Tíminn - 26.02.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 26.02.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 26. febrúar 1972 Sveinn Gunnarsson: KVON- BÆNA SAGA 49 Morguninn eftir tók Fjölnir fola sína og hélt á leið til Horn- stranda. Þennan tjáða stranda- glóp hitti hann um síðir. Fjölnir sagði honum frá draumnum. Galdranautið var skapillt og lét 'ganga eftir sér. Fjölnir sýndi hon um tíu ríkisdali, bað hann að taka við og ljá sér lið. Karl tók silfrið og bað hann að dvelja þar um nóttina. Karl hvarf um kvöldið og var ekki kominn, þegar gömul kona vísaði Fjölni til sængur. Þarna var dauft og draugalegt. Um morguninn lá karl í rúmi sínu. Um hádcgið fór hann að hreyfa sig og var þá Fjölnir orð- inn afar-órór. Karl spurði Fjölni livort hann lVefði ráðið það við sie, hver stúlkan ætti að vera. Fjölnir kvað ekki fasl ákvcðið, því úlvalning hennar yrði að fara eftir efnahag hennar. Karl kvað þá mikið nær, og kveðst hafa luigsað um kvonfangið. Karl sagði honum svo, hvar luin væri og hvers dóttir. Fjölnir þekkti föður hennar af afspurn, og vlssi hann að sá var ríkur og gerðist því ró- legur. Slúlkan sagði hann að héti Þóra, en Brandur faðir hennar. Fór hann svo höndurn urn Fjiilni og tautaði eillhvað vl'ir hon- um. Fjönir reið þaðan og segir ekkl af fcrðum hans fyrr en hann kom til Brands. Þetta var um haust, rétt fyrir veturnætur. Hagaði Fjöinir svo ferðum, að hann bar að bæ Brands síðla dags. Ilann fann heimamenn og spurði eftir Brandi en hann var í kaupstaðarferð. Kvaðst l>á Fjölnir vera afar-las- inn. Pilt hitti hann fyrir bæjar- dyrum og bað hann að skila til húsfreyju að hann falaði gistingu, því hann væri lasinn. Pilturinn fór og kom aftur með þau orð, að það væri óhægð á að hýsa heldri mcnn fyrir rúmlcysi, enda væri stutt til næsta bæjar, og hann mundi komast þangað fyrst hann hefði þr.já til reiðar. Fjöln- ir kvaðst sjúkur mjög og sér eln- aði sótt óðum. Pilturinn fór með það og kom aftur með þau orð, að honum væri 'gersamlega ncitað um alla aðhjúkrun. Fjölnir spurði piltinn, hvort langt yrði þangað til húsráðandi kæmi hcim. — Annað kvöld koma þau, því dóttir hans cr mcð honum, sagði pilturinn. Frétti hann því næst, hvaða leið bóndi kæmi. Bað svo piltinn að skila til húsfreyju, að hún gengi til dyra, hann langaði lil að sjá hana. Kerling kom úfin og ógreidd, óhrein og úlfúðarleg. Fjölnir mangaði enn til við hana um rúm þá nóttina. Kerling kvað ekki áhöld þar eða hvílu í því lagi, að fínum gestum væri boð- lcgt. — Brandur minn hcfir ckki vanið hingað hcrramannalýðinn, enda eru hér brúkaðir askar og hornspænir, og t'rébollar, cf 'ábiti er ge.finn. Svo eru ekki yfirsæng- urnar hérna. Þcir, scm fátækir eru, vcrða að láta sér nægja hitt annað, sem lélcgra þykir og ckki er vcrt að cyða hér um fleiri orð um. Þér verðið að l"ita yður ann- ars staðar skjóls. Það vill líka svo óhcppilega takast til, að ég er grautarlaus. Stúlkurnar hafa ver- ið að flytja inn eldivið í dag, svo ég hafði engan til að skcra grös- in. Ilvað vcikindi yðar áhrærir, þá sé ég að það cr uppgerð, því þér eruð rjóður og hrausllegur. Uppá það getið þér farið. Fjölnir bað piltinn að ná hest- um sínum, en hann kvaðst vera að bera inn eldiviðinn og hús- frey.ja fyndi að, cf hann færi í snúninga, cnda væru þcir í lcið- inni fyrir lionum. Fjölnir fór veru lega reiður. Stutt var til næsta bæjar. Hann fór þangað og fékk gistingu. Bóndi var skrafhreifur og sagði Brand góðan nágranna, en dóttir hans væri