Tíminn - 27.02.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 27.02.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 27. febrúar 1972 Ilanshljómsveit F.Í.H. Stjórnandi Bjarni Böftvarsson. Aftari röö frá vinstri: Bjarni Böövarsson, Poul Iíernburg, Bjarni Guöjónsson, Fritz Weisshappel. Fremri röö: Aage l.orange, Jóhannes Eggertsson, Guölaugur Magnússon, Skafti Sigþórsson, Jakob Einarsson, Sveinn ólafsson, Þorvaldur Steingrímsson, Vilhjálmur Guöjónsson. [ FÉLA (, ÍSU^ZKRA HLJÓMUS 7 Vi ftM/f A A < 40 ÍR 4 Stef og tilbrigði um sögu félagsins Siðla dags sunnudaginn lá.febrúar 1932 beiö hann uppi á herbergi nr. 103 i hinu glæsilega hóteli sem stóð við Austurvöll, — hótelinu, sem stóðst samanburð úti i heimi hvað iburð og rúmgóða sali snerti, — en þangað hafði hann boðað tæpa tvo tugi manna til fundar. Staðurinn var hið rúm- lega árs gamal Hótel Borg, maðurinn var hinn rúmlega þrjá- tiu og eins árs gamli Bjarni Böð- varsson og fundarefnið var stofnun stéttarfélags þeirra manna ,,sem hafa hljóðfæraslátt að einhverju eða öllu leyti að at- vinnu” eins og getið hafði verið i fundarboðinu. Hjá honum sat Þórhallur Arnason, sem var annar þeirra manna sem aö fun- darboðinu stóðu ásamt Bjarna, en hinn þriðji hafði átt litinn þátt i undirbúningsstörfum og sá ekki ástæðu til frekari afskipta af þeirri sögu, sem þarna var um það bil að byrja skrá. Mennirnir tindust inn einn af öörum og biöu þess að fundarboð- endur kveddu sér hljóðs og settu fundinn. Þegar tala fundargesta var oröin 14 sá Bjarni aö fleiri yrði vart að vænta, enda orðið frekar þröngt setið i herbergi 103, — reis hann úr sæti og setti fund inn. Hann rakti tildrög fundar- boðsins og þörfina fyrir þvi að hljóðfæraleikarar röðuðu sér undireitt merki til að vinna gegn þvi ástandi, sem þeir áttu við að búa. úti i hinum stóra heimi herjaöi kreppan mikla-atvinnul. fátækt og allt aö þvi hungursneyð. tslendingar bjuggu ekki við betri kjör nema siöur væri, en hingaö leituðu atvinnulausir hljóðfæra- leikarar erlendis frá og gengu fyrir með þá vinnu sem hægt var að fá á þeim fáu veitingastöðum þar sem leikið var fyrir gesti, annaðhyort fyrir dansi eða undir borðum. Margir þessara manna voru afburöa góöir hljóðfæraleik- arar, sem Islendingar höföu ekki roð við, en svo voru llka margir afspyrnu lélegir, en þeir höföu þá fram yfir þá islenzku aö heita út- lendum nöfnum. Almenningsá- litið var þeim islenzku ekki i vil og er þá vægt til orða tekið,—nær lagi væri að segja að fólk hafði jafn litla trú á þvi að tslendingar gætu leikið á hljóðfæri og það var vantrúað á að íslendingar gætu siglt og stjórnað gufuskipum um það leyti sem Eimskipafélagið var stofnað. Astandið var ekki glæsilegt, — allt morandi i mönn- um með nöfnum eins og Rose- berry, Heinkelmann, Szigeti, sem sátu að vinnunni sem i boði var — veitingamennirnir vildu ekki sjá og þvi siöur heyra lslendingana slást við hljóðfæri sin og gestirnir voru sama sinnis. I þessu var þó einn ljós punktur, — það var ekki nóg af útlendingum, svo not- ast varð við innfædda að ein- hverju leyti. Fundarmenn hrifust af eldmóöi Bjarna og ákváðu að leggja út i baráttuna við ofureflið. Boðað var til stofnunar sunnudaginn 28.febrúar, Félag islenzkra hljóð- færaleikara varð þar að veruleika og Bjarna falin forustan, uppkast það að lögum, sem undirbúnings- nefndin lagði fyrir fundinn var samþykkt,og nú varð að hefjast handa. Fyrsta, sem gera þurfti var að tryggja að einungis þeir, sem teldust hæfir til að leika á hljóöfæri, fengju inngöngu i félag ið, og var þvi sett sem skilyrði fyr ir inngöngu, að umsækjandi stæð ist hæfnispróf. Prófnefndin var ströng, þvi mikið var i húfi, — trommuleikaratetur sótti um inn- göngu en hlaut ekki náð fyrir augum prófnefndar, en eitthvað varð samt að gera i málinu þvi „vöntun var á trornmurum innan félagsins” eins og skráð var i fundargerð frá þessum tima. A fundi snemma vetrar 1933 var samþykkt að verja kr. 36.00 til að borga fyrir þriggja mánaða kennslu