Tíminn - 27.02.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.02.1972, Blaðsíða 3
Sunnudagur 27. febrúar 1972 TÍMINN 3 Lýst eftir nafn- lausum marxistískum lenínista. Eitt er þaö fyrirbrigði i islenzkum blöðum, sem löng- um hefur tiðkazt og mun sjálf sagt lengi gera, en það er að láta ekki nafns sins getið. Alls konar fólk skrifar um alls konar efni i blöðin, en merkir greinar sinar með furðu- legustu dulnefnum ellegar lætur sér nægja upphafsstafi. Hversvegna? Getur það hugsazt að viðkomandi skammist sin fyrir rit- smiðina? Getur þetta stafað af meðfæddri hógværö? Feimni? Eða hræðslu? Vera má að einhver þessara ástæðna eigi við stundum - en mikið ósköp og skelfing er svona lagað hvimleitt og aula- legt. Sá ritsmiðarhöfundur, sem á annað borð kemst á prent i hinum virðulegu blöð- um, hann á skilið að sjá nafnið sitt á prenti lika - finnst mér. Og þá ekki siður lesendurnir. Ástæðan fyrir þessum hug- leiðingum er raunar ekki ein- hver ákveðin og tiltekin grein i blaði, heldur frétt, sem birtist á baksiður Visis á fimmtu- daginn var. Greinin var merkt blaðamanninum HH og er ekkert við sliku að segja - þar sem Visir hefur þá reglu að blaðamenn merki greinar sinar og fréttir. Langi mann að komast að fullu nafni HH er einfaldlega hægt að hringja i 11660 og fá það uppgefið. En þessi frétt fjallaði um stofnun kommúnistaflokks hér á landi og eftir að hafa lesið nokkrar linur af þessari ann ars furðulegu frétt, kemur þá ekki ennþá einu sinni þessu gamli góði kunningi upp i flasið á manni - „einn hvata- mannanna, sem ekki vildi láta nafns sins getið.” Nú er það rétt hjá blaða- manninum að virða óskir við- mælanda sins á þennan hátt - úr þvi að hann taldi engu að siður rétt að birta fréttina. Hinsvegar langar mig að ræða ofurlitið um þær hugsanlegu ástæður, sem valdið hafa „feimni”, „hlédrægni” eða „hræðslu” heimildarmanns- ins. Setjum nú svo að t.d. ég fengi allt i einu óstöðvandi löngun til þess að fræðast meira um marx - leninis mann - hvað get ég gert? betta er allt svo skelfing dularfullt að það minnir einna helzt á að- ferðir sérstaklega varkárs sprúttsala. „Námshópar hafa fjallað um fræðin i tæpt ár” - „boðað verður til stofnunar hreyfingar i sumar” - „vænta- lega verður kommúnista- flokkur stofnaður á næsta ári”. Ja, hérna! Við hvað eru þessir blessaður marx - lenin- ista hræddir? Ég er svo barnalegur að álita, að þegar einhver telur sig hafa höndlað sannleikann, eins og þeir, sem lengst eru komnir i þessum fræðum.fólk eins og Mao Tse Tung og hans menn auk hins ónafngreinda heimildarmanns, þá hljóti það eðli málsins samkvæmt að vera skylda þeirra að gefa sig fram til þess að þeir, sem kann að hungra og þyrsta i boðskapinn, viti hvert þeir eigi að snúa sér. Að visu er ég ekki lærður i fræðum þeirra Marx og Lenms, en ég tel samt ótrú- legt, að slik hlédrægni, feimni eða hræðsla, sé einn að horn- steinum þeirra. Annað mál er það, hversu illa er komið þeim flokki sem taldi meðal sinna stofnenda menn eins og Brynjólf Bjarna- son, Einar Olgeirsson og fleiri sika sem þorðu að láta nafns sins getið, að hann skuli nú verað orðin það svi- virðilegasta af þvi svivirði- lega (i munni hinna rétttrúuðu marxistisku lenínista) „sósialdemókratiskur og endurskoðunarsinnaður”. Hvilikt og annað eins! Ja, svona er það að halda ekki árunni hreinni - og þurfa svo að leita alla leið austur i Kina- veldi til þess að finna hin réttu og sönnu fræði i framkvæmd. Ég hygg að litt hefði Karl Marx heitinn órað fyrir slikri uppákomu, þegar hann sat við, blásnauður, en kerlingin og krakkarnir að ærast úr sulti, i öngstræti i dækjuhverfinu i Sóhó i Lon- don, að setja saman „Das Kapital”. Þar er nú kominn italskur veitingastaður eins og lög gera ráð fyrir og heitir „La Dolce Vita” - og óafvitandi virðast þeir hafa fylgt ráð- leggingum tengdamóöur Karls Marx, en hún sagði að Karli væri nær að „afla ein- hvers kapitals i staðinn