fleiri féiög séu aö hugsa um að stofna svona félög innan sinna vébanda, m.a. Vestmanna- eyingar og nokkur Reykjavikur- Ný íþrótta- grein kynnt — er talin mjög góð undirbúningsíþrótt fyrir íshokki, landhokkí og hokkí-bokki Klp-Reykjavik. S.l. mánudag bauð hinn góökunni Iþrótta- kennari og iþróttafrömuður, Guðmundur Þórarinsson, nokkrum starfsbræörum sinum og-systrum, ásamt öðrum gestum, til aö horfa á kynningu á nýrri íþróttagrein, sem viöa hefur rutt sér rúms á undanförnum árum, eins og t.d. á hinum Norður- löndunum, Bandarikjunum og Englandi. Þessa iþrótt kallar Guðmundur Innibandy, en hún er einskonar sambland af ishokki og bandy, en þær eru meðal vin- sælustu Iþróttagreina Norður- landabúa, þó litið séu þær þekktar hér á landi enn sem komið er. Þessi grein er bæði fyrir pilta og stúlkur á öllum aldri,og hefur hún m.a. þann eiginleika, aö þeir, sem eru ekki jafn likamlega þroskaðir og jafnaldrar þeirra, eiga auðvelt með að taka þátt i íslandsmót í blaki Akveðið hefur verið að fram fari Islandsmeistaramót i blaki 1972. Fer mótið fram i iþrótta- húsinu i Hafnarfirði laugardaginn 18. marz n.k. Þau félög, sem ætla aö taka þátt I mótinu, eru beðin um að til- kynna þátttöku til skrifstofu ISl eigi siðar en 12. marz n.k. ISI hefur falið blakdeiid Iþróttafélags stúdenta að sjá um framkvæmd mótsins, en liö IS er núverandi tslandsmeistari i þessari skemmtilegu iþrótta- grein. leiknum og standa jafnfætis þeim sem eru stærri og sterkari. Þó er hún ekki talin siður góð fyrir þá, sem af einhverjum ástæöum eru þvingaðir til að lifa mestan hluta æfi sinnar i hjólastól, en fyrir þá er hún á margan hátt mjög hentug. Mestar vinsældir hefur hún samt hlotið i skólum viða um heim, þar sem jafnvel stórmót eru háð milli skólanna i þessari i- þróttagrein. Það tekur ekki nema 15 min. að kenna hana, t.d. i iþróttatima, og þegar á fyrstu æfingu getur hver sem er leikið hana af ánægju. Innibandy er leikið með plastkylfum og plastknetti, sem endast mjög vel. Eru báðir þessir hlutir hættulausir fyrir leikmenn og skemma ekki gólfið, sem leikið er á. Fjöldi leikmanna fer eftir stærð salarins, en þegar leikið er i stærri sölum, er bezt aö hafa sex i liði- einn markvörð- tvo bakverði- tvo sóknarmenn og einn miðjumann. Leikið er á mark og reynt að skora hjá mótherja svipað og i öðrum knattiþróttum. Leikreglur eru mjög einfaldar, og um leið auðlærðar, þar sem tilgangur leiksins er eins mikil hreyfing og hægt er að fá,meö alla hættu fjarlægða. Keppnin um þennan litla létta knött er mjög uppörvandi og tekur leikmenn afar föstum tökum. Undanfarna 3 mánuði hefur Guðmundur haft þessa iþrótt á dagskrá i iþróttatimum i Höfðaskóla og Barnaskóla Vesturbæjar. Hafa allir þeir, sem fengið hafa að koma nálægt þvi að leika þessa iþrótt i iþrótta- timunum þar, haft feikna gleði af að leika hana, og vilja þeir ekki kjósa sér neitt annað, þegar þeir fá sjálfir að velja. Sleppur við aga- nefndina! Einar Bollason körfu- knattleiksmaður úr KR, sem rekinn var út af á siðustu sekúndum leiks KR og IS i l.deildarkeppninni i körfu- knattleik s.l. sunnudags- kvöld, sleppur við að fara fyrir aganefnd KKl fyrir brot sitt i leiknum. Dómararnir, sem báðir voru úr Njarðvikum, sögðust ekki senda inn kæru á hann, þar sem þeim hefðu enn ekki borizt lög aganefndarinnar. Sögðust þeir ekki geta kært eftir lögum, sem þeir hefðu aldrei séð. Einar sleppur þvi i þetta sinn og getur leikiö með KR gegn Þór á Akureyri I dag. Sá leikur er mikilvægur fyrir KR, og mátti liðið varla við þvi að verða af þessu „stóra vopni” sinu i þeim leik. Piltar úr Barnaskóla Vesturbæjar aö leik i hinni vinsælu iþrótt, Innibandy, sem mjög hefur rutt sér til rúms erlendis, og Guömundur Þórarinsson iþróttakennari er nú aökynna hér á Iandi. (Timamynd Róbert)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.