téðstrommara og á sama fundi var samþykkt að styrkja einn félaga til að leigja sér pianó i fjóra mánuði til að æfa sig. Eitthvað hafa þessi fjárútlát gengið nærri fjárhag fél. þvi á næsta aöalfundi var sjóðseign þess kr. 0,55, enda byggðust tek- jurnareigöngu á félagsgjöld um- og félagarnir fáir. Magur félagssjóður var samt ekki á- hyggjuefni frumherjanna, heldur ágangur útlendinganna fyrst og fremst. Þegar á eins árs afmæli félagsins gátu þeir fagnað merk- um sigrum i glimunni við Golíat, — þeim hafði tekizt að koma ein- um Islendingi i vinnu á Hótel Borg, einum á Hótel Island og einum i Oddfellowhúsið með fjór- um Spánverjum. Sama ár vannst annar merkur sigur, félagið gerði fyrsta samning sinn við veitinga menn, þar sem m.a. var tryggt að menn þurftu ekki að vinna eftir kl. 18 á aðfangadag jóla og ekki á jóladag. Ekki var einungis við- útlenda hljóðfæraleikara að glima, heldur stóð baráttan lfka við innlenda, sem þótti gaman að spila og fannst ástæöulaust að vera endilega að ganga i félagið og þurfa þá aö vera bundnir af kaupvöxtum þess. Þeir buðu vinr.u sína á lægra kaupi og fengu viða inni, m.a. i Bárunni. Árið 1935 mætti kalla ..Báruárið mikla i sögu félagsins, þvi um fátt var annað rætt en hvernig mætti sigrast á utanfélagsmönnunum þar. Einn þeirra virðist hafa veriö skilningsbetri á tilgang fé- lagsins en hinir, þvi hann sótti um inngöngu og gekkst undir hæfnis- próf. Nú var úr vöndu aö ráða, — átti félagið aö styrkja aðstöðu sina i báráttunni við Báruna og utanfélagsmenn yfirleitt með þvi aðsamþykkja manninn inn, eða átti að halda fast við gæðamatið. Félagslega sjónarmiðið varð ofan á, en formaður prófnefndar, Þór- hallur Árnason, átti erfitt með að kingja þvi og hafði-að i gegn, að hnýtt var aftan i samþykktina: með þvi skilyrði, að hann studer- aði saxophoninn i nokkra mánuði hjá kennara.” Með þrotlausu karpi vö stjórn- völd og veitingamenn tókst að fá Utsetning: Gunnar Egilson fleiri og fleiri tslendinga inn i hljómsveitirnar, svo ekki var hægt að segja annaö en vel gengi i þeim málum, en nóg var af öðru að taka samt sem áður. Það tiðkaðist m.a. aö mennirnir með útlendu nöfnin færu, þegar þeir voru búnir að spila á Borginni eða Hótel Island kí. hálf tólf, á hina dansstaðinafog héldu þar áfram til kl. 3 eða 4 um nóttina, en tslendingarnir sem höfðu byrjað kl. 9 voru sendir heim. Þetta hafði lengi fariö i pirrurnar á öllum, nema útlendingunum, veitinga- mönnunum og dansgestunum. öllum tiltækum ráðum var beitt til að fá lagfæringu á þessu, en staðreyndin var engu að siður sú, aö tiltrú fólks á getu tslending- anna til hljóöfæraleiks, var enn fyrir neðan frostmark. Bjarni formaður ræddi þá um hugmynd sina um stofnun stórrar dans- hljómsveitar, sem æfði reglulega og léki siðan fyrir bæjarbúa i sunnudagskaffitima i veitinga- húsi eða útvarpi. Fyrir honum vakti eingöngu aö tslendingarnir rækju af sér slyðruoröið og sýndu hvers þeir væru megnugir. Hug- myndin fékk góðar undirtektir og Bjarni var sjálfkjörinn hljóm- sveitarstjóri. Það er skemmst að segja, að fyrirtækið náði tilætl uðum árangri,-leikur hljómsveit arinnar FtH kom bæjaroúum skemmtilega á óvart og fólk sá að mörlandinn gat þetta eftir allt. Félagið fór nú að færa sig upp á skaftið og efndi til dansleikja- haids i fjáröflunarskyni fyrir félagssjóð, þar sem öllum félags- mönnum var skylt að leggja fram vinnu sina endurgjaldslaust. Á dansleikjum þessum komu fram þrjár eða fjórar hljómsveitir, — að sjálfsögðu einungis skipaðar félagsmönnum, og urðu þetta fljótlega eftirsóttustu mann fagnaðir hins fátæklega skemmtilifs bæjarbúa. Dans- leikir þjónuðu tvöföldu hlutverki, styrktu trú fólks á islenzkan hljóðfæraleik og styrktu fjárhag félagsins svo um munaði. Fyrsta árið sem þetta var reynt, árið 1936, færði tiltækið félaginu heilar kr. 307.00 i tekjur, en það sam- svaraði gjöldum 61 manns og tveim krónum betur. Allt frá þvi ári fram til ársins 1950 var dans- leikjahald aðal tekjulind félagsins, en upp úr þvi fóru