ekki vel fríð, og ungu pillarnir þar í grcndinni segðu, að augun vildu alltaf hafa citthvað, og Brandur væri því í vandræðum mcð mannsefnj handa henni, en stúlkan væri hcldur nátlúruð fyrir að dútla við pilta, og hafði ]>ví gert umkvörtun til föður síns að slíkt væri ánægju- brcstur, að lifa svona löguðu ein- verulífi. Tók Brandur sig upp, fór á strandir og keypti að galdra- manni þar, að seiða mann handa henni. Fjandakraftur þessa galdra gaurs er, trúi ég, í stórum stíl, svo haldið er að hún fái manns- efni bráðum. Þessi strandaglópur er vís til að magna steinbítana ’ít Strandagrunni og senda Brandi til tengdasonar frambúðar. Fjöln ir reið daginn eftir móti þeim Brandi og hóf þegar bónorðið til dótlur lians. Gleðin geislaði frá augum Brands, Ilann sagði við dóttur sína: — Það var ckki til ónýlis ferð- in mín á Slrandir, Skárri eru það igaldrarnir, mikill kraftur fylgir þeirri kunnáttu. Sneri sér svo að Fjölni og sagði hann velkominn, og það mundi allt vera rétt lijá honum. Það var haldið að Þúfum og þá var Fjölni ekki úthýst. Þetta hamingjusama kvöld á Þúfuim var laugardags- kvöld. Sunnudagurinn teygði upp yfir austurfjallakrúnuna tjósguta kollinn sinn, og bráðum baðaði liann út hvítum, gagnsæjum, heið skírum höndum og upplýsti al- heimsbygginguna. Brandur reis upp og kvað ckki til setu boðið, því nú hefðu mcnn nóg að hugsa, finna prest og biðja um snarræði til lýsinga. Komdu með hræru í dallinum mínum og spón, ég fer strax. Eg þarf líka að koma að Keldum og vita hvort Grímur get ur ekki farið í kaupstað. Það þarf að ná víni og fleira. Grímur hef- ir vcrið mér hjálplegur, og nú þarf hann að duga, svo allt hafj fljótan íramgang. Hann vissi í hvaða stríði ég átti með Þóru, hún vildi alla, en enginn vildi hana. Næsta messudag þarna á eftir var kirkjufólkið á Óskpakshöfða að tala um það, að Fjönir væri heim kominn nýgiftur og þarna kemur hann og daman mcð. Sú hefir sitt af hverju utan á kroppn um, mikið er hvernig fólkið læt- ur. Þó hún sé ríkismanns dóttir, minna má nú gagn gera. Skárra er það fjandans prjálið. Hann hef ir svo sem komið til að sýna hana. Æ, mér sýnist hún ekki gcðsleg, munnvíð, nasaflá og til- eygð. En hann skyldi vilja hana. Allt er nú gott, þegar auðurinn er annars vegar. Eg öfunda hann ckki af þessu greppitrýni. Nú framlíða stundir fréttalaus- ar, svo árum skiptir. Ég lifði þarna í Brekku og var að verða sem blóm í eggi, dvöl mín þar var enn undir sömu hlutföllum, að ég var hjú föður míns. Ég var nú farinn að fitja upp á þriðja tuginn aldur imíns. Það var þá einn sólskinsríkan sumardag, að ég reið til utanríkiskirkju. bara 1048. Lárétt 1) Lenda i. 6) Ætijurt. 7) Röð. 9) Þingdeild. 10) Gera við. 11) 999. 12) Eins. 13) Hæð. 15) Kátara. Lóðrétt 1) Æskumann. 2) Eftirskrift. 3) Kann vel lög. 4) Þófi. 5) Drauganna. 8) Húð. 9) Hress. 13) Hvað? 14) Tónn. Ráðning á gátu No. 1047 Lárétt 1) Trúlegt. 6) Túr. 7) El.9) Do. 10) Nótunum. 11) Na. 12) LM. 13) Vei. -n 15) Reigðir. ‘ Lóðrétt 1) Tvennar. 2) Út. 3) Lúpuleg. 4) Er. 5) Trommur. 