fyrir að vera alltaf að skrifa um það”. Það litur helzt út fyrir að Moskvufólkið hafi farið að hennar ráðum - eftir þvi sem Visir segir. Páll Heiðar Jónsson. A aðalfundi Verzlunar- mannafélags Reykjavikur, sem haldinn var á mánudag- inn, var m.a. samþykkt tillaga um „að á næsta starfstimabili veröi athugað hvort grund- völlur sé fyrir hendi, að Lif- eyrissjóður verzlunarmanna hefji sjálfur, eða i samstarfi við aðra, byggingu ibúða fyrir sjóösfélaga.” Þá segir i tillögunni að ibúð- irnar geti verið i eigu lifeyris sjóösins að fullu, eða ein- stakra sjóðsfélaga, eða þess- ara aöila saman,eða lifeyris- sjóðsins og t.d. annarra lif- eyrissjóöa, sem mynduðu eignarfélag um slikar ibúða- byggingar. Var aðalfundin- um heimilað að verja fé vegna nauösynlegrar aðstoðar og fagvinnu við könnun þessa máls. A fundinum var lýst kjöri I stjórn og trúnaðarstöður félagsins. I janúar var auglýst eftir framboðslistum.og barst aðeins einn listi, sem var sjálfkjörinn. 1 aðalstjórn voru kjörnir til 2ja ára: Formaður, Guðmundur H. Garðarsson, Magnús L. Sveinsson, Elis Adolphsson, Óttar Ottóson og Bragi Lárusson. 1 aðalstjórn voru fyrir: Bjarni Felixson, Grétar Haraldsson, Hannes Þ. Sigurðsson og Helgi E. Guð- brandsson. Formaður félagsins, Guð mundur H. Garðarsson, gerði grein fyrir starfsemi félagsins s.l. starfsár. Skýrsla stjórnar V.R. fyrir starfsárið 1971-1972 var fjölrituð og dreift til fund- armanna. Gjaldkeri félagsins, Björn Þórhallsson ,gerði grein fyrir reikningum félagsins, sem voru samþykktir samhljóða. Gunnlaugur J. Briem vara- formaður stjórnar Lifeyris sjóðs verzlunarmanna, gerði grein fyrir starfsemi Lif- eyrissjóðsins. Lífeyrissjóður verzlunarmanna athugar um húsbyggingar TJÚFFENGIRJEFTIRRÉTTIRó ^Romm - búðingur cTVIöndlu- búðingur ORÐSENDING TIL BÆNDA Búvélaverðlistinn 1972 Verðlisti okkar yfir búvélar 1972 er nú kominn út. Eins og áður bjóðum við bændum fjölbreytt úrval landskunnra úr- vals landbúnaðartækja og véla frá heimsþekktum búvélaverk- smiðjum. Hér fer á eftir áætlað verð á nokkrum helztu búvélum, sem við höfum á boðstólum i ár: Krónur DAVID BROWN dráttarvél46 ha. std. 315.000 DAVID BROWN dráttarvél 55 ha. std. 562.500 DAVID BROWN dráttarfél 58 ha . std. 389.000 DAVID BROWN dráttarvél 72 ha. std.450.000 76.000 63.000 75.000 196.200 25.300 15.400 47.000 199.000 59.000 FELLA sláttuþyrla v.br. 160 cm. FELLA heytætla v. br. 330 cm. FELLA heytætla v. br. 460 cm. FELLA heyhleðsluvagn 23—24 rúmm VICON snúnings- og múgavél v. br KVERNELANDS heyhvisl. GNÝBLASARI öxuldrifinn. NEW HOLLAND heybindivél. HEYBAGGALYFTA 2.75 m. Fjöldi annarra búvéla og tækja ÁRÍÐANDI: Umsóknarfrestur til Stofnlánadeildar landbúnað- arins vegna dráttarvélalána er 20. marz. G/obus? LAGMCLA 5. KKYKJAVIK, SÍMI 81555 Til: Glóbus hf.,Pósthólf 555,Reykjavik. \ insamlegast sendið undirrituðum nánari upplýsingar og myndir varðandi eftirtaldar vélar: Tegund vélar: Nafn og heimilisfang sendanda: Krónur JF—sláttutætari v.br. 110 cm. 62.000 JF— sjálflosandi voteysvagn 87.900 JF— sláttuþyrla v.br. 150 cm. 56.000 KVERNELANDS piógur m/dýptarhjóli. 29.000 KVERNELANDS diskakerfi. 47.000 HOWARD jarðtætari, 97.500 VICON tindaherfi, v.br. 3 m. 99.900 HOWARD mykjudreyfari, 2 t. 83.200 VICON kastdreifari. 24.500 UNDERHAUG FAUN —1610 kartöfluupptökuvél. 220.000 LIEN moksturstæki. 43.900 llafið samband við okkur og biðjið um myndalista og nánari upplýsingar um verð og greiðsluskilmála á þeim vélum, sem þér hyggist festa kaup á i ár. Þetta munum við senda án nokkurrar skuldbindingar af yðar hálfu um kaup á vélum frá okkur. Gerið samanburð á okkar búvéium og annarra, gerðum þeirra, verðum og greiðsluskilmálum. Til auðveldunar er að neðan sérstakt form til útfyllingar, þar sem þér greiniö frá hvaða vélar þér óskið nánari upplýsinga um. Klippið það frá og sendið okkur og við mununt svara yður um hæl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.