félagsgjöldin að vera hærri tekju- liður, en dansleikirnir voru alltaf jafn eftirsóttir á meðan þeim var viðhaldið. Þrátt fyrir aukna getu inn- fæddra til hljóðfæraleiks og sterkari stöðu út á við, voru veitingamenn við sama hey- garðshornið með Rosenberg á Hótel tsland og Jóhannes á Borg sem aöal glimukónga. Jóhannes neitaði t.d. að taka FtH-menn sem boölega „músikanta” nema þeir ynnu i 6 mánuöi endurgjalds laust i hljómsveit hússins sem lærlingar. Félagið afgreiddi þessa kröfu með hælkrók svo hún var úr sögunni um leið. Rosen- berg sagði upp samningi þeim, sem i gildi var milli hans og| félagsins,og ætlaði sér að ráða; eintóma útlendinga. Félagið tók þá fram i fyrsta skipti verkfalls- vopnið og mundaði þaö framan i Rosenberg. Gamli maðurinn óttaöist i sjálfu sér ekki vopnið, en til skylminga kom þó ekki, þvi þeim samdist áður en lúðrar blesu til atlögu. Nú var félagið oröið sjö ára og haföi unnið marga sæta sigra, þótt smáir væru að vöxtum, en fram til þessa hafði miðað allt of hægt i þvi að kveða útlendingaá- ganginn niður. Var sýnt, að eitt hvað mikiö yrði að gerast, ef hrekja ætti þá aðkomnu frá kjöt- kötunum, — náttúruharmfarir, drepsótt, eða eitthvað ámóta. Þá skall á eitt stykki heimsstyrjöld og lauk þar með fyrsta þætti i sögu félagsins,sem hefði gjarna mátt bera yfirskriftina: Köttur i bóli Bjarna Bö. Þegar annar þáttur hefst, er sviöið hið sama, félagarnir eru orðnir fleiri,og helztu danshúsin eru Hótel Borg með 6 manna hljómsveit, Hótel tsland og Iðnó með 5 menn, Oddfellow og Ingólfscafé með 4 menn og Björn- inn i Hafnarfirði með 3 menn. Is- lendingar sitja einir að þessum störfum og talað er um Kamp- hausen,Zákál,Draper og þá alla i þátið. Hvað, sem um liðna tið og útlendingavandamálið má segja, verður að viðurkennast, að hér- vera þessara manna var mikil stoð og uppörvun fyrir islenzt tón- listarlif, þvi eins og áður er sagt voru margir þeirra afburða góðir hljóðfæraleikarar sem Islending- ar lærðu heilmikið af. Án þeirra hefðu framfarir okkar manna orðið hægfarari og sjálfsgagnrýni tekið seinna við sér. Sumir þeirra settust hér alveg að og njótum við þeirra enn þann dag i dag. Carl Billich, Josef Felzmanna og Jose Riba. Aðrir hafa borið hér beinin: Fritz Weischappel, sem kom reyndar áður en félagið var stofn- að og vann allan timann með ts- lendingum, var einn af stofnend- um félagsins og gegndi lengi trúnaðarstöðum i þvi, Albert Klahn, um langt árabil stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur og fyrsti heiðursfélagi FÍH, Jan Moravek, sem kom löngu seinna en starfaði mikið og lagði sinn drjúga skerf til músikmála hér. Nú, þegar annar þáttur hefst, voru baráttumálin búin að fá á sig annan svip, félagið var búið að á- vinna sér tilverurétt og útlend- ingavandamálið hvarf i einni svipan með fyrsta skothvellinum i Evrópu. Kaup og kjaramál voru nú efst á óskalista FtH eins og annarra stéttarfélaga, samstaða félagsmanna var góð og félagið stækkaði bæði að höfðatölu og krónutölu. Veitingamönnum gramdist afskipti félagsins af launamálum og baráttuaöferöir formannsins. t einu geðvonzku- kasti krafðist veitingamaður einn þess af hljóðfæraleikurum þeim, sem hjá honum unnu, að þeir settu sér fyrir þvi að félagið segði sig úr Alþýðusambandinu og aö skipt yröi um formann i FIH aööörum kosti mundi hann hann lækka kaupið við þá. Hljóm- sveitarmenn svöruðu með þvi að spila „I can't give you anything but love”, .Sögö er sú saga að eitt sinn þegar Bjarni hafi spilað i hljómsveit hjá þessum veitinga- manni og hljómsveitin setið frammi i eldhúsi i kaffihléinu og drukkið sitt kaffi með vínar- brauði (sem yfirleitt var ekki kallað annað en „Yesterdays me- mories” eftir kunnu dægurlagi sem þá gekk) hafi veitingamað- urinn komið þungbrýnn að þeim og sagt að héðan i frá skuli þeir ekki fá kaffi eða meðlæti i hléinu nema þeir borgi fullt verð fvrir ei'ns og hverjir aðrir gestir. Hljómsveitarmönrium til mikillar Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.