8) Lóa. 9) Dul. 13) VI 14) Ið. T ~T5 [3 p S ■■ ■' le. Bbzi^z (5- Ætlaröu ekki að hjálpa okkur, Hvellur? — Ég skal hjálpa til við að finna ræningjana, Trigon konungur. — Ég sting ekki upp á þvi, að Barin prins og sveitir hans reyni að stöðva þá. . . . nema fólk þitt reyni --VOiCAU/C CRUPTIO/VS CONT//VUP - - HfAR T//5M /// TN£ BACKGPOUf/P ? — Tf/£ STP/CN£fl TCW/V f/AS Af/OT/ffP PROBLEM- iOOTEPS sjálft að verja sig. — Allt er breytingum undirorpið, og ég á erfitt með að beygja mig, en það verður vist svo að vera. — Ég vildi að ég gæti verið yður likur herra minn. Nú skulum við snúa okkur að ræningj- unum. Þú mátt ekki fara inntil hans. Hann er að hlusta á dularfullu röddina. —Ó, þú meinar útvarpið? —Eldgosin halda áfram. Ég get heyrt drunurnar. Os svo eru önnur vandræði, sem dunið hafa yfir. Ræningjar. —Liðþjálfi, þú sást ræningjana. Held- urðu, að þetta hafi verið einhverjir héðan úr borg- inni? — Ég sá þá ekki nógu vel til þess að geta sagt um það, en ég held samt, að svo hafi ekki verið. —Hvernig geturðu verið svona viss um það, úr þvi að þú sást ekki andlit þeirra? —Þeir voru svo un- darlega klæddir — allir eins klæddir. Það var skrýtið. lllliliií! LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR 7.00 Morgunútvarp. i vikulokinkl. 10.25: Þáttur með dagskrár- kynningu, hlustendabréfum, simaviðtölum, veðráttuspjalli og tónleikum. Umsjónarmað- ur: Jón B. Gunnlaugsson. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga. Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 Viðsjá . Ilaraldur ólafsson dagskrárstjóri flvtur þáttinn. 15.00 Fréttir. 15.15 Stanz. Jón Gauti og Arni Ólafur Lárusson stjórna þætti um umferðarmál og kynna létt lög. 15.55 islenzkl mál. Endurtekinn þáttur dr. Jakobs Benedikts- sonar frá sl. mánudegi. 16.15 Veðurfregnir. Barnatimi. a. Jón R. Hjálmarsson segir frá merkum Islendingi, Bjarna skáldi Thorarensen. b. Sigrún Kvaran les sögu gerða eftir leikriti Shakespeares ,,Kaup- manninum i Feneyjum”, Lára Pétursdóttir islenzkaði. 17.00 Fréttir. Á nótum æskunnar. Pétur Steingrimsson og Andrea Jónsdóttir kynna nýjustu dægurlögin. 17.40 Or myndabók náttúrunnar. Ingimar Óskarsson náttúrufræð- ingur talar um býflugur. 18.00 Söngvar i léttum tón.Gracie Fields syngur. 18.25 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Könnun á gjaldþrotamálum. Dagskrárþáttur i samantekt Páls Heiðars Jónssonar. 20.15 III j ó m p 1 ö t u s a f n ið . Guðmundur Jónsson bregður plötum á fóninn. 21.00 Óvisindalegt spjall um ann- að land. örnólfur Arnason sendir pistil frá Spáni. 21.15 „Alþýðuvisur um ástina”, lagaflokkur eftir Gunnar Reyni. Svcinsson við ljóð eftir Birgi Sigurðsson. 21.30 Opið hús. Gestgjafi: Jökull Jakobsson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusáhna (24). 22.25 Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 16.30 Slim Jolin. Enskukennsia i sjónvarpi. 14. þáttur. 16.45 En francais Frönsku- kennsla i sjónvarpi. 26. þáttur. Umsjón Vigdís Finnbogadóttir. 17.30 Enska k na tt.s py rn a n Birmingham City gegn Burnley. 18.15 iþróttir. Illé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Skýjum ofar. Brezkur gamanmyndaflokkur. Berti frændi tekur i taumana. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir 20.50 Vitið þér enn? 21.35 Nýjasta tækni og visindi. Könnun Mars. Nýjungar i röntgentækni. Nóbelsverðlaun í læknisfræði og eðlisfræði 1971. Ileyrneiysingjakennsla. Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 22.00 Iláfjöll Sierra. Bandarisk biómynd frá árinu 1941. Aðalhlutverk Humprey Bogart og Ida Lupino. Þýðandi Heba Júliusdóttir. Glæpamður nokkur, sem dæmdur hefur verið til langrar fangelsis- vistar, hlýtur náðun. Hann tekur þegar að leggja á ráðin um ábatavænlegt rán og ákveður að bera niður á bað- strandarhóteli, sem fjölsótt er af auðugu fólki. Á það skal bent, að mynd þessi er ekki við hæfi barna. 23.35 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.